Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 14
Kjörfundur í Reykjavík viö forsetakosningar laugardaginn 25. júní 1988 hefst kl. 10.00 árdegis og lýkur kl. 23.00. Kjörstaðir veröa: Álftamýrarskóli, Árbæjarskóli, Austurbæjar- skóli, Breiöagerðisskóli, Breiöholtsskóli, Fella- skóli, Foldaskóli, Langholtsskóli, Laugarnes- skóli, Melaskóli, Miöbæjarskóli, Sjómanna- skóli, Ölduselsskóli Auk þess verða kjördeildir á Elliheimilinu Grund, Hrafnistu og Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Athygli skal vakin á, aö kjörstjórn getur óskaö þess, aö kjósandi sanni hver hann er meö því aö framvísa nafnskírteini eöa á annan fullnægjandi hátt. Er kjósendum því ráðlagt að hafa persón- uskilríki meöferöis. Yfirkjörstjórn mun á kjördegi hafa aðsetur í Austurbæjarskólanum og þar hefst talning at- kvæöa að loknum kjörfundi. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur Jón G. Tómasson Borghildur Maack Guðríður Þorsteinsdóttir Kristján J. Gunnarsson Skúli J. Pálmason Skrifstofustarf Þjóðviljann vantar starfsmann/konu til starfa á skrifstofu blaösins. Æskilegt er aö viðkomandi geti hafiö störf sem fyrst. Upplýsingar hjá fram- kvæmdastjóra í síma 681333. þJÓÐVILJINN Sumarafleysingar Þjóöviljann vantar fólk til sumarafleysinga í mötuneyti og viö ræstingar. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra í síma 681333. þJÓÐVILJINN ÖKUM EINS OG MENN! Drögum úr hraða - ökum af skynsemi! UUMFERÐAR RÁÐ Bróðir okkar Kjartan Þorgilsson kennari Hjarðarhaga 24 andaðist að morgni 17. júní. Helga S. Þorgilsdóttir Sigríður Þorgilsdóttir Fríða Þorgilsdóttir ÖRFRÉTTTIR 19. öldin Sjálfstæðishetjur í fríi Atvinnubyltingin hér á iandi á síðustu öld helsta viðfangsefnið í nýútkomnum Sögnum - tímariti sagnfræðinema Atvinnubyltingin hér á landi á 19. öldinni er helsta umfjöll- unarefnið í nýútkomnum Sögn- um - tímariti sagnfræðinema. Dregnar eru fram ýmsar lítt kunnar heimildir og staðreyndir um atvinnusögu landsmanna á þessu tímabili, en þá mótuðust margir þættir í þjóðfélagi nútím- ans. Segir í aðfaraorðum tíma- ritsins að hingað til hafi athyglin aðallega beinst að einstökum sjálfstæðishetjum þegar um þetta tímaskeið hafi verið fjallað, og að mönnum hafi ef til vill yfirsést að 19. öldin var hið merkasta breytingaskeið í atvinnusögunni. Meðal annars efnis er fróðleg hringborðsumræða um sagnfræði og fjölmiðla, þar sem fólk úr fjöl- miðlaheiminum, með og án sagnfræðimenntunar, ræðir með- al annars gagnkvæm not þessara greina. Sagnfræðinemar gefa Sagnir sínar nú út í níunda sinn. Blaðið er ríkulega myndskreytt og mjög til þess vandað, ög segja aðstand- endur að þeim sé það metnað- armál að miðla sagnfræðilegum fróðleik til hins almenna lesanda á aðgengilegan hátt. HS Uglustofninn stækkar Prjár nýjar uglur Vesalingar 1. b. Victors Hugos, Brunabíllinn sem týndist eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö og þriðja bindi Kvikmyndahand- bókarinnar, bættust nýverið í fríðan flokk uglubókmennta ís- lenska kiljuklúbbsins sem Mál og menning gerir út. Ný útgáfa Vesalinganna sætir nokkrum tíðindum, segir í frétt frá forlaginu, en sagan kom fyrst út á árunum 1925-28. Þá var sag- an þýdd af þeim Ragnari og Ein- ari Kvaran og Vilhjálmi Þ. Gísl- asyni. í þessari útgáfu sögunnar hefur Torfi H. Tulinius yfirfarið þýðinguna og borið saman við frummál. Brunabíllinn sem týndist er endurútgáfa á þýðingu Ólafs Jónssonar er kom út fyrir nokkr- um árum. Þriðja bindi Kvikmyndahand- bókarinnar nær frá I til N í staf- rófinu. Ráðgert er að þau tvö bindi sem enn eru eftir af þessu uppflettiriti komi út síðar á árinu. Alfheiður Kjartansdóttir þýddi. Einn lífeyrssjóö Þingmenn eru hvattir til að taka til alvarlegrar endur- skoðunar misrétti sem viðgengst varðandi lífeyrisréttindi lands- manna og greiðslur á fæðingaror- lofi, segir m.a. í ályktun 19. júní fundar kvenna á ísafirði á dögun- um. Fundurinn bendir á að það geti ekki talist annað en sjálfsagt að konur allar fái sömu fæðingaror- lofsgreiðslur. Jafnframt bendir fundurinn á að eðlilegt sé að einn og sami líf- eyrissjóðurinn sé fyrir alla iands- menn, sem verðtryggi sitt pund. Vestur á Mýrar Óvenjuleg og ódýr ferö Sumarferðin verður að þessu sinni farin lauqardaq- inn 2. júlí. Fargjaldið verður 1000 krónur, þó 800 krónur fyrir 67 ára og eldri en aðeins 500 krónur fyrir börnin. Á söguslóðum séra Árna Þórarinssonar Ekið verður vestur á Mýrar og m.a. farið út yfir Hítará á söguslóðir séra Árna Þórarinssonar. Þátttakendum er ráðlagt að fara að fletta upp í bókum Þórbergs um séra Árna. Svæðið er beinlínis safaríkt af sög- um fyrri áratuga og alda. auk þess sem jarðsaga íslands er okkur þar opin bók. Gylfi Þór Einarsson jarðfræðingur mun fræða okk- ur um jarðsöguna og verður m.a. komið að Rauðam- elsölkeldu ef aðstæður leyfa. Árni Páll Árnason laganemi rifjar upp ýmsar sagnir og séra Hreinn Hákonarson í Söðulsholti, sem gegnir nú sömu prestaköllum og séra Árni gerði áður, hefur frá ýmsu að segja. Látið skrá ykkur fljótt Skipulag sumarferðarinnar er mikið verk sem verður mun auðveldara ef þið látið skrá ykkur hið allra fyrsta. Upplýsingar í síma 17500 eða að Hverfisgötu 105, Reykjavík Sumarferóin 88 Vestfiröir - Sumarferö Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum er í Flatey 2. og 3. júlí. Safnast verður til Brjánslækjar ogsiglt þaðan kl. 13 á laugardag og til baka síðdegis á sunnudag. Á útleið verða nærliggjandi eyjar skoðaðar af sjó. Leiðsögumenn fylgja hópnum allan tímann og fræða um fortíð, nútíð og náttúrufar eyjabyggðanna. í Flatey verður gist í tjöldum. Kvöldvaka verður á laugardagskvöld og síðan stiginn dans. Miðað er við að þátttakendur geti komið á eigin bílum að Brjánslæk en rúta fer frá ísafirði á laugardagsmorgun. Ferð: Flatey frá Brjánslæk kr. 1800. Rúta frá ísafirði kr. 1200. í báðum tilvikum er hálft gjald fyrir börn 6-16 ára. Þátttökutilkynningar og nánari upplýsingar hjá eftirtöldum: Kristinn H. Gunnarsson Bolungarvík, s. 7437 og 7580; Bryndís Frið- geirsdóttir ísafirði, s. 4186; Ingibjörg Björnsdóttir Súðavík, s. 4957; Þóra Þórðardóttir Súgandafirði, s. 6167; Ágústa Guðmundsdóttir Flateyri, s. 7619; Magnús og Sigrún Vífilsmýrum, 7604; Sverrir Kar- velsson Þingeyri, s. 8104; Halldór Jónsson Bíldudal, s. 2212; Jóna Samsonardóttir Tálknafirði, s. 2548; Gróa Bjarnadóttir Patreksfirði, s. 1484; Guðmundur Einarsson Seltjörn, s. 2003; Giesela Halldórsdótt- ir Hríshóli, s. 47745; Jón Ólafsson Hólmavík, s. 3173. Kjördæmisráð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.