Þjóðviljinn - 10.06.1988, Síða 13

Þjóðviljinn - 10.06.1988, Síða 13
JöRFRÉTTIR— Skotland Hvítblæði í umhverfi Dourney Nú er komiö í Ijós aö hvítblæði er helmingi algengara í ungu fólki sem býr nálægt kjarnorkuverinu Dourney í Skotlandi en meðal annarra íbúa landsins. Þetta kemur fram í opinberri skýrslu um ástandiö sem var birt í fyrradag. Sérstök nefnd á vegum stjórnarinnar og geislavarna- nefndar komst að þeirri niður- stöðu að frá árinu 1968 til 1984 voru sex tilfelli hvítblæðis á með- al ungs fólks í næsta nágrenni (innan við 25 km) kjarnorkuvers- ins. Þetta er helmingi hærra hlut- fall en gerist á landsvísu og svip- að því sem hefur mælst í ná- grenni Sellafield endurvinnslust- öðvarinnar. Heilbrigðisráðherra Skotlands sagði að stjórn sín færi yfir þess- ar niðurstöður og frekari rann- sóknir væru nauðsynlegar. Tals- maður umhverfisverndarhópsins sem vill láta loka Dourney og Sellafield sagði, að þetta væri fyrsta viðurkenning stjórnarinnar á því að samband væri á milli hvítblæðis í börnum og geislunar frá kjarnorkuverum. Reuter/-gsv. England Hægri blús frú Thatchers Afleiðingar af stjórnarstefn- unni í Englandi eru alltaf að koma betur í Ijós með hverju árinu sem líður. Samkvæmt niðurstöðum nefndar sem stjórnin skipaði sjálf til að kanna ástandið, hefur gjáin á milli, ríkra á fátækra aukist mikiö. í norðurhéruðum landsins býr fátækara fólk, þar er heilbrigði minna og atvinnuleysi meira heldur en í suðurhéruðum landsins. Fátæktin er þó mest á Norður-írlandi þar sem meira en fimmti hver maður er atvinnulaus þegar landsmeðaltalið segir að- eins 11% landsmanna séu án vinnu. Launamunur á milli hærri og lægri launa hefur aukist um helming á árunum 1980-1986. Drykkjuskapur, sjálfsmorð og hvers konar glæpir eru mikið al- gengari í norður-héruðum lands- ins en suðurfrá. Þá kemur einnig fram að fólks- flótti frá norðursvæðunum hefur verið mikill síðustu árin. Hálf milljón manna fluttist suður á bóginn frá norður- og miðhéruð- um á árinu 1986. Reuter/-gsv. Noregur Búist er við því að Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra, til- kynni breytingar á stjórn sinni í næstu viku. Vangaveltur eru um að skipt verði um 3-4 ráðherra en ríkistjórnina skipa m.a. 8 konur sem er heimsmet. Minnihlutastjórn Brundtlands og verkamannaflokkurinn standa nú frammi fyrir kosningum í sept- ember og ekki er ólíklegt að þessi andlitslyfting á stjórninni nú sé til að styrkja stöðu flokksins fyrir haustið. Norska þingið samþykkti loks- ins fjárveitingu (7.3 billjón n.kr.) til nýs millilandaflugvallar sem á að leysa Forneby-flugvöllinn af hólmi. Hann verður staðsettur að Hurum um 30 km suðvestur af Osló. Á hann að verða tilbúinn um næstu aldamót. Norðmenn hafa þráttað um þetta flugvall- armál frá 1950. Reuter/-gsv. I ERLENDAR FRÉTTIR Um helmingur Israelsmanna villsemja við PLO ef þeir viðurkenna Israel Fimmtíu prósent ísraelsmanna Hermenn skutu til bana ungling á Vestur-bakkanum í gær og særðu nokkra í viðbót en Palest- ínumenn hafa að undanförnu staðið fyrir sérstökum mótmæl- um gegn 21 árs yfirráðum Israels- manna á svæðinu. Palestínumenn sögðu hermennina vera að hefna fyrir morðið á ísraelskum borg- ara á Gaza-svæðinu í fyrradag. Nú hafa 212 Palestínumenn og 3 ísraelsmenn Iátið lífið frá því uppreisnaraldan hófst fyrir sex mánuðum. Verkföll á hernumdu svæðun- um ber upp á sama tíma og leið- togar Arabaríkjanna þjappa sér saman að baki Jassers Arafats foringja PLO á fundi í Alsír. Þar virðist PLO ná fram öllum sínum kröfum og Arafat njóta mikillar virðingar hinna leiðtoganna. Þar er hann í hlutverki fátæka manns- ins innan um hina auðugu fursta. Á síðustu árum hefur samstað- an ekki verið mikil í arabísku löndunum og á einum best sótta leiðtogafundi þeirra hingað til, virðast ætla að takast órofa sam- staða fyrir því að krefjast land- svæðis til handa Palestínu- mönnum sem nú búa við kúgun ísraelsmanna. Þá virðast leið- togar Alsír og Marakkó eitthvað tala saman eftir 12 ára fjandskap um málefni Vestur-Sahara. Haf- ez Al-Assad leiðtogi Sýrlands og Amin Gamayel ræddu málefni þjóða sinna en það hafa þeir ekki gert í tvö ár. Fundur þessi er því gagnlegur að mörgu leyti og lík- legt er að ráðstefna um vandamál palestínsku þjóðarinnar eigi eftir að líta dagsins ljós. Alþjóðasamband verkalýðsfé- laga heldur því fram að 100 milljón börn í um 150 löndum Sameinuðu Þjóðanna búi við mikla vinnuþrælkun. Sambandið gagnrýnir sofandahátt verka- lýðsfélaga um heim allan gagnvart þessum mannréttinda- brotum. Samkvæmt könnun sem fram fór í öllum löndum S.Þ. kemur fram að börn eru höfð að féþúfu, er refsað með erfiðsvinnu og þurfa að þjást bæði andlega og líkamlega vegna mjög lélegra að- stæðna á vinnustað. í könnun þessari er miðað við að 12 ára börn geti leyst af hendi létta vilja semja við PLO samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birt var á miðvikudag. Um 40% þeirra vilja flytja Palestínumenn í burtu til annarra Arabaríkja. Margir af eldri og reyndari vinnu en yngri börn eigi ekki að þurfa að vinna. Staðreyndin er hins vegar sú að mörg börn allt að 9 ára aldri neyðast til að vinna fyrir lífsviðurværi sínu. Frá níu ára aldri vinna börn við brúarsmíði í Cólumbíu, kafa eftir fiski við Filippseyjar, lita leður í Egyptalandi og grafa eftir gulli í Perú svo einhver dæmi séu nefnd. Vinnuaðstæður margra barna eru mjög slæmar. Algengast er að börnin vinni í alltof miklum hita og að vinnustaður þeirra er há- vaðasamur og rykmettaður. í mörgum ríkjum S.Þ. eru í gildi vinnuverndarlög fyrir börn undir ákveðnum aldri en erfitt er herforingjum sem nú hafa látið af hermennsku hafa lýst þeirri skoðun sinni að ísraelsmenn verði að gefa eftir og semja um frið við Palestínumenn og ná- grannaþjóðir landsins. Reuter/-gsv að framfylgja þeim. Ekkert frum- kvæði virðist koma frá verka- lýðsfélögum þessara landa til að hafa áhrif þar á. Hluti skýringar- innar er sá að samningar verka- lýðsfélaga við atvinnurekendur ná alls ekki yfir vinnu barna. Þau vinna mikið störf í óskipulögðum einkarekstri sem eru ekki skil- greind á pappírum atvinnurek- enda og verkalýðsfélaga. „Það hlýtur að vera í verka- hring allra venjulegra verka- lýðsfélaga að koma í veg fyrir þessi mannréttindabrot. Gegn þeim hafa þau barist frá uppp- hafi,“ segir í yfirlýsingu frá al- þjóðasamoandinu. Reuter/-gsv. Barnaþrœlkun Milljónir bama þjást Börn höfð aðféþúfu og látin vinna erfiðsvinnu um allan heim. Verka- lýðsfélög sýna lítið frumkvœði MERKJASALA FJAROFLUN 10.0G11. jUNI 1988 FYRIR ENDURHÆFINGARSTÖÐ HJARTASjÚKUNGA LANDSSAMTOK HJARTASjUKUNGA HAFNARHÚSINU v/TRYGGVAGÖTU - PÓSTHÓLF 830 - 121 REYKJAVÍK - SlMI 25744 GIROSEÐLA MA FA I BONKUM FYRIR ÞA SEM VILJA STYRKJA GOTT MÁLEFNI ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.