Þjóðviljinn - 10.06.1988, Qupperneq 9
IPÍ
Evrópukeppnin 1988 Evrópukeppnin 1988 Evrópukeppnin 1988 Evrópukeppnin 1988
1. riðni Danmöik
Sennilega halda margir íslend-
ingar meö Dönum, þannig var
þar altént í Frakklandi fyrir fjór-
um árum og í Mexíkó 1986. Þeir
hafa á sérstaklega skemmtilegu
liði að skipa og leikur þeirra er
mikið fyrir augað. Þeir beita nú
nánast óbreyttu liði og þá og því
gæti verið komin þreyta í mann-
skapinn. Á hinn bóginn eru Dan-
ir undir minni pressu nú en áður
og þá eru leikmenn liðsins orðnir
gífurlega leikreyndir. Þjálfari
þeirra er Sepp Piontek en stjórn-
aði þeim einnig í Frakklandi ‘84
og þegar þeir klúðruðu HM í
Mexíkó ‘86.
Það er nánast óþarfi að kynna
danska liðið, því það ætti að vera
orðið gjörþekkt. Leikmenn liðs-
ins eru flestir lykilmenn í stórlið-
um í Evrópu og eru því engir
aukvisar. Vörn Dana ætti að vera
sterk með hinn 38 ára Morten Ol-
sen sem aftasta mann og þá Ivan
Nielsen, John Sivebæk og Sören
Busk fyrir framan. Á miðjunni
mun mæða mest á Sören Lerby
en hann er höfuðpaur Evrópum-
eistara PSV Einhoven. Þá eru
Michael Laudrup og Preben El-
kjær hættulegir hvaða vörn sem
er og ekki má gleyma hinum unga
Flemming Povlsen sem leikur
með Köln í Budesligunni.
Danska liðið er mjög gott, það
efast enginn um það, en hvort að
það geti staðist sterkustu þjóðum
Evrópu snúning skal ósagt látið.
Eitt er víst að róðurinn verður
þungur hjá Dönum en erfitt er að
afskrifa þá frekar en aðrar þjóðir.
Lið Dana:
Markverðir:
I.TroeisRasmussen,Aarhus ...27/27
16.PeterSchmeichel, Bröndby...24/9
Varnarmenn:
2. John Sivebæk, St. Etienne 3. Sören Busk, Wien ...26/48 ...35/59
4. Morten Olsen, Köln ...38/95
5. Ivan Nielsen, PSV Eindhoven . 9. Jan Heintze, PSV Eindhoven .. 12.Lars Olsen, Bröndby ""3IM2 24/4 ...27/14
19. Björn Kristensen, Aarhus Miðvallarleikmenn: ...24/11
6. Sören Lerby, PSV Eindhoven .... 30/64
7. John Helt, Lyngby...........26/17
8. Per Frimann, Anderlecht ....27/14
11 .Michael Laudrup, Juventus..23/43
13. John Jensen, Bröndby.......23/14
14. JesperOlsen, Man. Utd......27/40
17. KlausBerggren,Torino.......30/25
Sóknarmenn:
10.PrebenElkjær, Verona.........30/67
15. FlemmingPovlsen,Köin ......21/13
18. JohnEriksen,Servette.......30/14
20.Kim Vilfort, Bröndby.........25/11
Aranmir 1964 Undanúrslit
Arangur i984 undanúrslit
2. riðni England
Englendingar hafa aldrei, svo
furðulega sem það kann að
hljóma, orðið Evrópumeistarar
landsliða þrátt fyrir að ensk fé-
lagslið hafi hvað eftir annað unn-
ið frækna titla. Þeir hafa ekki svo
mikið sem komist í úrslitaleikinn
og eru svo sannarlega orðnir
langeygir eftir góðum árangri
landsliðsins. Nú virðist sem þeir
eygi nokkra von og hafa þeir
aldrei gengið til leiks jafn fullir
bjartsýni og nú. Að auki lentu
þeir í „léttari“ riðlinum og ættu
því að komast í undanúrslit.
Bobby Robson, þjálfari enska
liðsins, hefur stjórnað því um
nokkurt skeið og leikur liðið nú
skemmtilegri knattspyrnu en
áður. Framlínan hefur ekki verið
jafn skæð í háa herrans tíð og ætti
Englendingum ekki að verða
skotaskuld úr því að skora mörk.
Gary Lineker og Peter Beardley
skipa skemmtilegt sóknardúó,
þar sem Lineker skorar flest
mörkin, og þá er John Barnes
aldrei langt undan á vinstri væng.
Miðjan er einnig sterk með Bry-
an Robson í sínu gamla formi.
Robson er einnig vanur að skora
mikið af mörkum og ekki ætti það
að saka. Aðrir á miðjunni verða
væntanlega Trevor Steven og
Peter Reid, en leikmenn eins og
Chris Waddle, Neil Webb að óg-
leymdum Glenn Hoddle eru
einnig sterkir. Hoddle hefur
leikið mjög vel með Monaco í
vetur en það kemur honum ekki í
náðina hjá Robson.
Það er helst að vörnin verði
ekki nógu góð hjá Englending-
um. Tony Adams og Mark
Wright eru báðir stórir og sterkir
leikmenn en gætu þó virkað of
seinir gagnvart fremstu sóknar-
mönnum álfunnar. Hins vegar
hefur vörnin sterkan bakhjarl þar
sem Peter Shilton er. Enda þótt
kappinn sé orðinn 39 ára gamall
er hann enn í fremstu röð. Það
verður gaman að fylgjast með
gengi enska landsliðsins í Þýska-
landi, sama hvernig fer.
Lið Englands
Markveróir:
1. PeterShilton, Derby......39/98
13.ChrisWoods, Rangers......28/12
Varnarmenn:
2. Gary Stevens, Everton......25/23
3. KennySamson, Arsenal.......29/83
5. Dave Watson, Everton ......26/10
6. TonyAdams, Arsenal.........21/10
14.Viv Anderson, Man. Utd......31/30
19. Mark Wright, Derby........24/20
20. TonyDorigo, Chelsea........22/0
Miðvallarleikmenn:
4. Neil Webb, Nott. For........24/7
7. Bryan Robson, Man. Utd.....29/66
8. Trevor Steven, Everton.....24/22
12.ChrisWaddle, Tottenham .....27/34
15.SteveMcMahon, Liverpool......27/3
16. PeterReid, Everton........31/12
17. GlennHoddle,Monaco........30/50
Sóknarmenn:
9. PeterBeardsley....Liverpool 27/24
10. GaryLineker, Barcelona ...27/32
11. John Barnes, Liverpool....24/39
18. MarkHately, Monaco........26/28
Árangur
1968 Undanúrslit
1980 8 liða úrslit
BÚNAÐARBANKIÍSLANDS
TRAUSTUR BANKI
siígafiraaaii
mm
msmm
fiMííii
mmm