Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 2
Ráðhúsið Tjamarbær rifinn? Gert ráð fyrir 190 bíla- stæðum á lóðum Tjarn- arbœjar og slökkvistöðv- arinnar „Það er verið að skoða svar borgarstjóra við fyrirspurn ráðu- nevtisins um lausn á bflastæðis- vanda ráðhússins og ég býst við að ég taki ákvörðun um bygging- arleyfið í byrjun næstu viku,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra við Þjóðvilj- ann. Að sögn Jóhönnu leggja borg- aryfirvöld til að húsin Tjarnar- gata 10 E og 12 verði rifin og lóð- irnar lagðar undir bílastæði sem eiga að verða tilbúin um sama leyti og ráðhúsbyggingin. Hér er um að ræða Tjarnarbæ og gömlu slökkvistöðina en bæði húsin eru í eigu borgarinnar. Þarna gera borgaryfirvöld ráð fyrir bílastæð- um fyrir 190 bfla. „Mér sýnist eftir teikningunum að dæma að inngangurinn að bíl- astæðunum verði af Suðurgöt- unni,“ sagði félagsmálaráðherra. _________________-grh Húsnœðisstofnun Komið fram í apríl - Lánsloforð eru gefin út mán- aðarlega og nú er búið að senda þau fólki í forgangshópum sem sótti um fyrir miðjan aprfl í fyrra. Féð verður greitt út í byrjun mars á næsta ári, sagði Sigurður E. Guðmundsson hjá Húsnæðis- stofnun i gær. Frestur til að skila inn umsókn- um um lán til kaupleiguíbúða rann út í fyrradag, en til þeirra bygginga á að veita 273 miljónum á árinu. Ekki er búið að flokka umsóknirnar og ekkert hægt að segja um fjölda og uppruna fyri en eftir helgi. ny FRETTIR Hvalur Græningjar á miðin Þrjár langreyðar komnar á land. Hvalavinafélagið: Græn- friðungar á miðin ísumar og einnig Paul Watson. Framund- an langvarandi stríð við náttúrusamtök út um allan heim Þegar hafa verið veiddar þrjár langreyðar af þeim 68 sem leyfilegt er að veiða á þessu sumri. Hvalveiðiskipin komu með dýrin inn til Hvalfjarðar til vinnslu í gærkvöld. Frá því hval- ur hefur verið skotinn og þar til gert verður að honum í vinnslu- stöðinni mega mest líða um 26 tímar. Að sögn Eggerts ísakssonar skrifstofustjóra Hvals hf. er ómögulegt að segja nokkuð um það á þessu stigi hver kostnaður- inn verður við að veiða upp í hvalakvótann, það færi allt eftir tíðarfarinu. Alls vinna við hvalveiðarnar og vinnsluna um 200 manns í sumar og eru starfsmennirnir hjá Hval hf. frekar óhressir með þá seinkun sem varð á veiðunum. Telja þeir sig tapa ómældu fé af þeim sökum sem þeir höfðu ann- ars búist við að þéna yfir vertíð- ina. Félagar í Hvalavinafélaginu eru mjög óhressir með þau mála- lok sem urðu í viðræðum sendin- efnda íslenskra og bandarískra stjórnvalda um síðustu helgi þar sem Bandaríkjastjórn viður- kenndi hvalarannsóknaáætlun ís- lendinga. Magnús H. Skarphéð- insson hvalavinur sagði við Þjóð- viljann að hann hefði trausta hei- mild fyrir því, að herstöðin á Keflavíkurflugvelli hefði verið notuð í viðræðunum við Banda- ríkjamenn, enda hefðu fulltrúar úr þjóðaröryggisráðinu verið þátttakendur í bandarísku sendi- nefndinni. Magnús sagði ennfremur að það væri öruggt að grænfriðungar mundu senda skip á íslandsmið í sumar til að reyna að koma í veg fyrir veiðarnar og sterkar líkur væru einnig á að Paul Watson kæmi á sínu skipi sömu erinda- gerða. „Það er ljóst af því sem gerst hefur að íslensk stjórnvöld eiga eftir að standa í langvarandi stríði við náttúruverndarsamtök út um allan heim vegna stefnu sinnar í hvalamálunum. Það er engin spurning að það stríð mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir sölu á íslenskum útflutningsafurðum," sagði Magnús. -grh Slippstöðin Ekkert vitað um söluverð Hlutafé og eigið fé fyrirtækisins um 350 milljónir króna. Starfsmenn henda grátt gaman að sölu ríkishlutabréfanna Hlutafé Slippstöðvarinnar er um 180 milljónir króna og eigið fé er um 170 milljónir sem samtals gera um 350 milljónir króna. Hingað til hefur ekkert komið fram hvað ríkið hyggst selja sinn hlut á ef af sölu verður. En því verður ekki trúað að ó- reyndu að fjármálaráðherra ætli sér að færa einkaaðilum hlut ríkisins á silfurfati, sagði Guð- mundur Friðfinnsson trésmiður og stjórnarmaður í Slippstöðinni við Þjóðviljann. Meirihluti bæjarstjórnar Ak- ureyrar hefur samþykkt að af- nema forkaupsrétt bæjarins að hlutabréfum fyrirtækisins en bæjarstjórnarfulltrúar Alþýðu- flokksins gengu jafnframt til liðs við stjórnarandstöðuna í bæjar- stjórninni og samþykktu að skora á ríkið að selja ekki sinn hluta í stöðinni! Að sögn Guðmundar gera starfsmennirnir grátt gaman að fyrirhugaðri sölu á hlut ríkisins sín á milli en að öðru leyti hafa þeir ekki boðað til neinna funda um málið enda með öllu óvíst eins og staðan er í dag hvort ríkið muni selja sinn hlut eða ekki. Þegar fyrirhuguð sala á hluta- bréfum ríkisins kom fyrst upp á yfirborðið í vor skrifuðu svo til allir af 200 starfsmönnum fyrir- tækisins undir áskorun til fjár- málaráðherra þar sem skorað var á hann að selja ekki einkaaðilum ríkishlutabréfin til að tefla ekki í tvísýnu atvinnuöryggi þeirra og framtíð stöðvarinnar. Þessa dagana er mikið að gera í Slippstöðinni og eru um 15 skip og togarar víðs vegar af landinu þar til viðgerða og endurbóta og er það óvenjumikið miðað við það sem venjulega hefur verið á þessum árstíma. Virðist svo sem útgerðarmenn séu að treina sér kvótann til haustsins og vetrar- ins. í Slippstöðinni er aðeins unnið að einni nýsmíði og er það um 300 tonna alhliða togskip sem fyrir- tækið smíðar upp á eigin reikning. Gert er ráð fyrir að það verði tilbúið um næstu áramót. Áform voru uppi um að skipin yrðu tvö, en að sögn Guðmundar virðist sem útgerðarmenn séu ekki eins áfjáðir í skipakaup í dag og fyrir ári. Það er rakið til slæm- rar afkomu í útgerðinni og vegna þess að bankar og aðrar lánast- ofnanir eru ekki jafn tilkippilegar og fyrr að veita fé til fjárfestinga í sjávarútveginum vegna ótryggrar stöðu hans vegna verðfalls á sjá- varafurðum vfðast hvar. -grh Straumfjörður Vegagerðin kærð fyrir brúna Bygginganefnd Miklaholtshrepps vill að Vegagerðin hlíti úrskurðifélagsmálaráðu- neytisins. Vegamálastjóri: Förum eftir fyrirmœlum okkar ráðuneytis Byggingafulltrúinn á Snæfells- nesi, Olafur Guðmundsson, hefur fyrir hönd bygginganefnd- ar Miklaholtshrepps kært til sýslumannsins í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, framkvæmdir Vegagerðar ríkisins við brúar- gerð yfir Straumfjarðará. Kæran kemur í framhaldi af úrskurði fé- lagsmálaráðuneytisins frá því í vor um að leggja eigi fyrir bygg- inganefndir til afgreiðslu áætlan- ír um brúarsmíði. Vegagerð ríkisins hefur ekki viljað una þessum úrskurði fél- agsmálaráðuneytisins og lét sam- gönguráðuneytið kanna málið sem að gaf síðan út þá yfirlýsingu Rækja Tvöfalt gæðaeftirlit við Djúpið Fimm sólarhringa gömul rœkja komin á ystu mörk hvaðgeymsluþol snertir. ísafjörður: Hverfandi lítið hentaf rœkju. Geymsluþol hennar mismunandi eftir veiðisvœðum æði verksmiðjurnar og starfs- B maður Ríkismatsins fylgjast grannt með því að ástand þeirrar rækju sem skipin koma með að landi sé í góðu vinnsluástandi. Hér við Djúp er það hverfandi Iftið sem hefur þurft að henda af rækju sem betur fer, enda eftir- litið tvöfalt og sjómenn tapa á því ef þeir koma með of gamla rækju inn til löndunar, sagði Agnar Ebenezersson hjá ísveri á ísafirði við Þjóðviljann. í síðsta fréttabréfi Ríkismats sjávarafurða er staðhæft að það hafi ítrekað komið fyrir að henda hafi þurft rækju vegna þess að hún hafi verið orðin of gömul. Þar segir að rækja sem er orðin fimm sólarhringa gömul sé komin á ystu mörk hvað geymsluþol snertir. Það sem einna helst rýri geysmluþol rækju sé þegar togað er lengi og hölin verða of stór. Þá kremjist rækjan og meltingar- vökvar valdi skemmdum á ör- skömmum tíma. Sama gerist þeg- ar sett er of mikið af henni í kassa um borð í veiðiskipinu. Ennfrem- ur rýrnar geymsluþol hennar við vanísun og eftir fjóra sólarhringa í ís verða miklar breytingar á gerla- og efnainnihaldi rækjunn- ar. Að sögn Agnars Ebenezers- sonar fer geymsluþol rækjunnar einnig mikið eftir því hvar hún er veidd. Hann sagði að rækja sem veidd væri á austursvæðinu frá Grímsey að Langanesi væri með öðruvfsi skel; meiri leir væri í henni en á vestursvæðinu út af Vestfjörðum og þar af leiðandi með minna geymlsuþol. Þá væri rækjan í skelskiptum á sumrin sem einnig hefði áhrif á geymslu- þolið. Á vorin væri þetta mun betra, enda lofthiti og hitastig sjávar ekki eins hátt og á sumrin. -grh að samkvæmt byggingarlögum séu vegir undanþegnir bygging- anefndum og að brýr séu hluti af vegi. - Við sættum okkur ekki við að ekki sé farið eftir úrskurði okkar ráðuneytis og þess vegna kærðum við þessar framkvæmdir Vegagerðarinnar við Straumfjarðará til sýslumanns, sagði Ólafur Guðmundsson byggingafulltrúi í samtali við Þjóðviljann í gær. Að sögn Ólafs fylgir sú breyting því að brýr falli undir bygginganefndir, að nefn- dirnar gera kröfu um að verktaki útnefni byggingameistara og múrarameistara að brú- arsmíðinni og borgi tilskilin leyfisgjöld. - Við höfum ekki gert neitt í þessu kærumáli. Við höfum úr- skurð okkar ráðuneytis í höndun- um og höldum því okkar striki óbreyttu, sagði Snæbjörn Jónas- son vegamálastjóri í samtali við Þjóðviljann í gær. Brúardeilurn- ar eru því orðnar að þrætumáli milli ráðuneyta félags- og sam- göngumála og hafa embættis- menn fundað um málið án áran- gurs. Gæti allt eins farið sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans að málinu verði skotið til úrlausnar dómstólanna. -Jg- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. júní 1988 Akureyri Störf fyrír gáfaða? Bœjarstjórinn vill kaupa Útvegsbankann tilAkur- eyrar , J»að sem liggur að baki þessari hugmynd um stofnun sérstaks banka hér á Akureyri er fá öfluga fjármagnsstofnun norðan heiða. En jafnframt til að skapa fieiri störf fyrir gáfað fólk,“ sagði Sig- fús Jónsson bæjarstjóri á Akur- eyri við Þjóðviljann í gær. Þar norðan heiða eru fyrir að- eins útibú nokkurra banka sem hafa höfuðstöðvar sínar í Reykja- vík. Þetta finnst sumum norðan- mönnum ekki vera nógu gott og vilja fá í bæinn öfluga banka- stofnun sem taki fyrst og fremst mið af þörfum einstaklinga og fyrirtækja í héraðinu. „Þegar ég kastaði þessari hug- mynd fram hrukku margir í kút- inn og brostu. En það er athug- andi fyrir fyrirtæki hér og þá sér- staklega Sambandið að leggja saman í púkk og kaupa Útvegs- bankann," sagði Sigfús Jónsson. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kaup á Útvegsbankanum ber á góma í tengslum við viðreisn á landsbyggðinni. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins stakk fyrir skömmu uppá að sparisjóðirnir um landið sameinuðust um að kaupa hann, - þó án þess að telja að það yki sérstaklega gáfnastigið á lands- byggðinni. _grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.