Þjóðviljinn - 10.06.1988, Page 5

Þjóðviljinn - 10.06.1988, Page 5
VIÐHORF Sjávamtvegsstefha Alþýðubandalagsins - hver er hún? Kristinn H. Gunnarsson skrifar Óvíða er sjávarútvegurinn þýðingarmeiri en hér á Vest- fjörðum og skyldi því engan undra þótt við látum okkur miklu skipta hvaða skilyrði þessari atvinnugrein eru búin ásamt fisk- vinnslunni. Sú stefna, sem rekin er í sjávarútveginum, hefur af- gerandi áhrif á vöxt og viðgang vestfirskrar byggðar. Bæir og kauptún af þeirri stærð, sem er á Vestfjörðum, sækja sinn lífskraft í sjávarútveginn, veiðar og vinnslu. Þaðan kemur sá vaxtar- broddur sem er þessum plássum nauðsynlegur, og getur hvergi annars -staðar komið. Ef kreppt er að sjávarútveginum þá er jafn- framt kreppt að byggðinni. Það er ekki neinn annar atvinnuvegur sem getur tekið við hlutverki sjávarútvegsins. Ef launin eru lág fyrir þessi störf, þá fer fólk úr þessum sömu störfum, sem þýðir í allt of mörgum tilvikum að fólk- ið flyst burt. Ef upp er tekin stefna, sem felur í sér samdrátt í sókn og afla, þá þýðir það ein- faldlega samdrátt í byggðar- laginu, fólksfækkun, nema hugs- að sé fyrir því að skapa önnur störf í staðinn. Kvótakerfið kom að vonum ' róti á hugi Vestfirðinga, því það kerfi er skömmtunarkerfi, sem hafði það markmið að hver og einn veiddi minna en áður var, því takmörkuðu magni þurfti að skipta milli margra. En kvóta- kerfið snerist upp í að vera sölu- kerfi á aðgang að miðunum með augljósum takmörkunum fyrir tiltölulega fámenn byggðarlög og svipti auk þess Vestfirðinga for- skoti því, sem þeir hafa haft vegna nálægðarinnar við gjöful fiskimið. Stefnumörkunin í desember sl. Um kvótakerfið hafa verið harðar deilur m.a. innan Alþýðu- bandalagsins, þar sem Vestfirð- ingar tóku eindregna afstöðu gegn kvótakerfinu. En við vorum í minnihluta og gátum ekki vænst þess að sjónarmið okkar yrðu of- aná. Eftir miklar umræður innan flokksins varð samkomulag um fiskveiðistefnu í desember síð- astliðnum. Sú stefna er alls ekki stefna okkar Vestfirðinga, en engu að síður tekið verulegt tillit til okkar sjónarmiða og annarra, sem höfðu svipaðar áherslur. Ef menn ætla sér að vera í pólitískri hreyfingu, sem starfar á lands- vísu, er nauðsynlegt að fylkja mönnum saman bak við sam- eiginlega niðurstöðu til þess að ná árangri. í þessari stefnu flokksins er undirstrikað að fiskistofnarnir eru ævarandi sameign allra ís- lendinga, þar sem grundvallar- atriði fiskveiðistjórnar verður að vera hinn sameiginlegi eignar- réttur þjóðarinnar á auðlindum hafsins. Þar með er hafnað þeirri grundvallarhugmynd kvótakerf- isins að réttur til að fiska sé eign fárra og gangi í arf og sé þar að auki framseljanlegur og þar með söluvara. Þá eru í fiskveiðistefnu Alþýðubandalagsins ákvæði sem eiga að tryggja byggðarlagi rétt til sjósóknar og koma í veg fyrir stórfelldan flutning á þeim rétti með t.d. sölu. Það er gert þannig að einungis Vs veiðiheimildanna er úthlutað beint á skip, en % er úthlutað til byggðarlaga, síðan er þeim hluta skipt milli skipa í byggðarlaginu í hlutfalli við veiðiheimildir þeirra. Við á- kvörðun á þeim hluta, sem út- hlutað er á byggðarlagið, er tekið mið af því að hluta til hvert samanlagt afla- og sóknarmark skipa í byggðarlaginu var að með- altali árin 1984-1986. Þessi regla færir þeim byggðarlögum aftur kvóta, sem hafa misst verulegan kvóta vegna sölu á skipum. Þá fylgir einungis sá þriðjung- ur, sem úthlutað er beint til út- gerðar, skipi við sölu úr byggðar- laginu en % hlutarnir verða eftir í plássinu. Með þessu er verið að tryggja hag íbúa byggðarlagsins, auk þess sem óeðlilegt verð á fiskiskipum ætti að vera úr sög- unni. Þá eru ákvæði sem tryggja eiga að nýir rekstraraðilar geti haslað sér völl við útgerð og fisk- vinnslu og að unnt verði að leiðrétta hag einstakra byggðar- laga. Ýms önnur ákvæði í þessari stefnu Alþýðubandalagsins eru athyglisverð, svo sem ákvæði um að leggja útflutningsgjald á fisk, sem fluttur er út óunninn, og verja því til rannsókna og þróun- arstarfsemi í sjávarútvegi. Vert er að geta þess að sérstaklega er tekið fram að hvert svæði njóti aðstöðu vegna nálægðar við fiski- mið og að núverandi útgerð og fiskvinnslu verði tryggður réttur á heimaslóð. Þetta er sett inn til þess að tryggja búsetu um allt land og eðlilega byggðaþróun. Ný stefna: Uppboðssósíalismi? Hér er að mínu viti um ásættan- lega stefnu að ræða, sem ekki að- eins Alþýðubandalagið á Vest- fjörðum, heldur einnig Vestfirðingar almennt eiga að geta fylkt sér á bak við. Og ég veit ekki annað en að almenn sam- staða sé um hana innan flokksins. Því verð ég að játa að það kom mér algerlega á óvart að formað- ur flokksins skyldi kasta fram gerólíkum hugmyndum í maí- byrjun, aðeins fimm mánuðum eftir að gengið var frá fiskveiðist- efnunni sem flokksstefnu. Þessar tillögur koma fram í greinargerð formannsins um efnahagsmál, sem rækilega hefur verið kynnt í fjölmiðlum. Þar er lagt til að koma á í áföngum út- boðskerfi á hluta af þeim veiði- leyfum, sem eru til ráðstöfunar innan hvers byggðasvæðis og skapa þannig grundvöll til að verðleggja arðinn af ráðstöfunar- réttinum. Þessar tillögur ganga ekki aðeins á skjön við nýsam- þykkta fiskveiðistefnu flokksins heldur þvert á hana. Með þessu er vakinn upp draugur, sem kveðinn var niður í desember sl. Fiskveiðistefna Alþýðubanda- lagsins gengur út á það að fiskur- inn í sjónum og rétturinn til þess að sækja hann sé ekki söluvara, eins og hlutabréf í stórfyrirtæki, heldur skýrt tekið fram að fisk- veiðistefnan eigi að grundvallast á því að fiskistofnarnir eru sam- eign þjóðarinnar. Annað grund- vallaratriðið er að tryggja vinnu í fiskvinnslu, standa vörð um at- vinnuöryggi launafólks. Uppboð á veiðileyfum gerir það ekki. Uppboð á veiðileyfum er í raun uppboð á störfum fiskvinnslu- fólks, nema salan sé einungis innan byggðarlagsins. Og hver er tilgangurinn með því? í hug- myndum formannsins er gert ráð fyrir að veiðileyfin verði seld úr byggðasvæðinu, svo ekki er það tilgangurinn. Reyndar er þetta í fyrsta sinn sem ég sé orðið byggðasvæði, og þar sem það er ekki skilgreint er erfitt að átta sig á því hvað átt er við. Næsti möguleiki er að veiði- leyfin verði seld úr einu byggðar- lagi til annars og markmiðið er, samkvæmt hugmyndunum, að búa til tekjustofn fyrir það byggð- arlag sem selur. Slíkt hlýtur að leiða af sér að fámennari byggð- arlögin standi höllum fæti í slíku markaðskerfi og leiðir væntan- lega til þess að stóru byggðar- lögin verða stærri og þau litlu minni, og það gengur þvert á þá stefnu að tryggja búsetu um allt land. Ég á erfitt með að sjá sósíal- ismann í því að taka sameiginlega auðlind þjóðarinnar og selja hana hæstbjóðanda. Það er fleira í umræddri greinargerð, þar sem komið er að sjávarútvegsmálum, sem þyrfti að hugsa betur, áður en því er slegið upp fyrir fjölmiðla. Tillaga um nýja söluskipan á fiski er ein þeirra. Þar er gert að skilyrði að allur fiskur sé seldur, verðlagður og viktaður áður en hann er seld- ur úr landi. Með þessu er skipum og bátum, sem fiska í siglingu, gert að sigla í land áður er siglt er út, landa öllum afla upp úr skipinu, vikta hann og setja fiskinn svo í skipið aftur. Svona vitleysu þýðir ekki að bera á borð fyrir sjómenn. Þá er hreinlegra að banna útflutning á ferskfiski nema í gámum. Þá er að finna tillögur, sem mér sýnist fela í sér að opna fiskút- flutning fyrir hvern sem er, með litlum skilyrðum og jafnframt dóm yfir núverandi skipan mála. Þetta er nauðsynlegt að ræða innan flokksins áður en slíkur dómur er felldur og ég vil benda formanninum á að svipast um í sínu kjördæmi. Þar mun hann sjá dæmi um fiskvinnslufyrirtæki sem farið hafa á hausinn við það að skipta við ævintýramenn í út- flutningi. Og þar mun hann sjá verkafólk sem stendur í ströngu við að fá greidd launin sín hjá slíkum gjaldþrota fyrirtækjum. Við Vestfirðingar gengum til samkomulags um fiskveiðistefnu flokksins í trausti þess að menn stæðu við hana og ef menn vildu gera breytingar á henni yrði það gert á sama vettvangi og með sömu vinnubrögðum. Það gengur ekki að formaður flokksins kasti fram grundvallarbreytingum á fiskveiðistefnu flokksins án þess að þess sé kostur að ræða þær í stofnunum flokksins og afgreiða þær þar, áður en tillögurnar eru gerðar að fjölmiðlafóðri. Vestfirðingum er ekki sama hvaða fiskveiðistefna er rekin í nafni flokksins. Sjávarútvegur er grundvöllur byggðar á Vestfjörð- um og auk þess er einfaldlega æt- last til þess í flokki sem Alþýðu- bandalaginu að flokksmenn geti haft áhrif á stefnumótun mála. En að lokum vil ég vekja at- hygli á því að sjávarútvegstillögur formannsins hafa enga umræðu fengið, ekki einu sinni í sjálfu málgagninu. Getur það verið að þessar tillögur séu stefna flokks- ins? Ég vil leyfa mér að kalla eftir viðbrögðum við þessari nýju fisk- veiðipólitík. Því verður ekki trú- að að flokksmenn hafi þegar gleymt fiskveiðistefnunni frá því í desember síðastliðnum. Kristinn H. Gunnarsson Krlstinn H. Gunnarsson er formaður Verslunarmannafélags Bolungarvíkur. Hann skipaðl efsta sæti frambo&sllsta Alþý&ubanda- lagsins á Vestfjör&um við sí&ustu alþingiskosningar. }yAnnað grundvallaratriði erað tryggja vinnu ífiskvinnslu, standa vörð um atvinnuöryggi launafólks. Uppboð á veiðileyfum gerirþað ekki. Uppboð á veiðileyfum er í raun uppboð á störfum fiskvinnslufólks, nema salan sé einungis innan byggðarlagsins. Og hver er tilgangurinn með því?“ Föstudagur 10. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.