Þjóðviljinn - 12.07.1988, Page 13

Þjóðviljinn - 12.07.1988, Page 13
Afganskir uppreisnarmenn hafa færst í aukana uppá síðkastið. Að eigin sögn. Kveðast þeir þjarma ó- sleitilega að hermönnum Naji- bullas, forseta í Kabúl, einkum í héruðum í austri og við borgina Kandahar í suðri. Þann 15da ág- úst á helmingur sovéskra her- manna að vera horfinn úr Afgan- istan og er enga þeirra að finna lengur á ofannefndum svæðum. Kinnock formaður breska Verkamanna- flokksins kveðst að sönnu styðja réttmæta baráttu Afríska þjóð- arráðsins fyrir jöfnuði hvítra og blakkra. Hann segist skilja að baráttumenn samtakanna skuli grípa til vopna í því augnamiði að binda endi á óbærilegt ástand en segist ekki sjá að þeir hafi haft erindi sem erfiði. Kinnock lét þessi orð falla í gær eftir að hafa setið fund með forystumönnum ANC í Lusaka, höfuðborg Zambíu. Verkamannaflokkurinn væri öndverður hvers kyns vald- beitingu en styddi blökkumenn heilshugar og gerði sér grein fyrir því að þeir yrðu að bera hönd fyrir höfuð sér í kúgunarkerfi hvíta minnihlutans. Bingo hefur verið bannað með lögum í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum. Bingo er feikivinsælt í Abu Dhabi og þar um kring, landsmenn hafa stytt sér stundir við það um árabil og á stundum spilað um myndarlegar fjárupp- hæðir. Múhameðstrúarmenn hafa horn í síðu hverskyns fjár- hættuspils og þar kom að grand- varir og guðhræddir menn bentu ráðamönnum á að bingo væri óíslamskt og því trauðla spá- manninum að skapi. Löggjafinn sagði „já, akkúrat“, og fór að óskum Múhameðs. íranir segjast hafa veitt all mörgum Ir- ökum, stríðsföngum, hæli enda væru þeir pólitískir flóttamenn. Færu þeir nú frjálsir ferða sinna í íran og byggju hjá fjölskyldum sínum. írakar höfðu furðað sig á því að um 7 þúsund stríðsfangar í Iran hefðu horfið sporlaust og sakað írani um fjöldamorð. Ráðamenn í Teheran sögðu ásak- anir þessar út í hött og til þess ætlaðar að draga athygli þjóða heims frá þeirri staðreynd að ír- akar hafa þrásinnis beitt efna- vopnum í átökum við fjendur sína. „Útlegðar- höfðingi“ Kampútseumanna, hinn nafntog- aði Síhanúk prins, lét af forystu fyrir uppreisnarhreyfingunni í gær. Ákvörðun prinsins kom einsog þruma úr heiðskíru lofti enda eru friðarviðræður valdhafa í Pnom Penh og andstæðinga þeirra komnar á nokkurn rek- spöl. Höfðu ýmsir þjóðhöfðingj- ar á Vesturlöndum og í Asíu ætl- að að tefla prinsinum fram sem sínum kandídat. Hafa þeir ítrek- að gert því skóna að því aðeins eigi hið stríðsþjáða land von um betri tíð að prinsinn hefjist þar til vegs og virðingar (verði væntan- lega kóngur eftir allnokkra töf). ERLENDAR FRÉTTIR Gorbatsjov í Póllandi Nú em það hefðbundin vopn! Sovétleiðtoginn vill ráðstefnu Evrópuríkja. Óskar eftir flugvélabýttum Míkhael Gorbatsjov, bóndi í Kreml, er við sama heygarðshornið. í gær hélt hann ræðu yfir hausamótum pólskra þingmanna í Varsjárborg og stakk uppá því að valdhafar ríkja Evrópu mæltu sér mót til þess að ræða hvernig best verði komist að samkomulagi um eyðileggingu vígtóla, annarra en kjarnorku- vopna, svonefndra hefðbundinna vopna. Ennfremur kvaðst hann meira en fús að semja við Nató um flugvélar; ef 72 bandarískar F-16 orrustuþotur á Spáni verða fluttar heim árið 1991, en ekki til Ítalíu einsog ráðgert er, munu So- vétmenn flytja „hliðstæðan“ flugvélakost, sovéskan, austur fyrir Úralfjöll. Leiðtoginn hyggst dvelja í Pól- landi um sex daga skeið en undir lok heimsóknarinnar mun hann sitja fund leiðtoga Varsjárbanda- lagsríkja í fæðingarborg banda- lagsins. Gorbatsjov sagði að ef af fundi forystumanna allra Evrópuríkja yrði væri hans tillaga sú að aðeins eitt mál yrði tekið' til umræðu: „Hvernig rjúfa megi vítahringinn og þoka viðræðum um fækkun hefðbundinna vopna á rekspöl." Fréttamaður Reuters staðhæf- ir að þessi málflutningur sovét- leiðtogans bendi til þess að þolin- mæði hans yfir hægagangi við- ræðusveita risaveldanna í Vín sé á þrotum. Vínverjum sé ætlað að semja um hefðbundnu vopnin en hingaðtil hafi allt strandað á þeirri kröfu Sovétmanna að örlög svonefndra „tvíeggja vopna“ verði rædd í leiðinni, en slíka nafngift fá skriðdrekar, fallstykki og þessháttar vopn sem bæði geta borið kjarnsprengjur og púð- ursprengjur. Bandaríkjamenn harðneiti að taka þessi beggja handa járn til umræðu. Auk þess að skora á Nató- brodda í flugvélabýtti stakk Gor- batsjov uppá því að Varsjár- bandalagið og Nató kæmu sér upp sameiginlegri „miðstöð til þess að bægja stríðsógn frá dyr- um; stofnun um samvinnu á þessu sviði sem starfrækt yrði árið um kring og myndi verða lóð á skálar friðarins." Ymsir „vestrænir" sérfræðing- ar höfðu leitt getum að því að Gorbatsjov myndi boða heimkvaðningu sovéskra her- sveita frá bandalagsríkjum sínum í ræðunni en svo fór ekki. Þótt Sovétmenn hafi nýverið ákveðið að flytja hermenn sína í Ung- verjaíandi heim þá bendir ekkert til þess að slíkt hið sama verði hlutskipti kollega þeirra í Austur- Þýskalandi. Tékkóslóvakíu og Póllandi. I síðastnefnda ríkinu dvelja 42 þúsund sovéskir her- menn að staðaldri. Reuter/-ks. Ber, brosir, seinkar, syngur, biður. Gorbatsjov hefur í mörg horn að líta, ekki síður í Varsjá en á heimaslóðum. Palestína Tvö ungmenni vegin Israelsk hernámsyfirvöld loka sex skólum heimamanna á landinu vestan Jórdanar Israelskir drottnar á hernáms- svæðinu vestan Jórdanar mæltu í gær svo fyrir að sex skólum heimamanna skyldi lokað eftir að miklar óeirðir höfðu brot- ist út. Hermenn þeirra drápu tvö palestínsk ungmenni. Málsvari ísraelska setuliðsins kvað til átaka hafa komið milli hermanna sinna og hópa ung- linga sem grýttu þá. Atburðir þessir áttu sér stað á spildunni við Jórdan, í bæjunum Nablus, Tulk- arm, Ramallah, Kalkilja og He- bron. Starfsmaður við sjúkrahúsið í Tulkarm greindi frá því að 16 ára gamall piltur, Hassan Adass að nafni, hefði látist þar í gær eftir að hermenn skutu hann í kviðinn. Italía Hiyðjuvericamenn dæmdir Palestínskir heimildamenn í Nab- lus sögðu að Faris Al-Anabtawi hefði verið skotinn til bana af ísraelskum hermönnum þar í bæ. Hann var einu ári eldri en Adass. f Nablus voru fjórir heimamenn særðir skotsárum. Talsmenn hernámsliðsins gengust við drápum þessum. Hafa fsraelsmenn nú vegið 229 Palestínumenn hið minnsta frá því uppreisn heimamanna á her- teknu svæðunum hófst þann 9.desember í fyrra. Reuter/-ks. Metnaðarmál 13 mennfundnir sekir og dæmdir vegna fjöldamorðs hægri manna í Bolognu árið 1980 Fjórir nýfasistar voru í gær dæmdir til æfllangrar dýflissudvalar fyrir að hafa orðið 85 mönnum að bana í Bologna- borg þann annan ágúst árið 1980. Fjórmenningar þessir og sam- verkamenn þeirra földu vítisvel í þéttskipuðum biðsal í brautar- stöð borgarinnar og sprengdu hana þcgar örtröðin var mest. Þetta er mannskæðasta hryðju- verk sem framið hefur verið í Vestur-Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. En ekki virðast öll kurl komin til grafar í máli þessu, þrátt fyrir dómana, því ýmsir meintir for- sprakkar voru sýknaðir. Enn- fremur komst dómarinn að þeirri niðurstöðu að fjöldamorð þetta hafi ekki verið hluti samsæris öfgamanna í her og leyniþjón- ustu, nýfasista og P-2 frímúrara- reglunnar um að skapa ringulreið og upplausn á Ítalíu, búa í haginn fyrir valdarán hægrimanna. Alls voru 13 einstaklingar fundnir sekir um beina eða óbeina aðild að hermdarverkinu, þeirra á meðal eru tveir foringjar í leyniþjónustunni og hinn nafntogaði ítalski „athafnamað- ur“ Licio Gelli. Þeir höfðu allir reynt að villa um fyrir réttvísinni þegar unnið var að rannsókn málsins. Hún tók sex ár og réttar- höldin stóðu yfir í 18 mánuði. Átta menn voru sýknaðir, þeirra á meðal er Stefano nokkur Delle Chiaie, höfuðpaur nýfasista. Reuter/-ks. Sovét-Armenía 100.000 á útifundi Enn einnfjöldafundurinn Uerevan. Ermsk iðjuverhafa staðið auð og r Aannað hundrað þúsund manns safnaðist saman til fundarhalda um miðbik Jere- vans, höfuðborgar Sovét- Armeníu, í gærmorgun. Á dag- skrá var mál málanna, krafan um að íbúar héraðsins Fjalla- Karabakh, sem langflestir eru Armenar, fái að segja sig úr lögum við hina háu herra Bakú- borgar í Azerbaidsjan og sverja æðstu mönnum Jerevans, löndum sínum, hollustueiða. Sem hljóð í vikutíð kunnugt er er þetta einkar snúið mál því hið umbitna hérað cr sem eyja inní Azerbaidsjan. Efnt var til fundarins eftir að forystumaður kommúnista í Armeníu upplýsti landa sína um að Kremlverjar hygðust innan tíðar ræða þessi „kákasus óþæg- indi“. Fundarboðendur létu þess ennfremur getið að hreppsnefnd Fjalla-Karabakhs" myndi koma saman í dag gagngert til þess að fjalla um frekari baráttuaðgerðir. Fundurinn í gær fór fram í for- garði fornlistasafns Armena og þar í grennd. Hann stóð yfir í 90 mínútur. Heimildamaður Reut- ers í Jerevan kvað fundinn hafa farið vel og friðsamlega fram og skýrði ennfremur frá því að fund- arforingjar hefðu boðað fram- haldsfund á sama stað um kvöld- ið, þ.e.a.s. í gærkveldi. Hann kvað engan fullvaxinn Jerevan- búa hafa haldið til vinnu í gær. Reuter/-ks. Til lítils unnið Maður er nefndur Tom Crispo, búsettur í Englaborg á vestur- strönd Bandaríkjanna. Sér og sínum til lífsviðurværis rekur Crispo fatafellubarinn „Skellur og snúningur“. Crispo er maður metorða- gjarn. Því ákvað hann fyrir skemmstu að efna til metasláttar, á dansgólfi „Skells og snúnings“ skyldi stiginn maraþon nektar- dans. Hann fékk tvo starfsmenn sína til liðs við sig, Newcomb Munt, 28 ára, og Delane Balliot, 22 ára. En þótt Munt og Balliot hafi afklæðst 432 sinnum á 72 klukku- stundum, og því örugglega slegið met, þverneita forráðamenn heimsmetabókar Guinnes að láta atburðarins getið í næstu útgáfu bókarinnar. Telja þeir af og frá að klámfengið efni eigi erindi á síður bókar sem börn fá gjarnan í jólagjöf. Crispo er sár en öldungis ekki af baki dottinn. Hann hefur falið lögmanni sínum, Róbert nokkr- um Stapleton, sem sjálfur aflaði sér lífsviðurværis á námsárunum með stripli, að undirbúa málsókn á hendur Guinnes ef forleggjar- arnir sjá sig ekki um hönd á næstu dögum. Reuter/-ks. Þriðjudagur 12. júli 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.