Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN— Spurning dagsins: Er eftirsjá í Helgarpóstin- um? Magnús Guðjónsson, afgreiðslumaður: Nei ekki nokkur einasta nema þá ef vera skyldi í dagbókinni henn- ar Dúllu. Hún var það eina sem eithvert vit var í. Ólafur Pétursson afgreiðslumaður: Nei, þetta var leiðinda slúður- blað. Halla Pálsdóttir, húsmóðir: Já, það var svo margt spennandi í blaðinu, til dæmis Haf- skipsmálið og ótal margt fleira. Jens Guð.: Já það er það. Blaðið stundaði ágæta rannsóknarblaða- mennsku og slúðrið var gott. Högni Guðmundsson, aðstoðarmaður eiginkonu: Já því blaðið hafði ýmislegt sér til ágætis. Til dæmis jók það á mannleg samskipti á kaffihúsum borgarinnar. blÓOVILIINN Fimmtudagur 9. júní 1988 129. tölublað 53. örgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Viðey Norrænt landnám í Viðey Norrœnir borgarstjónarfulltrúarfunda íReykjavík. Aðalumrœðuefn- ið mismunandi rekstrarform og lífsgœði með tilliti til menningar Listahátíð Viðeyjarkirkja var ekki beint kirkjuleg í gær þegar norrænu borgarfullt- rúarnir hlýddu á fróðlegt erindi Þorsteins Gunnarssonar um húsako- stinn í Viðey en hann hefur umsjón með framkvæmdum á Viðeyjar- stofu. Ef ég bara væri Frumsýning á íslensku leikverki, tónleikar og lcikbrúðusýning er á mcðal þess sem Listahátíð býður listunnend- um uppá í dag og kvöld. Þjóðleikhúsið frumsýnir leikrit Þorvarðar Helgasonar „Ef ég væri þú“ á Litlasviðinu í kvöld kl. 20.30. í leiknum er sögð saga nokkurra kvenna. Leikstjóri er Andrés Sigurvinsson. Konur eru í öllum hlutverkum í sýningunni. Finnski óperusöngvarinn Jorma Hynninen syngur í kvöld Háskólabíói með Synfóníu- hljómsveit íslands. Stjórnandi á tónleikunum er Finninn Petri Sakari. Flutt verða tónverk eftir Sibelíus. Austur-þýski ánamaðkameist- arinn Peter Waschinsky sýnir brúðuleikinn Ánamaðka í Lind- arbæ í kvöld kl. 20.30. Gestir á leið til kirkju. Þeir voru hvorugir nefndir á nafn húsbændurnir ■ efra eða neðra í Viðeyjakirkju í gær, þeg- ar hana heimsótti hópur nor- rænna borgarfulltrúa sem hér eru staddir á 17. norrænu höfuðborg- arráðstefnunni. I kirkjunni stóðu menn í kringum borð með hnall- þórum að höfðingjsið og hlýddu á fróðleik um þá húsbændur sem réðu ríkjum sínum í Viðey á öldum áður. Eftir að Þórir Stephensen stað- arhaldari í Viðey hafði boðið menn velkomna, tók Þorstein Gunnarsson arkitekt við og fjall- aði um sögu húsanna og þær framkvæmdir sem nú standa yfir. Því næst sagði Margrét Hall- grímsdóttir fornleifafræðingur frá fornleifagreftri á eyjunni. Ekki var annað að sjá en að hinir norrænu landnemar kynnu bærilega við sig þarna innanum staðarmenn á eynni, sem þar vinnur hörðum höndum við að koma mannvirkjunum í sama horf og var á þeim tíma sem Skúli var með húsbóndavöld í Þórir Stephensen staðarhaldari tekur á móti gestum í Viðey í gær. Ráðstefnur sem þessi eru haldnar á þriggja ára fresti. Helstu umræðuefnin að þessu sinni eru: Mismunandi rekstraf- orm fyrir sveitarfélög og lffsgæði í höfuðborgunum með tilliti til stefnu í menningarmálum. Ráðstefnuna sækja 17 fulltrúar frá hverju landi, þar á meðal eru yfirborgarstjórar, forsetar borg- arstjórna, borgarfulltrúar og embættismenn. í allt sitja ráðstefnuna 85 full- trúar. _sg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.