Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 5
y'
Mandelatónleikarnir
Sungið fyrir
frelsun
baráttumanns
Sjón: Við erum öll undir sömu sól. Ágóði tónleikanna tilstyrktar
fangelsuðum ogpyntuðum börnum í Suður-Afríku
„Borðið þér orma frú Norma?,“ spurði meistari Megas. Ég hef fyrir satt
að Norma hafi verið við ormatínslu í runna skammt frá, enda hafði ringt
fyrr um daginn. Sætasta sykurmolanum finnst spurningin greinilega
skondin.
Um 3000 manns sóttu afmæl-
istónleika Nelson Mandela á
sunnudag sem Suður-Afríku
samtökin gengust fyrir á
Klambratúni. Margir þekktustu
popptónlistarmenn landsins
komu fram og skemmtu fólki í
blíðskapar veðri. Skáldið Sjón
var kynnir tónleikanna og minnti
fólk á að við erum öll undir sömu
sól. Allur ágóði tónleikanna fer
til styrktar ofsóttum bömum í
Suður-Afríku.
Aðgöngumiði tónleikanna var
einnig dvalarleyfi handhafa á
tónleikunum. Á það var prentað
að það gæti varðað fangelsun,
málshöfðun eða... ef fólk gæti
ekki framvísað dvalarleyfinu
bæði öryggislögreglan um það.
Undir leyfið skrifaði Bohta for-
sætisráðherra hvítu minnihluta-
stjórnarinnar í Suður Afríku.
Minnti aðgöngumiðinn tónleika-
gesti á þá ógnun sem svart fólk í
Suður-Áfríku býr við.
Fjölmargir tónlistarmenn
komu fram á tónleikunum og
gáfu Mandela vinnu sína í af-
mælisgjöf. En hann var sjötugur í
gær. Tónleikunum var einnig
sjónvarpað og útvarpað beint.
-hmp
„Sit hér á seglinum,“...Bubbi Morthens minnti tónieikagesti á að sitt-
hvað er bogið heimafyrir. En þar sem arðrán og pólitísk spilling hefði
liðist á íslandi með þegjandi þögninni ætlaði hann ekki að hafa fleiri
orð um það...bara nefna það.
MANDELA!
Egill Ólafsson sagðist engan þekkja sem skildi undirmálsfólkið eins
vel og John Lennon. Egill fór vel með „Verkalýðshetjuna" hans Lenn-
on, þrátt fyrir að hann væri skjaldar- og sverðlaus því einhverra hluta
vegna var ekkert píanó á staönum fyrir Egil.
FRETTIR
í byrjun var útlit fyrir rigningu. Eftir að „Síðan skein sól“ hafði skilað sfnu skein sólin. „Geta pabbar ekki
grátið," söng Helgi Björnsson. Það er engu líkara en þetta hafi verið erfið spurning að svara fyrir þá Jakob
Magnússon og Eyjólf Jóhannson, félaga Helga í Sólinni.
„Má ég kynna rosalegasta rokkabillybandið í bænum," sagði Sjón og
á pallinn stigu „Langi Seli og skuggarnir. Jón Skuggi bassaleikari
tekur starfið mjög alvarlega. Skemmtileg kryddtegund í íslensku rokk-
lífi. Myndir:Sig
Þrlðjudagur 19. júlí 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5