Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 12
Blómálfar í sviðsljósi John Ono Lennon - Yoko Ono Lennon - um ástina og friðinn „Hvað segir það okkur þegar friðarsinnareins og Mahatma Gandhi og Martin Luthereru myrtir?" sagði John Lennon í einum af síðustu viðtölunum sem tekin voru við hann. Lennon hefur að sjálfsögðu ekki grunað að hans eigin ör- lög yrðu að falla fyrir byssu- kúlu Á tímum umræðu um afvopn- un og vaxandi þrýstings almenn- ings um frið er ekki úr vegi að líta aðeins yfir feril Lennons, ekki sem tónlistarmanns, heldur sem baráttumanns fyrir friði; ástinni. Sérkennilegar aðferðir hans vöktu athygli og fengu hóp fólks til að leggja við hlustir, hóp sem ráðamenn heimsins náðu ekki til. Eins og allir sem lifa við kast- ljós fjölmiðla var Lennon um- deildur og ósjaldan misskilinn. Blaðamönnum var oft meiri akk- ur í að mynda hann og Yoko sam- an í rúminu en hlusta á þann boð- skap sem þau fluttu. Eftir morðið á Lennon hefur Yoko öðlast mikla virðingu í New York og þá ekki hvað síst fyrir baráttu sína fyrir friði. í lok sjötta áratugarins var sú manneskja yfir tíu ára aldri varla til sem ekki þekkti The Beatles. Plötur þeirra seldust í upplögum af áður óþekktri stærðargráðu. Það kom varla svo út dagblað að ekki væri í því frétt af þessum ótrúlegu fjórmenningum. Þeir voru hetjur, saga þeirra ævintýri. Fjórir strákar úr verkalýðsstétt frá sjávarplássinu Liverpool höfðu öðlast ótrúlega frægð og ótrúlegan auð. En í öllum látun- um vildi gleymast að The Beatles voru fjórir venjulegir menn. í augum almennings voru þeir á sama bekk og Zorro og Rauðhetta, tilvera þeirra hlýddi rökum ævintýrisins. Bakhliðin Ótvíræður leiðtogi þessarar hljómsveitar var John Lennon. Frumlegheit hans og hvatvísi gerðu hann snemma að uppá- haldi fjölmiðla. Hvorki hann né hinir Bítlarnir gerðu ráð fyrir því að vinsældirnar entust að eilífu en svo virtist sem ævintýrið ætlaði aldrei að enda. Frægðin hafði fleira en skemmtilegt í för með sér og segja má að hún hafi gert þá fjórmenninga að frægustu föng- um í heimi. Þeirgátu ekki farið út fyrir hússins dyr án þess að vera í fylgd lögreglu, aðdáendur vökt- uðu þá með vökulu auga fanga- varðarins. Allt frá 1965 hafði Lennon langað að yfirgefa The Beatles. Á unglingsárum sínum í Liverpool hafði hann lagt stund á listnám og hafði mikla þörf fyrir viðurkenn- ingu sem listamaður. Þessa viður- kenningu fannst honum hann ekki fá í The Beatles, múgurinn hrópaði einfaldlega BRAVÓ yfir öllu sem þeir sendu frá sér. En að yfirgefa The Beatles var meira en að segja það. Hann gerði sér grein fyrir því að heimurinn elsk- aði ekki John Lennon heldur the Beatles og jók það enn á þörfina fyrir persónulega viðurkenningu. Hann hafði alla tíð verið óút- reiknanlegur persónuleiki og það sem skólayfirvöld á öllum tímum kalla óróaseggur. Löngunin til að ögra heiminum með því að slíta „hjónabandi" fjórmenninganna lét hann ekki í friði. En eins og hann sagði sjálfur, vissi hann ekki hvernig best væri að fara að því. Frelsandi engill eða kvendjöfull Árið 1966 urðu straumhvörf í lífi Lennons þegar hann kynntist Lennon var mikill aðdáandi Bob Dylan. Hér er hann með Yoko sinni á tónleikum goðsins íseptember 1969. japönsku framúrstefnulistakon- unni Yoko Ono. Yoko hafði unn- ið sér nafn í New York sem ein af frumlegustu framúrstefnulista- mönnum samtímans. Lennon frétti af væntanlegri sýningu hennar í London og kvöldið fyrir opnun sýningarinnar kíkti hann inn. Honum fannst list samtí- mans yfirleitt leiðinleg vegna þess hve hún var neikvæð að hans mati. Eitt af verkum Yoko gerði það hins vegar að verkum að forvitni hans fyrir þessari konu var vakin. Verkið var stigi og við hlið hans skilti þar sem gestum var boðið að ganga upp. Lennon prílaði upp stigann og þegar hann skoðaði pínulítið orð á loftinu með stækkunargleri sá hann að orðið var JÁ. Þessum kynnum lýsti hann sem frelsun og í fyrsta skipti hitti hann einhvern sem þekkti ekkert af lögum The Beatles og hafði eng- an áhuga á dægurtónlist. í Yoko sagðist hann hafa fundið mann- eskju sem skildi hann fullkom- lega sem listamann og sem mann- eskju. Þau fundu til sams konar einmanaleika sem hafði fylgt þeim frá barnæsku. Þau höfðu lifað við foreldraleysi, þó af ólík- um toga. Yoko var dóttir eins ríkasta manns heims, eiganda Bank of Tokyo og var mestmegnis alin upp af barnfóstr- um. Móðir Lennons dó þegar hann var barn og föður sinn sá hann svotil aldrei. Hann var alinn upp af frænku sinni og þó hún sæi ekíci sólina fyrir honum, bætti það ekki að fullu foreldramiss- inn. „Einmanaleiki okkar var sá sami, við vorum sama persónan í tveimur líkömum. Báðum fannst okkur við vera misskilin, loksins höfðum við fundið einhvern sem skildisagði Yoko í viðtali 1983. Sams konar yfirlýsingar hafði Lennon margoft gefið. En aðdáendurThe Beatles sáu hlutina í öðru ljósi. í þeirra augum var Yoko Ono kvendjöf- ull sem furðuleg uppátæki hennar og Lennons sönnuðu. Hún var kolrugluð japönsk gribba sem hafði tangarhald á goðinu og síst af öllu datt aðdáendunum list í hug þegar Yoko var annars veg- ar. Þegar heiminum var svo til- kynnt að The Beatles heyrðu sög- unni til varð hún að blóraböggli og á örfáum dögum ein hataðasta kona heims. Blaðamenn sýndu engu meiri þroska en hinir blindu aðdáendur og gerðu engar til- raunir til að komast að því hver Yoko Ono var í raun. Tíminn hefur hins vegar leitt í ljós að Yoko var að mörgu leyti langt á undan sinni samtíð. Hún var að gera svipaða hluti fyrir 10-15 árum og þykja hvað frumlegastir í dag. Lennon tók miskunnarlausar árásir á Yoko ákaflega nærri sér enda fólst í þeim ákveðið van- traust á hann. Listrænt samstarf þeirra hjóna leiddi hann inn á nýjar brautir, stórstjarnan var lögð á hilluna og ímyndunarafl- inu gefinn laus taumurinn. Nýtt þroskaskeið Saman frömdu Lennon og Yoko hina ýmsu gjörninga sem oftar en ekki voru misskildir. Einn af þeim var nokkuð sem þau hjónakorn kölluðu Pokastefnu (Bagism). Þau tóku upp á því að mæta opinberlega innpökkuð í hvítan poka. Meiningin með þessu var að fólk væri svo upp- tekið af Lennon sem stjörnu að það heyrði ekki hvað hann segði. Til að valda fólki minni truflun- um talaði hann innan úr poka. Flestir urðu svo slegnir yfir uppá- taíkinu að skilaboðin fóru fram- hjá þeim. Þá víkkuðu þau gjörn- inginn út og sendu annað fólk í staðinn fyrir sig í pokanum. Seg- ulbandsupptaka með röddum þeirra var spiluð en sjálf fylgdust þau með atburðinum í beinni út- sendingu í sjónvarpi. Frægasti gjörningur hjónanna var á efa „friðarvika í rúminu". Þann 20. mars 1969 flugu þau til Gíbraltar þar sem þau stoppuðu í 12 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 26. júnf 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.