Þjóðviljinn - 05.07.1988, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 05.07.1988, Qupperneq 10
I DAG Niður með glugga- þvottinn Á hverjum virkum degi liggur leiðin ofan af Háaleitisbrautinni og niður í Síðumúlann þegar ég fer í vinnuna á morgnana. Stund- um kemur fyrir að einhver, sem maður kannast við, slæst í förina. Svo var það sl. föstudagsmorgun. Eftir að við höfðum boðið hvor öðrum góðan og blessaðan dag- inn spurði samferðamaður minn: - Hefurðu lesið Tímann und- anfarið? - Lesið og lesið ekki, svaraði ég. - Maður fær nú öll dagblöðin og það kemst náttúr- lega enginn maður yfir að lesa þetta allt, jú, maður rennir svona augunum yfir þau. - Hefurðu þá ekki tekið eftir því hverj u Tíminn hefur mestar áhyggj ur af um þessar mundir? - Nei, ég átta mig nú ekki á því, svona í fljótu bragði a. m. k. - Jæj a, þá fylgistu ekki mikið með þjóðmálaumræð- unni þar. Helsta áhyggjuefnið á þeim bæ er nefnilega það hvað stór hluti þjóðarinnar gerir orðið ekki annað en þvo glugga. Ég er nú Tímamaður eins og þú veist og ævinlega sammála því sem í blað- inu stendur. Við vitum jú, að það er alltaf verið að byggja, kannski bæði nauðsynleg hús og ó- nauðsynleg. Þannig fjölgar alltaf gluggunum í borginni og fleiri og fleiri hendur þarf til að þrífa þá. Þetta stefnir því út í hreina ófæru. En það sem mér finnst á skorta hjá Tímanum er að benda á til- lögur til úrbóta. Og é er nú ein- mitt á leið upp á blaðið til að benda á þær. Og taktu nú eftir: í fyrsta lagi mætti byggja færri hús, helst engin í nokkur ár, á meðan væri verið að ná fyrirræt- ur vandans, eins og þeir segja í pólitíkinni. f öðru lagi,-ef eitthvað yrði haldið áfram að byggja, að fækka þá gluggunum verulegaogminnka. Ogíþriðja lagi að vera bara ekkert að þvo þessi gluggagaphús. Að vísu kynni að koma að því að menn sæju lítið út en það er nú bættur skaðinn. Égsegifyrirmig, aðég lít helst aldrei út um glugga, enda ekkert að sjá nema grjótvegginn handan götunnar. Það mundi nú kannski eitthvað draga úr birt- unni innan veggja en það verður nú einu sinni ekki á allt kosið. Og á móti kæmi það að skíturinn á gluggunum gæti gert það óþarft að kaupa tvöfalt gler. Þessum ábendingum þarf ég að gauka að Tímanum því auðvitað hefur hann rétt fyrir sér í því eins og öðru að þessi hamslausi gluggaþvottur nær ekki orðið nokkurri átt. - mhg. ídag er 5. júlí, þriðjudagur í elleftu viku sumars, sextándi dagur sólmánaðar, 187. dagurársins. Sól kemur upp í Reykj avík kl. 3.14en sestkl. 23.49. Viðburðir UM UTVARP & SJONVARP Finnland Sjónvarp kl. 22.20. Þann 7. apríl sl. sýndi Sjón- varpið fyrri hluta norskrar heimildarmyndar: „Úr norðri - Finnland, yngst á Norður- löndum". Hún verður endursýnd í kvöld. Síðari hluti myndarinnar verðursvofrumsýndurkl. 21.50á fimmtudaginn kemur. - Hinn 6. des. sl. ár voru 70 ár liðin frá því Finnar fengu sjálfstæði. Af því tilefni gerði norska Sjónvarpið þessa mynd. Norski sjónvarps- maðurinn, Rönning Tollefsen, fjallar þarna um hina viðburða- ríku sögu Finnlands og finnsku þjóðarinnar, séða með augum Norðmannsins. Hann hefur víða leitað fanga við gerð þessarar myndar, m.a. fengið að láni svart-hvítar myndir frá finnska og sovéska sjónvarpinu. - Áhuga- menn um sögu Finnlands geta naumast látið þessa mynd fara ó- séða hjá garði. - mhg. Karl Ágúst Úlfsson, leikstjóri. William og Mary Síðdegistónlist Rás 1 kl. 17.03. í tíma síðdegistónlistarinnar verða að þessu sinni flutt fjögur tónverk. Það eru í fyrsta lagi „Nuages", (,,Ský“) og „Fétes“ (,,Hátíð“) eftir Claude Debussy. Cleveland hljómsveitin leikur, Vladimir Ashkenazy stjórnar. Þá er það Serenaða fyrir blásturs- hljóðfæri, selló og bassa í d-moll op. 44 eftir Antonin Dvorák. Kammersveit Evrópu leikur, Al- exander Schneider stjórnar. Loks kemur Fantasía eftir Ralph Vaughan Williams um stef eftir Thomas Thallis. Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna leikur, sir John Barbirolli stjórnar. - mhg. Útvarp, rás 1, kl. 22.30. Nú geta þeir sem misstu af leikritinu William og Mary, sem flutt var í Útvarpinu á laugar- dagskvöldið, bætt úr þvf þar sem það /erður endurflutt í kvöld. Leikritið er byggt á samnefndri sögu eftir Roald Dahl. Leikgerð er eftir Jill Brooke. Karl Ágúst Úlfsson þýddi og leikstýrir. - í leikritinu segir frá William, fyrrum kennara í Oxford. Vinur hans, taugaskurðlæknirinn Landy, kemur í heimsókn. Hann vill fá William til að taka þátt í afar áhugaverðri tilraun en vel að merkja - ekki fyrr en hann er andaður. Ef allt gengi að óskum lifði hann að vissu leyti áfram, en í smækkaðri mynd. Og viti menn tilraunin tekst, sem leiðir hins- vegar til þess að William kynnist nýrri hlið á eiginkonu sinni, Mary. Lengi skal manninn reyna. - Leikendur eru: Gunnar Eyjólfsson, Bríet Héðinsdóttir, Erlingur Gíslason, Valdimar Lárusson, Baldvin Halldórsson og Þorsteinn Hannesson. Tækni- menn: Vigfús Ingvarsson og Ge- org Magnússon. - mhg. GARPURINN Hættiöi þessum hávaöa! Þið eigiö aö vera sofnaöir fyrir löngu. K Og hvað er að sjá dúninn?! Eruð þið að rífa koddana í tætlur? HÍISÖiK Ég veit ekki hvort þú trúir því, pabbi, en gæsaflokkur flaug inn um gluggann og bráðnaði. Ekkert nema fjaðrirnar eftir. Alveg hreina satt! "T Trúleg saga! Nú fáum við engan eftirmat í heila viku! -< Á ég að troða þessum oní gaphúsið á þér? Ekki datt þér neitt skárra í hug. FOLDA Þjóðfundur settur í Reykjavík 1851. Þjóðhátíðardagur Venezu- ela. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Sfldveiðin meir en helmingi minni en um sama leyti í fyrra. Freyja frá Reykjavík hæst með 2212 mál. Breska stjórnin hikar við að- gerðir til að stöðva loftárásir Francos Úrvalsliðið er ekki nógu vel Walið. Úrslit keppninnar: Þjóð- verjar unnu með 4:0.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.