Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 8
Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Af ástum og mönnum Jón Ásgeirsson/Steinn Steinarr: Tíminn og vatnið Hamrahlíðarkórinn flytur Þorkeli Sigurbjörnsson/Hlíf Svav- arsdóttir: Af mönnum íslenski dansflokkurinn Tíminn og vatnið hefur lengi haft nokkra sérstöðu í íslenskri nútímaljóðlist; kvæðið hefur ver- ið dáð afskaplega og talið mikið brautryðjendaverk í sinni grein, hins vegar hefur mönnum oftast vafist tunga um höfuð þegar að því kemur að túlka verkið, segja % SVERRIR HÓLMARSSON um hvað það eiginlega fjalli. Það hefur viljað brenna við að menn grípi tii þess að segja sem svo að ljóðið „merki“ eiginlega ekki neitt, þetta sé bara samsafn sterkra og fallegra mynda sem okkur beri að skynja svona á svipaðan hátt og ab- straktmálverk. Jón Ásgeirsson er maður órag- ur og hann hefur vogað sér að ganga beint að þessu ljóði og spyrja: um hvað er maðurinn að yrkja? Og fær það svar að hann sé að yrkja um ástartrega, um ást- konu sem tíminn og vatnið að- skilja frá ljóðmælandanum og þann sársauka sem þessi ást sem einungis er til í minningunni hef- ur skilið eftir í brjóstinu. Þessi túlkun Jóns er sannfærandi og gefur ljóðaflokknum bæði sam- hengi og aukna tilfinningu. Ég minnist þess ekki að hafa séð hana áður, enda er hún kannski of einföld til þess að lærðir bók- menntafræðingar geti komið auga á hana eða verið þekktir fyrir að segja frá henni á prenti. En meginatriðið er að í kór- verki sínu útfærir Jón túlkun sína á ljóðaflokknum á þann veg að áheyrandinn (að minnsta kosti sá sem hér ritar) skynjar þennan gamalkunna texta af nýjum krafti, með nýjum tilfinningum og víddum. Trúnaður Jóns við textann er alger, hér er hvergi verið að gera tónlistarlegar krúsi- dúllur vegna tónlistarinnar, held- ur er hver einasta hending hugs- uð til þess að undirstrika og magna merkingu textans. Tón- vefur Jóns er býsna flókinn og mjög ríkur af blæbrigðum og þótti mér furðu gegna hvað hann hitti ævinlega á tón sem rímaði við inntak textans - ég geri ráð fyrir að sumum tónlistarsérfræð- ingum kunni að þykja aðferðir Af mönnum: Hany Hadaya, Katrín Hall og Patrick Dady. Jóns of augljósar, en mér sem leikmanni þóttu þær snjallar og áhrifamiklar. Ekki skaðaði heldur að hlusta á verkið í flutningi þess ágæta englakórs, Hamrahlíðarkórsins, undir stjórn Þorgerðar. Öll blæ- brigði komust til skila, sömu- leiðis hvert orð textans, raddirn- ar hreinar og vel aðgreindar, einkum var aðdáunarvert hversu hreint og tært kórinn söng veikt. Hér hafa Þorgerður Ingólfsdóttir og allir kórfélagar greinilega unn- ið afeljuog ástáverkinu. Þökksé þeim öllum fyrir ógleymanlega stund. Það var skammt stórra högga á milli í íslensku óperunni þetta kvöld, því að eftir hlé var fluttur verðlaunaballett Hlífar frá Osló, Af mönnum. Er skemmst frá því að segja að ekki er að undra að Hlíf skyldi hljóta verðlaunin á þessari fyrstu norrænu sam- keppni um frumsamda dansa, verkið er í senn fjörugt, fágað, áleitið og tilfinningaþrungið. Þá er tónlist Þorkels Sigurbjörns- sonar einstaklega vel samin ball- ettmúsík, hún er fjörug með sterku og fjölbreytilegu hljóm- falli og spannar vítt tilfinninga- svið: óþreyju, ástleitni, útrás, leik, sprell, sársauka. Allt er þetta að finna í tónlistinni og öllum þessum tilfinningum koma dansararnir til skila í öguðum og kraftmiklum dansi. Um hvað fjallar svo þessi ball- ett? Hann segir ekki sögu fremur en Hlíf á vanda til, en hann segir af mönnum og hann tjáir þær til- finningar sem að ofan eru nefnd- ar. Dansararnir sýna okkur óþreyjuna sem býr í manneskjum sem eru lokaðar inni í búrum van- ans, hvernig þær brjótast út úr þeim í ástleitni og leik, hvernig sársaukinn getur sprottið af ást- inni. Þessu er erfitt að lýsa með orðum en þeim mun auðveldara að skynja það með auga, eyra og taugum. Endalaust hrós um íslenska dansflokkinn í þessum pistlum fer að nálgast að verða vandræða- legt, en mikið megum við þakka fyrir þennan merkilega hóp frá- bærra og ósérhlífinna dansara sem hafa með elju og þrautseigju unnið sig upp á ótrúlega hátt list- rænt stig. Állar eiga þær hrós skilið fyrir frammistöðuna: Birg- itta Heide, Guðmunda Jóhann- esdóttir, Helena Jóhannesdóttir, Helga Bernhard, Lára Stefáns- dóttir - og hér verður að nefna Katrínu Hall sérstaklega fyrir stórkostleg tví- og þrídansatriði með erlendu karldönsurunum Patrick Dady og Hany Hadaya. Um verk Hlífar Svavarsdóttur á ég engin fleiri orð, nema hvað ég tel að þessi ballett og verð- launin sem hann vann til hafi endanlega tekið af öll tvímæli um að það var mikið lán fyrir dans- flokkinn og okkur öll að hún skyldi ráðin listdansstjóri hans. Sverrir Hólmarsson Svava Bernharðsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir. ^ Tónleikar Islensk tónlist ó Kjarvalsstöðum Svava Bernharðsdóttirog Anna GuðnýGuðmundsdóttir halda tónleika annað kvöld Á fimmtudagskvöldið verða tónleikar þeirra Svövu Bern- harðsdóttur lágfiðluleikara og Önnu GuðnýjarGuðmunds- dótturpíanóleikaraá Kjar- valsstöðum. Svava Bernharðsdóttir hóf tónlistarnám átta ára. Hún lauk fiðlukennaraprófi og burtfarar- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1982, og stund- aði síðan framhaldsnám við Kon- unglega tónlistarháskólann í Haag, og við Juillard skólann í New York, en við þann skóla vinnur hún nú að doktorsgráðu. Svava hefur sótt sumarnám- skeið víða í Evrópu og Banda- ríkjunum, og hefur komið fram sem einleikari á íslandi, Skot- landi, Hollandi og nú síðast í Lincoln Center í New York, eftir að hún vann lágfiðlukeppni Juill- ard skólans. Síðastliðið ár hlaut Svava starfslaun listamanna. Anna Guðný Guðmundsdóttir lauk burtfararprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1979. Hún stundaði framhaldsnám við Guildhall tónlistarháskólann í London. Hún er löngu lands- þekkt sem einleikari og undir- leikari. Síðastliðið ár komu út tvær hljómplötur með leik henn- ar, önnur með Sigurði I. Snorras- yni og hin með Ölöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Anna Guðný kennir við söngdeild Tónlistar- skólans í Reykjavík. Á efnisskrá tónleikanna verða eingöngu íslensk verk, og eru tvö þeirra, Step-by-step, eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Líf í tuskunni, eftir Mist Þorkelsdóttur, tileink- uð Svövu. Enn fremur flytja þær Svava og Anna Guðný Islensk þjóðlög eftir Þorkel Sigurbjörns- son, Cadenzu eftir Áskel Más- son, Sónötu eftir Jór. Þórarins- son, Tölvuspil eftir Hilmar Þórð- arson og Dimmu eftir Kjartan Ólafsson. LG Sinfónían Svaitar rósir Finnskur barítónsöngv- ari syngur Ijóð og óper- uaríur á tónleikum Sin- fónuíuhljómsveitarinnar í Háskólabíó í kvöld í kvöld verðafyrri Listahát- íðartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíó. Stjórnandi er Petri Sakari, ungur Finni sem er nýráðinn aðalstjórnandi Sinfóníunnar til næstu tveggjaára. Ein- söngvari erfinnski barítón- söngvarinn Jorma Hynninen. Jorma Hynninen var tuttugu og fjögurra ára þegar hann sneri sér alfarið að söngnum, að loknu almennu kennaraprófi. Hann var við söngnám í tónlistarskólanum í Kuopio, Finnlandi, við Sibe- liusar akademíuna í Helsinki, og eftir það í Róm og Salzburg. Hann vann finnsku söngva- keppnina í Lappeenrante, og var skömmu seinna ráðinn að Finnsku óperunni, og er nú einn- ig listrænn framkvæmdastjóri hennar. Hynninen syngur meðal ann- ars reglulega í La Scala óperunni í Mflanó, í Vínaróperunni og í Par- ísaróperunni, í Bolshoi óperunni í Moskvu og Metropolitan óper- unni í New York. Hann er einnig virtur einsöngvari í kirkjulegum verkum og þykir þar að auki frá- bær Ijóðasöngvari. Stjórnandinn, Petri Sakari, er fæddur í Helsinki 1958, og lauk námi í hljómsveitarstjórn við Sibeliusar-akademíuna vorið Finnski barítónsöngvarinn Jorma Hynninen. 1983. Síðan hefur hann sótt nám- skeið fyrir hljómsveitarstjóra, meðal annars hjá Rafael Kube- lik, og er einn þeirra ungu finnsku hljómsveitarstjóra sem víða hafa vakið athygli undanfar- in ár. Saki stjórnaði hljóðritun á íslenskum tónverkum sem gefin voru út á hljómplötu hjá íslensku tónverkamiðstöðinni. Á efnisskrá tónleikanna eru bæði óperuaríur og ljóðasöngur. Fyrsta verkið er En Saga, eftir Jean Sibelius, og síðan flytur Hynninen ljóðin Demantar í marssnjónum, Svartar rósir, Ungmey kom frá ástavinar síns fundi, Var það draumur? og Á veröndinni við hafið, einnig eftir Sibelius. Síðan verður fluttur forleikurinn úr Pagliacci eftir Le- oncavallo, tvær óperuaríur úr Don Carlos eftir Verdi: Per me giunto og Lo morro, og loks Gos- brunnar Rómarborgar eftir Respighi. LG 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.