Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 3
Sykurmolanir Hjolin snúast Það má segja að hjólin séu far- inn að rúlla hjá Sykurmolunum í Bandaríkjunum, það að komast inn á þennan lista telst mjög gott, sagði Ásmundur Jónsson í Gramminu þegar hann var spurður álits á þeim fréttum að plata Sykurmolanna Lif‘s too Good hefði farið beint í 187. sæti Billboard-listans, sem talinn er einn áreiðanlegasti sölulisti þar í landi. En platan kom út í Banda- ríkjunum fyrir skemmstu. Asmundur sagði að líklega gætu Sykurmolarnir þakkað breskum poppblöðum velgeng- nina því þau væru leiðandi poppblöð um allan heim. Hljómsveitin væri á leið á Roskilde rokkhátíðina í Dan- mörku en að henni lokinni myndu þau leika í Finnlandi og Noregi. En áður en hljómsveitin heldur til Bandaríkjanna í lok júlí verður farið í stutta hljómleika- ferð til V-Þýskalands. -sg FRETTIR Meirihlutinn ræður / Pórir Daníelsson: Ekki blaðafulltrúi neins hluta VMSI. Menn verða að sœtta sig við niðurstöðu kosninga Þórir Daníelsson , fram- kvæmdastjóri VMSÍ mót- mælir því alfarið að hann sé blaðafulltrúi einhvers hluta VMSÍ. En Hrafkeli A. Jónsson formaður verkalýðsfélagsins Ár- vakurs hefur sakað stjórn VMSÍ um að stuðla að klofningi innan Verkamannasambandsins og það að vinna skipulega gegn minni- hlutanum í VMSÍ. Þórir segir þessar ásakanir ekki eiga við rök að styðjast. í kosningu til deildar- stjórna ráði meirihluti og menn verði að sætta sig við niðurstöðu kosninga. Á aukaþingi VMSÍ lagði Ár- vakur til að umræðu um skipu- lagsmál yrði frestað og boðað yrði til ráðstefnu um skipulags- mál ASÍ og aðildarfélaganna. Þórir sagði þingstjórnina hafa tal- ið tillöguna fela í sér að störfum aukaþingsins væri lokið. En aðal- þing VMSÍ hafi ákveðið þetta aukaþing sem hefði það verkefni að koma á deildarskiptingu. Þessari ákvörðun aðalþingsins varð að hlíta að mati Þóris. Árvakur mun væntanlega leggja til á þingi ASÍ í haust að lögum verði breytt svo einstök fé- lög geti greitt sín gjöld til svæða- sambanda í stað þess að greiða þau td. til VMSI. Þórir sagði Þjóðviljanum að þessi tillaga fæli í sér afnám landssambanda. Menn hefðu ekki verið á þeirri hugmynd til þessa. Þórir sagðist vita að skipulags- mál yrðu á dagskrá ASÍ-þingsins í haust. Að hans mati er nauðsyn- legt að allir starfsmenn vinnu- staðar séu í sama félagi. „Skipu- lag verkalýðshreyfingarinnar er einn glundroði en einhverra hluta vegna hafa menn ekki fram- kvæmt tillögurnar frá 1960,“ sagði Þórir. Vilborg Þorsteinsdóttir for- maður Snótar í Vestmannaeyjum sagði í samtali við Þjóðviljann að hugmyndir á borð við hugmyndir Hrafnkells hefðu ekki verið ræddar hjá Snót. Aukið vægi svæðasambanda gæti falið í sér sama vandamál og nú; að kröfur komi frá einstökum félögum og síðan þurfi að samræma. Þá verði að hafa í huga að svæðin séu mis- sterk, td. er suðursvæðið miklu sterkara en norðursvæðið. Vilborg sagði Snót fara með opnum huga á ASÍ-þingið í haust; þær hefðu sjálfar orðið undir í kosningum og ætluðu sér ekki að falla í þá gryfju að verða smákóngar sjálfar. —hmp Hvalkjötið Sent heim til föðurhúsanna Finnsk yfirvöld telja kjötið ólöglega komið til landsins. Hval- urhf. vísar lögbrotum á bug. Sjávarútvegsráðherra: Engra upplýsinga leitað hjá íslenskum yfirvöldum Frosna hvalkjötið sem græn- friðungar hlekkjuðu sig við í Vesturhöfninni í Helsinki í fyrra- dag verður sent til Islands. Ákvörðun um það var tekin eftir tillögu nefndar sem finnsk yfir- völd skipuðu til að gera tillögur um hvað gera skuli við það eftir að grænfriðungar afhjúpuðu innihald gámanna sjö á tollsvæði hafnarinnar. í finnsku nefndinni sem fjallaði um hvalkjötið voru fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu, umhverf- ismálaráðuneytinu og frá tollyfir- völdum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að senda beri kjötið til baka til íslands því samkvæmt finnskum lögum sé óheimilt að flytja hvalkjöt til landsins og skiptir þá ekki máli hvort það sé til umskipunar eins og í þessu til- felli. Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að ekki beri að gera kjötið upptækt þar sem ís- lendingar hafi ekki brotið alþjóð- asamþykktir með hvalveiðum sínum. Gunnlaugur Gunnlaugsson starfsmaður hjá Hval hf. vísar því alfarið á bug að fyrirtækið hafi brotið finnsk lög með því að senda þessi 170 tonn af hvalkjöti til umskipunar í Helsinki og telur ásakanir þar um algjört rugl. Hann staðhæfði við Þjóðviljann að grænfriðungar hafi sjálfir brot- ið finnsk lög með því að brjóta upp innsigli gámanna á tollsvæði hafnarinnar. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði við Þjóðvilj- ann að finnsk yfirvöld hefðu ekki leitað eftir upplýsingum um mál- ið hjá íslenskum yfirvöldum eins og þýsk yfirvöld gerðu í fyrra- sumar í hliðstæðu máli. Hann sagðist ekki skilja afhverju gám- arnir yrðu sendir til baka þó svo að óheimilt væri að flytja hval- kjöt inn til Finnlands enda hefði það aldrei verið ætlunin; einungis að umskipa þeim um borð í járnbraut sem flytti þá til austur- strandar Sovétríkjanna og þaðan til Japans. Halldór sagði að eðli fríhafna væri það að venjulega gilda ekki lög viðkomandi lands um þann varning sem þangað kæmi nema um mjög alvarlega hluti væri að ræða og hvalkjöt væri að sínum dómi sem og ann- arra ekki flokkað undir þann flokk. Á blaðamannafundi sem græn- friðungar héldu í Helsinki eftir ákvörðun finnskra yfirvalda að senda kjötið heim til föðurhús- anna, lýstu þeir yfir óánægju sinni með þá ákvörðun. Þeir höfðu gert þá kröfu að kjötið yrði gert upptækt. Á fundinum lýstu þeir því yfir að þeir myndu í fram- haldi af þessu máli gangast fyrir herferð gegn íslenskum fiski í Finnlandi. -grh Verður haldið til veiða í dag? Sjúkrahús Skagfirðinga Vantar miljónir í reksturinn Jón Guðmundsson: Einkum launaliðir semfarið hafafram úráœtlun- um. Samdráttur íhaust ef ekkifæst aukafjárveiting. Greiðsluáœtlanir óraunhœfar -Ég vil ekki trúa öðru en við fáum aukafjármagn frá ríkinu til að rétta úr hallanum á rekstri sjúkrahússins, sem var 16 miljón- ir á síðasta ári og 4 fyrstu 4 mán- uði þessa árs. Bæjarsjóður og sýslusjóður hafa ekki nokkra möguleika á að bæta þessu á sig, sagði Jón Guðmundsson formað- ur stjórnar Sjúkrahúss Skagfirð- inga á Sauðárkróki, er hann var spurður hvort draga þyrfti úr þjónustu á næstunni vegna fjár- hagserfiðleika. - Það er okkar skoðun að greiðsluáætlanirnar hafi ekki ver- ið raunhæfar og gerðum við at- hugasemdir strax og áætlunin fyrir 1987 lá fyrir. Fyrst og fremst eru það launaliðir sem farið hafa framúr áætlun. Er Jón var inntur eftir skýringum á því, nefndi hann að skortur á faglærðu starfs- fólki hefði í för með sér óhóflega yfirvinnu þeirra sem til staðar væru og yki það launakostnað. Til að fá hjúkrunarfræðinga til starfa hefði þurft að bjóða ein- hverja yfirborgun á taxta. Einnig hefði verið tekin í notkun ný 30 rúma sjúkradeild, sem reynst hefði dýrari í rekstri en áætlað var. Jón sagði að fengist hefði 6 miljóna aukafjárveiting upp í halla síðasta árs og heilbrigðis- ráðherra hefði tekið vel í mála- leitan þeirra um aukna aðstoð, en það væri eftir að sækja féð í fjármálaráðuneytið. Páll Sig- urðsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði að ekki hefði fengist aukafjárveiting nema fyrir hluta af aukafjárþörf sjúkrahúsa, en verið væri að vinna í þessum málum núna. Páll sagði það mjög misjafnt hversu vel sjúkrahúsum tækist að halda sig við áætlanir. Ríkisspít- alar, Borgarspítali og Sjúkrahús- ið á Akureyri hefðu t.d. ekki far- ið nema 3-4% framúr á síðasta ári á meðan sjúkrahúsin í Keflavík, á Sauðárkróki og á Húsavík fóru 10-12% yfir greiðsluáætlun. Hann sagði að í áætlun fyrir næsta ár yrði tekið meira tillit til þess hvernig þróunin hefði verið í starfsmannahaldi. Launakostn- aður hefði aukist vegna meiri yfirvinnu og þess að fólk réði sig í hálft starf og tæki síðan auka- vaktir. Flugslys Flugu undir radarmörkum Flugmenn ferjuflugvélanna sem lentu í árekstri vestur af landinu sl. mánudagskvöld, flugu undir því svæði sem radar flug- umferðarstjórnar nemur. Flug- maðurinn sem komst af var að stilla ioranleiðsögutæki vélar sinnar þegar hann missti sjónar af hinni vélinni. Skyndilega fann hann fyrir ókyrrð og í sama mund rákust vélarnar á. Flugmaðurinn, Bandaríkja- maður að nafni Chase Osborn, tilkynnti slysið 7 mínútum eftir áreicsturinn. Mikil leit hófst þá þegar en hefur engan árangur borið. Flugmaðurinn sem saknað er heitir McCauley og er breskur. Hann hitti Osborn á Nýja Sjá- landi og ákváðu þeir að fljúga í samfloti til íslands. -hmp mj Miðvikudagur 22. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.