Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 10
IÞROTTIR son var rekinn útaf í tvær mínút- ur. Heppninn var heldur ekki á þeirra bandi þegar Alfreð skaut þrumuskoti í slána. Einar varði á þessum tíma tvö skot úr dauða- færum og undir lokin var dæmd töf á íslendinga. íslenska landsliðið í handbolta í Íþróttahöllinni í Dessau. Handbolti ísland fékk bronsið Vann Vestur-Pýskalandíleik umþriðja tilfjórðasætiál9. austur-þýska handboltamótinu íslenska handboltalandsliðið náði nokkuð góðum árangri á handboltamóti i Austur- Þýskalandi sem lauk á laugardag- inn. Vestur-Þjóðverjum tókst að ná 19-19 jafntefli við íslendinga I hörkuspennandi leik, sem Islend- ingar voru nær sigri. Vestur-Þjóðverjarnir náðu að skora fyrsta markið strax en Al- freð Gísiason jafnaði eftir tvær mínútur. Þjóðverjarnir voru mjög grófir strax frá byrjun enda fengu tveir af þeim gul spjöld og tveir voru reknir útaf í tvær mín- útur enda voru þrjú fyrstu mörk íslendinga fengin úr vítum sem Sigurður Sveinsson tók af miklu öryggi. Jakob Sigurðsson tók síð- an við af Sigurði og gerði þrjú næstu mörk glæsilega úr horninu áður en Sigurður tók við á ný með vítaskoti sem kom íslendingum í forystu 8-7. Dómarnir voru margir hverjir allfurðulegir og Jakobi var vísað útaf í tvær mín- útur, en broti sleppt þegar hon- um var kippt niður í hraðaupph- laupi. Þjóðverjar náðu aftur for- ystú 7-10 en það mark var vafa- samt. Einar varði víti frá Quarti sem fékk boltann aftur og skoraði en var greinilega fyrir innan lín- una. Jakob gerði næsta mark og síðan Alfreð til að jafna 10-10 fyrir leikhlé. Sigurður Sveinsson og Sigurð- ur Gunnarsson komu íslandi yfir strax í síðari hálfleik en Fitzek gerði þá tvö mörk fyrir Þjóðverja 12-12. Jakob og Sigurður Sveins- son einokuðu enn mörkin til að koma íslandi í 15-12 á 11. mínútu síðari hálfleiks en þá var Jakob rekinn útaf í þriðja sinn í tvær mínútur og fleiri furðurdómar fylgdu í kjölfarið þangað til Þjóð- verjar jöfnuðu 15-15 á stuttum tíma. A 14. mínútu var Karl Þrá- insson rekinn útaf í tvær mínútur fyrir að halda stjörnunni Fraats sem fór einnig útaf fyrir að renna sér á Einar Þorvarðarson. Guð- mundur Guðmundsson vakti einnig aðdáun áhorfenda fyrir að stöðva Dörhöfer í hraðaupph- laupi en Dörhöfer þessi er einn af hæstu mönnum Þjóðverja. Gífur- leg harka var síðan áfram í leiknum og liðin skiptust á að skora uns staðan varð 19-19 og 6 mínútur til leiksloka. Þá byrjaði einn rosalegasti darraðardans í öllu mótinu og dómararnir tóku nokkur skref sjálfir. Páll Ólafs- son var rifinn niður án þess að neitt væri dæmt og Karl Þráins- Lofar góðu íslenska liðið lofar mjög góðu eftir þennan leik. Leikmennirnir ættu ekki að vera í góðri leikæf- ingu því þeir hafa verið í þreki og þungum boltaæfingum undanfar- ið. Einna helst var Kristján Ara- son ekki í nægilega góðu sam- bandi við aðra leikmenn og skorti þar samæfingu. Einar varði eins og berserkur í markinu, 15 skot og 2 vítaskot. Jakob var bestur á vellinum með 6 mörk en þau hefðu getað orðið fleiri ef hann hefði ekki verið úti- lokaður þegar hann var rekinn útaf í tvær mínútur í þriðja sinn. Sigurður Sveinsson tók öll vítak- östin sem urðu 7 talsins. Hann skoraði úr 6 af þeim og sjötta var varið en Sigurður náði boltanum aftur og skoraði. Alfreð Gíslason var einnig mjög virkur í sókn og vörn en hann gerði þrjú mörk. Sigurður Gunnarsson, Guð- mundur Guðmundsson og Krist- ján Arason gerðu sitthvert mark- ið en Kristján var snöggtum skárri í þessum leik en undan- förnum leikjum. Geir Sveinsson var geysisterkur í vörninni eins og ávallt og Páll Ólafsson átti einnig mjög góðan leik. Karl Þráinsson fékk það erfiða hlutverk að gæta Jochen Fraatz og tókst honum það nokkuð vel en Fraatz var einn af bestu mönnum keppninn- ar. Dómararnir voru frá Austur- Þýskalandi og voru vægt sagt lé- legir en þeir hafa dæmt hjá ís- lendingum áður og voru þá nokk- uð góðir. Þýskir blaðamenn hristu líka hausinn yfir þeim. Það virtist hins vegar fyrirfram ákveð- ið að Þjóðverjarnir ættu að vinna leikinn. -«te Handbolti Rússnesku risamir langsterkastir Sigurður Sveinsson skoraði úr flestum vítum Rússar léku gegn Austur- Þjóðverjum í úrslitum og höfðu sigur 16-15. Þeir beittu sama bragði gegn þeim og íslending- um, spiluðu af krafti allan fyrri hálfleikinn og kláruðu þrek mót- herjanna en juku síðan hraðann uppúr öllu valdi í þeim síðari og náðu yfirhöndinni, bæði á mark- atöflunni og vellinum. Þeim tókst þó ekki að stinga Þjóðverjana af í úrslitaleiknum. Wieland Smith, markmaður Austur-Þjóðverja var í miklu stuði gegn Rússunum og varði 21 skot og þar af 3 víti en það dugði ekki til. Rússarnir eru mjög sterkir, flestir eru yfir 2 metrar á hæð og 110 kíló að þyngd. Úthald þeirra er geysilegt enda er barist um hverja stöðu í liðinu. Lokastaðan um 1.-4. sæti Markhæstir 62-55 1. Duranona, Kúbu 2. Fraatz, V-Þýskalandi 36/9 36/12 2. A-Þýskaland I 60-55 64-69 3. Borchardt, Á-Þýskalandi I 4. An, Kína 30/14 29/6 53-60 5. Szvaula. Póllandi 27/8 6. SiguróurSveinsson, íslandi Lokastaðan um 5.-8. sæti 5. A-Þýskaland II...........89-66 6. Pólland..................85-64 7. Kúba.....................84-75 8. Kína....................48-101 27/19 7. Sonnefeld, A-Þýskalandi II....23/6 8. Querengasser, A-Þýskalandi II . ..21/4 9. Atawin, Sovétríkjunum.......21/11 10. Wahl, A-Þýskalandi 1..........20/6 11. Tutschkin, Sovétríkjunum......19/7 12. Gopin, Sovétríkjunum...........18 13. AHreð Gíslason, íslandi.... 18/3 S.deild Stjaman og Grindavík enn langefst Þróttur Neskaupstað með góðaforystu í B-riðli A-riðill Grótta-Njarövík..........3-0 Grótta fylgir toppliðunum sem skugginn og þeir unnu Njarðvík- inga nokkuð örugglega á laugar- daginn. Staðan í hálfleik var 1-0 en síðan bættu Seltirningar tveimur mörkum við f seinni hálf- leik. Erling Aðalsteinsson, Sig- urður Sigurðsson og Kristján Brooks skoruðu mörk Gróttunn- ar. Stjarnan-Reynir.......... 5-0 Stjarnan ætlar sér svo sannar- lega upp í 2. deild í ár og vinna nú hvern sigurinn af öðrum. Reynir átti enga möguleika gegn sterkri Stjörnunni sem skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en þrjú í þeim síðari. Gömlu kempurnar Árni Sveinsson og Sveinbjörn Há- konarson skoruðu eitt mark hvor en Valdimar Kristófersson gerði þrennu í leiknum. Afturelding-ÍK .........2-1 ÍK tapar nú hverjum leiknum af öðrum eftir annars ágæta byrj- un í sumar. Nú var það Aftueld- ing sem lagði Kópavogsliðið af velli heldur naumlega og skoruðu þeir Óskar Óskarsson og Bjarki Sigurðsson mörkin eftir að stað- an í leikhléi hafði verið 1-0. Leiknir-Grindavík.......1-2 Grindavík berst nú fyrir því að dragast ekki aftur úr Stjörnunni og hirtu þeir öll stigin þrjú gegn Leikni. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik skoruðu þeir Júlíus Pétur Ingólfs- son og Páll Björnsson fyrir Grindavík en Baldur Baldursson svaraði fyrir Breiðhyltinga. Staðan Stjarnan..........9 8 1 0 27-6 25 Grindavík ........9 8 0 1 29-9 24 Grótta............9 6 1 2 16-9 19 ReynirS...........9 4 1 4 16-13 13 Víkverji..........8 3 1 4 18-19 10 (K................9 3 0 6 11-14 9 Afturelding.....9 2 3 4 10-16 9 LeiknirR..........9 2 1 6 13-31 7 Njarðvík..........9 0 0 9 4-21 0 B-riðill Þróttur N.-Hvöt..........3-0 Þróttarar halda öruggri forystu á Norðausturlandi og voru Hvat- armenn þeim engin hindrun nú um helgina. Guðbjartur Magna- son skoraði sem oftar og þeir Pét- ur Viðarsson og Þráinn Haralds- son skoruðu sitt markið hvor. Einherji-Magni......... 2-1 Þessi leikur var háður á föstu- dag en ekki náðist að geta hans vegna þrengsla. Heimamenn báru sigur úr býtum og höfðu einnig forystu í leikhléi, 1-0. Ólafur Ármannsson og Hallgrím- ur Guðmundsson skoruðu fyrir Einherja en Þorsteinn Jónsson fyrir Magna. Staðan Þróttur N......7 5 1 1 16-6 16 ReynirÁ........7 4 0 3 14-11 12 Magni...........7 2 3 2 7-6 9 Hvöt............8 2 3 3 5-7 9 Einherji........6 3 2 1 14-5 8 Huginn..........8 2 2 4 15-21 8 Dalvík..........7 2 2 3 10-21 8 Sindri .........6 1 1 4 9-12 4 Markahæstir 9 Guðbjartur Magnason, Þrótti N. 7 Árni Sveinsson, Stjörnunni 7 Níels Guðmundsson, Víkverja 7 Páll Björnsson, Grindavík 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.