Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 7
HEIMURINN Hve lengi ætlar þú, málfrelsistrantur, að níðast á þolinmæði ábyrgra og reyndra manna? (Teikning úr Krokodíl). Sovétríkin samtök sem væru öllum opin. Þar fyndu sér vettvang verklýðsfélög, ungkommúnistafélög, samvinnu- félög og allskonar samtök önnur, einnig þau sem kallast óopinber. Við þurfum að fá í lið með okkur æskuna sem enn óttast ekki neitt. Ná sambandi við eftirlaunamenn sem eru hættir að vera hræddir. Nota sem best fjölmiðla sem mjög hafa eflst að krafti. Með öðrum orðum - við þurfum að skapa raunverulegt svigrúm, skapandi hugsun, sem laus er undan kreddu og þjónustuvilja við háttsetta menn... En þetta er því aðeins mögulegt að starfið komi að neðan, að frumkvæði fjöldans, en ekki að ofan, ekki í framhaldi af tilskipunum." Og þá er næst að spyrja: hvað þýða slíkar hugmyndir, ef reyndar yrðu, fyrir stöðu Komm- únistaflokksins, sem hefur farið með einokunarvald á pólitískum hugmyndum og stjórnsýslu? Svona er rætt í Moskvu um þessar mundir. Þessir hluíir og margir aðrir verða á dagskrá í frá- sögnum fréttamanns Þjóðviljans í næstu helgarblöðum. Fyrstu greinarnar birtast í blaðinu á morgun og fjalla um „Kristnihald undir Gorbatsjov“ - það er að segja um hátíðahöld í tilefni þús- und ára afmælis kristnitöku í Rússlandi. ÁB Gestur í Moskvu verður fyrst af öllu var við eitt: menn hafa fengið málið. Hann ræðir við flokksstarfsmenn og hálfgerða andófsmenn, presta og blaða- menn og samtalið er fyrst og síð- ast eðlilegt: menn eru hættir því að vera sífellt að líta um öxl og gá hvort einhver er að hlusta. Menn eru heldur ekki að fyrtast í tíma og ótíma við útlendinginn og segja honum að hann beri fram ókurt- eisar spurningar og efasemdir og móðgi föðurlandið. Og hvað er þetta fólk að segja? Það er nú af ýmsu tagi. En fyrst og síðast ber mönnum saman um að glasnost gangi nokkuð vel en perestrojkan hægt. Hvað er átt við með því? Rætt er um flesta hluti Glasnost er málfrelsið og það stendur með blóma. Menn tala og skrifa mikið um „auða bletti í sögunni“ - um gífurlegar blóð- tökur Stalíntímans og þá glæpi alla. Menn leggja og ótrauðir út í að skilgreina þá tíma, ekki bara sem „frávik" frá góðum sósíal- isma - þeir tala um stjórnkerfi Stalíns sem blöndu af herskála- kommúnisma og lénsveldi og margt fleira segja þeir sem til skamms tíma hefði verið ramm- asta villukenning og glæpsamleg- ur fjandskapur við Sovétríkin. Menn ræða og spillingu og yfir- gang í samtímanum, óleyst þjóð- ernavandamál. Lesendabréfin hundskamma flokkinn fyrir risa- vaxnar skrifstofubyggingar (ráðhús!) sem rísa meðan fólk vantar sárlega húsnæði og sjúkra- hús eru yfirfull. Og þar fram eftir götum. Hvert sinn sem fólk kemur saman, sagði gömul vinkona mín, er haldinn málfundur. Ég var í sextugsafmæli um daginn og þar kom að afmælisbarnið hrópaði á okkur: munið þið ekki tilefni veislunnar, á ekki að segja eitt orð um mig, ætla allir að tala um perestrojku og ekki annað? Maður er að kafna í merki- legum bókmenntum, sagði annar vinur minn. Ég er áskrifandi að Heyrt og séð í Moskvu skömmufyrir flokksráðstefnu eftirArna Bergmann Kommúnistaflokkurinn á þingi: ekki verður allt samþykkt samhljóða. um flokksins - og gátu andmælt þeim og mælt með öðrum í stað- inn. Og allvíða gerðist það, að frambjóðandinn að ofan var felldur, en annar kosinn. En endanlega voru það héraðs- og borgar- og hverfanefndirnar sem ákváðu hverjir skyldu fara á flokksráðstefnuna. Með þessu móti voru ýmsir hörðustu bar- áttumenn perestrojkunnar felldir frá þátttölu í ráðstefnunni sem fulltrúar Moskvu (Korotsitj rit- stjóri Ogonjok, Zaslavskaja fé- lagsfræðingur, Popov hagfræð- ingur og fleiri) - meðan starfs- menn flokksins héldu sínum tryggu sætum og þeir sem þeir hafa velþóknun á. Að vísu tókst að bjarga málum fyrir horn með því að ýmsar flokksdeildir úti á landi tóku að sér menn eins og Korotsitj en sama er: mörgum finnst þeir hafi verið blekktir, einn sem svo kemst að orði er hinn áhrifamikli fréttaskýrandi fzvestía, Bovín. Aðrir segja að mjór sé mikils vísir og á ráðstefn- unni sjálfri muni búið til það kosningakerfi í flokknum sem rísi undir nafni. Sem fyrr segir: mönnum ber saman um að perestrojkan gangi ekki nógu vel. En samt hafi mikið gerst. Kreddufesta fólksins í þesu samhengi er fróðlegt að vitna til greinar sem fyrir skömrnu birtist í Ízvestía. Þar var fjallað um skoðanakönnun með- al almennings: fólk var spurt að því hvernig perestrojkan gengi. Þar svöruðu furðu margir á þá leið, að perestrojkan hefði þegar tekist, að málfrelsið væri nú orðið fullkomið, að þjóðernamálin væru leyst og annað eftir því. Það merkilega var, að greinarhöfund- ur var mjög óánægður með þessa útkomu. Hann sagði að hún bæri vitni um „kreddufestu hjá al- menningi,“ sem svaraði hugsun- arlaust eins og hann héldi að til væri ætlast: slíkur væri arfur fort- íðarinnar. í rauninni væri svo ótal margt ógert og ótal margur háski á ferðum. Ekki síst hjá þeim sem ættu hagsmuna að gæta í hinu gamla stjórnsýslukerfi, og ætluðu sér að kæfa perstrojkuna - ein- mitt með því að faðma hana sem fastast að sér og þykjast allt vilja fyrir hana gera. Aður en lauk tók þessi greinarhöfundur á loft og talaði á þessa leið: Nýr vettvangur „Við þurfum skipulag við hæfi sem gæti tekið að sér almenna leiðsögn fyrir óslitinni umræðu meðal þjóðarinnar. Skipulag sem drægi til sín nýjar pólitískar hug- myndir um land allt, skilgreindi þær og styddi við bakið á prakt- ískri nýtingu þeirra. Við þurfum átta tímaritum og ég kemst ekki út úr húsi fyrir lestrarfreistingum. Það sem hœgt gengur En perestrojkan - fram- kvæmdin sem á að taka við af orðunum - hún er öllu erfiðari. Allir tala um það hve erfitt það reynist að breyta stjórn efnahags- mála og koma á því sjálfstæði fyr- irtækja í innbyrðis samkeppni sem ætlast er til að rífi landið upp úr feni stöðnunar. Og eftir því sem gesturinn kynnir sér þau mál lengur, skilur hann betur það undarlega ráðleysi sem grípur viðmælendur hans öðru hvoru. Frá þeim hlutum - erfiðleikum perestrojkunnar, mun sagt í Moskvupistlum hér í blaðinu um næstu helgar. En tökum annað dæmi sem lítur að þeirri þróun til lýðræðis- legri starfshátta sem allir hafa á vörunum, en mætir drjúgum hindrunum. Þegar ég var í Moskvu skömmu eftir heimsókn Reagans var mikið rætt um kosningar fulltrúa til þeirrar flokksráðstefnu sem nú er að hefjast. Menn búast ekki við stórtíðindum af henni - en hún verður engu að síður merki- leg fyrir margra hluta sakir. Þar mun rætt um erfiðleika perest- rojkunnar, kannski verða sett ný ákvæði um kosningar í flokknum og takmarkanir á því hve lengi menn geta setið í ábyrgðarstöð- um. Einnig mun fjallað um hlut- verk Ráðanna - það er verulegur vilji til að gera kosningar til þeirra marktækar og auka umboð þeirra og vald - en í rauninni hafa Kommúnistaflokkurinn og deild- ir hans á hverjum stað stungið Ráðunum í vasann. Fulltrúakjör á ráðstefnu Ráðstefnan er altént nógu merkileg til þess að mönnum hitnar í hamsi við fulltrúakjör. Við það kemur nefnilega í Ijós hve margt vantar til að hægt sé að kjósa eðlilega og engar refjar. Einstakar flokksdeildir í fyrir- tækjum og stofnunum fengu til umsagnar frambjóðendur frá héraðsnefndum og borgarnefnd- Tekist á um perestrojku Goitatsjovs Föstudagur 24. júni 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.