Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 22. júní 1988 139. tölublað 53. árgangur Hvalkjöt Srfellt víöar úthýst Finnar senda kjötsendingu til baka. Finnsk lögfrá íjanúar banna umskipun. Endurtekning atburöarásar íÞýskalandií fyrra. GrœnfriðungarfylgjastvelmeðaðgerðumHvalshf. Hefst hvalvertíðin í dag? Starfsmenn íslenska utanríkis- ráðuneytisins og stjórnendur Hvals hf höfðu rangt fyrir sér er þeir töldu að umskipun á hval- kjöti í finnskri höfn bryti ekki í bága við finnsk lög. Finnski um- hverfismálaráðherrann tilkynnti í gær að kjötið, sem til stóð að færi um borð í lest til Sovétríkjanna, yrði sent aftur til Islands. Það væri í samræmi við lög sem sett hefðu verið í Finnlandi síð- astliðinn janúar. Grænfriðungar hafa látið í ljós óánægju með að finnsk stjórnvöld skuli ekki gera kjötið upptækt. Þetta er í annað sinn að kjöt- sending héðan til Japan er stöðv- uð í umskipunarhöfn. í fyrra urðu keimlíkir atburðir í J?ýska- landi. Ekki er talið ólíklegt að næst reyni Hvalur hf þá leið að senda hvalkjötið með skipi beint til So- vétríkjanna og þar verði því kom- ið með lest austur að Kyrrahafi og síðan með skipi til Japan. Boðað hefur verið að hvalver- tíðin hefjist í dag en búist er við að bátarnir fari ekki út fyrr en eftir blaðamannafund sem Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra hefur boðað í dag. Á þeim fundi mun koma í ljós hvort sand- reyður verður veidd þetta árið, en talið er að þrýst hafi verið á íslensk stjórnvöld að hætta veiðum á henni. Sjá síðu 3 Djass Hundrað tíma Fyrsta hijómplata hljóm- sveitarinnar Súldar er nýkomin út og heitir Bukoliki. Platan er tekin upp á hundrað tímum í Stefi, nýju stúdíói í Kópavogin- um. Súldverjar hafa nú lagt upp í tónleikaferð til Kanada þar sem sveitin spilar á djasshátíðum víðs- vegar um landið. Súld spilar á djasshátíðum í Toronto, Calgary og Montreol, en fer síðan til Winnipeg og spilar fyrir íslend- inga þar. Hér í blaðinu ér að finna viðtal við einn af meðlimum Súldar, Steingrím Guðmundsson, sla- gverksleikara. Sjá síðu 7 Verðbólgan 163% Byggingarvísitalan œðir upp. Hvernig á að mœla verðbólg- una? Samkvæmt mælingum Hag- stofunnar í fyrri hluta þessa mán- aðar hafði byggingarvísitalan hækkað á einum mánuði úr 111,9 stigum í 121,3 stig eða um 8,40%. Sé þessi hækkun framreiknuð til 12 mánaða verður hún 163,2% á ári. Sé hækkun byggingarvísitöl- unnar síðustu þrjá mánuði fram- reiknuð til 12 mánaða mælist verðbólgan 55,1%. En sé litið á þróun hennar síðustu 12 mánuði hefur hún hækkað um 21,3%. Miðað við ákveðnar reiknings- forsendur er verðbólgan því komin yfir 163%. Þeir, sem lang- minnugir. eru á verðbólgutölur, minnast þess að á tímum ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsen mældist verðbólgan, þegar beitt var slíkum reikningsforsendum, meira en 100%. J?að var rifjað upp af ýmsum frambjóðendum við síðustu alþingiskosningar. Hér má sjá glatt fólk syngja við varðeldinn sem kveiktur var í Fossvogsdalnum í gærnótt. Islensk sumamótt hljómaði glaðværlega er Ijósmyndari Þjóðviljans, Einar, hlýjaði sér við eldinn. Sólstöðugangan Meðmælaganga með lífinu Sumarsólstöður voru í gær og gekk fjöldinn allur af fólki Sól- stöðugönguna í því tilefni. Gangan hófst í næturhúminu stuttu eftir miðnætti og um klukkan 1 var kveikt upp í mið- næturbáli í Fossvogsdalnum og þar sungið og leikið um stund. Göngufólkið horfði á sólar- upprásina frá Vatnsendahvarfi klukkan 2.54 og var sólstöðumín- útan klukkan 3.59. Þegar hún var liðin hélt fólk af stað í gönguna sjálfa. Hópum skipt niður í A og B hluta og hvor um sig hélt í sína áttína. A hópurinn gekk niður í Elliðaárvog, var selfluttur útí Viðey og þaðan í Gufunes. Gekk upp Mosfellsdal, Seljadal og upp á Helgafell. Hinn hópurinn, B hópurinn, gekk upp í Heiðmörk, upp á Seljafjall, síðan niður í Ell- iðaárdal að Árbæjarsafni. Þaðan seinna um daginn um Grafar- vogsbyggðina og áfram um Mos- fellsbæ og upp á Helgafell, þar sem hóparnir sameinuðust klukkan 23 og göngu lauk. Vopnasmyglarar fyrir dómstóla Fjórir forstjórar Bofors- fyrirtækisins hafa verið kærðir fyrir milljóna vopnasmygl til landa sem eru á svokölluðum svörtum lista í slfkum við- skiptum. Fram kom við rannsókn málsins að sænsk stjórnvöld héldu illa á málum gagnvart fyrir- tækinu og hreinlega létu plata sig. Sjá síðu 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.