Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 8
Nýsmíði Leiksmiðjan ísland sýnir: Þessi...þessi maður. Heildarhugmynd og leikstjórn: Kári Halldór. Texti: Steingrímur Másson Enn eitt leikhúsið hefur „fund- ist“ í þessum bæ. f þetta skipti gamall málmsteypusalur í Vélsmiðjunni Héðni. Inni í þess- um sal hefur verið gert afar fal- legt leikrými með hjálp vatns- þróa, steinahrúgu, pjanka sem staflað er upp við vegg og kerta- ljósa. Önnur ljós eru ekki í saln- um. Þegar áhorfendur hafa kom- ið sér fyrir í sætum með teppi um sig til að verjast kulda opnast úti- dyr og inn koma leikendur einn af öðrum, taka hver við sínu kerti og setjast út við vegg. Og upphefst nú leikurinn. Gangur hans er óljós og torrak- inn en í stórum dráttum gengur hann út á að leikendur skiptast á eins konar reynslusögum sem fjalla um samskpti þeirra við sjálfa sig og umhverfið. Segja má að leikendur prófi sig í ýmxskonar hlutverkum. Þetta gengur hægt fyrir sig og tekur langan tíma. Þegar líður á leikinn taka leikendur að færa plankana frá veggnum og hengja þá á þartil- gerðan vír sem strengdur er þvert yfir salinn. Á þessu gengur þar til plankarnir hylja innri salinn. Þar með lýkur leiknum. Þeir sem standa fyrir hessari sýningu er átta manna hópur áhugafólks um leiklist sem hefur fengið Kára Halldór sér til trausts og halds. Þetta fólk hefur sýni- lega mikinn áhuga á að gera eitthvað nýstárlegt og hefur gengið að verki af mikilli alvöru. Slíkan alvöruáhuga ber auðvitað að þakka, ekki síst vegna þess að lítið hefur borið á því meðal litlu leikhópanna að þeir reyni í al- vöru að brjóta upp á nýmælum. Hitt er svo annað mál að ný- sköpun af því tagi sem hér er reynd er óhemjulega erfið og tæplega á færi áhugafólks. Þó má segja að leikararnir ungu standi sig allvel í leik, að vísu er fram- sögn sums staðar ábótavant sem vonlegt er. Þeir hefðu hins vegar þurft að hafa merkilegri, skemmtilegri og umfram allt fjöl- breytilegri texta til að fara með. Þlo að það bregði fyrir skemmti- legum hugmyndum og sprettum í textanum verð ég að játa að endalausar runur af stuttum setn- ingum sem allar byrjuðu á sagn- orði án fornafns tóku að fara meira en lítið í taugarnar á mér áður en yfir lauk. Það sama er að segja um hægagang sýningarinn- ar og lengd. Hér hefði mátt sýna áhorfendum þá tillitssemi að skera stórlega niður og hraða ganginum og hefðu þá fleiri yfir- gefið staðinn ánægðir. En það hvarflar auðvitað stundum að manni á sýningum eins og þessari að þær séu haldnar að minnsta kosti jafn mikið aðstandendum sínum til ánægju og áhorfendum. En eftir stendur að salurinn er verulega fallegur og leiksmiðjan hefur gert innréttingu sem er óvenju smekkleg og verkar á ím- yndunaraflið. Sverrir Hólmarsson Listahátíð Meiri Leiðinlegasti konsert Listahá- tíðar fyrir mig voru ljóðatón- leikar Söru Walker við undirleik Roger Wignoles. Hún söng fyrst fimm ljóð eftir Schubert. Og gerði það svo sem „vel“ en tilþ- rifalítið. Þá söng hún sex lög eftir Mendelssohn. Hann samdi mörg sönglög. Þau eru sum afar falleg og þau bestu talsvert fram yfir það. En þó finnst mér ekki eitt einasta lag hans með snilldarbrag Schuberts og Schumanns. Það er eitthvert þróttleysi í þeim. Sara söng Mendelssohn ósköp nett og fallega og er kannski lítið meira hægt að gera með hann. Eftir hlé varð prógrammið svo leiðinlegt að mig langaði heim að sofa. Þá voru fluttir kabarettsöngvar eftir Schönberg, sem þulur sjónvarps- ins kallar reyndar Schöneberg, og aðrir kabarettsögvar miklu skemmtilegri eftir Britten við ljóð eftir Auden og loks fjögur hund hundleiðinleg lög eftir þennan Gershwin. Hann hef ég aldrei lært að meta. Sumir segja að það sé af því að ég sé svo merkilegur með mig. En það er misskilningur. Ég er einstaklega ómerkilegur með mig. Hvað um það. Seinni hluti tónleikanna var hrein tímaeyðsla. Sara söng þó Schönberg og Britten skínandi vel en músík Gershwins er með þeim ósköpum að út á eitt kemur hvort vel eða illa er með hana farið. Píanóleikarinn var ágætur. Þá var nú meira fjör á kammer- tónleikunum undir stjórn Há- konar Leifssonar. Þeir voru í óperunni á fimmtudaginn. Og voru einhverjir skemmtilegustu tónleikar sem ég hef lengi heyrt. Stálu hreinlega senunni á Lista- hátíð. Hvað var svona skemmti- legt við þá? Það er nú það. Ætli það hafi ekki verið hve íslensku verkin voru skemmtileg. Og hvað þau voru mikið vel spiluð. Skemmtilegt tónverk þýðir hér auðvitað gott tónverk og allt það, en ekki endilega að það hafi verið svo fönní. Verkin voru flutt tvisv- ar og ætti það alltaf að gera. Þau voru nefnilega helmingi skemmtilegri í flutning númer tvö en flutningi númer eitt. Og þá var maður orðinn óður í að heyra sem fyrst flutning númer þrjú. Þessar íslensku tónsmíðar sem heyrðust nú í fyrsta sinn voru Hvörf fyrir klarinettu og hljóm- sveit eftir Hauk Tómasson og Styr fyrir píanó og hljómsveit eftir Leif Þórarinsson, sem er pabbi Hákonar og hefur svo sannarlega alið hann upp í músík og góðum siðum. Einleikarar voru Guðni Franzson og Þor- steinn Gauti Sigurðsson. Þeir voru æðislegir og sama má reyndar segja um alla kammer- sveitina. Loks var hún flutt þessi kammersinfónía eftir Schönberg. Var það svo sem allt í lagi þó tónlistargagnrýnandi Þjóðviljans sé ekki í aðdáendaklúbbi þessa ágæta tónskálds. En gagnrýnandanum er samt ekkert illa við hann. Ég endurtek að lok- um að þetta voru frábærir tón- leikar og óska ég öllum viðkom- andi til hamingju, en fyrst og fremst stjórnandanum Hákoni Leifssyni, því þetta munu vera fyrstu tónleikar hans sem stjórn- anda. Og svo var Ashkenazy með konsert á laugardaginn. Flygill- inn var gamalt drasl, slitinn og falskur og ekki í húsum hæfur. Svo gerði blaðaljósmyndari í síð- um frakka ljótan skandal. Skaut hann sínum blossum út um allt í stjórnlausu æði og blindaði pían- istann svo hann sá ekki handa sinna skil. Ashkenazy bandaði þessum dóna frá með einni hand- arveifu í miðju spilverki og varð því að byrja aftur á músíkinni. Hinum mikla myndasmiði var þó ekki varpað á dyr en færðist allur í aukana og flassaði gassalega framan í hrekklausa áhorfendur uns yfir lauk. Kunni hann enga blygðan. En Ashkenazy lék fyrst Waldsteinsónötu Beethovens. Hann var nokkurn tíma að kom- ast í ham en síðasta kaflann lék hann afburða vel. Þá kom Apass- ionata. Hún var mögnuð. Eftir hlé spilaði Ashkenazy af mikilli snilld tvær nóvelettur og fyrstu píanósónötuna eftir Schumann. Sigurður Þór Guðjónsson LjÓð Hungurdjass Hungurjazz heitir ný Ijóðabók lensku og ensku, sem Alfreð in fæst í Bókabúð Máls og menn- eftir Alfreð Sturlu Böðvarsson og lærði í Ohio við sálfræði- og ingar, BSE, Bóksölu stúdenta og er fyrsta bók höfundar. heimspekinám. Alfreð er nú ljós- Borg. I bókinni eru ljóð bæði á ís- hönnuður á Stöð tvö. Ljóðabók- FÍM-salur Myriam sýnir Myriam Bat-Yosef opnar sýn- ingu á morgun í FÍM-salnum, Garðastræti 6, og verða þar silki- myndir hennar til 10. júlí. Myriam er íslenskur ríkisbor- gari, -heitir einnig María Jósefs- dóttir -, ísraelsk að uppruna en búsett í París. Hún hefiir sýnt sjö sinnum áður í Reykjavík frá 1957 þegar hún kom fyrst til landsins ásamt þáverandi eiginmanni sín- um, Erró. Myriam ásamt Guðmundu Krist- insdóttur sem hún dvelur hjá hér- lendis. BÍL Starfsemin íhættu Virðisaukaskatturinn alvarleg aðför að starf- semi áhugaleikfélaga í landinu Aðalfundur Bandalags ís- lenskra leikfélaga hélt sinn árlega aðalfund í Nesjaskóla, Nesja- hreppi á dögunum. Á aðalfundin- um voru tvö ný félög samþykkt inn í bandalagið, þannig að að- ildarfélög eru nú 86. Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru virðisaukaskatturinn og fjársveltir skrifstofu banda- lagsins í brennidepli á þinginu. BIL lítur á virðisaukaskattinn sem alvarlega aðför að starfsemi áhugaleikfélaga í landinu, og á- lyktar að starfseminni bæri frem- ur að búa betri skilyrði en að í- þyngja með aukinni skattheimtu. Aðalfundurinn bendir á að öll vinna áhugaleikfélaganna sé sjálfboðavinna, og að aðgöngu- miðaverð sé nú þegar í hámarki, án þess að virðisaukaskatturinn bætist þar við. Enn fremur sé til- kostnaði við sýningar haldið í lág- marki svo að lítið komi til frá- dráttar. Fundurinn skorar því á Alþingi að hverfa frá því að lagður verði virðisaukaskattur á sýningar áhugaleikfélaga. Einnig væntir fundurinn þess að skilningur ríkisvaldsins á nauðsyn þeirrar þjónustu sem skrifstofa bandalagsins veiti. Þangað leiti bæði lærðir sem leikir eftir þjónustu og ráðgjöf, en nú standi BÍL frammi fyrir þeirri staðreynd að vegna fjár- skorts þurfi það að skera starf- semi sína verulega niður. Er bent á að áhugaleikfélög landsins hafi tekið að sér menningarhlutverk sem í raun ætti að falla undir menntamálaráðuneytið. Á fundinum var menningar- stefna BÍL samþykkt samhljóða, en bandalagið vill vinna að þróun og eflingu leiklistar meðal annars með því að gera áhugafólki kleift að afla sér menntunar í listinni, og sjá til þess að allt verði gert til þess að þeim námsmarkmiðum sem sett eru í námskrá grunn- skóla varðandi leiklistaruppeldi verði framfylgt. Auk þess vill bandalagið starfa með atvinnu- fólki að því markmiði að leiklist- inni hér á landi verði tryggð þroskavænleg skilyrði og stuðla að samskiptum og samvinnu á norrænum og alþjóðlegum vett- vangi. Stjórn BÍL skipa Guðbjörg Árnadóttir, Kristján Hjartarson og María Axfjörð. Meðstjórn- endur eru Kristrún Jónsdóttir og Valgeir Ingi Ólafsson. Fram- kvæmdastjóri er Sigrún Val- bergsdóttir. LG 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 22. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.