Þjóðviljinn - 16.07.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.07.1988, Blaðsíða 16
þJÓÐVILIINN Laugardagur 16. júlí 1988 160. tölublað 53. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Þröngar götur og mikið af bílum. Það þarf ekki mikið til að þessi leið lokist. - Mynd: Sig. Grjótaþorpið Enn ófært fyrir slökkvfliðið Hœpið að varaaðkoman sé fœr. Parfað ryðja bílum, grjóti oggirðingum svo slökkvibíll komist að Eins og fram kom í Þjóðviljan- um ekki alls fyrir löngu er önnur aðalleiðin inn í Grjóta- þorpið ófær slökkvibflum á með- an framkvæmdir standa yfir á Fjalakattarlóðinni við Bröttu- götu og eru íbúarnir að vonum óhressir með þetta ófremdar- ástand. Guðrún Ágústsdóttir bar fram fyrirspurn í borgarráði um úrbæt- ur í þessu máli og í svari frá Rún- ari Bjarnasyni, slökkviliðsstjóra, 27. júní s.l. segir að verktakinn sem sér um framkvæmdir á Fjala- kattarlóðinni lofi að gera Bröttu- götu færa innan lVi mánaðar en á meðan sé slökkviliðinu tryggð aðkoma yfir grassvæði frá Grjótagötu yfir í Mjóstræti og Bröttugötu. Reyndin er hins vegar sú að grassvæði þetta er er ekki auðvelt yfirferðar og mikið af bflum er iðulega lagt þannig að allar líkur eru á því að þessi leið sé með öllu ófær slökkvibflum. Ef svo illa fer að eldur kemur upp í Grjótaþorpinu á meðan þetta ástand varir gæti svo farið að eldurinn fengi að loga glatt á meðan verið væri að ryðja bflum, grjóti og girðinum úr vegi slökkviliðsins. iþ Þessier öðruvisi enallir hinir Bónusreikningur gefur þér möguleika sem ekki hafa þekkst áður á óbundnum bankareikningi. Þú færð hærri vexti eftir því sem innstæðan vex. Vaxta- þrepin eru 4 talsins: Að 50 þúsundum kr., 50-200þúsundkr., 200-500 þúsund kr. og upphæðir yfir 500 þúsund kr. Vextir umfram verðbólgu fyrir hæsta þrep a.m.k. 7%. Þú f ærð alltaf betri kjörin þegar verðtryggð og óverðtryggð kjör hvers vaxtaþreps eru borin saman á 6 mánaða fresti. Peningarnir eru alltaf lausir hvenær sem þú þarft að grípa til þeirra. Kostnaði við úttekt er haldið í lágmarki, en vexti má taka út kostnaðarlaust. Ellilíf eyrisþegar fá vexti 2. þreps strax þó upphæðin sé undir þeim mörkum, sama gildir um hluthafa bankans. Þú færð afslátt hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum með því að framvísa Bónuskorti sem fylgir reikningnum. Auk þess færðu möppu fyrir pappíra reikningsins o.fl. Iðnaðarbankinn -mtim tonki

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.