Þjóðviljinn - 16.07.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.07.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Sovétríkin Armenar æfareiðir Sovéska sjónvarpið sýndi ífyrrakvöld „heimildamynd“ um mótmæli Armena fyrr ímánuðinum. Rœtt við hermenn og lögregluþjóna en sjónarmið mótmœlenda hundsuð Hermenn gættu Jerevanflug- vallar í gær eftir að soðið hafði uppúr í borginni í kjölfar þess að sjónvarpið sýndi „ó- hróðursmynd“ um Armena. Kvikmyndin var kynnt sem heimildamynd um ástand mála í Armeníu, mótmælaaðgerðir íbú- anna og þá kröfu þeirra að hérað- ið Fjalla-Karabakh verði ermskt umráðasvæði. Hinsvegar kom á daginn að framleiðendur mynd- arinnar höfðu ekki látið svo lítið að leita eftir viðhorfum mótmæ- lenda. Einu heimildarmenn þeirra voru lögreglumenn og dát- ar sem ekki áttu nógu sterk orð til þess að lýsa þeim arma skríl sem sýknt og heilagt væri að efna til uppþota og andófs. Málsvari utanríkisráðuneytis- ins í Jerevan greindi frétta- mönnum frá því að íbúarnir væru sárgramir vegna sýningar mynd- arinnar í fyrrakvöld. Hinsvegar kvað hann engan fót vera fyrir fréttum um að verkamenn á flug- velli höfuðborgarinnar hefðu lagt niður vinnu í mótmælaskyni við sýningu hennar. En hvað um það; svo rammt kvað að orðróm- inum um óspektir á flugvellinum að yfirmenn „Aeroflot" afréðu í gær að fella niður allt flug til Armeníu. í heimildamyndinni er fjallað um átök sem urðu á ofannefnd- um flugvelli dagana 4. og 5. þessa mánaðar. Þá hindruðu mótmæ- lendur alla flugumferð og tóku hressilega á móti þegar hermenn hugðust reka þá burt. Einn andó- fsmaður var skotinn til bana. Dátarnir sem teknir voru tali báru sig aumlega og þóttust hafa verið hætt komnir í slagsmálum við „skrílinn.“ Fréttafulltrúi málgagns komm- únistaflokks Armeníu, Komm- únistans, sagði menn ekki ná uppí nefið á sér fyrir reiði. „Fólki ber saman um að myndin hafi dregið taum hers og lögreglu. Hvorki mótmælendum né far- þegum sem leið áttu um flugvöll- inn þessa daga gafst kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.“ Einn hermannanna sem fram komu í þættinum sagði atburðina á flugvellinum hafa verið „þaul- skipulagða ögrunaraðgerð.“ Öllu saman hefði verið stýrt af „vand- ræðamönnum". Það er alkunna að frá því at- burðir þessir áttu sér stað hafa íbúar Jerevans efnt til mótmæla- gangna og fjöldafunda á degi hverjum. Um 200 þúsund manns gengu fylktu liði um götur borg- arinnar í fyrrakvöld og kröfðust þess að ráðamenn í Azerbaidsjan skiluðu kollegum sínum í Armen- íu héraðinu Fjalla-Karabakh („Artsakh"). Reuter/-ks. Suður-Afríka Nelson Mandela sjötugur „Þetta er hugsjón sem ég lififyrir og þetta er hugsjón sem ég er reiðubúinn að láta lífiðfyrir“ að er náttúrlega kunnara en frá þurfí að segja að Nelson Mandela verður sjötugur á mánudaginn. Ólíklegt er að hann bregði út af fastri veiýu á morgni afmælisdagsins; eflaust rís hann úr rekkju klukkan hálf fimm og æfir skrokk sinn af hörku næstu tvær klukkustundirnar. Þegar menn hafa verið fangar í rúman aldarfjórðung er daglegt líf þeirra í föstum skorðum. Ekki eru nema fjögur ár frá því að eiginkona Mandelas, Winnie, fékk að komast í snertingu við eiginmann sinn; í 24 ára urðu þau að láta sér nægja að horfa á hvort annað í gegnum rúðugler. Nú er henni heimilt að dvelja hjá hon- um í tvígang mánaðarlega, 40 mínútur í senn, og má vera við annan mann. Af alþekktu örlæti sínu buðu valdsherrar í Pretóríu þeim hjón- um að halda afmælisdaginn hát- íðlegan í fangelsinu. Mandela var boðið að fá fjölskyldu sína í heim- sókn, eiginkonuna, tvær dætur og barnabörn, og yrði þeim gert kleift að dvelja saman í sex klukkustundir. En því boði höfnuðu hjónin. Á meðan þel- dökk börn sæta pyntingum í dýfl- issum ráðamanna vilja þau enga greiðasemi úr þeirri átt! Nelson Rolilahla Mandela er sonur eins af höfðingjum Mtirara ættbálksins. í bernsku bjó hann í leirkofa í Qunu, sem nú er nefnt Transkei, gætti kúnna og keppti í spjótkasti við jafnaldra sína. „Áhugi minn á stjórnmálum kviknaði þegar ég heyrði hjal öldunga ættbálksins. Þeir rifjuðu upp sælutíð æsku sinnar þegar hvíti maðurinn hafði enn ekki sölsað undir sig lönd okkar, skóga og ár.“ Mandela flutti búferlum til Jó- hannesarborgar árið 1941. Þar lagði hann stund á lögfræðinám með vinnu, festi ráð sitt og gat börn. Fyrri eiginkona hans er hjúkrunarkona en þau skildu að skiptum; höfuðorsökin var sú að þátttaka bóndans í stjórnmála- og mannréttindabaráttu jókst er fram liðu stundir. Hún var því andvíg. Mandela helgaði Afríska þjóð- arráðinu líf sitt. Árið 1952 hóf hann rekstur lögmannsstofu, þeirrar fyrstu í eigu blökku- manna í Suður-Afríku. Með- eigandi hans var Oliver Tambo, núverandi oddviti ANC í Lusaka, höfuðborg Zambíu. Árið 1955 var Mandela tekinn höndum og ákærður fyrir landráð. Réttarhöldin í máli hans tóku fimm ár og lauk þeim með sýknu. Meðan þau fóru fram kynntist Mandela ungum fél- agsráðgjafa, Nomzamo Winnie Madikizela að nafni. Þau giftu sig árið 1958. Þegar Mandela gat loks um frjálst höfuð strokið hóf hann baráttu sína á ný. Árið 1961 gáfu lögregluyfirvöld út nýja hand- tökuskipun og fór Mandela þá huldu höfði um árs skeið. Hann var svikinn í hendur yfirvalda í ágústmánuði árið 1962. Enn var Frú Winnie Mandela stendur hér á milli dætra þeirra Nelsons en þær heita Zeni og Zindzi. Nelson Mandela. hann dreginn fyrir dómsstóla en að þessu sinni var hann ekki fundinn sýkn saka. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsisvist fyrir að hvetja þeldökka til verk- falla og.ólöglegar utanfarir. Tveim árum síðar var mál hans tekið upp á ný og þann 12.júní árið 1964 var hann dæmdur til ævilangrar fangavistar. Sakar- giftir voru „skemmdarverk og samsæri um að kollvarpa ríkis- stjórninni.“ í málsvörn sinni í réttarhöldun- um sagði Mandela meðal annars: „Ég hef barist gegn ofríki hvítra og ég hef barist gegn ofríki svartra. Ég óska þess að við ber- um gæfu til þess að koma á fót lýðræðisþjóðfélagi frjálsra manna sem vinna saman og eiga jafnan rétt til lífsins gæða. Þetta er hugsjón sem ég lifi fyrir og þetta er hugsjón sem ég er reiðp- búinn til að láta lífið fyrir.“ Reuter/-ks. Laugardag 16. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.