Þjóðviljinn - 16.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.07.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Verðbréfasjóðir Eignir tólffaldast á síðustu tveimur ámm Gífurlegþensla í verðbréfamarkaðinum. Heildareignir 13 sjóða orðnarnær5 miljarðar. 35% eignaukning fyrstu 5 mánuði ársins Frá því að verðbréfasjóðir tóku fyrst til starfa hérlendis árið 1985, hefur veltan á verðbréfa- markaðinum aukist gífurlega og virðist ekkert lát vera á þeirri aukningu. í árslok 1985 voru heildar- eignir verðbréfasjóðanna sem þá voru starfandi um 380 miljónir en tveimur árum síðar höfðu eignirnar nær tólffaldast og voru komnar í tæpa 4,5 miljarða. Pá voru verbréfasjóðirnir orðnir 13 talsins. Frá síðustu áramótum hafa þrír nýir sjóðir tekið til starfa og tekjuaukningin fyrstu fimm mán- uði ársins er um 35%. Heildar- eign sjóðanna 16 er því nú orðin um 5 miljarðar króna, samkvæmt bráðabirgðatölum sem birtar eru í nýútkomnu hefti Hagtalna mán- * aðarins sem hagfræðideild Seðla- bankans gefur út. Þar kemur einnig fram að af þeim bréfum sem eru í vörslu verðbréfasjóðanna, er lang- stærsti hlutinn með fasteignaveði eða bréf uppá tæpa 2 milj arði, um 900 miljónir eru með sjálfskulda- veði, rúmar 700 miljónir með ábyrgð stórra fyrirtækja, tæpar 400 miljónir með bankaábyrgð, 380 miljónir stuttar viðskipta- kröfur og um 340 miljónir með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga._|g. Hjónakornin Nelson og Winnie Mandela stinga saman nefjum árið 1959. Mandela Ráðherrar samgleðjast Utanríksráðherrar Norðurlanda senda Mandela heillóskir. Listamenn sameinast gegn aðskilnaðarstefnuni á Miklatúni á morgun Nelson Mandela verður sjö- tugur á mánudag. Þrátt fyrir æ víðtækari stuðning við kröfuna að honum verði sleppt úr dyfliss- um Suður-Afríku stjórnar eftir hart nær þrjá áratugi, þverskall- ast aðskilnaðarstjórn hvíta minn- ihlutans enn við. Utanríkisráð- herrar Norðurlanda ætla ekki að láta sitt eftir liggja við að heimta Nelson Mandela úr prísundinni. Að sögn Hauks Ólafssonar, send- iráðunautar í utanríkisráðun- eytinu, munu norrænu utanríkis- ráðherrarnir senda Nelson Mandela heillaóskir í tilefni dags- ins. Það eru fleiri hér á Fróni sem hugsa hlýtt til Mandela um helg- ina, því föngulegur hópur ís- lenskra listamanna hefur hlítt kalli Suður-Afríku samtakanna gegn apartheid og mætir á skemmtun á Miklatúni á morgun. Meðal þeirra sem fram koma á Miklatúni eru Megas, Sykurmol- arnir, Frakkarnir, Bubbi Mort- hens, Bjartmar Guðlaugsson, Brúðuleikhúsið og Sveinbjörn allsherjargoði Beinteinsson fremur gjöminga gegn aðskilnað- arstefnu suður-afrískra stjón- valda. Miklatúnshátíðin hefst kl. 13. Aðgangseyrir er 500 krónur og verður öllum ágóða varið til að styrkja börn og unglinga sem sætt hafa fangelsunum og pyntingum af hálfu aðskilnaðarstjórnar hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. -rk Fiskverkun Ríkisfjármálin Pass hjá Steingrími - Ég vil ekkert tjá mig um þessi mál, sagði Steingrímur Her- mannsson, utanríkisráðherra í gær er Þjóðviljinn innti hann eftir niðurstöðum þjóðhagsspár um 3,7 miljarða tekjuhalla ríkissjóðs fyrstu fimm mánuði ársins. - Þið verðið að spyrja Jón Baldvin að þessu, sagði Steingrímur, en hann hefur ekki fengist til að tjá sig við fjölmiðla um niðurstöðu þjóðhagsspárinn- ar. {Dagblaðinu - Vísi í gær er haft eftir Þorsteini Pálssyni, forsætis- ráðherra, að þolinmæði hans sé á þrotum við að reyna að berja í brestina í stjórnarsamstarfinu vegna síendurtekinna upphlaupa einstakra ráðherra. Mandela sjötugur Launþegasam- tökin sendu skeyti til Botha „Við styðjum kröfuna um skil- yrðislausa frelsun Nelson Mand- ela og viðskiptabannið á Suður- Afríku og Namibíu“ stendur í skeyti sem hátt í 100 launþega- samtök út um allt land hafa ritað undir og sent Botha, forseta S- Afríku. Það eru nær öll aðilasamtök innan ASÍ sem skrifa undir yfir- lýsinguna auk annarra launþega- samtaka, Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Kvennalist- ans en S-Afríkusamtökin stóðu að undirskriftasöfnuninni í tengslum við útihátíðina gegn Apartheid sem haldin verður á morgun á Miklatúni og hefst kl. 13. Utihátíðin er liður í alþjóð- legri herferð gegn stefnu stjórnvalda í S-Afríku og þess krafist að Nelson Mandela verði látinn laus á sjötugsafmæli sínu á mánudaginn kemur, 18. júlí. Á sama tíma og útihátíðin stendur yfir hér á landi verða haldnir tónleikar í S-Afríku. Stjórnvöld þar í landi hafa bann- að þessa tónleika án nokkurra skýringa en þeir sem að tónleik- unum standa segja að þeir verði haldnir þrátt fyrir bannið. 'Þ Saltfiskverkunin flýr land HalldórÁsgrímsson, sjávarútvegsráðherra: Illa komið fyrirþessariþjóð ef framleiðsla ísjávarútvegifer aðflytjastúrlandi. EBE-samningarnir eru lykilatriði. Dagbjartur Einarsson, stjórnarmaður íSÍF: Stóralvarlegt mál og stjórnvöld aðgerðarlítil Sú þróun að ýmsar atvinnu- greinar okkar eru að flytja úr landi vegna þess að framleiðslu- kostnaður er hér hærri en annars staðar veldur mönnum miklum áhyggjum. Samkeppnisaðstaða okkar á markaði Evrópubanda- lagsins verður sífellt erfiðari. Tollur á unnum þorskflökum sem að mati margra kom eins og rýt- ingur í bakið á íslenskum útflyt- jendum eftir að þeir höfðu gert samninga við EBE í vetur hefur ýtt undir þessa þróun enn frekar. Samningar við EBE eru í höndum utanríkisviðskiptaráðu- neytisins en þessi mál hafa verið rædd mikið og lengi í sjávarút- vegsráðuneytinu og þar er fylgst vel með öllum hræringum. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra, þá hefur verið unnið að því um nokkurt skeið að koma á skipulagi á út- flutning á ferskum fiski.„Ef við náum að skipuleggja þann út- flutning og hafa stjórn á honum þá tryggjum við um leið fram- leiðsluna hér innanlands. Annað lykilatriði er, að við verðum að ná góðum samningum við EBE. Því miður hefur verið tilhneiging hjá viðsemjendum okkar að blanda saman markaðsmálum og fiskveiðimálum í þessu sam- bandi. Við getum ekki fallist á það. í þriðja lagi er ljóst að ef framleiðslukostnaður er meiri hér en annars staðar leiðir það til þess að ýmsar atvinnugreinar geta ekki þrifist hér. Þetta er komið fram í fataiðnaðinum okk- ar og ef slíkt hendir í sjávarútvegi þá er nú illa komið fyrir þessari þjóð. I samningunum við EBE verð- um við að leggja áherslu á jafnræði í markaðsmálum hjá þeim og okkur. Við höfum flutt inn vörur frá þeim lítið sem ekk- ert tollaðar og um okkar vörur sem fluttar eru inn á markað EBE-landanna á þess vegna að gilda það sama. Það er réttlæt- ismál. Hins vegar virðist vera til- hneiging til þess að líta á fiskaf- urðir sem annars konar varning. Menn vilja ekki leggja að jöfnu fiskafurðir eða landbúnaðaraf- urðir og iðnaðarvarning ýmiss konar í þessu sambandi," sagði Halldór Ásgrímsson í viðtali við blaðið. Dagbjartur Einarsson stjórn- armaður í Sölusambandi ís- lenskra fiskútflytjenda var harð- orður í garð stjórnvalda þegar blaðið bar undir hann stöðu mála í saltfiskverkuninni. „Þessir toll- ar eru stóralvarlegt mál og við vitum að þeir verða hækkaðir í 13% í öllum löndum Efnahags- bandalagsins 1992. Við verðum að versla með það sem við eigum. Við höfum ekkert annað að bjóða en fískveiðiréttindi og við megum ekki láta tilfinningarnar ráða því að við náum ekki góðum samningum við EBE. Það er oft spuming hvort ekki eigi að fórna minni hagsmunum fyrir meiri og ég er á því að það væri réttlætan- legt. Tuttugu prósent tollurinn á unnum þorskflökum er þegar far- inn að segja til sín. Það er alveg ljóst. Við hjá SÍF. reyndum að verka saltfisk í Bretlandi í vetur en það gekk ekki. Við losnuðum ekki við tollinn. Framleiðslan verður að vera í höndum útlend- inga ef komast á fram hjá þessum tollum. Það er vitað að menn eru að byrja á því að flytja út fersk fiskflök til söltunar m.a. í Dan- mörku og nú eru menn að fara af stað í Bretlandi," sagði Dagbjart- ur. -gís. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardag 16. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.