Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 16
—SPUFtNINGIN— Spurningin Hvað finnst þér um væntanlegar forseta- kosningar? HaukurVagnsson tónlistamaöur Mér finnst þetta nú hálf heimsku- legt allt saman en ég ætla aö kjósa og er löngu búinn að gera upp við mig hvorn frambjóðand- ann ég ætla að kjósa. Nanna Heiðarsdóttir verslunarmaður Mér finnst þetta hrein peningasó- un. Ég er ákveðin í að kjósa og er löngu búinn að gera ákveða hvora ég kýs mm Auður Gunnarsdóttir sálfræðingur Ég hef ekkert á móti þessum kosningum. Sjálf er ég búin að ákveða hvora ég ætla að kjósa. Friðrik Jónsson fv. kennari Mér finnst að það sé alger óþarfi að vera að standa í þessu. Ef forseti sem þjóðin er ánægð með vil sitja áfram á ekkert að vera að stofna til kosninga um forseta. Ég fer á kjörstað. Steinn Frímannsson verkfræðingur Ég held að þessar kosningar séu byggðar á misskilingi. Ég er á- kveðin í að kjósa. þJÓÐVIUINN Föstudagur 24. júní 1988 141. tölublað 53. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Forsetakosningarnar Lokaspretturinn á stuðningsmönnunum Áshildur Jónsdóttir: Stuðningur við Sigrúnu Þorsteinsdóttur eykst stöðugt. Svanhildur Halldórsdóttir: Vígdís nýtur víðtœks stuðnings Á morgun gengur íslenska þjóðin að kjörborðinu og velur sér forseta. Þetta er í fjórða sinn sem kosið er um forseta síðan lýð- veldið var stofnað. Við litum inn á kosningaskrifstofur frambjóð- endanna, en þar er nú verið að leggja síðustu hönd á kosninga- baráttuna. Fyrst lá ieiðin í Tem- plarasund þar sem stuðnings- menn Sigrúnar Þorsteinsdóttur hafa komið sér fyrir. - Við ljúkum okkar baráttu með útifundi á Lækjartorgi í dag. Við erum mjög ánægð með þann hljómgrunn sem Sigrún hefur fengið undanfarna daga, sagði Áshildur Jónsdóttir kosningar- stjóri Sigrúnar Þorsteinsdóttur, en hún ásamt fjölmörgum öðrum stuðningsmönnum Sigrúnar voru í óða önn að undirbúa lokaátak kosningabaráttunnar. Áshildur sagði að aðal starfið hefði verið að heimsækja vinnustaði víða um land, til að kynna þær hugmyndir sem Sigrún hefði um forsetaemb- ættið. - Við verðum með mikið starf hér á morgun sjálfan kjördaginn, það verður hér bílafloti sem kem- ur til að þjóna þeim kjósendum sem vilja láta aka sér á kjörstað, einnig verður hægt á fá allar upp- lýsingar hér, svo sem varðandi kjörskrá og annað það sem kjós- endur þurfa að vita, sagði Áshild- ur kosningarstjóri Sigrúnar, en Áshildur var ekkert yfir sig ánægð með nágranna í Templar- asundinu sem höfðu hengt upp nokkrar myndir af Vigdísi Finn- bogadóttur forseta í stigaganginn sem Sigrún og hennar fólk á leið um þegar þau ganga til skrifstofu sinnar. Eftir að hafa virt fyrir sér myndir af Vigdísi Finnbogadótt- ur með Áshildi í stigaganginu í Templarasundi lá leiðin upp í Garðastræti þar sem stuðnings- menn Vigdísar hafa komið sér fyrir. Þar var einnig í nógu að snúast. - Við erum að sjálfsögðu mjög bjartsýn, Vigdís nýtur mikils stuðnings, mér finnst sérstaklega gaman af öllu því unga fólki sem hefur samband hingað til að fá alls konar upplýsingar um kosn- ingarnar, sagði Svanhildur Hall- dórsdóttir kosningarstjóri Vig- dísar, en hún stjórnaði einnig kosningabaráttu hennar þegar hún var kjörin forseti 1980. - Það er ekki hægt að bera þessar kosningar saman, þetta Stuðningsmenn Sigrúnar Þorsteinsdóttur standa nú í ströngu þessa síðustu daga fyrir kosningar. Áshildur Jónsdóttir kosningastjóri t.v. mynd ARI Svanhildur Halldórsdóttir t.h. kosningarstjóri Vigdísar segir að stuðningsmenn hennar hafi í mörg horn að líta þessa dagana. mynd ARI. eru svo ólíkir tímar, sagði Svan- hildur og bæti við að hún efaðist ekki um að fólk myndi nota kosn- ingarrétt sinn á morgun engu síður en 1980. Um starfið á kjördag sagði hún að ætlunin væri að opna skrif- stofu á Suðurlandsbraut, þaðan sem starfinu á kjördag yrði stjórnað. Þar verða til taks bílar fyrir þá sem vilja láta aka sér á kjörstað. Einnig verða þar gefnar upplýsingar um kjörskrá og ann- að það sem kjósendur verða að vita. í Garðastrætinu verður hins vegar miðstöð fyrir sambandið við önnur kjördæmi. -sg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.