Þjóðviljinn - 05.07.1988, Page 5
VIÐHORF
Sameiginlegt framboð
Gestur Guðmundsson skrifar
Það er nú orðið leiðarljós ís-
lendinga í stjórnmálum að betra
sé að veifa röngu tré en öngvu.
Samkvæmt skoðanakönnunum
fá stjómendur Reykjavíkurborg-
ar mun betri útreið en stjórnend-
ur landsins, þótt menn séu al-
mennt sammála um að stjórnar-
ákvarðanir meirihlutans í borgar-
stjórn Reykjavíkur séu rangar og
heimskulegar. Á hinn bóginn
liggur ríkisstjórnin undir því
ámæli að hún geti ekki komið sér
saman um að stjórna og kjósend-
ur virðast dæma stjórnleysi harð-
ar en vonda stjórn.
Birgir ísleifur Gunnarsson
hafði varla lagt frá sér blaðið með
hinum nýju skilaboðum frá kjós-
endum fyrr en hann lagði þau út á
kórréttan hátt og tók þá vitlaus-
ustu ákvörðun sem hann gat
tekið sem menntamálaráðherra.
Hann skipaði Hannes Gissurar-
son lektor í stjórnmálafræðum,
þvert ofan í umsögn dómnefndar
og vilja háskóladeildar. Kald-
hæðni atburðarásarinnar er slík
að það var Ólafur Þ. Harðarson
sem vann umrædda skoðana-
könnun og varð þannig með
óbeinum hætti ráðgjafi Birgis ís-
leifs við þá ákvörðun að ganga
fram hjá Ólafi.
Virðing Háskólans var kannski
ekki mikil fyrir, en hvað verður
um hana, þegar maður er skipað-
ur háskólakennari sem aldrei hef-
ur komist af Gagn og gaman stig-
inu í fræðum sínum? Rétt eins og
litla gula hænan fann Hannes
Gissurarson eitt sinn fræ, og hann
var svo ánægður með þennan
fund sinn að hann hefur aldrei
leitað að neinu öðru síðan. Það
telst hins vegar til afreka, hve
Hannesi hefur tekist að gera
þetta litla fræ fyrirferðarmikið.
Dag eftir dag bakar hann ný
brauð úr þessu litla fræi, að vísu
ósköp keimlík hvert öðru. Hann
leggur jafnan út af einföldustu
frumkreddum frjálshyggjunnar,
útfærir þær á rökréttan hátt en án
minnsta tillits til veruleikans,
þannig að lausnin við sérhverjum
vanda verður hin sama: gerum
markaðinn alfrjálsan. Fyrir
þennan barnaskap hefur Hannes
fengið doktorsnafnbót hjá
skoðanabræðrum sínum í Oxford
og nú lektorsstöðu hjá Birgi ís-
leifi. Eiginlega finnst mér ekki að
það sé virðing háskólans eða
menntamálaráðherra sem hafi
sett mest niður í þessum leik,
heldur virðing hinnar öldnu
menntastofnunar í Oxford sem
lagði nafn sitt við doktorsgráðu
Hannesar.
Þetta var nú útúrdúr, því að ég
ætlaði að fjalla um skoðanakönn-
un Þjóðlífs og Félagsvísinda-
deildar, en ekki áhrif hennar á
stjórnarákvarðanir Birgis ísleifs.
í þessari könnun kom það fram
að Sjálfstæðisflokknum virðist
á eftir að leiða fólk, og hér skiptir
það minnstu máli, hvort gamlar
íhaldsættir séu óánægðar með
Davíð, eins og Þjóðviljinn er
alltaf að hamra á. Það sem skiptir
máli er hvort óánægjan með Da-
víð á eftir að hrekja marga al-
menna kjósendur Sjálfstæðis-
flokksins frá honum. Þessi könn-
un Félagsvísindastofnunar og
Þjóðlífs leiðir ekki í ljós hvort sú
þróun er að gerast. Það sem hún
sýnir fyrst og fremst fram á er að
borgarbúar hafa enn ekki séð trú-
„Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar og
Pjóðlífs fœrir minnihlutaflokkunum mjög
einföld og skýr skilaboð: Þeir verða ekki
einungis að starfa saman til að gera sér vonir
um að hnekkja veldi Sjálfstæðisflokksins.
Þeir verða líka að koma sér saman um
sameiginlegt framboð. “
eiginlegu framboði til trafala er
flokkarígur, ágreiningur milli
flokkanna um skiptingu fram-
boðssæta milli þeirra, sem og ág-
reiningur innan hvers flokks fyrir
sig um það hverjir eiga að skipa
framboðssæti.
Það er alltaf erfitt að eiga við
ríg á milli einstakra stjórnmála-
flokka. Margir einblína fremur á
framgang flokks en málefna og
eru jafnvel óhressir, þegar flokk-
um með svipaða stefnu vegnar
betur en þeirra eigin flokki. Þessi
ganga betur að halda í meirihlut-
afylgi sitt í borgarstjórn Reykja-
víkur en að endurheimta fylgi sitt
í landsmálum. Hlutfall Sjálfstæð-
isflokksins af þeim sem gáfu upp
afstöðu sína var svipað og hlutfall
flokksins í síðustu kosningum, en
þess ber að gæta að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur tilhneigingu til
að fá meira fylgi í skoðanakönn-
unum en kosningum, a.m.k. þeg-
ar um borgarstjórnarkosningar
er að ræða. Samt sætir það nokkr-
um tíðindum að Sjálfstæðisflokk-
urinn virðist hafa meirihlutafylgi
til borgarstjórnar eftir að hafa
alið á óvinsældum sínum með
valdníðslu og fjáraustri í mont-
byggingar í stað félagslegra verk-
efna.
Óvinsældir núverandi stjórnar-
stefnu í málefnum Reykjavíkur
koma til dæmis fram í því að per-
sónulegar vinsældir Davíðs
Oddssonar borgarstjóra hafa
rénað verulega. Framkoma Da-
víðs Oddssonar í ráðhússmálinu
hefur kippt fótunum undan vin-
sældum hans og opnað augu
margra fyrir því að andfélagsleg
stefna ræður ríkjum í borgarmál-
efnum Reykvíkinga. Það er enn
óséð, hversu langt þessi óánægja
verðugan valkost í minnihluta
fjögurra flokka eða jafnvel fimm.
Þessi skoðanakönnun færir
minnihlutaflokkunum því mjög
einföld og skýr skilaboð: Þeir
verða ekki einungis að starfa
saman til að gera sér vonir um að
hnekkja veldi Sjálfstæðisflokks-
ins. Þeir verða líka að koma sér
saman um sameiginlegt framboð.
Málefnalega virðist ekkert því
til fyrirstöðu að minnihlutaflokk-
arnir nái slíkri samstöðu. Það
sem af er þessu kjörtímabili hafa
þeir starfað vel saman, t.d. að
breytingartillögum um fjárhagsá-
ætlun borgarinnar og ýmsum öðr-
um málum. Málefnaágreiningur
hefur ekki reynst meiri en svo að
hægt er að leysa úr honum þegar
menn skoða einstök mál ofan í
kjölinn. Bjarni P. Magnússon,
borgarfulitrúi Alþýðuflokksins,
orðaði sameiginlegan stefnu-
grundvöll minnihlutans mjög
skýrt í viðtali við Þjóðlíf: „Sam-
eiginlegt framboð okkar yrði skýr
valkostur sem legði áherslu á fé-
lagsleg mál einsog dagvistun, en
ræki ekki neina minnisvarðapó-
litík.“
Það sem helst getur orðið sam-
viðhorf hafa lengi átt drjúgan
þátt í sundrungu vinstri aflanna;
þau hafa að vísu oft verið ósam-
mála um málefni, en þegar má-
lefnaleg samstaða hefur verið,
hefur flokkarígurinn komið í veg
fyrir samstarf. Þannig gæti það
torveldað samstarf fyrir næstu
borgarstjórnarkosningar, að
menn vildu skoða þær kosningar
sem eins konar prófkjör fyrir
næstu Alþingiskosningar.
Flokkarígurinn getur líka leitt
til þess að menn geta ekki náð
samkomulagi um frambjóðend-
ur. Það hlýtur að vera verkefni
okkar almennra flokksmanna og
kjósenda vinstri flokkanna að
þrýsta á flokka okkar að láta slíkt
ekki henda. Þannig væri eðlilegt
að á sameiginlegum lista minni-
hlutaflokkanna væru fyrstu 6 sæt-
in skipuð fólki úr þessum flokk-
um, gjarnan núverandi borgar-
fulltrúum, sem hafa staðið sig
vel. Þó væri sennilega eðlilegt að
Alþýðubandalagið afsalaði sér
einum fulltrúa sinna til Kvenna-
lista í samræmi við ótvíræðar vís-
bendingar skoðanakannana. Síð-
an væru sæti 7-9 skipuð nýju
fólki, sem ekki hefur beinlínis
verið á bás einstakra flokka fyrr.
Þannig væri listi minnihlutans
ekki einungis listi þeirra flokka
sem að honum stæðu heldur allra
þeirra sem geta aðhyllst þá fé-
lagslegu stefnu sem minnihluti
borgarstjórnar hefur barist fyrir.
Það hlyti að vera verkefni ein-
hvers konar sameiginlegrar fram-
boðsnefndar minnihlutaflokk-
anna fjögurra að finna slíkt fólk
og jafnframt að virkja flokks-
bundna jafnt sem óflokksbundna
í kosningaundirbúning.
Að þessu þarf að hefja undir-
búning strax. Fyrsta skrefið er að
skapa víðtækar umræður innan
allra minnihlutaflokkanna um
slíkt framboð og málefnagrund-
völl þess og síðan þurfa að fara
fram umræður milli flokkanna,
bæði borgarmálasérfræðinga
þeirra og grasrótarinnar.
Reykvíkingum þarf að vera orðið
það ljóst vel fyrir næstu kosning-
ar, að til er orðinn samhentur val-
kostur við Sjálfstæðisflokkinn og
Davíð Oddsson. Minnihluta-
flokkarnir hafa að vísu unnið víð-
tækt undirbúningsstarf að mótun
slíks valkosts með samstarfi sínu
undanfarin ár, en enn fremur
þarf að kveðja til mikinn fjölda
Reykvíkinga til að útfæra stefn-
una nánar og hugsa upp lausnir
sem geta breytt stjórnun Reykja-
víkur á verulegan og merkjan-
legan hátt í félagslegra horf.
Síðast þegar vinstri flokkarnir
fengu meirihluta í Reykjavík
voru þeir illa undir það búnir. Al-
menningur sá ekki neina veru-
lega breytingu á stjórnarstefn-
unni, en varð hins vegar var við
töluverðan innri ágreining. Það
þarf að hefjast handa strax til að
kjósendur sjái að ekki er ætlunin
að endurtaka þann leik. Ef það
tekst, er sigurinn vís. Samkvæmt
áðurnefndri skoðanakönnun
Þjóðlífs, hyggjast tæp 40% kjós-
enda kjósa Sjálfstæðisflokkinn,
en rúmur þriðjungur einhvern
minihlutaflokkanna. Ef sam-
eiginlegu framboði þeirra tekst
að vinna mikinn meirihluta
þeirra, sem enn eru óráðnir, hafa
þeir unnið borgina úr höndum
Sj álf stæðismanna.
Gestur er félagsfræðingur og
vinnur við ritstörf, skrifar um þess-
ar mundir vikulega pistla í Þjóðvilj-
ann.
Nýtt álver útlendinga í Straumsvík
Atlaga að innlendu alvinnulífi og landsbyggðinni
Hjörleifur Guttormsson skrifar
Þessa dagana eru samankomn-
ir hér á landi fulltrúar fjögurra
erlendra álfyrirtækja til að ganga
frá samningi við íslensk
stjórnvöld. Samkvæmt honum er
ætlunin að fyrirtækin vinni sam-
eiginlega að hagkvæmniathugun
á að reisa fyrir 1992 um 100 þús-
und tonna álver í Straumsvík við
hliðina á álbræðslunni sem fyrir
er. Jafnframt er að sögn iðnaðar-
ráðherra gert ráð fyrir þeim
möguleika að bæta við öðrum 100
þúsund tonnum á næstu 4-6
árum, eða um miðjan næsta ára-
tug. Fulltrúi Alusuisse hefur
nefnt „að heildar-álframleiðsla í
Straumsvík gæti orðið 320.000
tonn um miðjan næsta áratug."
(Morgunblaðið 16. júní 1988).
Nú er framleiðslugeta álbræðslu
ísals 88 þúsund tonn, þannig að
hér er verið að ræða um meira en
þreföldun á áliðnaði við bæjardyr
Reykjavíkur.
Raforkan sem íslendingum er
ætlað að leggja til í þessa nýju
risaálbræðslu er á bilinu 2000-
3000 gígavattsstundir á ári (300-
350 megavött í afli), en nú er
orkuframleiðslan í heild um 4000
gígavattsstundir. Landsvirkjun
gerir ráð fyrir því, að til viðbótar
við alla framleiðslugetu Blöndu-
virkjunar þurfi að koma til nýjar
stórframkvæmdir við virkjanir á
Þjórsársvæðinu með lúkningu
Kvíslaveitna og byggingu nýrra
virkjana við Búrfell og Sultar-
tanga. Einnig er rætt um raforku
frá jarðvarmavirkjunum á Nesja-
völlum og Eldvörpum á Reykja-
nesi.
Þetta stóra álver mun hins veg-
ar ekki veita nema 400-500
manns atvinnu, þ.e. færri en nú
starfa hjá ísal.
Tröllauknar
fjárfestingar
Iðnaðarráðherra og Jóhannes
Nordal hafa greint frá því að 180
þúsund tonna álver og tengdar
virkjanir kosti 40-45 milljarða
króna á verðlagi ársins 1987. Það
svarar til um % af niðurstöðu-
tölum fjárlaga íslenska ríkisins
árið 1988. Sé gert ráð fyrir þessari
stærð af bræðslu og 6 ára fram-
kvæmdatíma sést að fjárfestingar
í þágu álbræðslunnar nema um 8
milljörðum króna á ári, þar af er
meira en helmingur framlag ís-
lendinga til virkjunarfram-
kvæmda.
Hér yrði um að ræða mestu
umsvif í íslandssögunni í tengsl-
um við eina framkvæmd og á-
hrifin á íslenskt efnahagslíf á
byggingartíma yrðu gífurleg. Til
samanburðar má benda á að
heildarfjármagn til opinberra fra-
mkvæmda hérlendis er á árinu
1988 talið nema 12,5 milljörðum
króna að mati Þjóðhagsstofnun-
ar. Eru þar m.a. innifalin saman-
lögð framlög ríkis og sveitarfé-
laga til skólabygginga, sjúkra-
húsa, hafna, flugvalla og vega um
allt land.
Það er kátbroslegt að það skuli
vera aðalbankastjóri Seðlabank-
ans, Jóhannes Nordal, sem er
meginhönnuður þessara áforma.
Hann er um leið stjórnarformað-
ur Landsvirkjunar og formaður
„starfshóps um stækkun álvers“
og þannig þríeinn eins og almætt-
ið. Á sama tíma og allt er að fara
úr böndunum hjá ríkisstjórninni í
efnahagsmálum og verðbólga
geysist upp í meira en 100%,
dundar Jóhannes sér við leikflétt-
ur sem gera allar vangaveltur um
efnahagslegan stöðugleika að
gamansögu. Rifrildi ráðherranna
um veldi Landsvirkjunar og
Hjörleifur er þingmaður fyrir Al-
þýðubandalagið á Austurlandi.
Síðari grein hans um nýtt álver
blrtist í Þjóðviljanum á morgun.
„Þessar framkvæmdir kalla á mikil umsvifá
peninga- og vinnumarkaði, ekki sístá
höfuðborgarsvœðinu. (...) Efefnahagskerfið
á ekki aðfara gersamlega úr böndunum, þará
meðal verðbólga og vaxtastig, hlýtur að koma
til stórfelldur samdráttur í öðrum
fjárfestingum um allt land“
Þriðjudagur 5. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5