Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 9
Þjóðleikhúsið Tímamotasamnmgur í óperumálum íslenska óperan og Þjóðleik- húsið hafa ákveðið að sameinast um uppfærslu á óperunni Ævint- ýri Hoffmanns eftir Jacques Of- fenbach á næsta leikári. Óperan verður frumsýnd í Þjóðleikhús- inu í byrjun október og hefur leikstjóri verið ráðinn Þórhildur Þorleifsdóttir og hljómsveitar- stjóri Bretinn Anthony Hose. Hönnuður leikmyndar er Rúm- eninn Niklas Dragan og búninga- hönnuður Rússinn Alexandre Vassiliev. Samkomulag er á milli stjórnar Þjóðleikhússins og óperunnar um alla listamenn er starfa við sýninguna og tekur bæði kór ís- lensku óperunnar og Þjóðleik- hússins þátt í sýningunni, enda krefst verkið mjög fjölmenns kórs. Þjóðleikhúsið gerir samn- ing við alla listamenn sem starfa við sýninguna og fastráðnir starfsmenn Þjóðleikhússins sjá um alla útfærslu- og vinnu við verkefnið. Á meðan óperan er æfð og sýnd í Þjóðleikhúsinu hefur Þjóð- leikhúsið Gamla bíó til afnota endurgjaldslaust til að setja þar upp leiksýningar, eina eða tvær. Þjóðleikhúsið hefur heimild til að sýna í Gamla bíói amk. til 15. desember 1988 og aftur vorið 1989, þó þannig að ekki raski starfsemi Islensku óperunnar í húsinu. Uppfærslan á Ævintýri Hoff- manns verður önnur ákskriftar- sýning Þjóðleikhússins næsta haust. Enn hefur ekki verið ráðið í öll hlutverk í óperunni, en nefna má nöfn eins og Garðar Cortes, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Viðar Gunnarsson, Rannveig Fríða Bragadóttir, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Kristinn Sigmundsson og Sigurður Björnsson. / MENNING Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir Gísli Alfreðsson, Þjóðleikhússtjóri, Garðar Cortes, stjórnarformaður íslensku óperunnar, Þuríður Pálsdótt- ir, formaður Þjóðleikhúsráðs og tónlistarráðunautur Þjóðleikhússins. Myndin er tekin við undirritun samn- ings í júníbyrjun. Tímarit Máls og menningar: DeUtá karlfyrirlitningu í nýkomnu hefti Tímarits Máls og menningar ber það heist tU tíð- inda að Guðmundur Andri Thorsson ritstjóri heldur uppi rit- deilu við Helgu Kress, sem í næstsíðasta hefti Tímaritsins birti ítarlega úttekt á skáldsögunni Tímaþjófinum eftir Steinunni Sigurðardóttur. Grein Guðmundar Andra nefnist „Eilífur kallar kven- leikinn oss“. Hann andmælir þar ýmsum hugmyndum og máls- meðferð Helgu sem hann telur bera vott bæði um „ofríki gagnvart texta“ bókmenntaverks og svo um einskonar karlfyrirlitningu í bland við taum- lausa vegsömunnar konunnar. Guðmundur Andri segir m.a.: „Konan er góð „í sjálfri sér“ af því hún fæðir barn - og þá er vit- andi eða óafvitandi verið að ala á sektarkennd hjá þeim konum sem annaðhvort vilja ekki eða geta ekki eignast böm. Hún er einskonar náttúruafl fremur en hún tilheyri mannkyni, róman- tísk hyugsýn, konan er umfram allt gerð að hugmynd. Og í leiðinni megum við strákarnir sitja rjóðir og vandræðalegir undir viðlíka alhæfingum um „hið karllega" sem tengt er „í sjálfu sér“ öllum þeim neikvæðu gildum sem hægt er að láta sér detta í hug - hörku, kulda, of- stopa, leiðindum, fólsku, stríði, heimsku; og þótt við séum allir af vilja gerðir getum við aldrei verið jafn mikið á móti stríði eða eyðingu ósonlagsins og konur, vegna þess að við ölum ekki börn, og höfum í meiri mæli en konurnar í okkur þennan voða- lega bíólógíska þátt: hið karl- lega“. f heftinu er ennfremur grein eftir Hörð Bergmann, sem byggir á útvarpserindum hans um gagnrýni á hagvaxtarhyggju og nauðsyn nýs framfaraskilnings, grein eftir Kristján Árnason um skáldskap Jóns prófessors Helga- sonar, þættir um þrjú skáld eftir Einar Kárason, ljóð eftir Einar Braga, Gunnar Harðarson, Að- alstein Svan og Þorgeir Þorgeirs- son og smásaga eftir Einar Má Guðmundsson um hlálega pólit- íska trúboðsferð ungra róttækli- nga fyrir um það bil tuttugu árum. Fleira ágætt efni er í ritinu. Guðmundur Andri: Og í leiðinni megum við strákamir sitja rjóðir og vandræðalegir... Vorhefíi Skímis Vorhefti Skírnis, tímarits Hins íslenska bókmenntafélags, 161. árgangur 1988, hefur komið út. Hubert Seelow skrifar um söfnun Jóns Árnasonar á barnaefni, Hermann Pálsson um erlend áhrif í íslenskum fornsögum og Maureen Thomas um Gunnlaðarsögu og kvenröddina í íslenskum bókmenntum. ítarleg grein og myndskreytt er um bók- verk Dieters Rot og veru hans á íslandi eftir Aðalstein Ingólfs- son. Þrjár greinar eru um stjórnmáí. Hannes Jónsson skrif- ar um forsendur og framtíð ís- lenskra öryggismála. Eyjólfur Kjalar Emilsson veltir fyrir sér réttmæti fælingarstefnunnar og Jesse L. Byock greinir þátt vin- fengis í valdatafli á þjóðveldi- söld. í Skírnismálum skrifa Hjördís Hákonardóttir um gagnrýni á ís- lenska dómstóla og Vilhjálmur Árnason um einstaklingshyggju og íslenskan menningararf. Skáld Skírnis að þessu sinni er Helgi Hálfdanarson. Ritstjóri Skírnis er Vilhjálmur Árnason. Stuttmyndir Listahátíöar Kona ein eftir Lárus Ými Óskarsson. Ferðalag Fríðu eftir Steinunni Jó- hannesdóttur og Maríu Kristjánsdótt- ur. Símon Pétur fullu nafni eftir Erling Gfslason og Brynju Benediktsdóttur. Það var vel fundið hjá for- svarsmönnumn Listahátíðar að hleypa af stokkum verðlaunas- amkeppni um gerð stuttmynda. Ekki veitir af að efla þessa grein kvikmyndalistarinnar sem hefur oft og víða bæði verið nytsam- legur skóli fyrir kvikmyndagerð- armenn og góður vettvangur fyrir nýjungar. Hins vegar virtist féð sem fólki var fengið til að gera myndirnar allsendis ónógt og lentu menn í mismunandi miklum vandræðum þess vegna, eins og myndirnar bera með sér. Lárus Ýmir er reyndur atvinnumaður í faginu. Hann hefur þess vegna haft vit á að halda sig innan þess fjárhagslega ramma sem honum var settur. Tíu mínútna mynd, ein leikkona, enginn texti, eitt svið. Eins ein- falt og hægt er að gera það. Ekk- ert gerist annað en það að kona kemur nokkrum sinnum heim til sín og er ein. Myndin reynir að vekja upp það hugarástand sem slíku fylgir. Hann hefur valið leikkonu með tjáningarríkt and- lit, Guðrúnu Gísladóttur. Hann hefur einnig rammað hana fal- lega inn í myndir. Þetta er fag- mannlega gerð mynd með fal- legar kvikmyndalegar eigindir. Mér fannst hún hins vegar ekki ná að snerta mig þannig að þessi kona kæmi mér við. Hún verkaði á mig meira sem stílæfing. Nú er að vísu búið að veita henni verðlaunin. Það var víst löngu búið að ákveða það. Hins vegar fengu áhorfendur að greiða atkvæði um myndimar. Til hvers er ekki vitað þar sem þeir gátu engin áhrif haft á dómnefndina. Enda féllu atkvæði þeirra á allt annan veg en úrskurður nefndar- innar. Áhorfendum þóttu hinar myndirnar tvær betri. Þeim dómi er ég að mestu leyti sammála, enda þótt þær hafi báðar nokkra annmarka. SVERRIR HÓLMARSSON Mynd Steinunnar og Maríu er byggð á einfaldri hugmynd. Kona er að leggja upp í sína hinstu ferð, er full kvíða og rifjast þá upp fyrir henni annað ferðalag sem hún fór yfir vötnin ströng barn að aldri. Og varð mjög hrædd. Þetta er kannski ekki ýkja frumlegt en hefði mátt duga í litla kvikmynd ef betur hefði verð á haldið og fjárskortur ekki sett augljósar hömlur. Það er að vísu dregin upp allhugnæm mynd af gömlu konunni á sjúkrahúsinu og Sig- ríður Hagalín leikur hana fallega. En það eru endurminningamynd- irnar af ferðinni forðum sem tak- ast ekki. Ótti litlu stúlkunnar við ferðina yfir fljótið verður einfald- lega ekki áþreifanlegur. Hér er sjálfsagt einnig um að kenna reynsluleysi Maríu sem kvik- myndaleikstjóra. Brynja er einnig byrjandi í kvikmyndum og vissulega má sjá þess glögg merki í mynd hennar og Erlings. En hún er byggð á traustu handriti, snjallri hug- mynd og segir góða sögu. Sagan gerist á síðustu dögum friðar fyrir síðustu heimsstyrjöld. Lítill drengur leikur sér í sandbing og á góð samskipti við dálítið dular- fullan leigjanda sem Erlingur leikur. Leigjandinn er bamgóð- ur, býr til afburða plokkfisk og er handlaginn. En hann reynist einnig vera forfallinn fjárhættu- spilari og að lokum notar hann drenginn á lævíslegan hátt til að hafa fé af kunningjum sínum. Vináttan er rofin, saklaus heimur drengsins hrynur í rúst um leið og hinn stóri heimur hrynur til grunna. Myndinni lýkur á því að breskir hermenn hlaða sand- pokavígi úr leiksvæði drengsins, leikurinn er orðinn að grimmri alvöru. Þetta er metnaðarfull mynd um alvöruefni og þrátt fyrir nokkra kvikmyndalega ann- marka hennar kemur hún við áhorfandann, ýtir við tilfinning- um hans og hugsun. Á þann hátt sem mér finnst hinar myndirnar ekki gera. Ég greiði því Símoni Pétri atkvæði mitt. Sverrir Hólmarsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.