Þjóðviljinn - 14.06.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.06.1988, Blaðsíða 1
 1 ^ L r ; Þriðjudagur 14. júní 1988 133. tbl. 53. árgangur Alverið Samningum ekki haggaö Verkalýðsfélögin skila álitsgerð. Leggja ekki mat á greinargerð ríkislögmanns. Samningurinn erbindandi. VSIenn að. MálatilbúnaðiASI vegna kœru á bráðabirgðalögin að Ijúka Verkalýðsfélögin 10 í álverinu skiluðu í gær álitsgerð þeirri sem forsætisráðherra bað þau að gera vegna álitsgerðar ríkislögmanns varðandi kjarasamninga álvers- ins" í álitsgerðinni, sem er mjög stutt, segir að lagatúlkun hafi ekki verið til umræðu þegar samningarnir voru gerðir og þess vegna séu engar forsendur til að leggja mat á greinargerð ríkislög- manns. Samningnum verði ékki haggað. I greinargerðinni segir orðrétt: „umræddur kjarasamningur hef- ur verið samþykktur í viðkom- andi félögum og einnig af VSÍ- sem fer með samningsumboð fyrir ÍSAL. Bindandi kjarasamn- ingur hefur því komist á". Sigurður T. Sigurðsson for- maður verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, sagði að launaskriðið héldi áfram þrátt fyrir bráðabirgðalög ríkisstjórn- arinnar en taxtarnir sætu eftir. Verðlagsráð Vík milli vina Fulltrúi Farmanna- og fiskimannasambandsins mœtti áfund Verðlagsráðs ígœr, en sjómenn ekki Á fund rækjudeildar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins í gær- morgun mætti fulltrúi Farmanna- og fiskimannasambandsins fyrir hönd sinna umbjóðenda, öllum á óvart, því stjórn FFSÍ hafði sam- þykkt, vegna verðákvörðunar yfirnefndar Verðlagsráðs um al- mennt lágmarksverð á botnfisk- tegundum rétt fyrir sjómanna- daginn, að mótmæla verðákvörð- uninni með því að starfa ekki um sinn í Verðlagsráðinu. Fulltrúi FFSÍ Helgi Laxdal sagði að félagið væri búið að Jón Gunnar með glæsimark í 4-2 sigri Þrátt fyrir 2-0 í leikhléi tókst Þórs- urum ekki að halda dampi gegn vindinum og Valsmenn skoruðu 4 mörk í síðari hálfleik. Sérstak- lega var fallegt mark Jóns Gunn- ars Bergs þegar hann stoppaði boltann á brjóstkassanum, sneri við á punktinum og þrumaði bolt- anum í netið. Sjá nánar síðu 7 koma mótmælum sínum á fram- færi og hann hefði fullt umboð stjórnarinnar til að mæta á fundi Verðlagsráðs ef hann liti svo á að hagur umbjóðenda sinna væri best tryggður með því móti. Fulltrúi Sjómannasambands- ins mætti hins vegar ekki, enda hafa fulltrúar sjómanna lýst því yfir að þeir komi ekki til starfa hjá Verðlagsráði að öllu ó- breyttu. Sjá síðu 3 og 15 Eyjafjörður Flóðin í rénun Vatnavextir í Eyj afj arðará og á fleiri stöðum á Norðurlandi eru í rénun og ástandið að færast í eðli- legt horf. Skemmdir eru minni en menn óttuðust um tíma að sögn Bjarna Sigurðssonar hjá Vega- gerð ríkisins á Akureyri. Viðgerð hefur gengið greiðlega og er gert ráð fyrir að henni ljúki í dag. Skemmdir urðu á veginum fyrir Ólafsfjarðarmúla og nokkr- ar minni háttar skemmdir á veg- um í Saurbæjarhreppi. Frammi í Eyjafirði urðu ekki teljandi skemmdir á vegum en bóndinn á Grísará varð fyrir verulegu tjóni þegar grænmetisakur hans fór undír vatn. Jóna Sigrún Sigurðar- dóttir, bóndi á Grísará sagði að þarna hefðu 3/4 af uppskeru árs- ins skolast burtu. - Við höfum sagt upp flestum starfsmönnum og ætlum okkur ekki að leggja út í frekari grænmetisræktun. Þetta er í annað skipti á 2 árum sem uppskeran skemmist vegna flóða og við treystum okkur ekki til að stunda þennan búskap upp á svona óvissu, sagði Jóna. Allt sem ríkisstjórnin hefði verið að gera héldi þessari þróun við. Yfirskyn bráðabirgðalaganna um að verja kaupmátt lægstu launa hljómaði því undarlega. VSÍ skilaði ekki sinni greinar- gerð í gær. En þar munu menn sitja og semja rök fyrir því hvers vegna kjarasamningarnir eru lög- legir. Búist er við að VSÍ skili greinargerðinni í dag. Ríkis- stjórnin nær því ekki að fjalla um ritsmíðarnar á fundi sínum í dag. Málatilbúnaður ASÍ vegna fyrirhugaðrar kæru til Alþjóða- yinnumálastofnunarinnar er langt kominn. Ásmundur Stef- ánsson segir að mat þeirra lög- fræðinga sem leitað hafi verið til, hafi styrkt menn í trúnni á að ASÍ hefði sterka stöðu í málinu. Sjá síðu 3 Yves Lebreton og Lili: Tjáning leikarans aðalatriðið. Mynd - E.ÓI. Leiklist Leikarinn er kjami leikhússins Franski látbragðsleikarinn Yves Lebreton sýnir leikrit sitt S.O.S. í Iðnó kl. 20:00 í kvöld. Lebreton er höfundur, leikari og leikstjóri sýningarinnar, sem hann flytur ásamt brúðunni Lili. - Fyrir mér á leikhús fyrst og fremst að byggja á tjáningu leik- arans, - segir hann meðal annars í viðtali við Þjóðviljann. - Starf leikarans á ekki einungis að vera að túlka orð og hugsanir annarra, heldur skapandi í sjálfu sér, kjarni leikhússins. Lebreton segir frá leikferli sínu og leit sinni að nýjum leiðum innan leikhússins í viðtalinu sem birtist á morgun, miðvikudag. Önnur sýning á S.O.S. verður í Iðnó annað kvöld. LG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.