Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 5
iiMim líikÉm mWm mimiim Wimiiiim IllM En þýða þær breytingar sem nú verða á stöðu rússnesku kirkj- unnar að um einskonar trúar- vakningu sé að ræða? Til dæmis að unga fólkið flykkist nú í kirkj- urnar til að forða sér úr andar- teppu efnishyggju, eins og einatt er um talað? Við því fást ekki skýr svör. Fíl- aret segir að menn hafi of lengi talið að „rödd úr ræðustóli“ væri þýðingarmeiri en rödd samvisk- unnar og sé það vel að menn séu aftur farnir að lyfta samviskunni til vegsemdar. Boris Nitsjiporov, ungur prestur sem einnig hefur sálfræðipróf frá Moskvuháskóla, talar um sína leið til kristni: „Ég var,“ sagði hann, „þreyttur og tómur á sérgóðri leit að skemmt- unum, á siðferðilegum sljóleika, á afskiptaleysi mínu um aðra menn.“ Kvöldið áður en ég fór frá Moskvu sat eg á tali við tvo gamla vini. Annar sagði: Trú mín á gott þjóðfélag sem rís á þekk- ingu og einhverri „réttri" pólití- skri kenningu, hefur verið frá mér tekin - en aldrei skal ég taka í staðinn blekkingu trúarinnar. Hinn sagði: f>ú um það, en ég segi fyrir sjálfan mig - mér liði betur hefði ég verið alinn upp í trú. Þeir Stojkov vararektor og Je- lagin prófastur töldu ekki að um verulega aukningu á sókn ungs fólks í kirkjuna væri að ræða. Stojkov sagði að áhugi ungs fólks á kirkjunni væri meiri en áður, en einatt takmarkaðist hann við áhuga á sögu og menningu: á þetta trúðu mínir forfeður, þetta verð ég að vita eitthvað um. Stundum kæmu hópar frá nýjum „óformlegum" samtökum í kirkj- una að spyrja presta úr þeirra i ruaoar Konur: einn Kari a moti tiu frekar í hug en tilboð frá stjórnvöldum til trúaðra um sam- starf í þágu perestrojkunnar hans Gorbatsjovs. Kommúnist tók það fram að kristnir menn ættu sérstaka virðingu skilda fyrir það að margir þeirra væru mjög heiðarlegir og duglegir og því mikils virði að þeir treystu stjórnvöldum til að ganga ekki á hluta þeirra. Khartsjev, yfirmað- ur Trúmálaráðs ríkisins, segir hreinskilnislega: „Ég er sannfærður um að örlög perestrojkunnar eru um margt háð afstöðu trúaðra til hennar... Hér er um tugi miljóna að ræða... ef trúaðir sjá að perestrojka hafn- ar með öllu afstöðu til trúaðs manns sem „annars flokks“ þá tel ég víst að þeir verða einlægir bandamenn og þátttakendur í breytingunum". (Viðtal í Ogonj- ok). Er nóg að gert? En finnst trúuðum nóg að gert til að rétta hlut þeirra? Peir eru varkárir í svörum um það. Pað er svo margt í athugun, segja þeir, kannski fáum við að opna tvær nýjar kirkjur í Lening- rad, segir Stojkov, kannski verð- ur opnað klaustur í Novgorod segir Jelagin. Fflaret mítropolíti í Kænugarði krafðist þess í viðtali hátíðisdagana, að hætt yrði að þjarma að trúuðum á vinnustað með því að reyna að „ala þá upp“ í guðleysi, eða losna við þá. Megi hver og einn - guðleysingi sem trúaður - reyna að nota sína sannfæringu í friði „til að hreinsa samvisku sína og bregðast af næmleika við rangindum,“ sagði hann. Jelagin prófastur í Hólmgarði, staðgengill mitrópolitans i Len- ingrad, yfirmaður 40 klerka í 25 kirkjum, hann neitaði því hins- vegar að sér bærust kvartanir um slíkar hremmingar á vinnustöð- um trúaðra. Ég veit ekki hvernig þetta er hjá þeim í Úkraínu, sagði hann, ég hefi ekki verið þar. Kannski fór hann undan í flæm- ingi vegna beiskrar reynslu fyrri ára, maður veit það ekki. Hann sagðist hinsvegar fá kvartanir frá sóknarbörnum um að tilteknir prestar vanræktu starf sitt eða virtu ekki rétta siði. hans gekk með nokkrum blaða- snápum um prestaskólann („Andleg akademía" heitir hann) og sýndi þeim m.a. prýðilegt ík- onasafn sem skólinn á. Guð- fræðineminn nam staðar við mynd Heilags Georgs sem krem- ur drekann og segir: Pessi íkoni segir okkur margt um það, hvers vegna svo illa er komið fyrir mennskri kind á okkar öld sem raun ber vitni - tvær heimsstyrj- aldir og sú þriðja vofir yfir. Það er vegna þess að nú eru uppi svo fáir helgir menn. Að tala við fólk Guðfræðineminn var helst til ánægður með sjálfan sig, en ég fór að hugsa um unga stúlku sem ég hafði heyrt tala við heittrúað- an karl í Úspenskíkirkjunni þá um morguninn. Hún var feimin og bljúg og vildi gjarna eignast trú, en karlinn var frekar við- skotaillur við hana og sagði að hún teldi sig betri en aðra, af því hún hefði gengið á háskóla og vildi vísindaleg svör um hluti sem slík svör giltu ekki um. Ungt fólk í Sovétríkjunum spyr meira um trú en áður - en eins víst að kir- kjan sé illa í stakk búin til að svara. Meðal annars vegna skorts á mönnum sem geta brúað þau fljót sem skilja að venjulegt ungt fólk sovéskt og heim kirkjunnar, sem í mörgum skilningi talar á annarri tungu en það. Pað skrýtna er, að sagnfræðingurinn í útvarpsþættinum, sem ég áður nefndi, var betri talsmaður kristni en sumir klerkar sem ég hitti. Hann brýndi fyrir fólki að kristileg auðmýkt væri ekki nið- urlæging heldur viðurkenning á eigin ófullkomleika. Hann sagði að kristin siðfræði byði mönnum að fyrirgefa móðgun sem þeim sjálfum er sýnd, en ekki að þeir fyrirgefi yfirgang við aðra menn - „því þá ert þú sjálfur kominn í flokk með yfirgangsmönnum," sagði hann. Svona eru þverstæðurnar margar og sérkennilegar á þús- und ára afmæli kristnitöku í Rússlandi. Staða kirkjunnar Staða rússnesku kirkjunnar nú um stundir er í stuttu máli þessi: Starfandi eru tæplega 7000 kirkjur, 20 klaustur og þrír prestaskólar með eitthvað á ann- að þúsund nemendur. Enginn veit hve marga á að telja trúaða (eru það þeir sem eru skírðir, þeir sem koma í kirkju á páskum, þeir sem sækja kirkju reglulega?) en þeir skipta áreiðanlega tugum miljóna. Kirkjan sætti miklum kárínum (eignaupptöku, lokun kirkna, handtökum presta) á þriðja og fjórða áratugnum. Én á stríðsárunum samdi Stalín eins- konar frið við kirkjuna og voru um 15.000 kirkjur starfandi þegar hann lést. Khrúsjof gerði svo nýja atlögu að kirkjunni um 1960 - hann þóttist vera á hraðferð inn í kommúnismann og þar væri ekkert pláss fyrir trúarbrögð. Nú keppast menn við að játa slíka viðleitni rangláta og heimsku- lega. Embættismenn ríkisins stíga á stokk og iðrast þess að söfnuðum hefur verið neitað um að opna kirkjur, að synjað hefur verið um fjölgun munka í klaustrum (þeir fá ekki búsetu- leyfi hjá yfirvöldum), að allskon- ar fáránlegir hlutir hafa verið hafðir að yfirvarpi til að þrengja kost safnaða („þið megið ekki hafa hvelfingu á bænahúsinu ykk- ar, hún sést frá barnaskólanum," segir í einni tilskipan í tilteknum bæ). Þessir embættismenn ríkis- ins segjast að vísu sem fyrr vona að trúarbrögð séu á undanhaldi, en það verði að vera eðlileg þró- un og óþvinguð og án þess að þjarmað sé að samviskufrelsi manna. Yfirbótarverk ríkisins Yfirbótarverk ríkisins núna eru sem hér segir: Það er verið að opna nýjar kirkjur og skrá nýja söfnuði (70 rétttrúnaðarsöfnuði til þessa á afmælisárinu). Kirkjan opnar á ný þrjú klaustur, m.a. eitt nunnuíclaustur sem mun m.a. fást við aðhlynningu aldraðra (en kirkjan hefur til þessa ekki fengið að reka líknarstofnanir). Greitt hefur verið fyrir því að guðfræð- inemum hefur fjölgað um allt að því helming. Við erum alltaf að bæta við okkur nemendum og húsnæði, sagði vararektor guð- fræðiakademíunnar í Leningrad, Stojkov, í viðtali við mig. Biblían kemur út í hundrað þúsund ein- tökum, og leyfi fékkst fyrir innf- lutningi á 150 þús. gjafabiblíum- „en það er of lítið,“ sagði Stojk- ov. Kannski fáum við bráðum að gefa út kver handa börnum, sagði hann. Bandalag við perestrojkuna Almenningur verður svo mest var við breytta afstöðu til kirkj- unnar í fjölmiðlum: kirkja og kristni eru ekki sífellt tengd við eitthvað neikvætt (ofstæki, and- stöðu við vísindi, spillingu klerka osfrv.) heldur er þvert á móti reynt að sýna hlutlægni, draga fram kosti, menningarsögulegt gildi kristninnar og þar fram eftir götum. Petta sá ég greinilega, m.a. á Guðleysissafninu sem er til húsa í Kazandómkirkjunni í Leningrad - þar hafði síðan ég kom þar síðast verið tekið niður ýmislegt herfilegt um trúarbrögð- in, í máli leiðsögumanna var lögð áhersla á fegurð og hreinleika frumkristninnar sem hefði spillst síðan af samkrulli kirkjunnar við ríkisvaldið. Reyndar er stundum skrifað svo í sovésk málgögn, m.a. fræði- legt málgagn flokksins, Komm- únist, að manni dettur ekkert * JSs^ ’V s - ' , ' ____ f"' * ■ -' '■;-/'■ V ■ - Kropið við helgimyndavegginn - konungshliðið til hægri. Sunnudagur 26. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.