Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 8
BYGGÐARAÐSTEFNAN A DALVIK BYGGÐARAÐSTEFNAN A DALVIK Dalvískt framtak og svarfdælskur mars Það var vel til fundið hjá Al- þýðubandalagsmönnum að halda ráðstefnu um byggðamál í góð- viðrinu á Dalvík, og ekki aðeins vegna þess að þar er varaformað- ur flokksins búsettur. Dalvík virðist nefnilega á ýmsan hátt ánægjuleg undantekning frá regl- unni í byggðaþróun síðari ára, þar er uppgangur og bjartsýni, fólksfjölgun og metnaður. Umhverfið setti reyndar svip sinn á ráðstefnuna - þar var fleygt fram ýmsum ferskum hugmynd- um og menn voru óhræddir við að horfa vítt og of vítt eftir lausnum og leiðum, og gilti þá einu um heilagar kýr í ýmsum fjósum. Glæst frammistaða flokksins í byggðamálum síðustu áratugi væri vissulega traust undirstaða, en til að veita sannferðug svör nú þyrfti að stokka upp, endur- skoða, hugsa uppá nýtt, - og raunar var umræðan við ráð- stefnulok farin að snúast um slík grundvallarmál að hefði átt við í stefnuskrárgerð. Þátttakendur voru ánægðir með ráðstefnuna. Þar voru ekki gerðar neinar ályktanir í einstök- um málum eða um heildarstefnu, og stóð ekki til, en flestir töldu sig hafa fengið fyllri sýn til vandans og betri grunn til frekari starfa, einsog fram kemur í viðtali við Svanfríði Jónasdóttur hér í blað inu. Það skipti svo ekki minna máli að það var hreinlega gaman þessa þrjá ráðstefnudaga á Dalvík. Menn stálust útí blessað sólskinið sem er orðin munaðarvara sunn- an heiða og virtu fyrir sér ein- stæða fjallasýn; til þess gafst svo enn betra tækifæri kvöldið sem farið var útí Hrísey, og gengið um hana í fylgd Sólveigar Hjálmars- dóttur áður en menn settust að holdanautakjöti í veitingastaðn- um Brekku við góðan fögnuð. Ráðstefnugestir voru svo að sjálfsögðu leiddir um Dalvík að sjá kaupstaðinn, þar gengu menn um ráðhús mikið og vænt, safna- hús gott, saltfisk- og skreiðar- vinnsluna hjá Blika og spútnik- fyrirtækið Sæplast. Þótti mönnum nokkuð til um atvinnu- fyrirtæki og bæjarstofnanir þar nyrðra og hrifust af dalvísku framtaki einstaklinga og félags- heildar . En ætli Dalvíkurfarar séu ekki sammála um að hápunktur ferð- arinnar hafi verið í sjálfum Svarf- aðardal, í veislu í þinghúsinu á Grund þarsem heimamenn skemmtu yfir borðum með sagn- apistlum og gleðivísum, - og Jó- hann Daníelsson tók að sér að stjórna svarfdælskum marsi, - fjöldadansi í afbrigðum svo mörgum og fjölbreyttum að ein- um þátttakanda varð á orði að svonalagað hefði hann haldið að bara væri hægt að sjá í bíó og aldrei að lenda í sjálfur. Marsinn var stiginn frammeftir nóttu, og á eftir fór hópurinn mestallur í rútu útí Ólafsfjarðar- múla að virða fyrir sér miðnæt- ursólina í návígi og við hæfilegar aðstæður, - þar gleymdi þing- maður kjördæmisins ekki þótt á- liðið væri að skýra legu væntan- legra jarðgangna. Þótt athafnir drægjust nokkuð frammá nóttina voru þó lítil þreytumerki á mönnum að sjá þegar önnur ferð var gerð frammí dal morguninn eftir til að kanna sundskála hreppsins, sem Björn oddviti segir elstu sundhöll lands- ins, og þótti hinn besti laugar- staður þótt gestir væru helsti margir til mikilla sundafreka. Þannig fóru gestir hver til. síns heima frá Dalvík með hvort- tveggja í pússinu, gagnlegar hug- myndir eftir frjóar byggðamála- umræður og væn kynni af þeirri byggðastefnu í raun sem íbúar í svarfrdælskri byggð og bæ hafa sjálfir komið upp á heimaslóð- um. -m Stigið í Hríseyjarferjuna í Dalvíkurhöfn. Fundarstjóri og framsögumenn einnar ráðstefnulotunnar við pall- borð: Þuríður Pétursdóttir, Jó- hann Antonsson, Vilborg Harðar- dóttir, UnnurG. Kristjánsdóttirog JónGunnarOttósson. í nautakjötsáti í Brekku i Hrísey. (sundskála Svarfdæla: Geir Kertekið úr móti í Sæplasti. Gunnarsson, Þuríður Pétursdótt- irog Kristín Á. Ólafsdóttir. Að auka víðsýnið Einu sinni, einu sinni enn hef ég látið ginna mig til að taka að mér verkefni, sem ég veit naum- lega hvernig ég ætti að fara að því að leysa. í munni Svanfríðar hljómaði verklýsingin einhvern veginn svona: „Þú átt að halda erindi um menningarleg viðhorf til búsetu úti á landsbyggðinni. Þegar verið er að fjalla um byggð- amál er venjulega einblínt á at- vinnumálin. Það vill gleymast að reikna með að þarna geta menn- ingarleg viðhorf spilað inn í.“ (Tilvitnun lýkur. Svanfríður sagði að vísu margt fleira, en ég rek það ekki hér.) Mér fannst þetta hljóma ákaflega vel og skynsamlega. Þegar fólk velur sér á annað borð að setjast einhvers staðar að, þá hlýtur fleira að hafa áhrif á valið en hrein atvinnu- sjónarmið. Þar gat verið að menning kæmi eitthvað við sögu. Mér fannst þetta freistandi um- hugsunarefni og sagði strax: „Já, j á“. Ég veit heldur ekki hvort það er létt að segja nei við Svanfríði. Þá kom að því að velta fyrir sér þessum menningarlegu viðhorf- um og fljótlega byrjaði ég að svitna. Ég sá að verkefnið var ekki svo einfalt. Menning er nefnilega rammflókið fyrirbæri og misjafnrar náttúru eftir því hver á hana horfir og reynir að lýsa henni. Orðabækur segja menninguna annars vegar stig mannlegrar þróunar á félagslegu sviði, hins vegar hástig á þroska líkama, huga og sálar mannsins, sem náð sé með þjálfun og til- raunum og komi fram í þróun lista og vísinda í mannlegu samfé- lagi. Flott skal það vera. Póstnúmer 101 Ég hef rökstuddan grun um það, að margir, bæði þéttbýlingar af Faxaflóasvæðinu og dreifbýl- ingar af ystu nesjum, haldi að menningin sé bara húsdýr hjá fá- mennum hópi fólks á svæði með póstnúmer 101. Menningin er þá samsett úr Listahátíð, Symfóní- unni, Óperunni, Þjóðleikhúsinu, Kjarvalsstöðum, Iðnó og ein- hverjum fleiri völdum fyrirbær- um. Ég held þó að Brúðubfllinn sé ekki inni í myndinni. Þetta er málað svolítið sterkum litum, en ég hef lært það af ráðherrum úr ýmsum flokkum, að maður þarf að vera kjaftfor og hávær til þess að eftir orðum manns sé tekið. Göngum nú út frá því að Menningin með stórum staf hafi póstnúmer 101. Þá verður okkur Ijóst að: Nr. 1: Menningin á heima í stofnunum. Nr. 2: Menn- ingin er dýr. Nr. 3: Menning er ræktuð, eða framleidd af atvinnumönnum. Nr. 4: Menn- inguna verður að sækja suður. Semsagt: Fyrirbærið er bara til fyrir fáa. Reyndar minnist ég þess frá æskuárum mínum, að lista- menn að sunnan voru með próg- ram, sem hét LIST UM LANDIÐ. Það voru smásk- ammtar af menningu, sem þóttu hæfilegir til að fara með út á land. Nú svo var symfóníuhljómsveitin eitthvað að ferðast um lands- byggðina hér um árið. Ég man að þeir byrjuðu í Hafnarfirði og á þeirra dagskrá var svolítið popp- uð klassík. Það hefur þótt hæfi- lega þungt í dreifbýlisvarginn. Það hafa svosem verið gerðar til- raunir. Að fara suður í þau 8 ár sem liðin eru síðan ég af sérvisku minni valdi mér það hlutskipti að búa í sveit, hefur það æði oft komið fyrir að ég er spurður: Hvað ætlarðu að hanga lengi þarna í fásinninu? Ætlarðu ekki að fara að koma þér suður? Mér finnst þá stundum að innan sviga aftan við spurninguna sé (í menninguna). Þið kannist kann- ski við lag og texta Bubba Mort- ens ALDREI FÓR ÉG SUÐUR. Mér hefur fundist það lag endurspegla mjög vel afstöðu allra þeirra sem hugsa á þennan hátt. Þið sjáið fyrir ykkur ímynd- ina. Sá sem segir frá hangir í ein- hverri krummavík, því þorp úti á landi eru yfirleitt álitnar krum- mavíkur eða nápleis (á gullaldar- máli). Hann hefur atvinnu, en að öðru leyti hefur hann ekkert að gera, er að koðna niður í klofið á sér af aumingjaskap og hefur ekki manndóm til að rífa sig upp og koma sér í burtu. Nú er ég kannski að nota sterku litina aftur, en þessi sjón- armið eru til. Vissulega byggjast þau á ókunnugleik. Fordómar stafa venjulega af fáfræðinni. Þá er væntanlega tími til kom- inn að horfa á málið af örlítið meiri víðsýni. Þar með fylgir að ekki er hægt að líta á þessi menn- ingarlegu viðhorf af búsetu úti á landi sem einangrað fyrirbrigði. Menning og atvinnumál haldast órjúfanlega í hendur ásamt ýms- um fleiri þáttum í samfélaginu. Nápleisið hans Bubba getur þess vegna verið eða hafa verið til. Eitt stórkostlegasta dæmið um byggðaröskun í sögu síðari ára er þegar Hornstrandir lögðust í eyði. Þar var og hafði verið mannlíf um aldir, fólk bjó þar í einangrun frá umheiminum, lífs- baráttan var hörð og köld. En mér dettur aldrei til hugar að þar hafi ekki verið til menning. Ef við rifjum upp orðabókarskilgrein- inguna, þá hefur fólkið þar auðvitað þroskað líkama sinn, huga og sál og notað þann þroska til að þróa tæki sín og vinnuað- ferðir og einnig sögur sínar, ljóð og söngva. En þessu fólki fór eins og vesturförunum. Það flutti burt í von um eitthvað betra. Þar leið því undir lok ein grein af menn- ingunni og lifir ekkert eftir nema skrásettar heimildir, sögur þeirra sem eftir lifa af síðustu íbúunum og tóttarbrotin í víkunum. Ég nefndi vesturfarana, sem flosnuðu upp hér heima og héldu vestur í von um betra líf. Eymd, kuldi, hallæri og drepsóttir voru að buga þjóðina og þá þýddi ekk- ert að hugsa sér að menningin gæti fegrað mannlífið. Hins vegar hafa menn gjarnan velt því fyrir sér hverjir hafa verið harðari af sér, þeir sem höfðu manndóm í sér til að fara, eða þeir sem voru nógu harðir til að takast á við erf- iðleikana hérna heima. Ég er að nefna þetta til sögunnar til að koma aftur að hugarfóstrinu hans Bubba. Hugsum okkur að það hætti að væla yfir eymd sinni og taki á með sínu fólki. Taki á til að efla atvinnulíf síns staðar, auki velferð sína og sinna og stuðli að betra og menningarlegra mann- lífi í sinni krummavík. Þá gæti komið sú tíð að hann syngi nýjan texta: Hvers vegna í fjandanum datt mér í hug að fara að flækjast suður? Reynsla túrhestahirðis Þegar menn heimsækja nýja staði á vegferð sinni um veröldina dettur þeim oft í hug spurningin: Hvers vegna skyldi nú fólk búa hér? Um skeið starfaði ég á sumrum sem túrhestahirðir á austurströnd Grænlands. Þar heimsóttu túrhestarnir lítið þorp, þar sem eymdin er að ná yfir- tökum. Oft var ég þá spurður þessarar fyrrnefndu spurningar og mér datt stundum í hug að segja, að fólkið byggi þarna ein- ungis vegna þess að það væri fætt þarna. Auðvitað var það hálfvita- legt svar og heldur ekki rétt. Margir höfðu farið í burtu, en sumir höfðu snúið aftur. Þeir lifðu þarna við þann lífsstfl, eða menningararf sem þeir kunnu best við. Hins vegar hafði maður oft á tilfinningunni að vestræn menning og ómenning í bland sem þetta fólk hafði gegndarlaust verið matað á hefði eyðilagt mikið af menningararfi þess sjálfs. Þeir gömlu siðir, söngvar, dansar og listform sem enn voru við lýði, virtist helst vera við haldið svo. hægt væri að sýna þetta ferðamönnum og hafa af þeim aura í staðinn. Ég segi þessa dæmisgu til að benda á hættuna, sem stafar af því að láta alla menningarstarfsemi fara fram sem mötun. Láti maður enda- laust mata sig, þá gleymir maður hvernig á að ganga sjálfur að mat sínum, hvað þá kúnstinni að elda sjálfur. Mikið af því sem kallað er menning nú til dags fer fram með mötunaraðferðinni. Atvinnu- mennska í menningarlífinu fer vaxandi, sérstaklega á höfuð- borgarsvæðinu og það verður til þess að pupullinn bara situr og horfír og hlustar. Þá er nú hætt við að þróun andans fari að ein- skorðast við þá fáu, sem eru að vinna skapandi starf vegna hinna sem láta mata sig. Rómverjar til forna bjuggu til mikið af spak- mælum, sem gott er að geta grip- ið til ef maður er ekki nógu spak- ur sjálfur. Eitt þeirra segir, að það sé betra að vera fyrsti maður í skattlandi en annar maður í Róm. Nú ætla ég að nota mér þetta spakmæli. Ég er ekki að hugsa um völd eða áhrif. Mér dettur ekki í hug að bera það saman að sitja í hreppsnefnd í Svarfaðardal og borgarstjórn í Reykjavík. Ég er enn að hugsa um eflingu andans. Söltunarfélagið og sagnahefð í fámenninu (takið eftir að ég kalla það ekki fásinnið) er mér tekið fagnandi ef ég vil fara að starfa með kirkjukór. í borg er ekki víst að fögnuðurinn yrði eins mikill. Ég kann ekki að lesa nót- ur, ég hef ekki verið raddþjálfað- ur o.s.frv. Mér yrði þó sjálfsagt boðið að fá kennslu og þjálfun til að aga rödd mína og listrænar fín- essur, en þá er hætt við að ég missi kjarkinn og láti bara at- vinnumennina um þetta. Ég gæti kannski átt þess kost hér að fá að starfa með leikfélagi. Ég fengi jafnvel að stíga á sviðið, kanna listrænar víddir leikbókmennt- anna innan frá og kafa niður í dýptir þeirra. í borg fengi ég það varla. Kannski með áhuga- leikhóp, sem ekki er metinn á réttum forsendum. Hér get ég hitt vini mína úr Söltunarfélagi Svarfdæla og við Ijóðum á hvern annan í kerskni og gríni, og reynum ekkert að þykjast vera skáld. Ég er hræddur um að slfk- ur félagsskapur sé ekki til annars staðar. Og ég þyrði varla að nálg- ast þá sem kalla sig bestu vini ljóðsins eða eitthvað slíkt og gera grín að sveitamennsku og ung- mennafélagsanda þeirra sem hafa gaman af að hnoða sinn eigin leir. Fljótlega eftir að ég settist að í sveitinni, tók ég eftir einu menn- ingaratriði, sem ég hafði lítið kynnst á mölinni. Það var sagna- hefðin og sagnagleðin. Menn Um landsbyggð, menningu og viðhorf- erindi Björns Þórleifssonar skólastjóra og oddvita í Svarfaðardal á byggðaráðstefnu Alþýðubandalagsins á Dalvík voru hér endalaust að segja ein- hverjar sögur, mikið gamansögur en sjaldnast beinar kjaftasögur. Oft var um að ræða sagnir af sér- kennilegu fólki eða skringilegum uppátækjum. Þarna var um að ræða eins konar nútíma þjóð- sögur, sem sjálfsagt væri að skrá- setja. Einkennið á frásögnunum var undantekningarlítið að þær voru sagðar á kjarngóðu og ó- menguðu máli, auðugu af orðum og orðtökum. Um þetta verð ég að segja eins og sumir Svarfdæl- ingar orða það: Þetta þótti mér dásamlegt helvíti. Vissulega þríf- ast kjaftasögur líka úti um byggð- ir landsins. Þeim er bara annar stakkur skorinn en gerist í stærri bæjum. Þar er gjarnan verið að fjalla um bresti og yfirsjónir mjög áberandi fólks í þjóðlífinu. I smærri samfélögum verður að grípa til nærtækari umræðuefna. Þar þekkja líka allir alla og vita gjarnan hvað náunginn er að að- hafast. Gjarnan ber það á góma er menn bera saman þéttbýli og dreifbýli, hver munur sé á mennt- unarmöguleikum. Þar er vissu- lega eitt svið þar sem dreifbýlið hefur orðið verulega undir. Sér- staklega þegar að framhalds- skólagöngu kemur. Á grunn- skólastiginu kemur fram munur ef litið er á niðurstöður samræm- dra prófa. Þéttbýlisbörnin eru með betri útkomu í þeim og því smærri sem skólarnir eru, því verri verður útkoman. Það sem einkum veldur er mikil hreyfing á kennaraliði í litlum skólum á landsbyggðinni. Þar eru líka oft fleiri réttindalausir kennarar, eða leiðbeinendur, en þeir geta vel staðið fyrir sínu, ef þeir hafa hæfi- leika til kennslu. Annars flokks kennarar eru ekki til nema fyrir guðs náð. Ég kem inn á skólamál- in, vegna þess að menntun og skóli hljóta að vera hlutar af menningarhugtakinu í heild, í skólunum er a.m.k. unnið að því að þroska líkama, huga og sál, hvað sem um árangurinn má segja. Nú er ég að nálgast umræð- uefni, sem er hættulegt fyrir mig, því ég gæti æst mig of mikið upp og haft af ykkur síðdegisdag- skrána. En ég skal reyna að koma því á framfæri í stuttu máli, sem mig langar til að komi fram. Fólk á bakvið Esjuna Ástæðurnar fyrir því að litlir dreifbýlisskólar hafa lélegri út- komu eru auðvitað miklu fleiri en ég nefndi hér að framan, en ég ætla ekki að rekja allt sem nefnt hefur verið sem hugsanlegar skýringar, aðeins örfá atriði. Skólinn sem ég starfa við er heimavistarskóli með 40-50 nem- endur. Allir nemendur 1.-8. bek- kjar dvelja í heimavist. Við skólann eru 3 kennaraíbúðir og mötuneyti auk venjulegs kennslurýmis. Þetta þýðir að húsnæðisþörf skólans er þreföld á við þéttbýlisskóla. Af tekjum hreppsins fara 30-50% í rekstur skólans. Ríkið á 75% af húsnæð- inu, en sveitarfélaginu er ætlað að sjá um allt viðhald lögum sam- kvæmt. Þið sjáið að allt þetta býður bara upp á hrörnun og hall- æri og hvaða kennarar ætli séu svo vitlausir að búa við slíkt. í öllum þeim deilum sem þetta fræðsluumdæmi hefur átt við æðstu yfirvöld menntamála í landinu, finnst mér hafa skinið í gegn að þau hin sömu yfirvöld hafa sýnt lítinn skilning á þörfum og sérstöðu dreifbýlisins. Þó svo að menn séu fæddir í litlum kaupstað fyrir vestan, séu þing- menn fyrir sveitirnar fyrir austan, þá er eins og þeir séu undra fljótir að gleyma að þar býr fólk bak við Esiuna. I skólann til mín hef ég sem betur fer fengið heimsóknir „að sunnarí* eins og það er kallað, og haldið að þær heimsóknir ættu að geta aukið gagnkvæman skilning og víðsýni. Því miður hefur gest- unum oft gengið illa að skilja, að við byggjum skólastarf á annars konar menningu. Við erum að stefna að því að mennta fólk. en ekki endilega gegnum eintóma skólun. Við viljum nýta kosti þess að samfélagið hér er ekki eins ógegnsætt og í borgum. Við búum við styttri skólatíma, vegna þess að nemendur geta tekið út þroska og öðlast fræðslu á öðrum vettvangi meðfram skólastarfi. Við höfum nemendur hjá okkur allan sólarhringinn yfir skólavik- una og tíminn verður drjúgur til náms. Þetta og ýmislegt fleira verður til þess að gera skólastarf- ið frábrugðið. En ég get ekki séð að litlir skóiar þurfi að vera verri fyrir það. Ef við byggjum við meiri skilning og velvilja og yfir- völd áttuðu sig betur á að það er dýrara að bjóða upp á sömu tæki- færin í fræðslu úti um hinar dreifðu byggðir og svo framvegis og svo framvegis. En nú er senni- lega kominn vælutónn í mig og því best að snúa sér að öðru. Osló afskekkt Ég nefndi aðeins víðsýni hér áðan. Þegar danskur kóngur kom til Akureyrar 1907 fór einn bóndi úr Svarfaðardal með syni sína ríð- andi inneftir til að sjá kóngsa. Fólk var að spyrja hann til hvers hann væri að þessum þvælingi. Það eykur víðsýnið, sagði hann. Þessi hugsunarháttur hjá honum og fleirum á þeim tíma hefur sjálfsagt orðið til þess að margir menn urðu menntaðir þrátt fyrir litla skólagöngu. Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér hvort okkur vantaði orðið vilja til að öðlast víðsýni. Eg verð oft var við það hjá fólki bæði í sveit og borg, að það veit lítið um lifnaðarhætti, hugsunarhátt og þá menningu hvors annars, og hefur jafnvel ekki neinn sérstakan áhuga á að kynna sér málið. Einn karl á Finnmörk í Noregi sagði reyndar um Osló, að hann hefði svosem ekkert á móti henni. Hún væri bara svo bölvanlega afskekkt. Sumu landsbyggðafólki kann að fínnast það um höfuðborgina að hún sé óaðgengileg og jafnvel dýrt að nálgast hana. Svo hafa menn nú blöðin og sjónvarpið og allar útvarpsrásirnar og geta fylgst nokkuð grannt með því sem gerist í Reykjavík. En geta þá íbúar þéttbýlisins fylgst með mannlífi og menningu úti á landi? Tja, það er nú það. Veltið nú fyrir ykkur hvað þið hafið séð og heyrt í fjölmiðlum um lands- byggðina undanfarið. Hefur það verið eitthvað til að byggja upp jákvæða ímynd af landsbyggð- inni? Því miður finnst mér mest vera talað um væl. Er það að verða aðalinntakið í menningu okkar í dreifbýlinu? Þegar ég var við nám í Noregi fyrir u.þ.b. 15 árum síðan var mikið í tísku að tala um livskunst- nere. Blöð og tímarit voru mikið að velta sér upp úr því hvort hinn eða þessi væri livskunstner. Einn rithöfundur, sem bjó í smábæ á Suðurlandinu var spurður hvað hann áliti að livskunstner væri. Ég þýði Svar hans þannig: Lífs- listamaður er sá sem af fúsum og frjálsum vilja býr ekki í Kvosinni. Þetta þótti mér afspyrnu gott svar lengi vel, en svo fór ég að velta vöngum. Geta menn ekki af sér- visku sinni valið sér bústaði næst- um hvar sem er? Voru ekki jafnvel fordómar í annars skemmtilega orðuðu svari? Gerum það sjálf Niðurstaðan af þessum vanga- veltum varð þessi: Hvar sem menn velja sér bústað og hvaða ástæður sem liggja að baki, þá er nauðsynlegt að líta á sína eigin búsetu með jákvæðu hugarfari. Ef við höfum lent í því að búa úti á landi, hvort sem það er eigin ákvörðun eða einhver önnur or- sök að baki, þá verðum við að snúa okkur að því að gera bústað okkar og samfélag betri á allan hátt. Þar á ég við bæði atvinnu- lega og menningarlega, því hvort tveggja er okkur nauðsynlegt. Það er einfalt að snúa andlitum sínum suður og væla, en kannski áhrifaríkara að snúa orkunni að því að gera eitthvað jákvætt sjálf- ur. Hvað það snertir, þá er ekki minna mikilvægt að hlúa að þeim menningarþáttum sem gera byggðarlagið að betra og æski- legra aðsetri. Auðvitað kostar það alltaf eitthvað af peningum að halda uppi menningarstarf- semi og við eigum ekki að slaka á kröfunni um að allir eigi sama rétt til að njóta menningar. En því meira sem við gerum sjálf, því betra. Við þurfum líka að auka skiln- ing okkar á aðstæðum annarra. Með auknum skilningi hverfa fordómarnir og hugarfar verður jákvæðara. Þótt menningin sé ofin úr mismunandi þáttum eftir landshlutum og byggðarlögum, þá verðum við að halda áfram að vera ein þjóð í sama litla landinu. Nú er ég farinn að tala eins og ég sé í forsetaframboði og þá er ör- ugglega mál að hætta. Eg veit ekki svo gjörla hvort hægt er að draga saman einhverj- ar niðurstöður úr þessum vanga- veltum. Helst væri það að menn- ing þrífst bæði norðan og sunnan við Kjós. Spurningin er bara hvar maður nýtur hennar best. (Fyrirsagnir og millifyrir- sagnir eru Þjóðviljans) 8 S(ÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. júní 1988 Fimmtudagur 16. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.