Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 6
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Hver borgar brúsann? Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins gert samning við fjóra erlenda auðhringi um að fram fari athugun á hagkvæmni nýs álvers í Straumsvík. Mun eiga að athuga hagkvæmni fyrir hugsanlega eigendur, þ.e. auðhringina, en hag- kvæmni fyrir íslenskt þjóðarbú ertæpast innan ramma þessarar athugunar. Áætlað er að athugunin muni kosta eina miljón Bandaríkjadala og að niðurstöður liggi fyrir strax næsta vetur eða þann 1. mars næstkomandi. Undanfarin misseri hefur ekki farið mikið fyrir um- ræðu um ný stóriðjufyrirtæki á íslandi og því hefur margur orðið hissa á því að skyndilega eru stigin þau skref á þessu sviði að erfitt gæti orðið að ganga til baka. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra hefur kvartað undan því að hugmyndir um nýtt álver hafi ekki komið til afgreiðslu í ríkisstjórn né í þingflokkum sem að henni standa. Hjörleifur Guttormsson lagði í vetur ásamt öðrum þingmönnum Alþýðubandalagsins fram tillögu til þingsályktunar um að fram færi úttekt vegna nýrrar álbræðslu í Straumsvík. Athuga skyldi hver væri þjóð- hagsleg hagkvæmni hennar og reynt að meta áhrif af byggingu hennar ásamt tilheyrandi virkjunarfram- kvæmdum á íslenskt efnahagslíf og gera auk þess grein fyrir þeirri þenslu sem fylgt gætu tröllauknum fjárfestingum á suðvesturhorninu. Þingsályktunartillagan fékk ekki brautargengi og við umræður glitti í þau sjónarmið að þessi mál kæmu alþingismönnum tæpast við. Friðrik Sophusson taldi ekki nauðsynlegt að ræða þessi mál öfan í kjölinn og mátti á honum skilja að enn væri langt í land að teknar yrðu bindandi ákvarðanir. „Það er sjálfsagt, þegar sá tími kemur að gefa upplýsingar um þessi mál,“ sagði hann og bætti við að það gætu liðið ár þangað til sá tími kæmi. En nú er Ijóst að kannski er aðeins um nokkra mánuði að tefla þar til þingmenn þurfa að taka ákvörð- un. Spurning er hvort þá verður búið að keyra málið það langt að þeir telji sig standa frammi fyrir gerðum hlut. Umræða um nýtt stóriðjuver getur ekki orðið endur- tekning á umræðunni um gamla álverið. Á rúmum tveim áratugum hafa margirefasemdamenn komist að raun um að þá voru stundum notaðir óþarflega dökkir litir þegar dregin var upp mynd af sambýli við stóriðju. En tíminn hefur líka sýnt þeim, sem voru eitilharðir talsmenn þess að taka skyldi erlendum stóriðjufjár- festingum opnum örmum, fram á að þar er margt að varast. Bitur reynsla hefur kennt okkur að erlendir stóriðj- uspekúlantar eru engir góðgerðarmenn. Þeir koma hingað í þeim einum tilgangi að græða fé. í þeim efnum eiga þeir margra kosta völ og þurfa ekki endilega að leggja öll sín spil á borðið. Hráefnishækkun í hafi lækk- ar opinber gjöld og eykur þar með hagnaðinn. Dráttur á að koma upp hreinsibúnaði getur stóraukið gróðann en verið starfsfólki og umhverfi öllu skeinuhætt. Sem betur fer erum við ekki nauðbeygð til að fjölga hér stóriðjuverum, við eigum margra annarra kosta völ. Þegar stjórnendur auðhringa reyna að meta hvað þeir geti grætt mikið á nýju álveri í Straumsvík, hlýtur raforkuverðið að vera sá póstur sem mestu ræður um útkomuna. Samkvæmt reikningum Landsvirkjunar nam meðalframleiðsluverð raforku á síðasta ári um 22 mills fyrir hverja kílówattstund en mill er þúsundasti hluti úr Bandaríkjadal. Hvernig stendur á því að iðnað- arráðherra Ijáir máls á viðræðum um raforkusölu fyrir 18 mills eða minna? Hver á að greiða mismuninn? ÓP KLIPPT OG SKORIÐ Ofstækið og okkar menn Ámi Páll Árnason, varafor- maður Alþýðubandalagsins í Reykjavík, kom inn á merka hluti sem nauðsyn er að skoða í viðhorfsgrein hér í blaðinu á föstudaginn var. Tilefni greinar- innar var lektorsmálið fræga. Þar lét hann þess m.a. getið að sér sýndist „ótrúlega grunnt" á því ofstæki sem hefur verið kennt við kalda stríðið - og þá ekki síður hjá samherjum vinstrisinnuðum en öðrum. Árni Páll segir: „Þetta ofstæki á sér ýmsar birt- ingarmyndir sem margir kannast án efa við. Fangar kalda stríðsins tala einatt um skáldin og rithöf- undana „okkar“ og eru þá aðrir vart taldir með. Það eru fræði- mennirnir „okkar“ og menn bíða í ofvæni eftir því að ungt og efni- legt fólk „gefi sig upp“ og taki undir „okkar viðhorf“ í fræðilegri umræðu, gangi í Keflavíkur- göngu, kaupi Þjóðviljann eða í versta falli skrifi þó undir á móti ráðhúsinu". Meinlaust ofstæki? Það er rétt hjá Árna Páli að það „ofstæki“ sem hann hér nefnir var sterkara miklu í öllum hreyf- ingum á tímum kalda stríðsins en nú er - og það er líka rétt, að það getur verið „grunnt" á þessum viðhorfum. En þessum Klippara hér sýnist, að hér sé enn ekki um verulega skaðlegðan einstreng- ingshátt í hugsun að ræða. Mest af því sem Árni Páll tilfærir er tiltölulega meinlaus afleiðing þess, að menn skipta sér í flokka og þykir hverjum sinn fugl fagur. Það eru líka ýmsar gildar ástæður fyrir því að einmitt vinstrimenn eru kannski enn meira en aðrir uppteknir af skiptingunni í „okk- ar menn“ og „hina“. Vinstrimenn eru minnihlutamenn, þeir hafa flestir komið sér upp með nokk- urri fyrirhöfn (vonandi) viðhorf- um, sem ganga um margt þvert á það sem gott þykir, þeir eru tor- tryggðir fyrir bragðið fyrir sam- særi gegn þjóðfélaginu, eignar- éttinum og dyggðunum. Oftar en ekki hafa þeir keypt skoðanir sínar því verði, að þær eru þeim með einum eða öðrum hætti kjaraskerðing eða framskerðing í lífsbaráttunni. Það er því ekki nema eðlilegt að einmitt vinstri- menn fagni mjög Iiðsauka „okk- ar“ rithöfunda eða annarra sem nokkur miðmundi er að - þeir menn þurfa fremur á andlegri lið- veislu og uppörfun að halda sem eiga undir högg að sækja og taka samfélagsvandann nærri sér en þeir sem samsama sig nokk- urnvegin hinu ríkjandi viðhorf- amynstri. Illkynjuð þróun ofstækis Þetta „ofstæki" er því mjög skiljanlegt, og varla ámælisvert. Hitt er svo rétt, að það getur þró- ast áfram í hverjum og einum og heilum hreyfingum og orðið mjög illkynjað: þá sjá menn ekk- ert gott í annarra garði og annað- hvort hefja eigin menn til skýj- anna eða - ef í móti blæs - sjá í sumum þeirra helga menn og dýrlinga en í öðrum svikara og útsendara hins illa. Um þessar „ógöngur" segir Árni Páll ágæt- lega: „Menn hneigjast til sjálfsdýrk- unar og úrvalshyggju, samfara óumflýjanlegri stöðnun, hætta að geta brugðist við nýjum aðstæð- um, fyllast kreddufestu og sjúk- legum ótta við einhvern óskil- greindan „kratisma", sem verður samheiti yfir allt í þessum heimi sem hvorki var til í gær né í fyrra- dag“. Vitanlega kannast gamall hundur í íslenskri sósíalistahreyf- ingu mætavel við allt þetta, og hver kannast ekki við þá einstak- linga sem sigla í strand ágætri réttlætiskennd einmitt með þeirri hreintúarstefnu sem bæði stór- spillir mennskri sambúð og trufl- ar stórlega raunsæan skilning á tíðindum í samfélaginu? Upprisa á hægrivængnum En - eins og Árni Páll Árnason segir - „þetta ástand virðist sem betur fer vera í rénum“. Hitt er svo dálítið skrýtið, að um það leyti sem vinstrimenn þokast til umburðarlyndis, þá myndast á hægrivængnum hugmynda- straumur sem ber afar skýr ein- kenni „sjálfsdýrkunar og úrvals- hyggju" - og er þá vitanlega átt við þá frjálshyggju sem lektorinn umdeildi, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hefur verið öðrum iðnari við að breiða út. Það er reyndar stórfurðulegt, hve ræki- lega Hannes og hans menn hafa farið í flíkur okkar kommanna eins og við létum á gullöld heittrúnaðarins, þegar við vissum alla hluti best og vorum „rúblu dýrari" en aðrir menn. Allt er á sínum stað: fögnuðurinn yfir „okkar fræðimönnum“ (Hayek og Frideman ofl), persónudýrk- unin á þeim, viðleitnin til að lyfta sjálfum sér upp í endurskini Ijóma þess sem stafar af frægð- arnöfnum. Frek vitneskja um eigið ágæti („háskólinn verður að fá til sín menn sem hafa unnið það sem hæst ber hverju sinni“ segir Hannes Hólmsteinn) - og fylgir með píslarvættisárátta: samsæri vill koma fyrir það að ÉG fái að njóta mín! (Munurinn er svo sá, að atvinnuofsóknir á hendur rauðliðum eru rammur veruleiki meðan lektorinn frægi á sér liðsmenn í öflugum valdastól- um). Og svo mætti lengi áfram telja. Það vill meira að segja svo undarlega til, að bæði hið rauða „ofstæki" og það ofstæki sem kenna má við nýfrjálshyggjuna á sér samnefnara í „sjúklegum ótta við einhvern óskilgreindan krat- isma“, sem Árni Páll talar um í sinni grein. Séð frá ystavinstrinu er þar um að ræða sviksamlega málamiðlanastarfsemi við hin borgaralegu öfl. Séð frá hunda- þúfu nýfrjálshyggjunnar er með „kratisma“ átt við málamiðlun hinna og þessara Sjálfstæðis- manna, sem þykja daufir í andan- um, við velferðarríkið og aðra skelfilega „forsjárhyggju“, sem í augum hinna hjartahreinu hægri- manna endar hvergi nema í Gú- laginu miðju. Gáum að þessu. AB Þjóðviljinn Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandl: Útgáfufólag Þjóöviljans. Rlt8tjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúövík Geirsson. Blaöamenn: Guömundur Rúnar Heiöarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, MagnfríðurJúlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafurGíslason, Ragnar Karlsson, Siguröur Á. Friöþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guöbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrfta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pétursson Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglyaingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guömunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgeröurSiguröardóttir. Bíl8tjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Bjöm Ingi Rafnsson. AfgreiÖ8la: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Báröardóttir, ÓlafurBjömsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, símar: 681333 & 681663. Auglý8lngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Helgarblöð:80 kr. Áskriftarverð ó mónuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.