Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 15
Evrópukeppnin „Markið þeirra bjargaði okkur!“ Holland í úrslit. Van Bastenfiskaði víti og gerði einnig sigurmarkið „Pað mikilvægasta við sigurinn í dag að nú er ekki talað meira um úrslitin 1974 en það var erfitt að ná þessum sigri,“ sagði Rinus Michels þjálfari Hollendinga eftir leikinn, „að verða einu marki undir neyddi okkur til að einbeita okkur og þó að ég hafi sagt annað þegar Þjóðverjar skoruðu, má kannske segja að mark þeirra hafi bjargað okkur.“ Hann sagði einnig að Van Basten hafi jafnvel verið betri gegn Eng- landi „Sigurmarkið frá Basten var gott og gæti ekki hafa komið á betra augnabliki“. Það verða lík- lega að teljast orð að sönnu. „Við áttum ekki skilið að tapa. Liðið lék mjög vel og barðist all- an tímann. En það er heldur ekki hægt að segja að Hollendingar hafi átt skilið að tap,a“ sagði Beckenbauer mjög svekktur. „Þetta voru líklega ólukkuleg- ustu úrslit okkar í keppninni. Vít- ið var vafasamt og þegar markið kom svona seint var erfitt að jafna.“ Hefndin Hollendinga var sæt, þvf Þjóðverjar unnu þá einmitt 2-1 í úrslitum heimsbikarkeppn- innar í Múnchen 1974 og hefur sú minning aldrei máðst úr hugum Hollendinga. Þá var Rinus Mic- hels einnig þjálfari þeirra og Jo- han Cruyff aðalstjarna þeirra. Það má einnig segja að Van Bast- en hafi komið í stað Þjóðverjans Gerd Muller því hann var mjög markheppinn í keppninni 1974 og gerði sigurmarkið fyrir land sitt. Þjóðverja urðu fyrir nokkrum skakkaföllum með leikmenn sína því Pierre Littbarski fékk maga- kveisu rétt fyrir leikinn og komst ekki inná völlinn en Frank Mill tókst það í hans stað. Einnig meiddist Matthias Herget nokkru fyrir leikhlé og varð að fara af velli en við það riðlaðist vörnin Þjóðverja og þurfti að stilla sig saman að nýju. Undanúrslit Holland-V-Þýskaland.2-1 Mörk Hollands: Ronald Koeman 74.mín (víti) og Marco Van Basten 89.mín. Mark Þjóöverja: Lothar Mattheus 55.mín (víti). Llð Hollendinga: Hans Van Breukelen, Berryt Van Aerle, Ronald Koeman, Frank Rijkaard, Adrie Van Tiggelen, Gerald Van- enburg, Jan Wouters, Arnold Muehren (Wim Kieft 58.mín), Erwim Koeman (Wil- bert Suvrijn 90.min), Marco Van Basten, Ruud Gullit. Llð Þjóðverja: Eike Immel, Juergen Ko- hler, Matthias Herget (Hans Pfluegler 45. minj, Uli Borowka, Andreas Brehme, Lot- har Mattheus, Olaf Thon, Frank Mill (Pierre Littbarski 85. mín), Wolfgang Rolff, Juerg- en Klinsmann, Rudi Voeller. Dómari: lon Igna, Rúmeníu. Áhorfendur: 60.000. I kvöld 3. d. B. kl.20.00 Huginn-Sindri 4, d. C. kl.20.00 Bolungarvík-BI Steinar Adolfsson þrumar í Þórð Marelsson 1. deild Markatækifærissúpa Vals MarkalaustjafntefliVíkingsogValsígærkvöldiþráttfyrir þunga sókn Vals Þrátt fyrir að ekki hafi verið sól og blíða í gærkvöldi héldu Vík- ingar leikinn gegn Val í Fossvog- inum. Þeim tókst að ná jafntefli gegn Val í leiðindakulda og roki. Strax á 7. mínútu átti Steinar Adolfsson fyrsta færið þegar hann skaut hörkuskoti að vík- ingsmarkinu en Þórður Marels- son varði á línu. Hlíðarenda- drengirnir voru eftir það í sókn allan tímann en tókst ekki að pota boltanum í netið. Á 42. mín- útu átti Sigurjón Kristjánsson hörkuskot en það fór í stöng Vík- inga. Atli Eðvaldsson fékk fyrsta færið eftir 8 ára og 50 mínútna bið þegar hann komst innfyrir vörn Víkinga en skotið geigaði. Á 63.mínútu komust Víkingar í sína einu sókn en Lárus Guðmunds- son skaut yfir. Enn hélt sókn Vals áfram eftir þessa truflun og á lok- amínútum komst Valur í stór- sókn, mark lá í loftinu en hélt sig þar. Jón Grétar Jónsson skaut fyrstur í maga Guðmundar Hreiðarssonar og nýliðinn í Vals- liðinu, Guðmundur Baldursson, var næstur í röðinni með að hitta í þessa hindrun. Á síðustu mínútu leiksins gaf síðan Ingvar Guð- mundsson háan bolta fyrir mark- ið en Guðni Bergsson teygði háls- inn ekki nægilega langt. Guðni Bergsson var tvímæla- laust besti maður vallarins. Hann er eldsnöggur í vörninni og hélt Lárusi Guðmundssyni algerlega niðri. Atli var einnig frískur. Guðmundur Hreiðarsson var skástur Víkinga því honum tókst alltaf að staðsetja skrokkinn fyrir boltanum. Þeim tókst þó við og við að spila boltanum en Vals- menn áttu samt mun meira í leiknum. Dómaranum tókst einna best að skemmta áhorfend- um með sérstökum dómum sín- Fossvogur 21 .júní Víkingur-Valur..............0-0 Dómari: Sveinn Sveinsson Maður leiksins: Guðni Bergsson Val. -gói/ste Frjálsar Gunnlaugur vann hástökkið Góður árangur íslendinga á Flugleiðamótinu ígærkvöldi þrátt fyrir kulda og rok „Það háði okkur og tafði mótið hversu lítið völlurinn var undir- búinn fyrir mótið og þurfti oft að færa keppnir á milli,“ sagði Haf- steinn Óskarsson framkvæmda- stjóri FRÍ eftir frjálsíþróttamótið sem haldið var á Valbjarnarvell- inum í gærkvöldi. Veðrið var ekki upp á sitt besta, rok og kuldi, en íslendingarnir eru kannski frekar vanir því en út- lendingarnir. Fullvíst er að enn betri árangur hefði náðst í betra veðri. Wolfgang Schmidt vann kringlukastið eins og við mátti búast en Vésteinn Hafsteinsson náði öðru sæti og skaut þar Knut Hjeltnes frá Noregi og Göran Svensson frá Svíþjóð ref fyrir rass þó naumt væri. Schmidt ætlar að vera á landinu í nokkra daga og kemur að öllum líkindum með að keppa sem gestur á Meistaramóti íslands sem verður um næstu helgi. Gunnlaugur Grettisson IR vann fyrsta sætið í hástökki karla en Hans Burchard Vestur- Þýskalandi náði aðeins í 2. sætið. Það verður að teljast nokkuð gott hjá Gunnlaugi en hann stökk 2.10 metra. íslandsmetið er 2.15 en Gunnlaugur reyndi við 2.16 og var nokkrum hársbreiddum frá þeirri hæð. Einar Vilhjálmsson spjótkast- ari náði ágætis árangri og átti 3 köst yfir 81 metra en gilt kast var aðeins metra frá íslandsmetinu.' Urslit 100 m grindahlaup kvenna Helga Halldórsdóttir KR..........14.17 Fanney Sigurðardóttir Á..........15.79 Ingibjörg (varsdóttir HSK........15.88 Vindur var of mikill og tímar þvi ógildir. Kúluvarp kvenna Guðbjörg Gylfadóttir USAH........14.42 Guðbjörg Viðarsdóttir HSK........10.86 HallaHreinsdóttirÁ...............10.29 Langstökk kvenna Súsanna HelgadóttirFH.............5.92 Birgitta Guðjónsdóttir HSK........5.63 Ingibjörg Ivarsdóttir HSK.........5.12 Vindur of mikill. 110 m grindahlaup karla Gísli Sigurðsson UMSS............15.20 Þorvaldur Þórsson lR.............15.29 Auðunn Guðjónsson HSK............16.35 Vindur of mikill. 100 m hlaup karla Jón A. Magnússon HSK.............11.05 EinarÞ. Einarsson Á..............11.40 Guðni Sigurjónsson USMK..........11.54 Vindur of mikill. 100 m hlaup kvenna Súsanna Helgadóttir FH...........12.00 Svanhildur Kristjónsdóttir UBK...12.25 Guðrún Arnardóttir UMSK..........12.34 Vindur of mikill. 1500 m hlaup karla Steinn Jóhannsson FH............4:01.9 Jóhann Ingibergsson FH..........4:04.5 Kristján S. Ásgeirsson |R.......4:06.6 Kúluvarp karla Pétur Guðmundsson HSK............19.20 Helgi Þ. Helgason USAH...........16.05 Andrés Guðmundsson HSK...........14.86 1500 m hlaup kvenna MarlhaErnstsdóttirlR............4:39.9 FríðaR. Þórðardóttir UMSK.......4:46.0 MargrétBrynjólfsdóttirUMSB......5:02.3 Spjótkast karla Einar Vilhjálmsson UÍA.........82.38 SigurðurEinarssonA.............78.10 Unnar Garðarsson HSK...........63.80 Hástökk kvenna Þórdís Gísladóttir HSK..........1.80 Björg Össurardóttir FH..........1.60 Helen Ómarsdóttir FH............1.60 400 m hlaup karla OddurSigurðsson FH.............50.01 AgnarSteinarssonlR.............52.44 Guðmundur Skúlason FH..........53.34 400 m hlaup kvenna Helga Halldórsdóttir KR........56.76 Ingibjörg Ivarsdóttir HSK......61.90 Langstökk karla Jón A. Magnússon HSK............7.34 Ólafur Guðmundsson HSK..........7.12 Sigurjón Valmundsson UMSK.......6.86 Vindur of mikill. 4x100 m boöhlaup kvenna 1. Sveit FH................51.79 Kristín Ingvarsdótttir, Björg Össurardóttir, Súsanna Helgadóttir, Sylvía Guðmunds- dóttir. 2. SveitlR................55.55 Amheiður Hjálmarsdóttir, Sunneva Kol- beinsdóttir, Guðrún Valdimarsdóttir, Guð- rún Ásgeirsdóttir. Kringlukast karla Wolfgang Schmidt V-Þýsk........63.76 Vésteinn Hafsteinsson HSK......59.98 KnutHjeltnes Noregi............59.94 Stangarstökk SigurðurT. SigurðssonFH.........4.80 Kristján Gissurarson KR.........4.60 HAstökk karla GunnlaugurGrettissonlR..........2.10 Hans Burchard V-Þýsk............2.05 Jóhann Ómarsson (R..............2.00 -ste Miðvikudagur 22. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.