Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 8
 SKÁK Heimsmeistaraeinvígin 1. grein Rösk hundrað ár frá sérstœðri bar- áttu Steinilz og Zukertort „Ég er besti skákmaður heims. Á því er ekki minnsti vafi,“ sagði Bent Larsen eitt sinn í frægu við- tali er sól hans skein hvað skærast. „En þú ert ekki heimsmeistari," sagði blaðamað- urinn. „Koma tímar. Áskorenda- keppnin er að byrja og sam- kvæmt mínum kokkabókum eru sigurstranglegustu keppendurnir þessir: 1. Bent Larsen 2. Larsen 3. B. Larsen," svaraði Bent og glotti. Þeir eru margir skákmeistar- arnir sem létu sig dreyma um heimsmeistaratitilinn. Larsen er einn þeirra sem var aðeins hárs- breidd frá því að ná tindinum. Skáksagan er krökk af einkenni- legum dramatískum frásögnum um heimsmeistarakeppnina. Tschigorin, Schlechter, Keres, Bronstein, Kortsnoj eru nöfn sem skákunnendur þekkja. Þeim líkt og Larsen varð fótaskortur rétt áður en takmarkinu varð náð. Ég hef tekið saman nokkrar greinar um sögu heimsmeistara- einvígjanna sem munu birtast af og til hér í blaðinu. Þetta er fyrsta greinin. Austurríkismaðurinn Wilhelm Steinitz er fyrsti opinberi heimsmeistarinn þó á undan hon- um hafi komið engu minni meist- arar, eins og Fransmaðurinn Philidor, Þjóðverjinn Adolph Andersen eða bandaríski snillin- gurinn Paul Morphy. Heims- meistaratign Steinitz kom til með þeim hætti að árið 1866 vann hann Andersen í einvígi í London 8:6. Hann tók sér þá titilinn „heimsmeistari í skák“ flestum til mikillinar furðu því þetta var fyrsta meiriháttar afrek hans við skákborðið. Hann var tekinn mátulega alvarlega og um langt skeið mátti hann una því að vera álitinn hálfgerður grínkóngur í skákheiminum. Hann óx þó að áliti með eftirtektarverðum sigr- um yfir samtíðamönnum sínum Blackburne og Bird og vann sterkt mót í Vín árið 1973. Tíu árum síðar var haldið í London mót með flestum sterkustu skák- mönnum heims. Þar sigraði ung- ur skákmaður að nafni Zukertort og lýsti sig umsvifalaust heims- meistara í skák. Við þá ringulreið sem skapaðist í skákheiminum var stofnað til fyrsta viðurkennda heimsmeistaraeinvígisins milli Zukertort og Steinitz. í dag er litið svo á að hvorugur hafi borið heimsmeistaratign. Þetta var því fyrsta opinbera einvígið um heimsmeistaratitilinn, og reyndist magnþrungin keppni sem hafði mikla eftirmála. Vart er hægt að ímynda sér ó- líkari manngerðir en þessa tvo sem settust að tafli í Manhattan skákklúbbnum í New York 11. janúar 1886 fyrir röskum 100 árum. Hermann Zukertort var þá 44 ára. Hann var skylmingamað- ur, hestarnaður, talaði eigi færri en 11 tungumál, var læknir að at- vinnu og sem slíkur liðsmaður Prússa í hernaðinum gegn Dönum, Austurríkismönnum og Frökkum og vann til margra heiðursmerkja fyrir framgöngu sína. Hann mun hafa nálgast öll viðfangsefni sín með ótrúlegum metnaði; hafði varla látið í minni pokann fyrir nokkrum á lífsleið- inni. Allt þar til hann mætti Steinitz. Wilhelm Steinitz var alger andstæða Zukertorts. Hann var tæplega fimmtugur þegar einvíg- ið fór fram, fæddist í Prag í maí 1836. Foreldrar hans voru gyð- ingar og bundu vonir sínar við að drengurinn yrði rabbíi en snemma bar á miklum skák- áhuga, enda fór svo að hann hafði skákina að lifibrauði sínu alla ævi. Steinitz hafði gífurleg áhrif á hugsun manna við skákborðið og gekk til taflsins með allt öðru hugarfari en samtíðamenn hans. 19. öldin var tímabil rómantísku stefnunnar í skákinni. Ein um- deildasta kenning Steinitz var sú að biskupar væru sterkari en riddarar og gekk það þvert á viðurkenndar skoðanir. Riddar- ar voru í hávegum hafðir enda nýttust þeir vel í leikfléttum og brellum ýmsum. Ýmsar byrjanir Steinitz voru torskildar en í dag njóta þær nokkurra vinsælda sem sýnir hversu langt hann var á undan sinni samtíð. Zukertort hafði glæsilegan skákstfl, fórnaði mönnum á báðar hendur og var að þeim sökum mun vinsælli skákmaður en Steinitz. Flest benti til þess að Zukert- ort endurtæki afrek sitt frá mót- inu í Vín. Hann tapaði að vísu fyrstu skákinni en gerði sér lítið fyrir og vann næstu fjórar. Annar hluti einvígisins fór fram í St. Lo- uis og þar jafnaði Steinitz metin með þrem sigrum og jafntefli. Síðasti hlutinn var tefldur í New Orleans og Steinitz var enn í sókn. Þegar tefldar höfðu verið 20 skákir hafði Steinitz unnið tíu, gert fimm jafntefli og tapað fimm. Með þessum sigri öðlaðist hann loks fulla viðurkenningu sem heimsmeistari og hélt titlin- um í átta ár. Zukertort undi hlut- skipi sínu illa. Hann þoldi illa að tapa, hafði viðkvæma lund lista- mannsins og náði sér aldrei á strik aftur við skákborðið, tapaði t.a.m. einvígi fyrir Blackburne með miklum mun ári síðar, en Blackburne hafði áður reynst honum auðveldur viðfangs. Arið 1888 lést Zukertort úr heilablóð- falli. Skákir þessara meistara voru margar hverjar afbragðs vel tefl- dar þó byrjanaþekking væri ekki á sama stigi og hún er í dag. Skákin sem ég tek til meðferðar er dæmi þar um. Þetta er hálfgert hnoð í byrjuninni, staðan lokast fljótt og hlutirnir gerast hægt. Wilhelm Steinitz, fyrsti opinberi heimsmeistarinn í skák. Zukertort undi sér best í opnum stöðum og er hann náði yfir- ráðum eftir h-línunni eftir mistök Steinitz38. ..hxg4-betra var38. .. Ba5! - blómstruðu leikfléttu- hæfileikar hans, 40. Hh7+!! (sjá stöðumynd) er glæsilegur leikur, dæmigerður fyrir Zukertort, 40. .. Kxh7 strandar auðvitað á 41. Rf6+ og drottningin fellur. Þessi leikur markar einnig upphafið af vel útfærðri sókn. Smiðshöggið er 43. Df2! sem gerir út um taflið. Skákin var tefld í fyrsta hluta ein- vfgisins. Zukertort var þá óþreyttur og tefldi af mikilli íþrótt. Það kom þó á daginn að taugar hans þoldu ekki hið mikla álag sem er samfara svo langri og lýjandi keppni. New York 1886 3. einvígisskák: Hermann Zukertort - Wilhelm Steinitz 1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. e3 - Bf5 4. a3 - e6 5. c5 - a5 6. Db3 - Dc7 7. Rc3 - Rd7 8. Ra4 - Rgf6 9. Re2 - Be7 10. Rg3 - Bg6 11. Bd2 - 0-0 12. Be2 - Hfb8 13. 0-0 - b6 14. cxb6 - Rxb6 15. Rxb6 - Hxb6 16. Dc3 - Db7 17. Ha2 - Rd7 18. Bdl - c5 19. Ba4 - c4 20. Dcl - Rf6 21. Bc3 - Bd6 22. O - Db8 23. f4 - Bd3 24. Hel - h5 25. h4 - Dd8 26. Bdl - g6 27. Dd2 - Hbb8 28. Df2 - Be7 29. BO - Re4 30. Bxe4 - dxe4 31. Rhl - Bxh4 32. g3 - Be7 33. Dd2 - Dd5 34. Rf2 - a4 35. Kg2 - Hb3 36. Hhl - Kg7 37. Haal - Bd8 38. g4 - hxg4 39. Rxg4 - Ba5 40. Hh7+! - Kf8 41. Hh8+ - Kg7 42. hh7+ - Kf8 43. Df2! - Bd8 44. Re5 - Kg8 45. Hahl - Bf6 46. Hxf7 - Hf8 47. Hxf6 - og Steinitz gafst upp. í næsta þætti um sögu heimsmeistaraeinvígjanna mun ég fjalla um einvígi Steinitz við þann meistara sem kallaður hefur verið faðir sovéska skákskólans, rússneska meistarann Mikhail Tschígorin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.