Þjóðviljinn - 12.07.1988, Síða 6

Þjóðviljinn - 12.07.1988, Síða 6
VIÐHORF Frh. af síðu 5 stöðu, þar sem þekkingin er talin vera skýlaus og óumdeild, áður en frjálst akademískt nám geti hafist. Fyrstu eitt eða tvö árin í náminu verða þannig líkari námi í framhaldsskóla en háskóla. Nemendur sætta sig nokkuð vel við þetta því að þeir eru jú engu öðru vanir. Sú gagnrýni, sem Hannes fær fyrir að hafa ekki stundað nám í byrjendanám- skeiðum stjórnmálafræðinnar, finnst mér vera vísbending um þessi viðhorf. AÖ dœma hœfi lektorsins Engin starfsstétt á íslandi verð- ur að standast jafn harða hæfnis- dóma og háskólakennarar. Slíkt er auðvitað fullkomlega eðlilegt. Sú regla hefur all lengi gilt við veitingu prófessorsembætta við Háskóla Islands að fyrst fjallar dómnefnd um hæfi umsækjenda. Dómnefndin er (og hefur verið skipuð) þannig að einn dóm- nefndarmaður er tilnefndur af þeirri háskóladeild, sem væntan- legur prófsessor á að starfa við og háskólaráð, æðsta stjórnarstofn- un Háskólans, skipar annan dómnefndarmanninn. (í háskól- aráði eru sextán fulltrúar, níu eru forsetar háskóladeildanna, einn fulltrúinn er háskólarektor, Fé- lag háskólakennara kýs tvo full- trúa og stúdentar kjósa fjóra). Þriðja dómnefndarmanninn skipar ráðherra. Ef meirihluti dómnefndar lýsir umsækjanda vanhæfan til að gegna stöðunni, er ráðherra óheimilt að láta þann hinn sama fá hana. Þegar dómnefnd hefur skilað áliti sínu er það rætt á fundi við- komandi deildar og síðan er gengið til atkvæða hverjum deildin mælir með að fá skuli stöðuna. Atkvæðisrétt hafa allir fastráðnir kennarar deildarinnar. Þessu næst er málið sent til menntamálaráðherra, sem setur eða skipar einhvern umsækjend- anna í stöðuna. Svipaðar reglur hafa gilt við veitingu lektorsembætta og veitingu prófessorsembætta, þó með tveimur mikilvægum af- brigðum. Viðkomandi háskóla- deild hefur skipað alla þrjá full- trúana í dómnefnd og ráðherra hefur ekki þurft að ttaka neitt til- lit til niðurstöðu þessarar dóm- nefndar. En reglugerð um Háskóla ís- lands var breytt 8. júlí 1987 í þá veru að sömu reglur skyldu gilda við veitingu loktorsembœtta og við veitingu prófessorsembœtta. Regla þessi var að sjálfsögðu ekki afturvirk og deildum var heimilt að skipa dómnefndir eftir gamla laginu fram til 15. september sl. Umsóknarfresturinn um lektorsstöðu þá, sem Hannesi Hólmsteini hefur nú verið veitt, rann út einhvern tíma vorið 1987 eða áður en fyrrgreind reglu- gerðarbreyting var framkvæmd. Því skipaði félagsvísindadeild alla þrjá fulltrúana í dómnefnd- ina og voru þeir allir kennarar við deildina. Hannes taldi skipun dómnefndar vera sér óvilhalla og krafðist nýrrar nefndar. Einn dómnefndarmaður, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði sig úr dómnefndinni skömmu síðar, en hinir tveir, Svanur Kristjánsson og Gunnar Gunnarsson, sátu þar áfram. Deildin fékk síðan Sigurð Líndal, prófessor í lögfræði, til að taka sæti þriðja dómnefndar- mannsins. í tilefni af árásum Hannesar á starfshætti félagsvís- indadeildar bað deildin háskóla- rektor að skipa sérstakan fulltrúa háskólayfirvalda í nefndina og var Jónatan Þórmundsson, lög- fræðiprófessor og forseti lána- deildar, fyrir valinu. Meðan á þessum dómnefndar- ruðningi stóð var reglugerðar- breytingin fyrrgreinda ákveðin. Hvers vegna greip félagsvísinda- deild þá ekki til þess ráðs að fœra sér í nyt þessi nýju ákvœði um dómnefndarskipan? Þá hefði hún varla þurft að leita til háskólaráðs með beiðni um sérstaka vernd vegna gagnrýni eins umsækjand- ans á störf sín! Og menntamála- ráðherra hefði þá ekki getað ve- fengt niðurstöðu dómnefndar- innar nýju enda hefði hann þá fengið að skipa einn fulltrúa hennar (e.t.v. frá útlandinu hans Hannesar Hólmsteins). Þegar margir scekja um eitt starf tapa einhverjir... Ýmsir hafa réttilega bent á þá staðreynd að með skipun Hann- esar Hólmsteins í lektorsstöðuna hafi verið gengið fram hjá ágæt- um fræðimanni, Ólafi Þ. Harð- arsyni, sem hafi kennt stjórn- málafræði við félagsvísindadeild síðan 1979 við góðan orðstír, ým- ist sem stundakennari eða sem lektor í forföllum annarra. En þegar margir sækja um eitt starf tapa einhverjir og óþarfi er að kasta aur á Hannes þótt Ólafur hafi ekki fengið það sem margir telja að honum hafi borið. Þessar aðstæður minna raunar óþægilega á miklu alvarlegri hlut en hugsanlega lektorsglímu þeirra Ólafs og Hannesar en það er sú staðreynd að allt of fáar fast- ar kennarstöður eru við Háskóla íslands og kennslu er þar að miklu leyti haldið gangandi með starfi illa launaðra stundakenn- ara, sem búa við lítið sem ekkert sjálfsöryggi. Fjöldi slíkra stund- akennar hefur um áraraðir haft háskólakennslu fyrir aðalstarf og hafa þeir þreytt þorrann og gó- una af tryggð við fræðigrein sína og í voninni um að fá stöðu fast- ráðins kennara einhvern tíma í framtíðinni. Margir hafa séð þessa von bresta. Öryggisleysið, að vita ekki einu sinni hvort mað- ur fái eitthvað að starfa við Há- skólann nk. vetur, hefur reynst mörgum stundakennurunum erf- iðara en frámunalega léleg launa- kjör þeirra miðað við kjör fast- ráðinna kennara (sem eru þó sannarlega ekkert til að hrópa húrra fyrir)! Nýlega var fastráðinn lektor í aðferðafræðum í félagsvísinda- deild. Starfið fékk ungur maður, sem nýlokið hefur doktorsnámi í Bandaríkjunum og hafði ekki kennt grein þessa við deildina áður. Um leið var gengið fram hjá dr. Elíasi Héðinssyni, sem sinnt hafði þessari kennslu við góðan orðstír á lélegum kjörum stundakennarans í sex eða sjö ár, eða frá því að hann hafði lokið doktorsprófi. Dómnefnd taldi bæði Elías og þann sem stöðuna fékk vera hæfa til að gegna starf- inu, en meirihluti deildarfundar félagsvísindadeildar mælti með þeim síðarnefnda og fylgdi ráð- herra meðmælum þessa meiri- hluta. En ef ráðherra hefði veitt Elíasi stöðuna, hygg ég að fáir hefðu álasað honum fyrir að þar með væri hann að ógna sjálfstæði Háskóla íslands. Margt er afstætt í heimi hér! Það þarf að stórbæta kjör stundakennara við Háskóla ís- lands bæði í launum, starfsað- stöðu og starfsöryggi. Séu þeir hæfir til að kenna við háskólann, má ekki kasta þeim burt sam- kvæmt valdboði háskóladeilda eða ráðuneytis. Hér þurfa bæði háskólayfirvöld og handhafar ríkisvaldsins að standa sig betur en hingað til. „Taka verðurHannes alvarlegar hér eftir<( Eitthvað á þessa Ieið skrifaði Óttar Proppé, ritstjóri Þjóðvilj- ans, í blaðið í síðustu viku eftir að búið var að skipta Hannes í lekt- orsstöðuna. Annar Þjóðviljaritstjóri, Mörður Árnason, áttaði sig sæmilega á mikilvægi Hannesar í leiðara 5. júlí sl. þegar hann skrif- aði: „Það hljóta allir að skilja að sá stjórnmálaflokkur sem tók fenginshendi við fagnaðarboð- skapnum frá Hannesi Gissurar- syni vilji þakka fyrir sig með ein- hverjum hætti...“ Þetta var auðvitað kjarni máls- ins. Hannes hefur haft djúptæk áhrif á marga helstu leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Peim finnst það að sjálfsögðu lélegt að sá maður sem hafði svona mikil áhrif á þá skuli ekki geta orðið einn af rúmlega þrjú hundruð fastráðnum kennurum há- skólans. Það hljóta allir að skilja, ekki síst stjórnmálafræðingar. í sama tölublaði Þjv. veitist Gestur Guðmundsson félags- fræðingur að Hannesi á bæði smáskítlegan og skilningslausan hátt, en deilir þó harðast á Ox- fordháskóla fyrir að veita Hann- esi doktorsnafnbót! Fræði Hann- esar dæmir hann vera einskis virði. Eftir lestur þessara skrifa Gests verður manni ljóst hvers vegna Hannesi tókst að hafa svona mikil áhrif. Andstæðing- arnir vanmátu styrk hans. Rætur frjálshyggjunar svo- nefndu eru fyrst og fremst vold- ugasta kenningarhefðin í hag- fræðinni, nýklassísk kenning. Styrkleiki frjálshyggjunnar endurspeglar í raun og veru styrkleika þessarar kenningar- hefðar. „Frumleiki" Hannesar Hólmsteins og félaga hans hefur falist í tilraunum til að aðlaga þessa kenningarhefð að sem flestum þáttum íslensks þjóðlífs. Ég hef lengi verið andstæðing- ur flestra nýklassískra kenninga, þótt ég viðurkenni notagildi sumra þeira að vissu marki. Ég hef sem hagsögufræðingur átt í miklum deilum og umræðum við fylgismenn þessara kenninga markaðshyggjunnar og mér hef- ur lengi ofboðið hvað margir vinstri menn hafa verið fáfróðir um þær. Ég hef raunar lengi gert mér ljóst hver er ein helsta ástæða til þessa. Heimspeki- grundvöllur markaðshyggju- kenninga felst m.a. í mikilli lög- málahyggju og sama gildir um nær allar marxískar kenningar á þessari öld. Ef „marxistar “ fara í alvöru að ráðast á heimspeki- grundvöll nýklassískra hagfrœði- kenninga hljóta þeir um leið að fara að draga í efa heimspeki- grundvöll sinna eigin kenninga. Slíkt óttast menn. Á námsárum sínum í Bret- landi, svo og ýmsum ráðstefnum sínum erlendis, hefur Hannes Hólmsteinn án efa getað komist í kynni við ýmsar frjálshyggju- kenningar, sem eiga sér rætur í öðrum greinum en hagfræðinni. Margar slíkar kenningar hafa komið fram á síðustu tíu árum enda eru ávallt tengsl milli þró- unar í stjórnmálum og í há- skólum. Ný heimspeki einstak- lingshyggju hófst í Frakklandi. í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa auknar vinsældir svonefndr- ar hugarfarssögu haft í för með sér dýrkun á einstaklingshyggju. Hugarfarið, ekki samfélagsskip- unin, er talin vera burðarás sög- unnar. Að vera umdeildur Það eitt að vera vinstrimaður dugar til að vera umdeildur með- al ráðamanna á íslandi. Að vera skeleggur vinstrimaður hefur gengið glæpi næst í augum þeirra. Þeir eru ekki fáir vinstri mennirn- ir, sem hafa á undanförnum ára- tugum verið látnir gjalda skoðana sinna við embættis- veitingar, þ. á m. við Háskóla ís- lands. Margir færustu vísinda- menn landsins hafa átt erfitt uppdráttar vegna þess að þeir hafa legið undir þeim grun vald- hafa að hafa tengsl eða hafa haft tengsl við eitthvað sem valdhaf- arnir hafa skilgreint sem komm- únisma. Meira bar á þessu á árum fyrr þegar samfélagið íslenska var allt smærra í sniðum en núna og „kommúnisminn“ virtist vera meiri ógnun en síðar varð. Eigi að síður er ennþá að öllu jöfnu erfiðara fyrir vinstrimann að njóta hylli ráðamanna en fyrir hægrimann eða miðjumann. Auðveldast er að fá frama og stöður í dag ef viðkomandi er óumdeildur og stendur til hægri eða nálægt miðju stjórnmálanna. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son er bœði mjög umdeildur maður og stendur ótvírætt tals- vert til hægri í pólitísku litrófi stjórnmálanna. Hið fyrra stendur honum fyrir þrifum, hið síðara hefur orðið honum ávinningur þannig að metin hans standa nokkuð jöfn. Ég efst um að veru- legur ágreiningur hefði orðið um veitingu lektorsembættisins í stjórnmálafræði ef í embættið hefði verið skipaður Sjálfstæðis- flokksmaður, sem aldrei hefði staðið í miklum illdeilum við and- stæðinga sína, sem aldrei hefði komið fram með umdeildar hug- myndir (jafnt innan Flokksins sem utan) og sem hefði farið hefðbundnar leiðir í námi og rannsóknum. Því er það að ég tel það hættu- legt og heimskulegt ef vinstri menn telja Hannes Hólmstein nánast óalandi og óferjandi hægri mann vegna þess og í skjóli þessd að hann er maður mjög um- deildur. Nýjustu viðbrögðin við stöðuveitingunni All margir aðilar við Háskóla íslands hafa undanfarna daga gagnrýnt veitingu lektorstöð- unnar, m. a. nemendur í stjórn- málafræðum, félagsvísindadeild, stúdentaráð og háskólaráð. Eins og eðlilegt er mótmæltu allir þessir aðilar stöðuveitingunni með sérstökum ályktunum á þeim forsendum að hún væri árás á sjálfstæði háskólans. Ályktun stúdentaráðs er að mati mínu góð og skynsamlegri en hinar álykt- anirnar. Einnig hefur réttilega að mínu mati verið mótmælt þeirri gagnrýni menntamálaráðherra á dómnefndina að hún hefði verið hlutdræg. Engin ástæða er til að draga það í efa að dómnefndin um lektorsstöðuna hafi leitast við að vinna verk sitt á sem heiðar- legastan og óhlutdrægastan hátt. En álit dómnefndar er ekki al- gildur sannleikur, sem allir þurfi að samþykkja. Umræðan um hæfi dómnefndar gerir þá spurn- ingu enn áleitnari hvers vegna ekki var skipuð ný dómnefnd í samræmi við réttarbótina frá 8. júlí 1987 eins og rakið hefur verið hér að framan. í tilefni fyrrgreindra mótmæla hafa ýmis undarleg eða óheppileg orð verið látin falla, sem ástæða er til að gera athugasemd við. í Morgunblaðinu 8. júlí sl. skrifuðu tveir fulltrúar nemenda á deildarfundum félagsvísinda- deildar grein, þar sem óspart var vitnað í álit dómnefndar um Hannes Hólmstein Gissurarson og tínt þar til margt neikvætt um Hannes, augsýnilega úr sam- hengi. Þetta eru fáheyrð vinnu- brögð. Dómnefndarálit eru sér- stök trúnaðarmál. Svo merkilega vill þó til, að síðla dags 7. júlí, eftir að nemendafulltrúarnir tveir höfu skilað grein sinni til Morg- unblaðsins, ákvað deildarfundur félagsvísindadeildar „að aflétta trúnaðinum af dómnefndarálit- inu“. Tengdist þessi samþykkt væntanlegri birtingu greinar þessarar í Morgunblaðinu? Og er yfirleitt leyfilegt að aflétta trún- aði á dómnefndarálitum? Fram hefur komið að upphaf lektorsstöðu þeirrar, sem nú er mjög svo umdeild, megi rekja til fjárlagagerðar fyrir árið 1987. í þeim var að finna ákvæði um nýja lektorsstöðu við Félagsvísinda- deild Háskóla íslands og átti hún að vera í stjórnmálaheimspeki. Stjórnmálaandstæðingar þáver- andi menntamálaráðherra, Sverris Hermannssonar, töldu að hér væri verið að skraddara- sauma sérstaka stöðu handa Hannesi Hólmsteini. í framhaldi af þessari gagnrýni fékk félagsvís- indadeild að skilgreina stöðuna á nýjan leik og ætti þessi nýja skil- greining óneitanlega nokkuð vel við kennslu og rannsóknir Ólafs Þ. Harðarsonar. Hannes Hólm- steinn og menntamálaráðuneytið gerðu samt enga athugasemd við nýju skilgreininguna. En það var á grundvelli hennar sem Hannes var ekki dæmdur hæfur að gegna stöðunni nema að hluta. í fjölmiðlum kvöldið 8. júlí skýrði rektor Háskóla íslands, Sigmundur Guðbjarnason, frá því að hann hefði verið með á- kveðna „málamiðlurí' í lektors- deilunni og hefði hann lagt hana fyrir menntamálaráðherra, sem því miður hefði ekki fallist á hana. Málamiðlunin fólst í því að Ólafur Þ. Harðarson fengi um- rædda lektorsstöðu en jafnframt yrði búin til ný staða í stjórnmála- heimspeki sérstaklega fyrir Hannes Hólmstein. Þetta er all merkileg frétt. Var félagsvísinda- deild eða einhver önnur háskóla- deild búin að samþykkja þessa lausn? Var fjármálaráðuneytið búið að samþykkja hana? Eru viðskipti af þessari gerð samboð- in virðingu háskólans? 7.-10. júlí 1988 Gísli Gunnarsson Gísli Gunnarsson er doktor í hag- sögu og lektor í sagnfræðl við heimspekideild Háskóla Islands. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla. Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eru lausar til umsóknar kennarastöður í viðskiptagreinum, félagsfræði, dönsku og vélritun. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands er laus kennarastaða í rafvirkj- un. Þá vantar stundakennara í ensku og viðskiptagreinum og forfall- akennara í dönsku. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 23. júlí næstkomandi. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameisturum viðkomandi skóla. Þá er umsóknarfrestur á áður auglýstum kennarastöðum í stærð- fræði og rafeindavirkjun við Fjölbrautaskóla Vesturlands fram- lengdur til 12. júlí. Menntamálaráðuneytið Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla. Að Framhaldsskólanum á Húsavík vantar kennara í íslensku og stærðfræði í fullar stöður og í þýsku og frönsku sem jafngildi heillar stöðu. Að Fjölbrautaskólanum í Keflavík vantar kennara í vélritun. Um er að ræða hálfa stöðu. Við Myndlista- og handíðaskóla fslands er staða fulltrúa á skrif- stofu skólastjóra laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 20. júlí. Menntamálaráðuneytið 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.