Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Styrktarmannakerfi Alþýðubandalagsins Eyðublöð vegna styrktarmannakerfis Alþýðubandalagsins hafa verið send út til flokksmanna. Eru aliir hvattir til að taka þátt í styrktarmannakerfinu og koma útfylltum eyðublöðum til aðalskrifstofu. Góð þátttaka er grundvöllur öflugs starfs. Verum minnug hins fornkveðna að margt smátt gerir eitt stórt. Gjaldkeri Sumarferð ABR Ósóttir vinningar í happdrætti sumarferðar ABR 1988 1. Manuel Scoraza: Rancas þorp á heljarþröm, Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi. Frá Iðunni. Miði nr. 262. 2. Dea Trier Mörch, Miðbærinn, skáldaga Iðunn. Miðarnr. 504, nr. 5. 3. Samferða um söguna, Bengt Áake Haeger MM. Miði nr. 83. 4. Faulkner, Griðastaður, Miði nr. 895. 5. Barsett, upp- takar, hnetubrjótur o.s.frv. Miðinr. 904.6. Grænmetiskvörn frá KRON. Miði nr. 295. 7. Hljómplata KRON. Miði nr. 18. 8. Hljómplata, Almannarómur MFA. Miðinr. 780.9. Nafnabókin eftir Hermann Pálsson MM. Miðinr. 850. 10. Útigrill frá Dröfn Hafnarfirði. Miði nr. 223.11. Hrakfallabálkurinn, viðtöl við Jakob pium kaupmann í Ólafsvík. Einar Bragi skráði, Iðunn. Miði nr. 691. 12. Heimsmynd á hverfanda hveli 1. og 2. bindi eftir Þorstein Vil- hjálmsson MM. Miði nr. 554.13. Birgir Engilberts, Andvökuskýrslur Iðunn. Miði nr. 685.14. Maðurinn sem féll til jarðar eftir Walter Travis Iðunn. Miði nr. 684.15. Börn eru líkafólk eftir Valdísi Óskarsdóttur MM. Miðinr. 500.16. Sængurfatasett fyrir tvo frá KRON. Miðinr. 947.17. Hljómplata frá KRON. Miðinr. 117.18. Hljómplata frá MFA, Maíkórinn. Miði nr. 303.19. Leikvöll- urinn okkar, bók fyrir börn. Miðinr. 108.20. Tvær náttuglur eða öllu heldur þrjár, MM. Miði nr. 519. 21. Skáldið á Þröm, MM. Miði nr. 896. Vinninga er hægt að vitja á skrifstofu ABR til 1. ágúst 1988. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 8.-12. Alþýðubandalagið Vesturlandi Sumarferð um A-Skaftafellssýslu Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður farin um verslunarm- annahelgina, 30. júlf—1. ágúst. Farið verður til Hornafjarðar á laugardaginn. Ferðast um nærsveitir á sunnudag. Gist verður 2 nætur í Nesjaskóla og er val um svefnpokapláss eða 2ja manna herbergi. Frekari upplýsingar gefa: Dalir - Sigurjóna s: 41175. Stykkishólmur - Þórunn s: 81421 Grundarfjörður - Matthildur s: 86715 Ólafsvík - Herbert s: 61331 Hellissandur - Skúli s: 66619 Borgarnes - Sigurður s: 71122 Akranes - Guðbjörg s: 12251 Munið eftir sundfötum, klæðnaði fyrir smágöngur og að hafa með nesti. Þetta er fjölskylduferð eins og áður. Gerum hana fjölmenna. Kjördæmisráð Hjúkrunarforstjóri Okkur vantar hjúkrunarforstjóra til starfa í eitt ár frá 1. sept. n.k. íbúðarhúsnæði til staðar. Skjólgarður er elli- og hjúkrunarheimili með 47 íbúðum ásamt fæðingardeild. Upplýsingar gefur Amalía Þorgrímsdóttir í síma 97-81221 og Ásmundur Gíslason ráðsmaður í síma 97-81118 og 985-23889. Skjólgarður - heimili aldraðra Höfn í Hornafirði Kennarastaða Tvo kennara vantar að Reykholtsskóla í Biskups- tungum. Meðal kennslugreina eru íþróttir. Upplýsingar veita Unnar Þór, sími 98-68831 og Þorfinnur, sími 98-68863. Eiginmaður minn Elías Sveinsson frá Varmadal, Vestmannaeyjum verður jarðsunginn miðvikudaginn 20. júlí kl. 14.00 frá Landakirkju. Fyrir hönd aðstandenda Eva L. Þórarinsdóttir Mandela Skeytifrá utanríkisráöhemim Fyrir hönd þjóða og ríkis- stjórna Danmerkur, Finn- lands, íslands, Noregs og Sví- þjóðar sendum við þér innilegar hamingjuóskir í tilefni sjötíu ára afmælis þíns, segir í skeyti sem utanríkisráðherrar Norðurlanda sendu Nelson Mandela í Pollsmo- or fengelsið í Höfðaborg í Suður- Afríku sl. sunnudag. „Það er táknrænt fyrir grimmd aðskilnaðarstefnunnar að þú skulir hafa þurft að eyða meira en þriðjungi þessara sjötíu ára í fangelsi. Fyrir alla þá sem vilja Suður-Afríku án aðskilnaðar- stefnu hefur þú, þrátt fyrir þessar aðstæður, orðið tákn baráttunnar gegn þessu ómannúðlega og rangláta kerfi. Við vonum að sá tími sé ekki langt undan að þú getir fagnað afmælisdegi þínum frjáls í Suður- Afríku án helsis kynþáttaaðskiln- aðar. Við munum halda áfram að krefjast lausnar fyrir þig og alla pólitíska fanga úr fangelsum. Við munum einnig halda áfram stuðningi okkar við baráttuna gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku.“ Aldraðra Engin íbúðalán Benedikt Björnsson: Mjögfáir sem hafa efni á að skipta um íbúð. Félagsleg aðstoð orðin tóm. Gamaltfólk situr íofstóru og óhentugu húsnœði Félag eldri borgara hefur í sam- vinnu við byggingarfélagið BYGG haflð byggingu á þjónustuíbúðum fyrir aldraða að Grandavegi 47. Þegar þessar íbúðir voru auglýstar til sölu sóttu hátt á þriðja hundrað manns um kaup á þessum íbúðum en nú hef- ur komið á daginn að aðeins lítill hluti þess fólks getur keypt þessar íbúðir því Húsnæðismálastofnun lánar ekki eyri til húsnæðis- kaupannna. - Það hefur ekki fengist nokk- ur lánafyrirgreiðsla hjá Húsnæð- ismálastofnun sem gerir það að verkum að jafnvel fólk sem á dýr- ar eignir fyrir getur ekki keypt vegna þess að það stendur ekki undir fjármagnskostnaði á með- an á byggingu stendur. Við erum ekki að biðja um neina ölmusu heldur einungis lán á viðráðan- legum kjörum til nokkurra ára, sagði Benedikt Björnsson bygg- ingarfulltrúi hjá Félagi eldri borgara. - Þrátt fyrir að mikið sé talað um félagslega aðstoð við aldraða þá er hún einfaldlega ekki fyrir hendi á þessu sviði og ég er ekki bjartsýnn á að úrlausn þessara mála fáist á næstunni og að því er aðra lánafyrirgreiðslu varðar, til dæmis kaupleigukerfið þá er út- litið heldur ekki gott. Það er ansi breitt bilið milli raunveruleikans og fallegra orða um áhyggjulaust ævikvöld, sagði Benedikt. Benedikt sagði að þetta væri líka illskiljanlegt í Ijósi þess að vart væri til betri nýting á fjár- magni í húsnæðiskerfinu en ein- mitt að gera eldra fólki kleift að skipta um húsnæði því þannig losnar um stórar íbúðir í eldri hverfum borgarinnar fyrir yngra fólk og borgin þarf ekki að teygja sig út í allar áttir eins hratt og ella. íbúðirnar á Grandavegi eru nokkuð dýrar og vandaðar og í húsinu verður rekin fjölbreytt þjónusta víð íbúana, en Benedikt sagði að verðið væri ekki aðal- vandinn heldur það að brúa bilið milli þess tíma þegar fólk þarf að greiða nýju íbúðina og þar til það getur selt þá gömlu.Það eru í raun einungis þeir sem eiga eignir og verulegt fjármagn þar umfram sem geta keypt. -iþ Sagnfrœði Saga Fróðárhrepps á bók 14 ára starfvið bókina. Saga hreppsins frá landnámi till8.aldar Aðstandendur bókarinnar voru skiljanlega kampakátir með afrakstur 14 ára vinnu. Frá vinstri: Jón Árni Friðjónsson, Ólafur Kristjánsson, Ólafur Ásgeirsson og Eiríkur Guðmundsson. Hér skoða þeir örnefna- kortið sem fylgir bókinni. Mynd: Ari. Atthagafélag Fróðhreppinga hefur gefio út fyrra bmdi af sögu svæðisins á milli Olafsvíkur- ennis og Búlandshöfða. Fjórtán ár eru liðin frá því rannsóknir á sögu svæðisins hófust en þrír sagnfræðingar sáu um verkið. Bókin er 511 blaðsíður og er hugsuð sem sagnfræðirit fyrir al- menning. Hún er ríkulega mynd- skreytt og fylgir henni nákvæmt örnefnakort. Jafnýtarleg úttekt á sjávarbyggð á íslandi hefur ekki áður birst á prenti. Að sögn útgefenda er lögð áhersla á að greina frá stöðu allra þjóðfélagshópa á svæðinu og er gerð sérstök úttekt á kjörum verkafólks á 18. öld sem bjó við þær kvaðir að standa landeigend- um skil á ákveðnum verkum bæði til sjós og lands. Bókin skiptist í 3 hluta. Fyrst er fjallað um þróun byggðar til loka 18. aldar. Annar hlutinn fjallar um verslun og viðskiptahætti sem þátt í félagssögu héraðsins. En í þriðja hlutanum eru örnefnalýs- ingar jarða í sveitinni. Ólafur Kristjánsson formaður Átthagafélags Fróðhreppinga sagði á blaðamannafundi þar sem bókin var kynnt, að fljótlega eftir stofnun félagsins 1972 hefði sú hugmynd kviknað að skrá sögu héraðsins. Ólafur Ásgeirsson sagnfræðingur hefði hafið verkið en seinna bættust við sagnfræð- ingarnir Eiríkur Guðmundsson og Jón Árni Friðjónsson. Ólafur Ásgeirsson sagði það sérstætt við þessa sveit að hún hefði snemma orðið mjög þétt- byggð. Árið 1703 hefðu íbúar verið Iitlu færri en nú eða um eitt þúsund. Sjávarútvegur hefði gef- ið mikið af sér og menn orðið auðugir. í kafla sem nefnist „Mávahlíðarrán og Eyrarsunds- stríð“ er sagt frá mikilli valda- baráttu auðmanna á 15.öld og blandast þar inn í deilur bæði Englendingar og Danir. Leiða höfundar að því líkur að deilurn- ar hafi leitt til þess að Englend- ingar myrtu Björn Þorleifsson hirðstjóra 1467. Ólafur Ásgeirsson sagði að reynt væri að tengja sögu Fróðár- hrepps íslandssögunni í heild. Þetta væri bæði gert vegna heimildafæðar á fyrri hluta tíma- bilsins og til að skapa heildar- mynd af sögunni. í Evrópu hefðu sagnfræðingar í vaxandi mæli far- ið að skoða sögu héraða og varp- aði það oft nýju ljósi á stærri at- burði sögunnar. Rannsóknir af þessu tagi gætu td. skapað nýjan skilning á hegðun alþingismanna og málarekstri á Alþingi; ef kafað væri ofan í það hvernig þeir kom- ust til valda heima í héraði og hvaða mál voru þar í gangi. Að sögn Ólafs Kristjánssonar er ekki víst hvenær seinna bindi ritsins kemur út. Höfundar hefðu unnið launalaust að verkinu og ættu litla von um nokkurt kaup. Það færi eftir viðtökum fyrra bindisins hvenær það seinna kæmi út. -hmp 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 19. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.