Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 14
___________________________FRETTIR_______________ Árnessýsla Fjórir málarar kærðir Ölfushreppur gerir samning við réttindalausan verktaka. Heilu vinnuhóparnir réttindalausir rír málarar í Þorlákshöfn hafa verið kærðir fyrir að taka að sér störf sem málarar án þess að hafa til þess réttindi. Fjórði maðurinn er síðan kærður fyrir að veita öðrum manni leyfi í skjóli leyfis síns. Ölfushreppur hefur gert samning við hina ólög- legu málara en hafnaði tilboði frá málara í Þorlákshöfn með full réttindi. AVestfjörðum er hreyfing á kennurum ívið minni nú en verið hefur. ísafjörður veldur þar mestu um, en þar er nú lítil sem engin hreyfing, en undanfar- in ár hefur mikill kennaraskortur verið á ísafirði, sagði Pétur Bjarnason fræðslustjóri Vest- fjarðaumdæmis í viðtali við Þjóð- viljann. Pétur sagði að þó vantaði tals- vert af kennurum og væri skort- urinn mestur á stöðum einsog Hólmavík, Flateyri, Bolungarvík Gylfi Guðmundsson formaður félags byggingarmanna Árnes- sýsiu sagði Þjóðviljanum að reynt hefði verið að fá mennina til að láta af iðju sinni með góðu. Það hefði ekki tekist. Þá hafi verið óskað eftir því að lögreglan stoppaði mennina. Gylfi taldi eðlilegt að lögreglan gæti stoppað menn án réttinda á þessum svið- um alveg eins og próflausa öku- og Patreksfirði, þarsem um veru- legan kennaraskort væri að ræða. Pétur taldi ástandið nú vera svip- að því sem verið hefur á undan- förnum árum, að undanskildum ísafirði, en þar væri breytingin mest. Aðspurður um hlutfall rétt- indalausra kennara sagði Pétur, að um það bil helmingur kenna- ranna væri án réttinda. Guðmundur Ingi fræðslustjóri á Norðurlandi vestra hafði svip- aða sögu að segja, lítil hreyfing á kennurum, uppsagnir fáar. Guð- menn. En það hefði komið í ljós að málið yrði að fara fyrir dóm- stóla. Þeir kærðu eru Kristinn Guð- mundsson og tveir menn sem vinna hjá honum. Enginn þeirra hefur réttindi. Faðir Kristins sem er málarameistari í Kópavogi er síðan kærður fyrir að veita syni sínum leyfi í skjóli meistararétt- inda sinna. mundur sagði að umsóknir rétt- indalausra kennara væru byrjað- ar að koma,- en réttindalausir kennarar hafa verið um þriðjung- ur í þessu umdæmi. Undanþágu- nefnd fer með allar slíkar um- sóknir, en hún situr í Reykjavík, þannig að málið er þungt í vöfum. Guðmundur kvaðst ekki eiga von á miklum breytingum hvað varð- ar hlutfall réttindalausra kennara og taldi gott að halda óbreyttu hlutfalli. gjh Gylfi sagði að ekki yrði látið við það sitja að kæra þessa menn. Heilu vinnuflokkarnir væru að vinna störf iðnaðarmanna í sýsl- unni án réttinda. „Þetta er bara byrjunin, það koma fleiri á eftir,“ sagði Gylfi. Að sögn Gylfa eru félagsmenn FBÁ umþb. 150, félagar í Meist- arafélagi Siuðurlands eru á bilinu 50-60, en ófaglærðir eru 70. Þetta sé mjög hátt hlutfal! ófaglærðra þegar nemar séu ekki nema uþb. 40. Guðmundur Hermannsson sveitarstjóri Ölfushrepps sagðist ekki hafa vitað annað en allt hefði verið með felldu hvað rétt- indi varðaði þegar tilboði Krist- ins var tekið. „Það skrifaði upp á þetta maður með réttindi," sagði Guðmundur. Það væri ekki þeirra hlutverk hjá hreppnum að setjast í dómarasæti, það væri einfaldast fyrir FBÁ að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Guðmundur sagðist ekki skilja hvað lægi að baki kærunni þar sem yfirdrifið nóg væri að gera í málningarvinnu á svæðinu, hann hefði fengið það staðfest hjá FBÁ. Tilboði Kristins hefði verið tekið þar sem það var lægra en hitt tilboðið sem barst. -hmp Krabbameinsfélagið Formanns- skipti á aðalfundi HelguM. Ögmundsdótt- ur lækni veittur ferðastyrkur Gunnlaugur Snædal prófessor, sem verið hefur formaður Krabb- ameinsfélags íslands frá árinu 1979, lét af því starfi á nýaf- stöðnum aðalfundi félagsins og var Almar Grímsson apótekari kosinn í hans stað. Krabbameinsfélagið tók í vor formlega í notkun rannsókna- stofu í sameinda- og frumulíf- fræði og hlaut forstöðumaður hennar, Helga M. Ögmundsdótt- ir iæknir, ferðastyrk Norræna krabbameinssambandsins. Styrkurinn er árlega veittur efnilegum vísindamanni til að hann geti kynnt sér nýjungar á sínu sviði í öðrum löndum og nemur upphæðin í ár um 145 þús- und krónum. Á rannsóknastofunni er nú unnið að 2 verkefnum. Annað snýr að virkni svokallaðra dráps- fruma í illkynja sjúkdómum, en hitt eru rannsóknir á eðli brjóst- akrabbameis. mj Kennarastöður Minni hreyfing á kennurum Pétur Bjarnasonfrœðslustjóri í Vestfjarðaumdœmi: Mun minni hreyfing á ísafirði UM HELGINA MYNDLISTIN Alþýðubankinn, Akureyri, kynn- ing áverkum Samúels Jóhanns- sonar. Á listkynningunni sem stendur til 1. júlí, eru verk unnin 1987-88,7 teikningar unnar meö bleki á pappírog 5 akrílverk unnin ástriga. Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið alla daga nema mánu- daga kl. 13:30 og 16:00. Blindrabókasafn Islands, Hamrahlíð 17, sýning á snertilist eftirörn Þorsteinsson. Sýningin stendurtil 1. ágúst, bókasafniðer opið alla virka daga kl. 10:00- 16:00. Bókakaffi, Garðastræti 17. Hall- dór Carlsson og Þóra Vilhjálms- dóttir opna á laugardaginn Ijós- myndasýningu, sem standa mun til 9. júlí. Opið alla daga frá kl. 9:00-19:00. Ferstikla, Hvalfirði, málverka- sýning MagnúsarGuðnasonar stendurtiljúníloka. FÍM-salurinn, Garðastræti 6, sýning á silkimyndum Myriam Bat-Yosef. Sýningin stendur til 10. júlí og er opin daglega f rá kl. 14:00-19:00. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, sýning á þeim verkum sem gall- eríið hefur til sölu eftir gömlu ís- lensku meistarana. Skipt verður um verk reglulega á sýningunni sem standa mun f sumar. Opið virkadagakl. 10:00-18:00, og kl. 14:00-18:00 um helgar. Grafíkgalleríið, Austurstræti 10, kynning á grafíkmyndum Daða Guðjörnssonarog keramikverk- um BorghildarÓskarsdóttur. Auk þess er til sölu úrval grafíkmynda eftir fjölda listamanna. Galleríið er opið á opnunartíma verslana. Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17 (fyrirofan Listasafnið), hol- lenska listakonan Saskia de Vri- endt sýnir málverk og grafík. Sýn- ingin stendur til 3. júlí, galleríið er opið alla daga nema mánudaga kl. 14:00-18:00. Glugginn, Glerárgötu 34, Akur- eyri. Sýning á grafíkmyndum pólska svartlistarmannsins Wojc- iech Pakowski. Sýningin stendur til 26. júní, Glugginneropinnalla daganemamánudagakl. 14:00- 16:00. Hafnargallerí, Hafnarstræti 4, sýning átextílverkum Margrétar Adolfsdóttur. Þetta er hennar fyrsta sýning og stendur hún til 2. júlí. Sýningin er opin á verslunar- tíma. Kjarvalsstaðir, Maðurinn í for- grunni, sýning á íslenskri fígúratíf listfráárunum 1965-1985, Sýn- ingin sem er einn af dagskrárlið- um Listahátíðar 1988, stendur til 10. júlí og er opin alla daga vik- unnarkl. 14:00-22:00. Listasafn ASÍ, Grensásvegi 16. Fjórar kynslóðir, sjálfstætt fram- lag Listasafnsins til Listahátíðar 1988 og sumarsýning safnsins. Á sýningunni eru um 60 málverk eftir á fjórða tug listamanna, og spanna þau tímabilið frá fyrsta áratug þessarar aldar fram á síð- ustu ar. Sýningin stendur til 17. júlí, og er opin alla virka daga kl. 16:00-20:00, og kl. 14:00-22:00 um helgar. Listasafn Einars Jónssonar, er opið alla daga nema mánudaga kl. 13:30-16:00. Höggmynda- garðurinn er opinn daglega kl. 11:00-17:00. Listasafn íslands, Sýning á verkum Marc Chagalls og sýn- ingin Norræn konkretlist 1907- 1960 eru liðir í Listahátíð 1988, og verða opnar alla daga nema mánudaga kl. 11:00-22:00 til loka Listahátíðar þann 19. júní. Eftir það verða sýningarnar opnar kl. 11:00-17:00 alla daga. Sýningin Norræn konkretlist stendur til 31. júlí, og sýningin á verkum Chag- alls til 14. ágúst. Kaffistofa Lista- saf nsins er opin á sama tíma og sýningarsalirnir. Mokka, Davíð Þorsteinsson sýnir Ijósmyndir teknar af gestum og starfsfólki Mokka á undanförnum árum. Norræna húsið, seinni Listahá- tíðarsýning Norræna hússins, sýning á verkum sænsku lista- konunnar Lenu Cronqvist í sýn- ingarsölum í kjallara hússins. Sýninginstendurtil 10.júlí, og er opindaglegakl. 14:00-19:00. Anddyri: Sýning ágrafíkmynd- um og teikningum bandaríska listamannsins Thomas George. Myndefnið er aðallega sótt í nátt- úru Noregs. Sýningin stendur til 3. júlí og er opin kl. 12:00-19:00 á sunnudögum, en frá kl. 9:00- 19:00 aðradaga. Nýhöfn, Hafnarstræti 18.1 dag kl. 18:00verðuropnuð sýningá verkum Stefáns frá Möðrudal. Sýningin er haldin í tilefni af 80 ára afmæli Stefáns á Jónsmessunni. Hún stendur í 3 daga, 24.-26. júní og er opin kl. 14:00-18:00. tilefni af 80 ára afmæli Stefáns frá Möðrudal, verður um helgina sýning á verkum hans í Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3 B, sýning á verkum Donalds Judd, Richards Long og Kristjáns Guð- mundssonar, erframlag Nýlista- safnsins til Listahátíðar 1988. Sýningin hefur veriðframlengd til 26. júní, og er opin virka daga kl. 16:00-20:00, og kl. 14:00-20:00 um helgar. Veitingaskálinn Þrastalundi, í dag hefst sýning á 14 olíumál- verkumeftirGuðrúnu Einarsdótt- ur, enhúnlauknámifrá Myndlista- og handíðaskólanum í vor. Sýningin stendur til 11. júlí og er opið til 23:30 alla daga. Viðey, skáli Hafsteins Guð- mundssonar, myndlistarsýning Rósu Ingólfsdóttur. Á sýningunni verður hægt að hlusta á Ævar Kjartansson lesa ágrip af sögu Viðeyjar í gegnum aldirnar af segulbandi. Sýningin stendurtil 17. júlí og er opin virka daga kl. 11:30-16:30, og kl. 13:00-18:00 um helgar. Aðgangurerókeypis, út í Viðey má komast með báti Viðeyjarferða frá Sundahöfn. Þjóðminjasafnið, Bogasalur, sýning á verkum W.G. Colling- woods (1854-1932). Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 11:00-16:00,ogstendurtil loka september. LEIKLISTIN Leiksmiðjan ísland, ífyrrver- andi málmsteypu vélsmiðjunnar Héðinsv/Vesturgötu, Þessi... þessi maður, sýning á sunnu- dagskvöldið kl. 21:00. TÓNLIST Laugardagshöll, listahátfðar- auki í kvöld kl. 21:00, tónleikar Leonard Cohen. Miðar í stæði verða seldir við innganginn og hefstsalankl. 19:00. HITT OG ÞETTA Árbæjarsafn, nýsýning um Reykjavík og rafmagnið er í Mið- húsi (áður Lindargata 43a). Auk þess er uppi sýning um forn- leifauppgröftinn í Viðey sumarið 1987, og „gömlu" sýningarnar eru að sjálfsögðu á sfnum stað. Safnið er opið alla daga nema mánudagakl. 10:00-18:00. Leið- sögn um safnið er kl. 14:00 á virk- um dögum, og kl. 11:00 og 14:30 um helgar. Veitingar í Dillonshúsi kl. 11:00-17:30, léttur hádegi- sverðurframreiddurkl. 12:00- 14:00. Ferðafélag íslands, dagsferðir á laugardaginn: Kl. 8:00, göngu- ferð á Heklu. Verð kr. 1000. Kl. 13:00, Viðey, brottför frá Sunda- höfn. Verð kr. 250. Sunnudagur: Kl. 8:00, dagsferð til Þórsmerkur. Verð kr. 1200. Kl. 13:00, Straumsel - Óttarstaðasel. Verð kr. 600. Brottförfrá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl, frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Hana nú, Kópavogi, lagt upp í laugardagsgönguna frá Digra- nesvegi 12, kl. 10:00 ífyrramálið. Verið með í bæjarröltinu í skemmtilegum félagsskap, sam- vera, súrefni, hreyfing og nýlagað molakaffi. Útivist, ferðir á sunnudaginn: Kl. 08:00, Þórsmörk - Goðaland. Dvalið 3-4 klst. í Mörkinni. Verð kr. 1200. Kl. 13:00, gönguferð á Esjuna, gengið frá Mógilsá á Þverfellshorn og Kerhólakamb (852 m.y.s.). Verð kr. 800. Kl. 13:00, Þerneyjarsund, léttog skemmtileg ganga um Álfsnes og Gunnunes. Verð kr. 800. Kvöld- ferð 29. júní kl. 20:00 í Viðey. Brottförfrá BSÍ, bensínsölu. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Göngudagur fjölskyldunnar, ungmenna- og skátafélög víða um land skipuleggjagönguferðir á laugardaginn, en nokkur félög verða með gönguna á sunnudag- inn vegna forsetakosninganna. Félag eldri borgara, opið hús á sunnudaginn, ÍGoðheimum, Sigtúni 3. Kl. 14:00, frjálst spil og tafl.dansaðfrá kl. 20:00-23:30. Þingvailakirkja, hásum- arsguðsþjónusta á sunnudaginn kl. 14:00. Minjar og saga, félag áhuga- manna um varðveislu og rann- sóknir menningarminja heldur sinn 2. fund í Norræna húsinu á sunnudaginn kl. 17:00. Magnús Magnússon mun flytja erindi um uppgröft og byggingu eftirlíkingar af Víkingaaldarbænum Jórvík (York), sem átti sitt blómaskeið á 10. öld. Soroptimistar, norrænirvina- dagar í Hamrahlíðarskólanum dagana 24.-26. júní. Þema nor- rænu vinadaganna er „Framtíð okkar með náttúrunni" og eru þátttakendur um 300. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.