Þjóðviljinn - 16.07.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.07.1988, Blaðsíða 14
MINNING ip Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur vegna Nesjavallavirkjunar óskar eftir tilboöum í uppsetningu pípulagna við stöðvarhús og við og í skiljustöð á Nesjavöllum, m.a. 450 m af 1016 0 mm og 168 0 mm pípum. Vettvangsskoðun á Nesjavöllum 9. ágúst n.k. kl. 14. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 20000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. ágúst kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR v Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Byggingadeildar óskar eftir tilboðum í smíði og uppsetningu á loftræstikerfum í Borgarleikhúsið. Blikkmagn er um 7300 kg. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 10000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 9. ágúst kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Útboð Súgandafjörður II, 1988 'qwm W Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint r verk. Sm Lengd vegarkafla 2,7 km, fyllingar 6.600 m3 og neðra burðarlag 2.400 m3. Verki skal lokið 10. október 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á fsa- firði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 18. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 2. ágúst 1988. Vegamalastjori Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við grunnskóla Vesturlandsumdæmi: Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Akranesi, meðal kennslugreina líffræði og stærðfræði í 7.-9. bekk, sérkennsla, tón- mennt og kennsla yngri barna, Ólafsvík, meðal kennslugreina enska myndmennt, sérkennsla og kennsla við forskóladeild, Hellis- sandi, Eyrarsveit, meðal kennslugreina danska, líffræði og samfé- lagsfræði í eldri bekkjum, Stykkishólmi, meðal kennslugreina enska og kennsla yngri barna, Andakílsskóla, Laugargerðisskóla, meðal kennslugreina enska og íþróttir og Laugaskóla, meðal kennslu- greina íslenska og erlend mál. Austurlandsumdæmi: Staða skólastjóra og grunnskólakennara við Grunnskólann Bakka- firði. Staða skólastjóra og grunnskólakennara við Brúarásskóla. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Seyðisfirði, meðal kennslugreina íþróttir, smíðar og náttúrufræði. Eiðum, Fáskrúðs- firði, meðal kennslugreina smíðar og náttúrufræði og Djúpavogi, Fellaskóla, Nesjaskóla, meðal kennslugreina íslenska og enska og Hrollaugsstaðaskóla. Sérkennarar og aðstoðarfólk óskast við Skóla barna- og unglinga- geðdeildar Landspítalans. Plötusmiður og rafsuðumenn óskast nú þegar. Mikil vinna. Upplýsingar gefur Bjarni Thoroddsen í síma 24400. Stálsmiðjan Guðfríður Sigurðardóttir Nýjabæ í Garði Fædd 14. mars 1914 - Dáin 11. júlí 1988 Enn erum við að kveðja. Alltaf verður það jafn sárt, þótt skyn- semin segi okkur, að Guð sé góð- ur þjáðri, fullorðinni konu að gefa henni lausn. Tilfinningarnar segja annað. Þeim finnst það sem skeði hafi ekki verið tímabært, hún hefði átt mörg ár eftir til að njóta þess að fagna ættingjum og vinum, ekki hvað sízt systkinum, þeirra börnum og barnabörnum, veita kaffi og hlýjar móttökur. Alltaf var gott að skreppa í Garðinn og til þessarar góðu konu voru allir jafn hjartanlega velkomnir. Hún hafði einstakt lag á að gefa hverjum og einum þá tilfinningu, að sá væri einstak- ur og sérstaklega velkominn gest- ur. Að fara í Garðinn til Guggu fannst mér alltaf eins og ég væri að fara til tengdamóður minnar, en það var Gugga ekki, heldur var hún systir Guðrúnar, sem var tengdamóðir mín. En þar sem Guðrún dó á fyrsta ári okkar Ebba í hjónabandi, tók Gugga á sinn hæga og hlýja hátt smám saman þann sess í hug og hjarta mínu, sem Guðrún hefði annars átt, og fyrir börnunum voru heimsóknir til Guggu frænku há- tíðarheimsóknir, eða eins og eldri dóttir mín sagði, þá vorum við í heimsókn hjá pabba fólki. Kannski urðu heimsóknir í Garðinn mér aldrei meira virði og tengsl okkar Guggu dýpri heldur en eftir að við misstum þann, sem okkur þótti báðum svo vænt um, Ebba, en hann nefndi hún ávallt fullu nafni, Eðvarð, þegar hann svo óvænt fylgdi nafna sínum og frænda yfir landa- mærin miklu sumarið 1984. Tæpt ár varð á milli þeirra frænda og nú kveður Gugga sjálf 4 árum seinna. Líklega getum við þakk- að þeim fyrir að velja mesta birtutíma ársins til að kveðja, nóg dimmir samt í sál manna. En birta daganna þrengir sér inn og maður réttir sig við aftur og horfir upp í sólina. Garðurinn var hluti af bernsku Ebba. Hann sagði mér margt frá henni, Gugga og fólkið í Nýjabæ var þungamiðja bernskunnar í Garðinum, en Litla-Brekka á Grímsstaðaholti var heimili hans, þar ólst Ebbi upp í skjóli móður, frænda og ömmu. í Litlu-Brekku fæddist Gugga, ein af 7 systkinum, börnum Ingibjargar Sólveigar Jónsdóttur, sem var frá Nýjabæ í Garði, en bjó lengst af í Litlu-Brekku. Fyrst með eigin- manni, Sigurði Eyjólfssyni og börnum, en börnunum eftir að hann lézt. Lát föður og eigin- manns reynist alltaf örlagaríkt og kannski ekki sízt fyrir Guggu, en hún var 7 ára gömul, þegar faðir hennar dó. Pað eru mikil spor að fylgja eiginmanni til grafar, og sú, sem snýr frá gröfinni er ekki sú, sem gekk þangað. En áfram skal haldið að leita lausna á vandamálum daglegs lífs, og börnin og þeirra þarfir skipa stær- stan sess. Ingibjörg átti 6 börn og hið 7. ófætt, þegar hún varð ek- kja. í dag eru mörg vandamál, sem mæta einstæðri móður, en 1921 hafa þau verið enn stærri og á framfærslan þar stærstan hlut. Þá strax um sumarið stóð Ingi- björg frammi fyrir örugglega einni af erfiðustu ákvörðunum lífs síns, þegar hún ákvað að láta Guggu frá sér til uppeldis og um- önnunar, en systir hennar, I Laufey, sem bjó með eiginmanni sínum, Sigurgeiri, í Nýjabæ í Garði, bauð henni að taka eitt barnanna, en þau hjón voru barnlaus sjálf. Gugga varð fyrir valinu. Gugga sagði mér sjálf, að upp- haflega hefði hún farið til sumar- dvalar, en um haustið hefði verið ákveðið, að dvölin yrði lengri. Af því dreg ég þá ályktun, að móðir- in hafi viljað sjá hvernig barnið kynni við sig, áður en nokkuð varð endanlegt. Það hefur létt þá ákvörðun, að Ingibjörg vissi, að nær því að vera eins og hjá henni sjálfri yrði ekki komizt. Upp frá því átti Gugga heimili sitt í Nýja- bæ í Garði. Gugga var hæg og róleg kona, og hefur eflaust verið ljúft og ró- legt barn og orðið mikill sólskins- og gleðigjafi á sínu nýja heimili, en hún hætti aldrei að tilheyra hópnum í Litlu-Brekku. Þess gættu þau öll, móðirin og systkinin og fósturforeldrarnir í Garðinum. Nú eru þær aðeins orðnar eftir tvær, Adda og Sigga, af hópnum í Litlu-Brekku og kannski hafði Eðvarð Sigurðsson rétt fýrir sér, þegar hann sagði, að Litla-Brekka ætti að hverfa. Hún hafði verið skjól fjölskyldu, en þegar fjölskyldan væri farin, ætti húsið að hverfa líka. Eftir standa minningarnar, blandaðar gleði og einnig sorg, en stendur ekki í Spámanninum: „Þú grætur það, sem var gleði þín, sorgin og gleðin eru systur, sem haldast í hendur, önnur er alltaf við hlið hinnar.“ Ég og börnin mín þökkum Guggu fyrir allt, sem hún var okkur, og megi ljósið himneska fylgja henni á vit ástvina hennar, meira að starfa Guðs um geim. Hrönn FRÉTTIR Læknar Móbnæla tilrauna- sprengingum María Sigurjónsdóttir: Bann við sprengingum erforsenda útrýmingar kjarnorkuvopna. Vel upplýstur almenningursterkasta vopnið íbaráttunni Nýlega lauk í Montréal í Kan- ada 8. alþjóðaþingi Samtaka lækna gegn kjarnorkuvá. Á þing- inu var m.a. rætt um stjörnu- stríðsáætlunina, sálfræðileg áhrif kjarnorkuógnunarinnar, lang- tímaáhrif kjarnorkusprengingar og þá ógnun sem mönnum stafar af tilraunasprengingum. - Kjarnorkusprengingar í til- raunaskyni stuðla að framþróun kjarnorkuvopnabúnaðar en eru ekki nauðsynleg staðfesting á því að þau virki. Tæknileg framþró- un þessara vopna eykur líkur á kjarnorkustríði og meiri tölvu- væðing í stjórnun þeirra eykur hættuna á að eithvað fari úr- skeiðis auk þess sem samanburð- ur á vopnastyrk verður erfiðari og þar með minni líkur á að sam- komulag náist um niðurskurð. Fyrsta skrefið til að stöðva þessa þróun er bann við tilrauna- sprengingum. Síðan 1985 hafa samtökin því lagt mikla áherslu á að slíkt bann verði lagt á og mót- mæla sérstaklega hverri einustu tilraunasprengingu sem sprengd er, en á þessu ári munu Banda- ríkjamenn, Sovétmenn og Frakk- ar sprengja samtals 10 sprengjur, sagði Maria Sigurjónsdóttir, for- maður samtaka lækna gegn kjarnorkuvá á íslandi. í lokaniðurstöðum þingsins í Montréal kemur fram að lækn- arnir telja að mótmæli vel upp- lýstra þegna sé sterkasta vopnið gegn notkun kjamorkuvopna og því verður að halda áfram fræðslu meðal almennings um afleiðingar kjarnorkusprengja. María sagði að hér á landi hefðu samtökin boðið framhaldsskólanemum upp á slíka fræðslu og hefði það mælst vel fyrir og Iæknar færu víða í kennslustundir og héldu fyrirlestra. Samtök lækna gegn kjarnorkuvá voru stofnuð árið 1980 fyrir tilstilli bandarískra og sovéskra lækna og núna eru um 180 þúsund læknar í samtökunum frá 55 löndum. Um 250 íslenskir læknar hafa gerst aðilar að sam- tökunum sem er um fjórðungur allra lækna f landinu. jþ 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardag 16. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.