Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 6
Auglýsing um forsetakosningar í Hafnarfirði laugardaginn 25. júní 1988. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 23.00. Kosið verður í Lækjarskóla, Víðlsstaðaskóla, á Hrafnistu og á Sólvangi. Kjósendur skiptast á kjörstaði og í kjördeildir eftir lögheimili 1. desember 1987, sem hér segir: Lækjarskóli 1. kjördeild: Óstaðsett hús, Álfaberg... Brekku- gata og Brekkuhvammur. 2. kjördeiid: Bæjarhraun... Hraunstígur og Hringbraut. 3. kjördeild: Hvaleyrarbraut... Mávahraun og Melabraut. 4. kjördeild: Melholt... Stekkjarkinn og Strand- gata. 5. kjördeild: Suðurbraut... Öldutún, óstaðsett hús: (Berg, Brandsbær, Hauka- berg, Hraunberg, Lindarberg, Lyngberg, Óttarsstaðir, Reykholt, Setberg, Skálaberg, Stóraberg og Stórhöfði). Víðisstaðaskóli 6. kjördeild: Blómvangur... Herjólfsgata og Hjallabraut 1-15. 7. kjördeild: Hjallabraut 17-96... Merkurgata og Miðvangur 1-110. 8. kjördeild: Miðvangur 111-167... Þrúðuvang- ur, óstaðsett hús: (Brúsastaðir 1 og 2, Eyrarhraun, Fagrihvammur, Ljósaklif, Sæból og Tjörn). Hrafnista 9. kjördeild: Skjólvangur og vistfólk með lög- heimili á Hrafnistu. Sólvangur 10. kjördeild: Vistfólk með lögheimili á Sólvangi. Kjörstjórn Hafnarfjarðar hefur aðsetur í kennara- stofu Lækjarskóla. Undirkjörstjórnir mæti í Lækjarskóla kl. 9.00. Kjörstjórn Hafnarfjarðar Jón Ólafur Bjarnason Guðmundur L. Jóhannesson Gísli Jónsson, oddviti. Byggðastofnun auglýsir til sölu hraðfrystihús í Njarðvík Byggðastofnun auglýsir til sölu hraðfrystihús að Bolafæti 15 í Njarðvík (áður eign R. A. Péturs- sonar h.f.) ásamt vélum og tækjum. Tilboðum í ofangreinda eign skal skilað fyrir 15. júlí n.k. til lögfræðings Byggðastofnunar Karls F. Jóhanns- sonar, Rauðarárstíg 25,105 Reykjavík, sími 91- 25133, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar Byggðastofnun RAUÐARARSTto 25 • SlMI: 25133 • PÓSTHOLF 5410 • 125 REYKJAVÍK Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Umsóknarfrestur á áður auglýstum stundakennarastöðum við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti í rafeindatækni og handmenntum (fata- hönnuður eða handavinnukennari) framlengist til 27. júní næstkomandi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Menntamálaráðuneytið FRETTIR Velferðarkefið An félagslegra samskipta Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Koma þarf á fót tengslaneti við þásem vilja og þarfnast aðstoðar. Ólafur Ólafsson, landlæknir: Þarfað sinna heimahjúkrun og heimilishjálp með markvissari hætti Þetta var aðeins rætt óformlega á fundi félagsmálaráðs í síð- ustu viku. I raun er hér um mjög erfitt mál að ræða, sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borg- arfulltrúi Kvennalista, í tilefni fréttar Þjóðviljans um að skjól- stæðingur Félagsmálastofnunar hefði fundist löngu látinn. - Mér finnst þetta í raun angi af mun stærra vandamáii. Stað- reyndin er sú að það er fjöldi gamals fólks sem er félagslega einangraður á heimilum sínum. Og það á ekkert síður við ellilíf- eyrisþega sem ekki njóta aðstoð- ar Félagsmálastofnunar, sagði Ingibjörg og benti á að hugsan- legt væri fyrir Félagsmálastofnun og aðra aðila að koma á fót ein- hverskonar tengslaneti fyrir þá sem vilja og þarfnast félagslegra samskipta. Ingibjörg Sólrún sagði að það væri óeðlilegt að starfsfólk Fél- agsmálastofnunar væri með nefið ofan í hvers manns koppi sem leitaði á náðir hennar. - Það eru margir sem kæra sig alls ekki um slíka eftirgrennslan, sagði Ingi- björg Sólrún. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði í samtali við Þjóðviljann að sem betur fer heyrði til undan- tekninga hér á landi að einstak- lingar deyi og það líði margir dag- ar þar til það uppgötvaðist. Alla- vega enn sem komið væri. Hann benti á að fjölskyldan væri sífellt að minnka og sam- skipti ættingja sömuleiðis. - Vit- anlega þurfum við að vera vak- andi gagnvart þessum málum og sinna þeim meira en verið hefur, sagði Ólafur. Að sögn landlæknis benti emb- ættið á þá staðreynd fyrir einum 10 til 12 árum að auka þyrfti heimahjúkrun og heimilishjálp handa sjúkum og öldruðum sem vilja í Iengstu lög búa út af fyrir sig. - Því miður er staðreyndin sú að æ færri leggja fyrir sig nám og störf í umönnunarstörfum. Á- stæðurnar eru marg kunnar. Bæði er að starfið er mjög krefj- andi og launin eru ekkert sérstak- lega aðlaðandi, sagði Ólafur. -rk Helga Þórhallsdóttir og Stefán Hjörleifsson úr Menntaskólanum í Reykjavík keppa á Ólympluleikunum . eðlisfræði, ásamt þremur öðrum íslenskum framhaldsskólanemum. E.ÓI. Eðlisfrœðikeppni 5 nemar til Austurríkis Fyrsta skipti sem stúlkur eru í keppnisliðinu slendingar taka nú í 5. sinn þátt stúlkur og er það í fyrsta sinn sem hafa keppendur verið í þjálfun I í Ólympíuleikum í eðlisfræði, lem haldnir verða í Austurríki Í3. júní - 2. júlí. Þar munu keppa framhaldsskólanemar undir 20 íra aldri frá 27 löndum. í íslenska liðinu eru 2 af 5 keppendum stúlkur héðan keppa á leikunum. Eins og áður var valið í liðið með því að halda landskeppni í eðlisfræði í framhaldsskólunum og var þátttaka meiri en nokkru sinni fyrr. Undanfarnar vikur hjá kennurum sínum og farar- stjórum, en á Ólympíuleikunum þurfa þau bæði að takast á við fræðileg verkefni og verklegar til- raunir. mj Rœkja Ordeyða á hefðbundnum slóðum Alltað helmingi minni afli í veiðiferð nú en ífyrra. Hafrannsókn: Afli á sóknareiningu minnkaði um 12-13% í fyrra miðað við 1986 r u thafsrækjuveiðar á hefð- bundnum veiðislóðum út af Horni og austur um að Grímsey hafa verið einmuna lélegar að undanförnu og eru rækjusjó- menn vestra og nyðra farnir að tala um að ástæðan sé vegna of- veiði í rækjustofninum. Það sem veiðist fæst á mun meira dýpi en áður hefur þekkst og hefur það nánast eyðilagt fyrir veiðum hefðbundinna út- hafsrækjubáta þar sem togvírar þeirra ná ekki svo djúpt niður og þó svo að þeir næðu myndi það fara með spilin um borð sem ekki eru gerð fyrir veiðar á slíku dýpi sem er nálægt 400-500 föðmum. Þá er rækjan sem þar veiðist mun minni og jafnframt verðminni en sú sem veiðst hefur grynnra í út- hafinu. Dæmi eru um það að undan- fömu að 300 tonna rækjuskip hafa verið að fá að jafnaði eftir túrinn þetta 12-10 tonn og jafnvel niður í 8 tonn, en á sama tíma í fyrra veiddu þessi skip að jafnaði um 20 tonn í túr. Að sögn Hrafnkels Eiríkssonar fiskifræðings hjá Hafrannsókn hefur afli á sóknareiningu dregist saman í fyrra miðað við 1986 um 12-13% á þessum hefðbundnu veiðisvæðum. Hrafnkell sagði að þær niðurstöður bentu ótvírætt til þess að of mikið álag væri á rækj- ustofninum og væri sama hvar borið væri niður í þeim efnum allt í kringum landið. Núverandi rækjukvóti sem er 36 þúsund tonn var settur í fyrsta sinni á um áramótin én Hafrannsóknar- stofnun mælti þá með sem al- gjöru hámarki um 30 þúsund tonnum. Á næstunni um rannsókna- skipið Dröfn fara í rækjurann- sóknaleiðangur á úthafsrækju- miðunum sem mun standa með hléum fram til loka ágústmán- aðar nk. í leiðangrinum verða tekin um 200 tveggja tíma tog og má vænta að niðurstöður hans varpi ljósi á hvað hér sé á ferð- inni: náttúrulegar ástæður eða of- veiði. _grh 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 22. júní 1988 Steingrímur sextugur Steingrímur Ilermannsson utanríkisráðherra er sextugur í dag. Hann tekur á móti vinum og vandamönnum í Hafnarborg, menningarmiðstöð Hafnarfjarð- ar í dag. Þjóðviljinn óskar honum til hamingju með daginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.