Þjóðviljinn - 08.06.1988, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Skúli Gunniaugur Ólöf
Vesturland
Þjóðmálaspjall
Skúli, Gunnlaugur og Ólöf spjalla um þjóðmálln á Hellissandi (Gimli) mið-
vikudagskvöld kl. 20.30
Alþýðubandalagið
Alþýðubandalagið Reykjavík
5. deild
Aðalfundur deildarinnar verður haldinn í kvöld miðvikudaginn 8. júní kl.
20.00 í Gerðubergi.
Dagskrá: 1) Veniuleg aðalfundarstörf. Hvenær vilt þú fara í Heiðmörk til að
gróðursetja? 2) Onnur mál. - Stjórnin.
Vorráðstefna á Hallormsstað
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi efnir til árlegrar vorráð-
stefnu á Hallormsstað dagana 18. og 19. júní næstkomandi.
Dagskrá: Laugardagur 18. júní kl. 13.30: Ráðstefna um byggðamál, fram-
söguerindi og umræður. Kvöldvaka við varðeld. Sunnudagur 19. júní:
Gönguferð um Hallormsstaðaskóg undir leiðsögn fróðra manna. Kl. 13:
Ávarp ítilefni dagsins. Ráðstefna um jafnréttismál. Framsaga og umræður.
Ráðstefnuslit kl. 18.
Alþýðubandalagsfélagar og stuðningsfólk, fjölmennið og tilkynnið þátttöku
til formanna félaganna eða stjórnar kjördæmisráðs: Hermann sími 21397,
Sveinborg sími 71418, Sigurjón sími 11375.
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi
Alþýðubandalagið Reykjavík
Borgarmálaráð
Fundur borgarmálaráðs í dag 8. júní fellur niður vegna ráðstefnuhalds.
Sumarferð ABR
Merktu við á almanakinu núna strax! - 2. júlí
Laugardaginn 2. júlí verður farin hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins
í Reykjavík.
Aðalviðkomustaðir: Borg á Mýrum/Brákarsund (sögusvið Egilssögu),
Straumfjörður á Mýrum þar sem Pour-quoi-þas? fórst, Hítardalur.
Félagar athugið, ferðin verður ódýr, það verður farið á staði sem þú hefur
sjaldan eða aldrei séð og leiðsögumenn verða að sjálfsögðu með þeim
betri. Nánar auglýst síðar.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Sumarferðin 1988
Hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður farin laugar-
daginn 2. júlí
Merktu við á almanakinu núna: 2. júlí.
Óvenjuleg ferð um Mýrarnar, landnám Egils og í Hnappadalssýslu á sögu-
slóðir séra Árna Þórarinssonar.
Áningastaðir verða margir og hver öðrum áhugaverðari. Hver hefur t.d.
komið í Straumfjörðinn?
Eins og venjulega verður lögð áhersla á einvala leiðsögumenn og ódýra og
skemmtilega ferð.
Allar upplýsingar í síma 17500 - að Hverfisgötu 105.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Opnir fundur á Austurlandi
Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á Austur-
landi sem hér greinir:
Á Bakkafirði í félagsheimilinu sunnudagin 12. júní kl. 20.30.
Á Vopnafirði í Austurborg mánudaginn 13. júní kl. 20.30.
Á Egilsstöðum í Samkvæmispáfanum Fellabæ þriðjudaginn 14. júní
, kl. 20.30.
Á Fáskrúðsfirði í Verkalýðshúsinu, miðvikudaginn 15. júní kl. 20.30.
Á Borgarfirði eystra í Fjarðarborg fimmtudaginn 16. júní kl. 20.30.
Á Eskifirði í Valhöll þriðjudaginn 21. júní kl. 20.30.
Á fundunum verður rætt um heimamál, stöðu þjóðmálanna og störf Alþing-
is.
Allir velkomnir -
Alþýðubandalagið
Ertu með á Laugarvatn í sumar?
Eins og undanfarin sumur efnir Alþýðubandalagið til orlofsdvalar á Laugar-
vatni vikuna 18.-24. júlí. Mikil þátttaka hefur verið í þessari sumardvöl á
Laugarvatni enda er þar gott að dvelja í glöðum hópi og margt um að vera.
Rúm er fyrir um 80 manns.
Umsjónarmenn I sumar, eins og síðastliðið sumar, verða þær Margrét
Frímannsdóttir og Sigríður Þorsteinsdóttir. Rúnar matsveinn ásamt sam-
starfsfólki sér um matseld að alkunnri snilld.
Kostnaður fyrir vikuna er sem hér segir:
Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 2000,- Fyrir börn 6-11 ára kr. 8000,-
Fyrir 12 ára og eldri kr. 12.000,-
Innifalið í verðinu er fúllt fæði alla dagana; morgunverður, hádegisverður,
síðdegiskaffi og kvöldverður, gisting í 2ja og 3ja manna herbergjum, barna-
gæsla fyrir yngstu börnin, tvær ferðir í sund og gufubað, þátttaka í fræðslu-
og skemmtistarfi og skipulögðum göngu- og útivistarferðum.
íþróttasvæði, þátaleiga, hestaleiga, silungsveiði og fleira er við höndina í
næsta nágrenni Héraðsskólans á Laugarvatni.
Sumardvölin á Laugarvatni hefur reynst góð afslöppun fyrir alla fjölskyld-
una, unga sem aldna, í áhyggjulausu og öruggu umhverfi, þar sem fólk
hvílir sig á öllum húsverkum, en leggur alla áherslu á að skemmta sér
saman í sumarfríi og samveru.
Dragið ekki að festa ykkur vikudvöl á Laugarvatni í sumar. Komið eða
hringið á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er
91-17500. Panta þarf fyrir 15. júní og greiða kr. 5000,- í staðfestingargjald
fyrir 1. júlí. - Alþýðubandalagið.
Láglaunastefnan lögfest
Borgarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins mótmæla harðlega
bráðabirgðalögum ríkisstjórnar-
innar frá 20. maí sl. Með setningu
laganna hefur stjórnin framlengt
þjóðhættulega láglaunastefnu,
svift launafólk sjálfsögðum
mannréttindum og aukið vanda
sveitarfélaga við að manna
nauðsynleg störf.
í bókun sem borgarfulltrúarnir
lögðu fram á síðasta borgar-
stjórnarfundi segir að vegna lag-
anna sé núverandi samningur
Starfsmannafélags Reykjavíkur
niður njörvaður til 10. apríl 1989
en hann átti að vera laus um
næstu áramót. Jafnframt gera
lögin borginni ókleift að bregðast
við þeim mikla vanda, sem starfs-
mannaskortur í mikilvæg þjón-
ustustörf veldur. Bráðabirgða-
lögin hafa gert að engu þann
möguleika að hækka verulega
lægstu laun borgarstarfsmanna í
samræmi við tillögu minnihlutans
um bindingu lægstu launa við
skattleysismörk. Ábyrgð ríkis-
stjórnarinnar er því mikil og hef-
ur stóraukið vanda sveitarfélaga
við að manna nauðsynleg störf.
-grh
Byggdastefna
sem stenst -
í landsbyggðina
Ráðstefna um byggðamál á Dalvík
10. - 12. júní 1988
Alþýðubandalagið
boðar til ráðstefnu
um byggðamál á Dal-
vík 10. - 12.júnínk.
Ráðstefnan hefst kl.
14.30 föstudaginn 10.
júní og áætlað að
henni Ijúki síðdegis
sunnudaginn 12.júní.
DAGSKRÁ:
JónGunnar Björn
Gunnar Rafn
Föstudagur 10. júní
Kl. 14.30Setning. Svanfríður Jónasdóttir
Byggðastefna - fortíð - nútíð. Hjörleifur
Guttormsson
Sveitarstjórnirog byggðaþróun. Ragnar
Óskarsson
Hlutur Byggðastofnunar í byggðaþróun. Sigurður
Guðmundsson
Pallborðsumræður
Umræðustjóri: Guðbjartur Hannesson
Guöbjartur
Þuríður
Laugardagur 11. júní
Kl. 09.00 Atvinnuþróun ídreifbýli. UnnurG.
Kristjánsdóttir
Atvinnuþátttaka kvenna. Vilborg
Harðardóttir
Atvinnuaðstæður og umhverfi. Jóhann
Antonsson
Byggðaþróun og landnýting. Jón Gunnar
Ottósson
Pallborð og umræður
Umræðustjóri: Þuríður Pétursdóttir
Síðdegis laugardag:
Menning-viðhorf. Björn Þórleifsson
Stjórnkerfi - meira vald og þjónustu út á land - hvern-
ig? Gunnar Rafn Sigurbjörnsson
Sunnudagur 12. júní:
Kl. 09.00 Sundskálaferð
Kl. 10.30 Unnið að stefnumótun
Ráðstefnuslit áætluð um kl. 16.00
Fyrirlestrar ráðstefnunnar eru öllum opnir
Ráðstefnustjórar: Svanfríður Jónasdóttirog Þóra
Rósa Geirsdóttir
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
★ Áföstudagskvöld verðurfariötil
Hríseyjar. Þar njótum við leiðsagnar
Guðjóns Björnssonar og snæðum
kvöldverð.
Síðdegis á laugardag lítum við
nánar á Dalvík, bæði söfn og atvinnu-
fyrirtæki.
★ Laugardagskvöld verðursíðan
stigin svarfdælskur mars á Grund í
Svarfaðardal.
★ GistverðuríheimavistDalvíkur-
skóla (Sumarhótel)
★ ÞátttakatilkynnistsemfyrstSvan-
fríði Jónasdóttur 96-61460 eða Þóru
Rósu Geirsdóttur 96-61411.
Svanfríður
Alþýöubandalagið