Þjóðviljinn - 05.07.1988, Side 9
IÞROTTIR
Kraftlyftingar
Tvö Islandsmet fuku
í Engjahjallanum
Góður árangur á Sumarmóti Kraftarsem haldið var um
helgina
Öskar Sigurpálsson.98.0-765.0 110 kílóa flokkur
Birgir Þorsteinsson.99.9 - 682.5 Baldvín Skúlason.102.0 - 735.0
Óskar Sigurpálsson er enn að og sló öldungamet um helgina á
Sumarmóti Kraftar.
Fótbolti
Mexíkó í tveggja
ára bann
Missa af Ólympíuleikunum í Kóreu og
úrslitum Heimsbikarkeppninnar 1990
„Þetta er fyrst og fremst til að
halda mönnum í formi yfir
sumarið og láta þá ekki detta nið-
ur,“ sagði Óskar Sigurpálsson hjá
Krafti um mótið, „margir náðu
þarna mjög góðum persónu-
legum bætingum.“
Hörður Magnússon setti ís-
landsmet í 100 kílóaflokki þegar
hann lyfti 337,5 í hnébeygju og
Baldvin Skúlason setti Islands-
met í bekkpressu, lyfti 205,5 kíló-
um. Birgir Þorsteinsson, sem
keppir í 100 kílóa flokki setti ung-
lingamet, lyfti 183.0 kílóum í
bekkpressu og Óskar Sigurpáls-
son sló Öldungamet þegar hann
hífði upp 320 kfló í hnébeygju.
Alfreð Björnsson bætti sig
mikið því hann fór úr 615 kflóum í
695, sem er mjög gott. Birgir
Skúlason náði einnig góðum
þyngdum, bætti sig um 52.5 kfló,
fór úr 630 í 682.5 kfló. -ste
Úrslit
67.5 kílóa flokkur þyngd - samtals
ÞórhallurGuðmundsson 66,2-400.0
82.5 ktlóa flokkur
Herbert Eyjólfsson..81.2 - 545.0
Geir Þórólfsson.....81.4 - 407.5
90 kílóa flokkur
Halldór Eyþórsson..86.00 - 740.0
Alfreð Björnsson....88.7 - 695.0
Sigurður K. Ægisson.87.4 - 600.0
Ægir Haraldsson.....90.0 - 530.0
100 kílóa flokkur
Hörður Magnússon.....100 - 827.5
0g þetta
líka...
Bayern að spá
Landsliðsmaðurinn David Kelly sem
leikur með Walsall í Englandi er að
spá í að fara til Bayern Munchen og
leika þar næsta keppnistímabil. Li-
verpool, Tottenham og West Ham
eru meðal þeirra ensku liða sem eru
að spá í hann en Kelly sjálfur er ekki
viss hvort hann vilji spila erlendis.
Fótbolti
Bandaríkin
hlutu
hnossið
Úrslit heimsbik-
arkeppninnar ífót-
bolta haldið þar í
landi 1994
Það fór eins og búist var við að
Bandaríkin yrðu fyrir valinu um
að halda næstu úrslitakeppni
heimsbikarkeppninnar í fótbolta
1994 en það var talið nokkuð lík-
legt eftir að FIFA frestaði
ákvörðun sem átti að birtast í júní
þar að lútandi fram að 4. júlí sem
er mikill hátíðisdagur í Banda-
ríkjunum.
Marokkó og Brasflía kepptu
einnig að útnefningu en voru ekki
líkleg til að fá keppnina, í Mar-
ókkó átti eftir að byggja öll
mannvirki en í Brasilíu er mikil
fátækt og óvíst hvort þjóðin hefði
efni á slíkri veislu.
í Bandaríkjunum er allt tilbúið
og sögðu þarlendir að þeir gætu
þess vegna haldið keppnina um
næstu helgi. -ste
„Þetta gerir okkur mjög erfitt
fyrir því við getum ekkert bætt
okkur á þessum tveimur árum,“
sagði talsmaður mexíkanska
knattspyrnusambandsins, Ro-
dolfo Sanchez.
FIFA dæmdi í síðustu viku
Mexíkana frá öllum stærri við-
burðum fótboltans í tvö ár fyrir
að hafa notað of gamla leikmenn
í unglingalandsliðinu þegar þeir
léku í forkeppni Heimsmeistara-
mótsins í Guetamala í apríl. Af
þessu hlýst að Mexikanar leika
ekki í Kóreu og ekki í næstu úr-
slitakeppni Heimsbikarkepp-
ninnar sem verður 1990.
Þessari ákvörðum verður ekki
hnekkt og kemur það sér sérstak-
Iega illa fyrir Hugo Sanchez sem
hefði líklega lokið landsliðsferli
sínum á þessu tímabili. „Það er
erfitt að vega og meta hvort þessi
ákvörðun er of ströng en nú er
bara að standa sig vel og reyna að
fá þessari ákvörðun hnekkt. Það
borgar sig ekki að svara þessu
banni á neinn hátt því það kæmi
aðeins í bakið á okkur aftur.“
Formaður mexíkanska knatt-
spyrnusambandsins fór þeirra er-
indagjörða til Sviss um daginn að
fá dómnum hnekkt en sagði að
það hefði ekki gengið eftir og lík-
lega bara gert illt verra.
Knattspyrnusambönd í Mið-
Ameríku og við Karabíska hafið
hafa þegar sett unglingalandslið
Mexíkó í tveggja ára bann og
stjórnendur mexíkanska sam-
bandsins í ævilangt bann.
-ste
Bannið kemur sérlega illa við
Mexíkanann Hugo Sanchez sem
leikur með Real Madrid á Spáni
því hann mun ekki leika fleiri
landsleiki á sínum ferli.
Þriðjudagur 5. júlí 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9
Baðvörður
Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa til umsóknar
starf baðvarðar í íþróttahúsi Lækjarskóla. Um-
sóknir skulu berast á bæjarskrifstofuna Strand-
götu 6 eigi síðar en 14. júlí n.k. Nánari upplýsing-
ar veitir íþróttafulltrúi.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
Þroskaþjálfar
meðferðarfulltrúar
Á sambýli Styrktarfélags vangefinna í Víðihlíð
vantar þroskaþjálfara í 60% starf nú þegar eða
frá 1. september n.k. Einnig vantar fólk til sumar-
afleysinga í júlí og ágúst.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í símum
688185 eða 672414. Einnig fást upplýsingar og
umsóknareyðublöð á skrifstofu félagsins, Há-
teigsvegi 6, Reykjavík.
Vinningstölurnar 2. júlí 1988
Heildarvinningsupphæð: Kr. 8.220.558,-
1. vinningur var kr. 5.136.074,-
Aðeins einn þátttakandi var með fimm réttar tölur.
'f*nnjn9ur var kr. 925.848,- og skiptist hann á 308 vinningshafa, kr.
3.006,- á mann.
vinnlngur var kr. 2.158.636,- og skiptist á 9.902 vinningshafa, sem fá
218 krónur hver.
Sölustaðirnir eru opnir frá
mánudegi til laugardags
og loka ekki fyrr en 15 mínútum
fyrir útdrátt.
Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111