Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 15
Og þetta líka... Þjálfi hrundi Fyrrum þjálfari, framkvæmdastjóri Arsenal og þjálfari Wimbledon og Leeds, Don Howe, var sendur á sjúkrahús þegar hann kom heim af Evrópukeppninni. Ástæðan var sú að hann féll í yfirlið við heimkomuna og skyldi engan undra eftir slakt gengi Englands. Hann er þó orðinn góður núna, kallinn. Ekkert röfl Forseti Real Madrid, Ramon Mend- oza, var rekinn sem varaforseti spænska knattspyrnusambandsins eftir að hann gagnrýndi Miguel Mun- oz þjálfara landsliðsins í útvarpsvið- tali. „Þessi afstaða hefur skaðað heiður ýmissa manna og hefur skaðað sambandið sjálft...við verð- um þess vegna að reyna að þrauka án þín," sagði forseti sambandsins Jose Luis Roca. Það eina sem Mend- oza sagði eftir að ákvörðunin var birt var: „Hans sendiboði var fijótari en minn!“ Ólympíu- leikarnir 1996 Belgradbúar hafa sótt um að halda sumar- Ólympíuleikana þar í borg 1996. Þeir sóttu um 1992 en Barce- lona hlaut hnossið. Manchester, Atl- anta, Melbourne og Toronto hafa einnig sótt um að halda leikana en líklega.verður það Aþena sem verður fyrir valinu því fyrstu Ólympíuleikarnir voru haldnir þar 1896 og því við hæfi að þeir fái leikana. Alþjóðaólympíun- efndin ætlar þá að hugsa sig vel um því ekki verður tekin ákvörðum fyrr en í september 1990. í minningu Youri llitchev Hópur sem kallar sig lærisveina dr. Youri llitchev ætlar að minnast fyrr- nefnds þjálfara síns frá því hér á árum áður með ýmsu móti. Þeir hafa gefið bikar sem skal veittur Valsmanni sem skarar framúr utan vallar eða innan, fara keppnisferð til Austurlands og leikagegn Einherjaog Hugins-mönn- um og taka þátt í Reykjavíkurh- laupinu. Meðal lærisveinana eru kunnir kappar: Hörður Hilmarsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Grímur Sæmundsen, Dýri Guðmundsson og Guðmundur og Vilhjálmur Kjartans- synir. McEnroe er óðum að komast í sigurform og hefur mikla möguleika á Wimbledon segir hans besti vinur, meðspilari og fyrrum Wimbledonspilari Peter Flem- ing sem fórnað hefur sínum ferli til að hjálpa McEnroe að ná fyrri frægð sem besti tenniskappi í heimi. Ætlun- in var að ná toppi á Opna Bandaríska mótinu en miðað við hvernig McEnr- oe lék á Opna Franska verður toppur- inn á Wimbledon. Schumacher samur við sig Sovétmenn hleypa ekki hverjum sem er innfyrir varnargirðinguna sem um- lykur hótelið þeirra í Evrópukepþn- inni. Tony Schumacher markvörður ætlaði að skreppa innfyrir til að heilsa uppá vin sinn Dasayev en kom að luktum dyrum. Hann varð æfur, hélt stutta afbakaða fyrirlestra um Glas- nost yfir vörðunum en varð samt frá að hverfa. Bar með börum í Hollandi þykir enginn bar vera bar með börum nema þar sé sjónvarp og í því séu sýnd sigurmörk Hollendinga gegn Þjóðverjum í undanúrslitunum. Stormað Um 60.000 aðdáendur Los Angeles Lakers stormuðu um götur Los Ange- les eftir sigurleikinn gegn Detroit Pi- stons. Mikið var sungið og dansað í göngunni og endaði hún við ráðhúsið í Los Angeles. Kvennafar Þjálfari Mike Tysons, Kevin Rooney, sagði um daginn að það væri ekkert aö því að hafa kvenfólk í æfingabúð- unum, svo framarlega sem ekki þurfi að elta það. Hann var líklega að hugsa um keppanda sinn, sem gagnstætt öllum venjum hefur haft konu sína með í æfingabúðir. Lengi hefur verið haft á orði meðal boxara (eða þjálfara þeirra) að kvennafar f æfingabúðum dragi úr þjálfuninni. IÞROTTIR 2. deild Þróttarasigur ÍR-Þrottur R...... 2-3 Tveir leikir voru fyrirhugaðir í gærkvöldi en veðrið hamlaði öðr- um. Því var aðeins einn leikur á milli ÍR og Þróttar sem var háður á Valbjarnarvelli. Breiðhyltingar byrjuðu vel því Bragi Björnsson lék á tvo Þrótt- ara og skoraði 1-0. Það tók Sig- urð Hallvarðsson 16 mínútur að jafna eftir fyrirgjöf Daða Harð- arssonar og á markamínútunni, 44., kom hann liði sínu yfir 1-2, enda var Þróttur mun betri í fyrri hálfleik. ÍR-ingar voru mun frískari í síðari hálfleik en Guðmundur Er- lingsson markvörður Þróttar bjargaði liði sínu oft vel. Á 85. mínútu skoraði Björgvin Björg- vinsson fyrir Þrótt beint úr auka- spyrnu og tryggði þeim sigurinn. ÍR-ingar náðu að krafsa í bakk- ann þegar ein mínúta var liðin af venjulegum leiktíma þegar Hall- ur Eiríksson potaði boltanum í netið eftir mikinn darraðardans í vítateig Þróttar. Þetta var fyrsti sigur Þróttar í íslandsmótinu og töldu margir tíma til kominn. Þeir verða hins vegar að sýna mun betri knatt- spyrnu ef þeir ætla að fá fleiri stig ímótinu. GuðmundurErlingsson var þeirra besti maður í leiknum og varði oft á tíðum snilldarlega. UBK-ÍBV............frestað 1. deild kvenna Einstefna KA-stúlkna Einn leikur fór fram í 1. deild í gærkvöldi. Þar léku KA og BÍ á Akureyri og fór leikurinn að mestu fram á vallarhelmingi ís- firðinga sem þó náðu nokkrum hættulausum skyndisóknum. í hálfleik höfðu Akureyringar skorað 2 mörk en þau hefðu auðveldlega getað orðið fleiri. Akureyringar bættu við þremur mörkum í seinni hálfleik og ís- firðingar einu en úrslitin voru ör- ugg- 1 .deild kvenna KA-BÍ.........................5-1 Mörk KA: Hjördís Úlfarsdóttir 2, Irís Thorleifsdóttir 1, Linda Her- steinsdóttir 1 og Eydís Marelsdóttir 1. Mark Bl: Sigurlín Pétursdóttir. Sigurður Hallvarðsson sést hér í baráttu við Breiðabliksmann en Sigurður var liði sínu mikilvægur í gærkvöldi þegar Þróttur vann ÍR. Leik Breiðbliks og Vestmannaeyinga var hins vegar frestað. Handbolti HSI sendir þjálfara til Afríku Þó að ekki sé mikið um hand- lenska landsliðið af fullum krafti. bolta í fréttum nú, æfir samt ís- Þeir æfa yfirleitt tvisvar á dag og Landsliðið (handbolta borðar nú í hverju hádegi á Sprengisandi, frítt. Að sögn Ingva Arnar Stefánssonar, framkvæmdarstjóra G.G.S. sem rekur staðinn, er matseðilinn aldrei sá sami og er settur saman í samráði við lækna liðsins með nautakjöt sem aðaluppistöðu. Forráða- menn HSÍ segja að maturinn hljóti að vera góður því landsliðsmenn- irnir hafi ekkert kvartað og alltaf borðað allan matinn sinn en það mun vera mjög sjaldgæft. Á myndinni sjást Bjarki Sigurðsson, Karl Þráins- son og Guðmundur Hrafnkelsson kýla vömbina, sællegir á svip. Mynd:Ari ______________________ Evrópukeppnin 46 ,Met Öfugt við ítalska landsliðið, sem hafa verið með opið hús nán- ast daglega, eru Sovétmenn með lokað hús á sínu hóteli. Jafnvel símafyrirspurnum um viðtöl við sovéska blaðafulltrúann hefur verið svarað með kurteisislegu ,4HÍet“. Þeir hafa aðeins haldið tvo blaðamannafundi sem báðir voru frekar illa sóttir. Sá fyrri var hald- inn 10. júní, daginn fyrir opnun- arleikinn þegar flestir voru að undirbúa sig, byrjaði seint um daginn og þjálfarinn, Valery Lo- banovsky, mætti hálftíma of seint. Seinni fundurinn var 19. júní og það markverðasta á þeim fundi var: „Þetta er síðasti fundur fyrir undanúrslit". Spurningum um hvort Igor Belanov og Dasay- ev yrðu með var ekki svarað. Þegar Lobanovsky var spurður um sigurmöguleikana svaraði hann að þeir væru 25% því liðin væru fjögur. Við spurningu um hvað honum þætti um Gianluca Vialli sagði hann: „Spurðu mig eftir leikinn.“ Valery Lobanovsky sem er 49 ára gamall hefur nóg að gera. Hann þjálfar bæði Dynamo Kiev og landsliðið og það virðist taka sinn toll af honum því hann var lagður inná spítala í mars sl. vegna hjartveiki. ítölsku frétta- mennirnir eiga erfitt með að fyr- irgefa honum fréttaleysið og gera gjarnan grín að honum. Segja hann fótboltavísindamann, sem noti tölvu við skipulag æfinga og mataræði leikmanna, og halda því fram að aðalstressvaldur hans sé ekki sá sami og Vicinis þjálfara ítala, fjölmiðlapressa, heldur upplýsingatregða. Sovésku fréttamennirnir eiga líka erfitt með fá upplýsingar. -ste eru allt að 24 klukkustundir á viku í æfingum. Þaraf leiðandi geta margir af landsliðsmönnun- um ekki unnið mikið en þeir njóta flestir mikils velvilja á vinnustöð- um sínum. Það er ekki bara liðið sjálft sem er til staðar á æfingum heldur þarf lækni, þjálfara og að- stoðarmenn. Veitingahúsið Sprengisandur, sem hlutafélagið G.G.S. rekur, hefur haft allt liðið í mat eftir hverja morgunæfingu, HSÍ og keppendum að kostnaðarlausu. Fæðið er vandlega samansett af kokkum hússins og lækni liðsins en þetta sparar HSÍ verulegar fjárhæðir, allt að 1 miljón auk þess að losna við alla fyrirhöfn- ina. Til Afríku í samvinnu við Þróunarsam- vinnufélagið og Bresku samveld- islöndin hefur Handknatt- leikssambandið ákveðið að senda í sumar tvo þjálfara, Hilmar Björnsson og Viðar Símonarson, til Afríku, nánar tiltekið Nígeríu og Tansaníu en fleiri lönd verða kannski inní myndinni. Þar ínunu þeir halda þjálfaranámskeið með að minnsta kosti fulltrúum 20 Afríkulanda. Þessi sending er líka hugsuð með atkvæði Afríkuþjóða þegar gengið verður til atkvæða um hverjir fá að halda næstu heimsmeistarakeppni í hand- bolta sem fram fer 1993. í Afríku eru að minnsta kosti 22 þjóðir sem hafa atkvæðisrétt en ákvörð- unin verður tekin 14. september. Fullvíst er að Norðurlöndin styðji Svía en margar Evrópuþjóðir er á íslands bandi og það gæti einnig hjálpað HSÍ að Svíar halda á þessu tímabili norrænt skíðamót. Fjármagn hefur eins og venju- lega mikið að segja í þessu máli en f Svíþjóð er skipting milli fjármögnunar þannig að ríkið borgar 80% og sérsamböndin 20% en hér á landi snúast þessi hlutföll við. Næstu verkefni Landsliðið mun halda til Þýskalands og keppa þar 8. júlí nokkra leiki við Vestur- Þjóðverja. Þarnæst er sterkt mót í Austur-Þýskalandi þar sem auk íslendinga og heimamanna taka þátt Pólverjar, Tékkar, Búlgarar og Frakkar. -ste Um helgina 24.-27. júní Tennis Prince-tennismótið byrjar á tennis- vellinum í Fossvogi mánudaginn 27. júní og stendur tram á föstudag. Byrj- að verður á keppni í einliðaleik pilta og stúlkna. Golf Mikið verður að ske í golfinu þessa helgi, Laugardag: Jónsmessumót Föstudag og laugardag: Arctic Open, Golfklúbbur Akureyrar. Laugardag og sunnudag: Topp- mót, Golfklúbbur Suðurnesja. Sunnudag: Opið mót hjá Golf- klúbbi Borgarness. Fótbolti 1.d. kl.20.00 ÍA-KR 1 ,d. kl.20.00 Þór-Víkingur 1.d. kv. kl.20.00 Fram-ÍA 1 .d. kv. kl.20.00 KR-Stjarnan 1. d. kv. kl.20.00 ÍBK-Valur 2. d. kl.20.00 Selfoss-Tindastóll 2.d. kl.20.00 KS-Víðir 2.d. kl.20.00 FH-Fylkir 2. d. kv. kl.20.00 Afturelding-KS 3. d. A. kl.20.00 Grótta-Afturelding 3.d. A. kl.20.00 Njarðvík-Víkverji 3.d. A. kl.20.00 ÍK-Grindavik 3.d. A. kl.20.00 Stjarnan-Leiknir R. 3. d. B. kl.20.00 Reynir Á-UMFS Dal- vik 4. d. D. kl.20.00 íþr.Neisti-Vaskur Frjálsar Essofrjálsíþróttameistaramót (s- lands hefst á laugardaginn og lýkur á mánudaginn í Laugardalnum. Allt besta frjálsíþróttafólkið mætir þar til leiks því til að eiga möguleika á lands- liðssæti verður það að keppa á þessu móti en margir hafa áður tekið erlend stórmót fram yfir. Allar líkur benda til þess að Wolfgang Schmidt muni taka þátt í mótinu sem gestur. Staðan Fram 6 5 1 0 13-2 16 KR 6 4 1 1 12-7 13 IA 6 3 3 0 9-3 12 KA 6 3 1 2 6-8 10 Valur 6 2 2 2 7-5 8 ÍBK 6 1 3 2 8-9 6 Víkingur 6 1 2 3 4-11 5 Leiftur 6 0 4 2 4-6 4 Þór 6 0 4 2 5-8 4 Völsungur 6 0 1 5 3-12 1 Markahæstir 7 Guðmundur Steinsson, Fram 3 Aðalsteinn Víglundsson, ÍA 3 Björn Rafnsson, KR 3 Pétur Pétursson, KR 3 Steinar Ingimundarson, Leiftur 3 Sæbjörn Guðmundsson, KR Föstudagur 24. júní 1988 ÞJÓÐVILJiNN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.