Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 2
Kvennahús Frn Lám Seyðisfjörður FRÉTTIR Um 130 konur á Seyðisfirði hafa stofnað hlutafélag, er nefnist Frú Lára, og fest kaup á húsi, sem ætlað er að hýsa hverskonar kvennastarfsemi. Að sögn Krist- ínar Jónsdóttur, sem á hlut að máli, er markmiðið með þessu uppátæki að stuðla að fjöl- breyttari félagsþjónustu og at- vinnutækifærum í bænum. Krístín sagði að hugmyndin að ævintýrinu hefði orðið til í tengsl- um við sérstakt samvinnuverk- efni Seyðisfjarðarkaupstaðar og Egilsstaðakaupstaðar um úrbæt- ur í atvinnu- og félagsmálum. - Hér er mjög einhæf atvinna og því er hvaðeina nýtt kærkomin viðbót við fábreytnina, sagði Kristxn. Þegar hefur safnast hlutafé yfir eina milljón krónur, en kaupverð hússins var 750.000 krónur. f fé- lagsskapnum eru núna um 130 konur á öllum aldri, en aðeins konur fá aðgang að félaginu. Kristín sagði að ýmsar hug- myndir hefðu komið fram um það hvernig bæri að nýta húsið. í sumar verða konur með kaffisölu í húsinu fyrir gesti og gangandi og verslun verður starfrækt þar í tengslum við útimarkað. - Pað verður svo bara að koma í Ijós þegar fer að hausta og félagsstarf lifnar við að nýju eftir sumarið, hvaða starfsemi verður í húsinu, sagði Krístín, en áhugi er m.a. á að koma upp vinnustofu fyrir keramikvinnsiu. Húsið verður formlega tekið í notkun á morgun og verður bæjarbúum til sýnis. Þennan dag hefði frú Lára Bjarnadóttir, sem kvenfélagið er kennt við, orðið 95 ára. -rk Sigurbjörg og Margrét Hallgrímsdætur ásamt Brynju Birgisdóttir við grafinar bak við Viðeyjarkirkju. Við fætur þeirra Sigurbjargar og Mar- grétar má sjá beinagrind sem grafin hefur verið í Viðey á miðöldum en hinar grafinar eru frá því eftir að núverandi kirkja var reist. Fyrirframan Margréti er gröfin þar sem barnið hefur verið lagt ofan á kistulokið. Mynd Ari. Viðey Kiikjugarður á kirkjugarð ofan Enn bætist við stórmerkan fornleifafund í Viðey - Ég er himinlifandi yfir þess- um fundi hér, við erum í rauninni komin niður á tvo kirkjugarða í einu. Annar er frá miðöldum og hinn greinilega frá því eftir að Viðeyjarkirkja var reist, sagði Margrét Hallgrímsdóttir forn- leifafræðingur í gær, þegar hún sýndi blaðamanni stolt uppgröft sem hún vinnur að á bak við Við- eyjarkirkju. Það sem vekur athygli þegar grafirnar eru skoðaðar er að þær liggja ekki eins. - Það má segja að yngri grafirnar liggi kolvit- laust. Venjan er sú að þær liggi í austur vestur, en hér hafa grafirn- ar verið teknar eins og kirkjan hér í Viðey sem snýr í norður suður, sagði Margrét, en bætti við að hinar grafnirnar sem þau hefðu komið niður á og væru frá miðöldum snéru eðlilega. - Það er ein gröf hér sem vekur meiri athygli en aðrar, en þar hef- ur verið lagt barn ofan á kistulok- ið. Mín tilgáta er sú að móðir barnsins hafi dáið af barnsburði og síðan hafi barnið dáið nokkru síðar, en menn hafi ekki kunnað við að leggja barnið ofan á náinn og þess vegna gripið til þess ráðs að leggja það ofan á lokið, sagði Margrét. Hún bætti við að hér væri um ungabarn að ræða því tennurnar væru ennþá uppi í gómunum. - Við ætlum að opna þessar grafir á morgnun og ganga úr skugga um hvað þær hafa að geyma. Það sem gerir þennan fund hér svo athyglisverðan eru þessar ólíku grafir, sagði Margrét Hallgrímsdóttir, en hún hefur umsjón með fornleifagreftinum í Viðey. Við uppgröftinn f sumar starfa 14 manns. -sg Verðlagsráð Ovíst um næsta fund Sjávarútvegsráðherra: Engin lausn að leggja Verðlagsráð niður. Sjó- menn kynntu ráðherra sjónarmið sín í gær að hefur engin ákvörðun ver- ið tekin um næsta fund Verð- lagsráðs sjávarútvegsins um nýtt verð á rækju og hörpudiski, en síðasta fundi ráðsins var frestað um óákveðinn tíma og meira er varla um málið að segja þessa stundina," sagði Sveinn H. Hjart- arsson hagfræðingur LÍÚ og nú- verandi formaður rækjudeildar ráðsins í fjarveru forseta Farmanna- og fiskimannasam- bandsins. Rockall Ekki fyrir geislasoip Breska utanríkisráðuneytið ber til baka fréttir þess efnis að Rockall verði notaður sem geymslustaður fyrir geislavirk efni og efnaúrgang, eins og forr- ráðamenn breska fyrirtækisins Merride and Aleen hafa viðrað að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum sem íslenska sendiráðið í London fékk hjá utanríkisráðuneytinu breska, er fráleitt talið að Rock- all verði notaður í þessum til- gangi. Jafnframt hefur breska utan- ríkisráðuneytið staðfest að NIREX-stofnunin, er hefur það verkefni að finna heppilega staði fyrir geislavirk úrgangsefni, telji Rockall ekki koma til greina sem geymslustað fyrir slíkan úrgang. -rk Mikil óvissa ríkir um frekari starfsemi Verðlagsráðs vegna fjarveru fulltrúa sjómanna sem neita að taka þátt í störfum þess í mótmælaskyni við verðákvörðun yfirnefndar á dögunum um al- mennt lágmarksverð á botnfisk- tegundum. I gær mætti Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra aftur til vinnu eftir fjarveru vegna fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins á Nýja Sjálandi á dögunum. Halldór sagðist ekki sjá neina lausn í því að leggja Verðlagsráðið niður vegna óánægju sjómanna vegna síðustu fiskverðsákvörðunar og Furðudýrið sem Þjóðviljinn sagði frá í gær er ekki úr rækj- ufjölskyldunni. Ólafur Ástþórs- son sjávarlíffræðingur hjá Haf- rannsóknastofnun sagði dýrið vera djúpsjávarmarfló. Hún fyndist mjög sjaldan í afla en þó kæmi það fyrir. „Ég man eftir einu eintaki sem við fundum við Kolbeinsey 1981,“ sagði Ólafur. Á latínu heitir marflóin „Eur- ythenes Gryllus“. Að sögn Ólafs benti á að hér væri um lágmarks- verð að ræða sem bannaði engum að kaupa fisk á hærra verði. Að- spurður um einhver viðbrögð ráðuneytisins vegna fjarveru sjó- manna úr ráðinu sagði Halldór að Verðlagsráð væri sjálfstæður að- ili og það væri ekki í verkahring ráðuneytisins að hlutast til um störf þess. Fulltrúar Sjómannasambands- ins gengu á fund ráðherra í dag og var á fundinum rætt um síðustu atburði og almennt um kjaramál sjómanna þar sem sjómenn kynntu sín sjónarmið. -grh getur hún orðið allt að 9-10 sent- imetrar að lengd og lifir á 180- 6500 metra dýpi. Marflóin er þekkt í norðan- og sunnanverðu Atlantshafi og í Kyrrahafi. Ólafur telur að þetta sé stærsta marfló sem lifi við íslandsstrend- ur, „alla vega er þetta sú stærsta sem ég hef séð,“ sagði hann. Hausinn á marflónninni er mjög lítill og augun standa ekki á stilk- um eins og í rækjunni. -hmp Kynjadýr „Rækjan“ er marfló Sú stœrsta hér við land. Þekkt íAtlantshafi og Kyrrahafi Ráðhússmálið Frestur til 20. Davíð settur frestur til 20. júní til svara um bílastæði ísuðurhluta Kvosarinnar r Eg bíð við símann, sagði Lára Júlíusdóttir aðstoðarmaður félagsmálaráðherra í gær, þegar hún var spurð um svör Davíðs Oddssonar við fyrirspurn ráð- herra um bílastæði við Tjörnina. Davíð er nú á norrænni ráðstefnu í Reykjavík, en hefur frest til 20. júní til svara. Samkvæmt núverandi áfor- mum um uppbyggingu í suður- hluta Kvosarinnar vantar þar rúmlega 200 bílastæði miðað við þær forsendur sem gefnar voru þegar Kvosarskipulagið var sam- þykkt. Munar þar mestu um þau stæði sem áttu að vera í kjallara ráðhússins og hefur félagsmála- ráðherra óskað þess að borgin geri grein fyrir því hvernig eigi að leysa bflastæðisvandamálin í suðurhluta Kvosarinnar. í bréfi ráðherrans kemur fram að hún telur að svar við þessu erindi geti haft veruleg áhrif þegar hún úskurðar um kæru íbúa við Tjarnagötu, sem krefjast þess að byggingarleyfi ráðhússins verði afturkallað. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði um helgina í Morgunblað- inu að hann skildi ekki hvernig stæði á því að ráðhúsið ætti að sjá öllu hverfinu fyrir bílastæðum. Hann sagði jafnframt að hann myndi óska eftir frekari skýring- um á málaleitan ráðherra. í greinagerð borgarverkfræð- ings með Kvosarskipulaginu um umferðar- og bflastæðismál er gert ráð fyrir að bflastæðaþörf í allri Kvosinni sé 2600 stæði, þar af 410 í suðurhluta hennar, auk sérbflastæða fyrir ráðhús og Al- þingi. Þegar Kvosarskipulagið var samþykkt var gert ráð fyrir þessum bflastæðum í kjallara ráð- hússins og í kjallara viðbyggingar alþingis. Einnig var gert ráð fyrir 50 stæðum í Tjarnargötu. Nú þegar er hætt við 200 stæði undir ráðhúsinu og samkvæmt nýjustu hugmyndum um bflastæði undir viðbyggingu alþingishússins er einungis gert ráð fyrir 50 stæðum fyrir almenning, í stað 110 eins og gert var ráð fyrir í upphaflegum áætlunum. Einnig er þess að geta að hugmyndir um breytingar á Tjarnargötu í framhaldi af bygg- ingu ráðhússins hefðu í för með sér 35 bflastæða fækkun. -sg Loðna Obreyttur kvóti A nk. sumarvertíð verður byrj- unarkvóti íslendinga tæp 400 þúsund tonn af loðnu en kvóti Norðmanna rúmar 100 þúsund lestir sem er nokkru meira en á sama tíma í fyrra, en þeir áttu einhver tonn eftir frá fyrri vertíð. Hlutfallsleg skipting verður hin sama þannig að 85% kvótans kemur í hlut Islendinga en 15% til Norðmanna. Að sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofustjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu er sameiginlegi kvótinn hinn sami og í fyrra um 500 þúsund tonn og verður svo til bráðabirgða þar til stofninn hefur verið rannsakaður og séð verður hversu mikið má veiða úr honum. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.