Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR________ Glaumberg Verðbólgan Sloppin lausúr viðjum Lánskjaravístalan hœkk- aðium5%. Verðbólgan 80% á ársgrundvelli. Sjálfvirkar hœkkanir á verðtryggðum lánum. Enn þyngist byrði hús- nœðiskaupenda Verðbólgan er komin uppí 80 af hundraði framreiknuð til árs, þegar miðað er við hækkun lánskjaravísitölunnar um 5% fyrir júlí mánuð. Enginn mann- legur máttur megnar að koma í veg fyrir að verðbólgan verði snöggtum meiri en ríkisstjórnin miðaði við á síðasta hausti, en þá ráðgerði ríkisstjórnin og Þjóð- hagsstofnun að verðbólgan á ár- inu yrði að jafnaði 10%. Miðað við þessa hækkun lánsk- jaravísitölunnar fyrir júlí mánuð þyngist byrði húsnæðiskaupenda enn þar sem verðtryggð lán hækka sjálfkrafa í réttu hlutfalli við lánskjaravísitöluna. Lánsbyrði húsnæðiskaupanda sem tók miljónkróna húnsæðis- stjórnarlán fyrir ári hefur þyngst um tæpar 300 þúsund krónur og stendur nú í 1.287.000 krónum. Hækkun lánskjaravístölunnar núna stafar af tveimur þriðju hlutum af hækkun byggingarvísi- tölu sem hækkaði um 8,4% frá því í sfðasta mánuði og af þriðj- ungi vegna 3,45% hækkunar framfærsluvístölu. Hækkun framfærsluvísitölu- nnar er til komin vegna gengis- fellingarinnar í maí og launa- hækkana, en byggingarvístalan hækkaði mest vegna hækkunar á ákvæðisvinnutöxtum iðnaðar- manna í síðasta mánuði. -rk Lokað á óbreytta ValurÁrmann Gunnarsson: Vil að hermenn sýnigild útivist- arleyfi. Ágangur hermanna stöðugt að aukast. Aukin andúð í Við lítum ekki svo á, að við séum að fara í manngreinará- lit þó svo við meinum her- mönnum af lægri tign aðgang að Glaumbergi. Við viljum aðeins fá að sjá að menn hafi tiltekin leyfi til útivistarr undir höndum Ekki bara einhvern pappír með undir- skrift sem enginn skilur, sagði Valur Ármann Gunnarsson veitingamaður í Glaumbergi í Keflavík. En þar hefur verið garð hermanna ákveðið að hleypa ekki framar inn í hermönnum sem eru lægri í tignarstiganum en E-6. - Það er nú líka þannig að þeir háttsettari hafa meira vit á að koma sér undan vandræðum þeg- ar íslendingarnir eru að abbast upp á þá. Því miður hefur komið til alvarlegra átaka hér á milli hermanna og íslendinga að und- anförnu, sagði Valur. Hann sagði að því væri ekki að neita að meiri á Suðurnesjum spenna væri milli íslendinga og hermanna nú en oft áður. Ekki sagðist Valur hafa neina hand- bæra skýringu á því. - Ein ástæða er vafalaust sú að hermenuirnir eru miklu meira á ferðinni en áður, það virðist sem það hafi verið slakað á kröfum um útivist þeirra utan vallar. Það hafa líka komið upp mál hér þar sem hermenn hafa verið að ota byssum að fólki. Einnig hafa her- menn verið kærðir fyrir nauðgun. Eitt enn, sem kannski skýrir þessa auknu andúð í garð kanans er, að nú komst menn ekki eins óhindraðir upp á völl eins og var áður en flugstöðin var flutt út fyrir girðingu, sagði Valur. Hann bætti við að hann myndi taka til greina útivistarleyfi lágtsettra hermanna ef þau væru undirrituð og stimpluð af íslenskum yfir- völdum. „jjp Leonard Cohen er kominn til landsins. Hér sést hann kasta kveðju á Jón Þórarinsson, sem tók á móti söngvaranum, lagasmiðnum og skáldinu á Hótel Sögu í gær. Jón Ólafsson stendur álengdar. Hetjan Cohen heldur tónleika í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið. Mynd: Ari. Sumarafli Slippstöðin hf. Samþykkt að samþykkja Á hitafundi bæjarstjórnar á Akureyri í gær samþykkti meiri- hlutinn að fulltrúi bæjarins í stjórn Slippstöðvarinnar hf. sam- þykkti tillögu fjármálaráðherra um afnám forkaupsréttar hlut- hafa í Slippstöðinni hf. Fulltrúar minnihlutans voru mótfallnir samþykktinni og lögðu fram ályktun þar sem skorað var á ríkisstjórnina að halda áfram þátttöku í rekstri Slippstöðvar- innar hf. og taka hana einnegin af listanum um fyrirtæki í eigu ríkis- ins sem rétt væri að selja. Þessi ályktun var samþykkt með stuðn- ingi fulltrúa Alþýðuflokksins og sagðist Sigríður Stefánsdóttir, fulltrúi Alþýðubandalagsins, líta svo á að þó svo Alþýðuflokks- fulltrúarnir hafi látið sér segjast og samþykkt ályktunina sitji þeir uppi með skömmina af því að hafa samþykkt að bærinn afsalaði sér forkaupsréttinum. -tt Meiri stjómun nauðsynleg Fiskvinnslan: Þorskur veiddur í ofmiklum mœli án tillits til afkastagetu vinnslunnar Fiskvinnslumenn eru sammála þeirri ábendingu Ríkismats sjávarafurða að þorskur sé Stuðningsmenn Sigrúnar Þor- steinsdóttur hafa óskað eftir opinberri stuðningsyfirlýsingu Kvennalistans og Alþýðubanda- lagsins við framboð hennar til forseta. Áður höfðu stuðnings- mennirnir óskað eftir sams konar yfirlýsingu frá ASÍ, BSRB og BHM. Þá sendi Sigrún Vigdísi Finnbogadóttur forseta skeyti í gær þar sem hún biður Vigdísi að endurskoða afstöðu sína til sjón- varpseinvígis. A skrifstofu Alþýðubandalags- ins fengust þær upplýsingar í gær að einungis miðstjórn eða lands- fundur gætu tekið afstöðu til ósk- ar stuðningsmanna Sigrúnar. En hvorug þessara samkoma er á veiddur í of ríkum mæli án tillits til afkastagetu fiskvinnslustöðv- anna í landi yfir sumarið og nauð- dagskrá fyrir forsetakosningar. I skeyti Sigrúnar til forsetans segir að sjónarmið frambjóðend- anna séu greinilega ólík og að þjóðin eigi rétt á að vita hvaða rök liggi þar að baki. Vigdís hefur margsinnis lýst yfir að hún ætli ekki að heyja kosningabaráttu; þjóðin þekki hana og viðhorf hennar til embættisins. Þátttaka í utankjörstaða- atkvæðagreiðslu hefur verið góð. Á mánudag höfðu 2495 manns kosið í Ármúlaskóla, sem er svip- að og í fyrri kosningum. í nýlegri skoðunarkönnun Ská- ís nýtur Sigrún stuðnings 2,6% þeirra sem tóku afstöðu. Áshild- ur Jónsdóttir kosningastjóri Sig- rúnar sagði við Þjóðviljann, að syn sé á markvissari fiskveiði- stjórnun en nú er til að hægt sé að nýta þessa auðlind betur. kjósendur vissu ekki um hvað framboð Sigrúnar snérist, enda séu fjölmiðlar samstíga í að halda fréttafluttningi af kosningunum í lágmarki. Áshildur telur að að sú kynningi sem verður í vikunni í sjónvarpi muni hafa áhrif á fyigi Sigrúnar. í könnun Skáís fékk Vigdís stuðning 98% þeirra sem tóku af- stöðu. Hanna Pálsdóttir kosn- ingastjóri Vigdísar sagðist ekki sjá betur en málfluttningur Sig- rúnar væri nægilega vel kynntur og að fólk þekkti hugmyndir hennar um forsetaembættið. Könnun Skáís sýndi hins vegar að hugmyndir Sigrúnar ættu ekki hljómgrunn meðal þjóðarinnar. —iþ/hnjp Að sögn Benedikts Sveins- sonar sölustjóra Sjávarafurða- deildar Sambandsins er mikill sumarafli og mikil framleiðsla þorskafurða á þeim tíma vel þekkt vandamál innan frystihúsa Sambandsins. Benedikt sagði að á þessum árstíma væri gæðaeftir- lit mun harðara en ella vegna verri þorskgæða en á öðrum ár- stíma og þá væri einnig framleitt í einfaldari pakkningar til að stytta vinnslutímann. Hann sagði að æskilegt væri að veiðunum yrði stjórnað mun meir en verið hefur með tilliti til afkastagetu fisk- vinnslunnar, en á móti kæmi að svokallaður veiðimannahugs- unarháttur væri enn ríkur meðal okkar sem kæmi fram í því að þegar afla er von sé gert út til að ná sem mestu inn á sem skemmst- um tíma. Jóhannes G. Jónsson fram- kvæmdastjóri íshúsfélags ísfirð- inga sagði að mjög hefði dregið úr þessum toppum hjá sínu fyrir- tæki yfir sumarið miðað við það sem var hér áður fyrr. Skýringin á því væri annars vegar tilkoma fiskútflutnings í gámum og hins vegar að togararnir sem lönduðu hjá fyrirtækinu væru á sóknar- marki og því stoppuðu þeir inni í þrjá til fjóra daga eftir hvern túr. Bretlandsmarkaður Lélegt verð Skipfrá Suðurnesjum að selja í Hull á sama tíma ogfiskvinnsluna vantar fisk suður með sjó Fiskverð á Bretlandsmarkaði var mjög lélegt í gær og var fisk- urinn sem seldur var jafnt úr skipum sem gámum nánast á út- söluverði. Athygli vekur að á sama tíma og flskvinnsluhús suður með sjó vantar fisk er tog- ari þaðan að seija í Hull. Tvö skip seldu í Bretlandi í gær. Ólafur Jónsson GK seldi í 204 tonn í Hull fyrir 10,3 milljónir króna og var meðalverðið aðeins 50,62 krónur. Þar af voru 154 tonn af þorski sem seldist að meðaltali á 53,18,21 tonn af ýsu á 58,36 og afgangurinn var ufsi, karfi og koli. Þá seldi Börkur 145 tonn í Grimsby fyrir 7,7 milljónir króna og var meðalverðið 53,05 krónur. Þar af voru 98 tonn af þorski sem seldist að meðaltali á 50,79 krónur og 33 tonn af ýsu. Meðalverð fyrir kfló af henni seldist á 59,54 krónur. Þá voru ennfremur seld 300 tonn af gámafiski í Hull og Grímsby fyrir 14,9 milljónir króna. Meðalverðið sem fékkst fyrir þorskinn var 49,25 krónur og fyrir ýsuna fékkst 53,71 króna. Forsetakosningar Skorar enn á Vigdísi Sigrún villsjónvarpseinvígi. Stuðningsmenn biðla til Kvennalista og Alþýðubandalags -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 22. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.