Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 4
________________LEIÐARI_____________________
Kerfisbundið
vanmat
Um margra ára skeið hefur svokölluð Þjóðhagsspá verið sá
grunnur sem ríkisstjórnir hafa sagst byggja á stefnu sína í
efnahagsmálum. Efnahagsaðgerðir stjórnvalda eða aðgerða-
leysi á því sviði eru gjarnan réttlættar með tilvísun til þjóð-
hagsspár.
Samkvæmt lögum leggur forsætisráðherra árlega fram á
alþingi þjóðhagsáætlun en hún er í reynd þjóðhagsspá unnin af
starfsmönnum Þjóðhagsstofnunar. A nokkurra mánaða fresti
endurskoða starfsmenn stofnunarinnar þessa áætlun. Spáin
er þá aðlöguð þeim breytingum sem orðið hafa á ýmsum
hagstærðum.
Landsfeðurnir vitna gjarnan til þjóðhagsspár líkt og hún sé
óskeikul niðurstaða úr vísindalegri rannsókn. Þar sé kannski
eitt og annað sem þyrfti að vera allt öðruvísi, en því miður sé
bara ekkert við því að gera, svona sé lífið. Um Þjóðhagsstofnun
hefur því oft verið rætt í svipuðum tón og um veðurstofuna. Það
er ekki við veðurfræðingana að sakast þótt veðurútlitið sé
dökkt og búist sé við áhlaupi. Og ráðherrar hafa látið í það
skína að þeir hlusti á spána úr Þjóðhagsstofnun með svipuðu
hugarfari og skipstjóri hlýðir á veðurfræðinga.
Þegar launafólk fer að láta á sér kræla og vill fá hærri laun,
taka landsfeðurnir oft til við að vitna hástöfum í þjóðhags-
spána. Ekki sé nú útlitið gott, menn þurfi að læra að sníða sér
stakk eftir vexti og úr því að ekki sé unnt að reikna með auknum
þjóðartekjum, sé giapræði að ýta undir meiri einkaneyslu með
því að hækka launin.
Þótt menn hafi oft undrast hvað þjóðhagsspáin passar vel í
kramið hjá landsfeðrum, hefur það samt verið almennt álit að
eitthvað væri að marka hana. Vera má að á því verði einhver
breyting því að samanburður á spánni og raunveruleikanum,
sem tveir hagfræðingar hafa nýlega látið frá sér fara, mun
tæpast verða til auka mönnum trú á spádómsgáfu hagspeking-
anna í Þjóðhagsstofnun.
í nýjasta tölublaði Fjármálatíðinda birta hagfræðingarnir
Tryggvi Felixson og Már Guðmundsson athugun sína á efna-
hagsspám Þjóðhagsstofnunarfyrirárin 1974 til 1986. Þeirvelta
því meðal annars fyrir sér hvort telja beri að spár Þjóðhags-
stofnunar séu byggðar á hlutlægu mati eða hvort þær lúti
pólitískum og efnahagslegum markmiðum stjórnvalda. Þess-
um spurningum er ekki svarað beint í grein hagfræðinganna en
þeir segjast þó telja eðlilegt að líta á þjóðhagsáætlun sem
áætlun, byggða á stefnu og fyrirhuguðum aðgerðum
stjórnvalda á hverjum tíma. Þeirsýna fram á að áætlunin hefur
oft og tíðum haft sáralítið forspárgildi. Og í lok greinar sinnar
segja hagfræðingarnir að niðurstöður þeirra bendi til þess að
kerfisbundið vanmat skýri verulegan hluta þess mismunar sem
er að finna á spám Þjóðhagsstofnunar og niðurstöðum þjóð-
hagsreikninga.
Séu þessar niðurstöður réttar ber að líta Þjóðhagsstofnun
öðrum augum en gert hefur verið til þessa. Aætlanir hennar
byggjast þá tæpast á túlkun og framreikningi á strangvísinda-
legum athugunum. Spárnar eru þá bara frómar óskir lands-
feðranna, eins konar stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar, væntanlega
unnin með jafnvísindalegum aðferðum og kosningastefnu-
skrár pólitískra flokka.
í fyrra haust lagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra fram
þjóðhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár. Það er fróðlegt að at-
huga hverju þá var spáð um hagþróun þess árs sem nú er
tæplega hálfnað, einkum með tilliti til þess að engir þeir stórat-
burðir hafa orðið sem sjálfkrafa kollvarpa öllum spám, engir
þeir atburðir sem hagspekingar gátu engan veginn séð fyrir á
síðasta hausti.
í þjóðhagsáætlun var reiknað með óbreyttu gengi íslensku
krónunnar allt þetta ár. Nú er búið að fella það tvisvar á árinu og
almennt er búist við að skammt sé í þriðju gengisfellinguna.
Samt hafa engar óvæntar hagsveiflur orðið.
Þjóðhagsáætlun reiknaði með að hækkun verðlags frá upp-
hafi til loka ársins yrði innan við 10%. í gær var tilkynnt hver
nýjasta byggingarvísitala væri og er þar miðað við verðathug-
anir í byrjun þessa mánaðar. Vísitalan er 121,3 stig og hefur
hækkað um 13% frá því í janúar. Allt bendir því til að verðbólga
á árinu verði þrisvar sinnum meiri en Þjóðhagsstofnun spáði.
Skyldu hagspekingarnar ekki vera kerfisbundið hissa?
KLIPPT OG SKORIÐ
Herská hollusta
Á dögum yfirþyrmandi
trúleysis og hnignunar alls
sem er getur það verið nokk-
ur huggun harmi gegn, að
eitt er það málgagn íslenskt
sem við heldur hollustu sinni
og trú sinni á sína leiðtoga.
PaðerTíminn.
Stundum brýst þessi
eiginleiki blaðsins út með
skrýtnum hætti eins og í
þessu indæla ávarpi hér, sem
beint er til okkar Þjóðvilja-
manna í Helgartímanum:
„Þjóöviljinn er til að
myndaalltafeins. Ég get
ekki fundið neinn fjölmiðil
sem er eins niðurdrepandi,
grautfúll og
sannleiksafbakandi og það
blað. Aldrei, aldrei, aldrei,
hefi ég séð upplífgangi fyrir-
sagnir og þaðan af síður
upplífgandi greinar".
Eins og líkum lætur er
þessi ádrepa tengd því, að
Þjóðviljinn leyfði sér þann
skepnuskap að meta ekki
sem skyldi framgöngu
Framsóknarforingja. Nánar
tiltekið afrek Halldórs Ás-
grímssonar ráðherra í hval-
veiðimálum. Tímamanni
verður svo mikið um þetta,
að hann efast stórlega um að
Þjóðviljamenn geti yfir
höfuð haft „einhverja
ánægjuaf lífinu".
Aumingja við.
Ljósiðsem hvarf
Á meðan að Tíminn
brunar áfram sínar beinu
brautir trúar og hollustu
heldur efinn áfram að naga
annað fólk og aðrar hreyf-
ingar. Merkilegt dæmi um
þetta má til dæmis finna í
blaðinu Vogar, sem Sjálf-
stæðismenn í Kópavogi gefa
útogdreifa. Þarer Jón
Magnússson varaþingmaður
kominn í einhverskonar til-
vistarhnút: Hann spyr í
grein um ljósið sem hvarf,
veit ekki lengur á h vaða leið
Sjálfstæðisflokkurinn er,
þaðan af síður hvort hann
vill eitthvað til bragðs taka
og þá hvað. Jón segir si
sona:
„Vinur minn sem um
langt skeið hefur verið með-
al ötulustu Sjálfstæðis-
manna sagði einfaldlega
fyrir nokkru þegar ég sagði
að aðalatriðið værj að Sjálf-
stæðisflokkurinn endur-
heimti aftur fyrri styrk: Til
hvers ? Hvað ætlar Sjálf-
stæðisflokkurinn að gera við
þann styrk? Fyrir hverju ætl-
ar hann að berjast?“
Fróðlega spurt vitanlega.
Ekki svo að skilja: það getur
ekki verið í verkahring okk-
ar hinna að reyna að svara
öðru eins. Því miður vitum
við alltof vel, að h vað sem
líður moldviðri frá flokkn-
um stóra, þá kemur það
jafnan fljótt í Ijós hver er
tilgangur Sjálfstæðisflokks-
insílífinu. Hann erblátt
áfram sá að gæta hagsmuna
þeirra sem eiga landið. Hitt
er svo annað mál, að kann-
ski finnst Jóni Magnússyni
og öðrum sem svipað hugsa,
að skima þurfi eftir skírri
stefnu einmitt vegna þess,
að flokknum hefur í raun-
inni tekist í ótrúlega ríkum
mæli að móta íslenskt
samfélag. Og það þýðir nátt-
úrlega að erfitt er að finna
verkefni sem sjást. Sömu-
leiðis það, að Sjálfstæðis-
menn standa uppi hugsjón-
um sviptir. Allir nema Da-
víð Oddsson borgarstjóri.
Hann á sér hugsjón: að
byggja ráðhús. Áð vísu er
það heimskuleg hugsjón, en
hún dugir samt til að Davíð
er eini maðurinn í sínum
flokki sem blaktir. Sam-
kvæmt því undarlega þver-
stæðulögmáli að betra er illt
að gera en ekki neitt.
Hálfvolgt
fráhvarf
En hvað um það. Líklega
eru efasemdirnar þegar allt
er saman talið hagstæðari
umræðu og hreyfingu í
landinu en sú hollusta og sú
trúfesti sem fyrr en varir
gefst með öllu upp við að
hugsa.
Tókum lítið dæmi af
Morgunblaðinu, sem hefur
að nokkru leyti endurskoð-
að trú sína á að samkeppni
samkvæmt markaðslögmál-
um hljóti að hafa blessun-
arrík áhrif hvar sem þeim er
að hleypt. Vegna þess að
þau trygggi fjölbreytni og
meira framboð og lægra
verð.
Morgunblaðsmenn hafa
verið að uppgötva að þessi
kenning á ekki við á ýmsum
sviðum og þá ekki á sviði
sjónvarps. Sem og í öðrum
plássum hefur það verið að
koma rækilega í ljós að
meira framboð þýðir ekki
meiri fjölbreytni og betri
gæði - heldur þvert á móti:
meira af því sama eða enn
lakara efni. Um þetta segir í
langri grein í gær sem nefnist
„íslenskt sjónvarp-íslensk
dagskrárgerð" á þessa leið:
„Stóraukið framboð sjón-
varpsefnis hefur ekki bætt
miklu við gæðin - á heildina
litið. Framboðið mætir að
vísu eftirspurn á ýmsum
áhugasviðum sem takmark-
að var sinnt áður. Það er vel.
Hluti viðbótarinnar er hins-
vegar einskonar botnfall,
sem betra er að vera án en
öðlast. Ogþað semverster:
erlent tal, einkum enskt,
skyggir í enn ríkari mæli á
móðurmálið. Hlutþess
verður að rétta við - og það
afreisn"
Þetta er vitanlega ekki
nema satt og rétt. En Morg-
unblaðsmaður finnur svo
engin svör við því, hvernig
safna skuli til slíkrar reisnar.
Hann segir að peningar séu
afl þeirra hluta sem gjöra
skal - en áræðir ekki að velta
einu sinni vöngum yfir því,
hvernig hægt væri að krækja
í það fé sem þyrfti til að ís-
lenskt sjónvarp risi undir
mafni. Kreddur þeirra sem
eitt sinn hafa ánetjast þeirri
hugmynd að markaðslög-
málin geti leyst vanda smá-
þjóðarmenningar byrgja
fy rir útsýn og ráð. Eftir
stendur ein og óstudd sið-
ferðileg krafa um að
eitthvað sé gert: „við höfum
ekki,“ stendurþar, „efni á
gáleysi þegar fjöregg okkar
semþjóðaráíhlut“. En
samt: vísir til endurskoðun-
ar á kreddu er betri en eng-
inn, þótt mjór sé. Og enn
lifum vér.
áb
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, óttar Proppé.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur
Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir,
Magnús H. Gíslasön, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar
Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar
Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson.
Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, MargrétMagnúsdóttir.
Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur
Ágústsdóttir.
Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, SigríðurKristjánsdóttir.
Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir.
Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 60 kr.
Helgarblöð: 70 kr.
Áskr iftarverð ó mánuði: 700 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 22. júní 1988