Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR____________ Namibía Sterkasta andóf í 15 ár Skólar svartra lokaðirsíðan ímars. 50þúsund námumenn í verkfalli. Vilja hersetuliðið burt úr landinu Amnesty Fordæmir ógnarverk Stjórnvöld á Indlandi hafa al- farið neitað því að ásakanir Amn- esty um, að indverskir hermenn fremji ilívirki á saklausum íbúum Sri Lanka, eigi við rök að styðj- ast. Amnesty hefur heimildir fyrir því að voðaverk hafi verið framin af hermönnum á eyjunni með öllu að ástæðulausu. Hér er um að ræða nauðganir, barsmíðar og morð á konum, öldruðum og börnum. Tamflar á Sri Lanka berjast fyrir því að fá sjálfstæði og indverski herinn hefur hvað eftir annað beitt vopnavaldi til að hafa vald á ástandinu en það virðist duga skammt. Reuter/-gsv Nú þegar samningaviðræður fara fram á milli deiluaðila um málefni Namibíu í Egypta- landi eru verkamenn í úraníum- og demantanámum hins víðáttu- mikla eyðimerkurlands komnir í verkfali. Þeir vilja sýna með því andstöðu sína við hernaðarlegan yfirgang stjórnar Suður-Afríku í Namibíu. Þetta eru umfangsmestu mót- mæli sem átt hafa sér stað í landinu frá 1970 og tengjast þeim samningum sem standa yfir í Ka- iró. Þar sitja Bandaríkin, Suður- Afríka, Angóla, Kúba og Nami- bía við samningaborðið. Þá hefur kúbanskt herlið flutt sig nær land- amærum Angóla og Namibíu og sífellt berast fréttir af mannfalli í átökum stjórnarhers Angóla við hægri sinnaða skæruliða sem studdir eru af stjórn Suður- Afríku. í síðustu viku féllu 25 menn í átökum þessum. Talið er að um 50 þúsund verkamenn séu í verkfalli og að það sé í raun skipulagt af vinstri sinnuðum skæruliðum (Swapo) í Namibíu sem reyna að reka her- námsliðið úr landinu. Skólar svartra í norðurhéruðuim lands- ins hafa verið lokaðir frá því í mars. Nemendur mótmæla því að herlið Suður-Afríkumanna hefur komið sér upp bækistöðvum í ná- grenni skólanna. „Það má segja að nú sé barátt- an fyrst hafin fyrir því að koma suður-afríska hernámsliðinu burt úr landinu og þetta verkfall verð- ur að skoðast sem augljós stað- festing á því að fólkið vill þá burt,“ sagði Ben Ulenga forseti sambands námuverkamanna í Namibíu. Sameinuðu þjóðirnar hafa for- dæmt yfirgang Suður-Afríku- manna í Namibíu og ítrekað kraf- ist þess að landið fái sjálfstæði. Hvort samið verður um að draga kúbanskt herlið frá Angóla og suður-afríska hermenn frá Nami- bíu á næstunni er óljóst, en yfir- lýsingar eftir leiðtogafundinn í Moskvu gefa jafnvel tilefni til bjartsýni. Reuter/-gsv. Nígería Sigur vinnst í úrgangsstríði Vestrœnirsérfrœðingarhjálpa til við með- höndlun á geislavirkum úrgangi Nú hafa bandarískir og breskir mengunarsérfræðingar gengið til liðs við stjórn Nígeríu og ætla að rannsaka efnaúrgang þann sem borist hefur til landsins ólöglega að undanförnu. Nígeríumenn hafa ásakað ítali fyrir að hafa flutt geislavirkan úr- gang til hafnarbæjarins Koko um 400 km suðaustur af Lagos. Þeir hafa kyrrsett ítalskt og danskt flutningaskip til að mótmæla þessari framkomu ásamt því að handtaka fjölda manns sem er grunaður um að vera viðriðinn þennan vafasama innflutning til landsins. Úrgangurinn hefur þegar verið rannsakaður af sérfræðingi Al- þjóða kjarnorkumálastofnunar- innar í Vín. Þrír bandarískir sér- fræðingar munu aðstoða Nígeríu- menn ásamt liðsveit frá Kjarn- orkumálastofnun Breta. Þá hefur norski ræðismaðurinn í Guinea verið látinn laus en hann var sakaður um að skipuleggja eiturefnaflutninga til landsins ný- lega. Norðmenn ætla að sjá til þess að úrgangurinn verði fluttur í burtu til ótilgreinds staðar. Það mun taka 50 manns heila viku og fimmtán tíma vinnu á dag að koma þessum 15000 tonnum af úrgangi frá Ffladelfíu um borð í skip aftur. Reuter/-gsv. Eiturhaugur í tunnum fyrir utan bæinn Koko. Merkimiðarnir gefa til kynna að farmurinn sé frá stóru ítölsku efnafyrirtæki sem heitir Montedison. Svíþjóð Boforsstjóramir kærðir Smygluðu vopnum fyrir hundruð milljóna sœnskra króna iðmeðíráðum. Augljóst sé þó af við Bofors að fulltrúar sænsku lega blekktir eða ótrúlega trú- samningum þessara ríkisstjórna stjórnarinnar hafi verið auðveld- gjarnir. Reuter/-gsv. Armenía Blásið í glæðumar Hóparþjóðernissinna æsa til uppþota. Forseti Armeníuþings skorará fólk að sýna heilbrigða skynsemi Fjórir fyrrverandi forstjörar fyrirtækisins AB Bofors hafa verið kærðir fyrir að smygla vopnum fyrir milljónir króna til ríkja sem eru á alþjóðlegum svörtum lista yfir vopnakaupend- ur. Rannsókn málsins hefur staðið í fjögur ár og forsætisráðherra landsins, Ingvar Carlsson, sagði að sér létti við að heyra það að loksins hefði verið ákveðið að kæra forstjórana. Ríkissaksókn- ari sagði að fyrir lægju nægjanleg sönnunargögn til að kæra menn- ina. Upp komst um ólöglegt athæfi Bofors-fyrirtækisins þegar óá- nægður tæknifræðingur sagði upp störfum hjá fyrirtækinu og byrj- aði að leka upplýsingum til fjöl- miðla um smyglið. Nú er vitað að mennirnar hafa smyglað meira en 300 leiserstýrðum róbótum og 70 varnareldflaugum að verðmæti um 100 milljón sænskra króna til viðskiptavina í Dubai og Bahrain árin 1979-80. Singapore var not- uð sem milliliður í vopnaviðskipt- unum. Tveir forstjóranna hafa játað því að hafa selt vopnin en neita því að um smygl hafi verið að ræða. Þeir segja sænsku ríkis- stjórnina hafa stutt vopnavið- skiptin. Hin opinbera rannsókn hefur hins vegar leitt það í ljós að hvorki stjórn sósíaldemókrata né mið- og hægriflokkanna hafi ver- Atök urðu á milli Armena og Azerbæjana um síðustu helgi í þorpunum Masis og Sayat Nova skammt frá landamærum Tyrk- lands. Heimildum frá Moskvu og í gær kaus ítalski Kommúnista- flokkurinn sér nýjan formann á miðstjórnarfundi sínum. Hann er Achille Occhetto, 52 ára gamall. Hann hefur í raun verið leiðtog- inn á bak við tjöldin því fráfar- andi formaður, Alessandro Natta, hefur átt við langvarandi veikindi að stríða. Occhetto fékk 286 atkvæði og Armeníu ber ekki saman um hversu alvarlegar þessar óeirðir voru. í þorpunum tveimur búa kristnir Armenar og múhameðs- aðeins þrjú mótatkvæði frá hægri vængnum í flokknum. Fimm sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Hinn nýi formaður stendur frammi fyrir því að fylgi flokksins hefur dalað mikið á undanförnum árum eða frá 35% fylgi á áttunda áratugnum þegar það var mest, niður í 21% nú í kosningum í vor. Reuter/-gsv. trúaðir Azerbæjanar. Upptökin að átökunum átti hópur ungs fólks frá Yerevan sem fór þangað gagngert til þess að blása í glæð- urnar. Til Moskvu bárust þær ó- staðfestu fréttir að 12 manns hefðu látist í átökunum. Foringi Armena, Grant Vo- skanyan, tilkynnti í ávarpi sínu til þjóðarinnar á sunnudag, að sex- tán manns hefðu slasast í átökun- um og bar til baka þær sögusagnir sem bárust til Moskvu að menn hefðu látist í átökunum. Vo- skanyan skoraði á Armena og Azerbæjana að sýna heilbrigða dómgreind og hafa stjórn á gerð- um sínum. „Þjóðir okkar lifa hlið við hlið og munu halda því áfram,“ sagði hann í útsendingu Muammar Gaddafi vill afnema dauðarefsingu alls staðar og bannar hana í Líbýu. Amnesty Fagnar breytingum Samtökin Amnesty Intcrnatio- nal sem eru viðurkennd um allan heim fyrir baráttu sína gegn hvers konar mannréttindabrotum, lýstu yfir fögnuði sínum með þær breytingar sem orðið hafa í Líbýu að undanförnu. Það var London-deild Amn- esty sem gaf út yfirlýsinguna á mánudaginn. Hún fer miklum lofsorðum um Muammar Gadd- afi leiðtoga landsins en hann hef- ur afnumið dauðarefsingu í landinu. Þá tóku ný lög gildi þann 12. júní sem banna illa meðferð á föngum og tryggja að allir geti flutt mál sitt fyrir dómstólum. Þá var því einnig fagnað að Gaddafi lét lausa úr fangelsi nokkur hundruð manna þann sama dag. Hann lýsti því jafn- framt yfir að Líbýa gæti nú stað- fest alþjóðlega mannréttindasátt- mála. Reuter/-gsv Y erevan-útvarpsins. Reuter/-gsv. Mlðvikudagur 22. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Ítalía Kommar kjósa foimann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.