Þjóðviljinn - 05.07.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.07.1988, Blaðsíða 1
Persaflóaárásin Fordæmt um allan heim Hörð viðbrögð við árás bandarísks herskips á ír- anska farþegaþotu. 290 létust Framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna fordæmdi í gær árás bandarísks herskips á far- þegaflugvél sem skotin var niður yfir Persaflóa með þeim afleið- ingum að 290 manns fórust. Atburðurinn hefur verið for- dæmdur af stjórnvöldum um all- an heim, en Bandaríkjamenn bera því við að mistök hafi átt sér stað. frönsk stjórnvöld hafa hótað hefndum og hefur verið gripið til sérstakra varúðarráðstafana við öil sendiráð Bandaríkjanna. Sjá síðu 13 Alviðrœður Samið um frekari viðræður Iðnaðrráðherra undirritar samning. Stefntað nýju álveri 1992. Ekkert verið rœtt um raforku- verð. Mestu umsvif í íslandssögunni legum samningum næsta vor. Að Iðnaðarráðherra undirritaði samkomulag í gær við fjögur evr- ópsk álfyrirtæki. Samkomulagið er um að stofnuð verði sameigin- leg verkefnisstjórn sem sjái um frekari hagkvæmniskannanir. Iðnaðarráðherra telur að ef nið- urstöður viðræðna verði já- kvæðar kunni það að tæla fleiri til stóriðju á íslandi. Austfirðir komi þá sterklega til greina. Verkefnisstjórnin mun ljúka störfum eftir 10 mánuði og verð- ur hugsanlega gengið frá endan- sögn iðnaðarráðherra hefur raf- orkuverð til nýs álvers ekki verið rætt en verði álverið að raunveru- leika kallar það á þó nokkrar framkvæmdir hjá Landsvirkjun. Hjörleifur Guttormsson fyrrv. iðnaðarráðherra segir fyrirhug- aðar framkvæmdir vera mestu umsvif í sögu íslandssögunnar og að áhrifin á íslenskt efnahagslíf á byggingartíma verði gífurleg. Sjá síður 3 og 5 Fjölmenni tók þátt í velheppnaðri sumarterð Alþýðubandalagsins í Reykjavík um sveitir Borgarness sl. laugardag í blíðskaparveðri. Um 400 manns tóku þátt í ferðinni og hér sést Þórir Jökull Þorsteinsson réttamaður segja ferðalöngum frá fæðingarstað sínum á Okrum. 'l',ndSl9 Cií « Jóhannes Nordal formaður íslensku stóriðjunefndarinnar fylgdist vel með þegar iðnaðarráðherra undirritaði samninginn ásamt fulltrúum álfyrirtækjanna í gær. Mynd: Sig. Vallá í Kjós Gróft brat Thailenskar stúlkur hlunnfarnar. Ragna Bergmann: Hið versta mál Thailensku stúlkurnar á Vallá í Kjós fá 13 þúsund krónum minna í laun á mánuði en lög kveða á um að verkafólk skuli fá. Farand- verkafólk í fríu húsnæði og fríu fæði skal fá að lágmarki rúmlega 38 þúsund krónur greiddar mán- aðarlega, en í hlut stúlknanna falla til 25 þúsund krónur mánað- arlega og eru þær sendar inn á thailenskan bankareikning. Þær fá sjálfar lítið lausafé. Ragna Bergmann formaður verkakvennafélagsins Framsókn- ar rannsakar þetta mál og segist líta svo á að þarna sé um gróft mannréttindabrot að ræða og að allt sé þetta mál hið versta. Þegar stúlkurnar upphaflega réðu sig að hænsnabúinu Vallá í Kjós héldu þær sig vera að ráða sig sem „Au-pair“ en þegar til kom voru þær látnar vinna verka- kvennavinnu á búinu. Sjá síðu 3 Þriðjudagur 5. júlí 1988 150. tbl. 53. árgangur Ríkisstjórnin SPRENGING I HAUST Úlfúð og illmœlgi ráðherra. Stjórnarliðar spá uppgjöriþegar kemurað fjárlagagerð íhaust. GuðmundurG. Þórarinsson: Styttist ílífdögum stjórnarinnar. Eyjólfur Konráð: Menn eiga að spara stóru orðin Harðorðar yfirlýsingar for- manna Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokksins um helgina um óheilindi í ríkisstjórnarsamstarf- inu eru aðeins forsmekkurinn að þeim átökum sem í vændum eru í stjórnarbúðunum þegar líður að haustj, að sögn stjórnarþing- manna. Þeir segja flest benda til að uppgjör verði hjá stjórnar- flokkunum og trúlega stjórnarslit og kosningar þegar tekist verður á um fjárlagagerð á haustdögum. - Ég held að það fari að stytt- ast í lífdögum ríkisstjórnarinnar, sagði Guðmundur G. Þórarins- son þingmaður Framsóknar- flokksins í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Hann segir yfirlýsingar forsætis- og utanríkisráðherra um helgina ekki hafa verið til að betr- umbæta ástandið í herbúðum stjórnarinnar. - Það mun hitna verulega í kol- unum þegar farið verður að ræða ný fjárlög í haust. Fjárlagagatið minnkar ekkert þrátt fyrir stór- aukna skattheimtu og efna- hagsmálin eru í slæmri stöðu þrátt fyrir nýsett bráðabirgðalög, sagði annar stjórnarþingmaður. Sjá síðu 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.