Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 9
IÞROTTIR Staðan 1. deild Fram........10 9 1 0 22-2 28 ÍA .... 10 5 3 2 16-11 18 Valur .... 10 5 2 3 15-10 17 KR .... 10 5 1 4 13-12 16 Þór .... 10 3 5 2 13-12 14 KA .... 10 4 1 5 15-19 13 ÍBK .... 10 2 4 4 13-17 10 Víkingur .... 10 2 3 5 8-15 9 Leiftur .... 10 1 4 5 7-13 7 Völsungur . .... 10 1 2 7 5-16 5 Markahæstir 9 Guðmundur Steinsson, Fram 6 Pétur Ormslev, Fram 4 Gunnar Jónsson, ÍA Ogþettalíka. Kyntáknið Alessandro Altobelli mun leika með Juventus næsta vetur, en hann hefur verið í 11 ár hjá Inter Milano. Kappinn skrifaði undir eins árs samning við Tórínóliðið nú í vikunni, en engir pen- ingar voru í spilinu því Inter lét hann fara yfir án kostnaðar. Altobelli hefur leikið 61 landsleik fyrir (talíu en er nú hættur með landsliðinu. Eyðslukló Graeme Souness hefur á sínum tveggja ára starfsferli hjá Glasgow Ftanges eytt sjö milljónum punda í kaup á leikmönnum. Það munu vera um 550 milljónir íslenskra króna sem nær þó varla til að stoppa upp í gatið margfræga hér heima. Nú síðast keypti hann enska landsliðsmanninn Gary Stevens frá Everton og kostaði hann eitt stykki milljón. Trausti Ómarsson og Willum Þórsson I grasvellinum í Fossvogi. leiknum á sunnudaginn þegar Víkingartöpuðu fyrsta leiknum á nýja 1. deild Ekki mikið fyrir augað KR-ingar unnu Víkinga 1 -0 íslökum leik íFossvoginum. Fyrsta tap Víkings á nýgrasinu Akranesvöllur 16. júlí 1988 ÍA-Leiftur...................3-1 (1-0) 1-OSigurstelnnGíslason........40.mín. 1- 1 Óskar Ingimundarson......60. mfn. 2- 1 Karl Þórðarson...........70. mín. 3- 1 Haraldurlngólfsson.......88.mín. (A: Ólafur G., Hafliði (Örn 2.), Heimir, Guð- björn, Sigurður B.J., Karl, Mark, Ólafur Þ., Sigursteinn, Gunnar, Aðalsteinn (Haraldur 40.). Leiftur: Þorvaldur, Guðmundur, Sigur- björn, Árni, Gústaf, Hafsteinn, Þorsteinn, Halldór (Hörður 57.), Óskar, Steinar, Lúð- vík (Birgir 76.). Gul spjöld: Heimir og Örn, (A og Óskar og Þorsteinn, Leiftri. Dómari: Eyjólfur Ólafsson. Ekki er hægt að segja með neinu móti að áhorfendum hafí verið skemmt í Fossvoginum á sunnudagskvöldið þegar Vestur- bæingarnir heimsóttu Hæðarg- arðsdrengina. Spilið var ekki mikið fyrir augað en glæsimark Þorsteins Halldórsonar varð ein- na helst til að hleypa lífí í pallana. Liðin voru tiltölulega jöfn framanaf í fyrri hálfleik og skipt- ust á að sækja þó að ekki hafi skapast neitt veruleg hætta. Ág- úst Már gaf þó tóninn á 23. mín- útu þegar hann tók boltann skemmtilega á hælinn rétt fyrir framan markið og boltinn fór rétt framhjá, að vísu eigið mark. Á 35. mínútu komst KR-ingurinn Sæbjörn laglega í gegn um Vík- ingsvörnina og skaut góðu skoti en Guðmundur Hreiðarsson varði vel í horn. Fjórum mínútum síðar skallaði Willum Þórsson rétt framhjá Víkingsmarkinu. Vegna tafa var nokkrum mínút- um bætt við hálfleikinn og á þeim mínútum voru KR-ingar að dóla með boltann fyrir utan markteig Víkinga uns Þorsteinn Halldórs- son skaut skyndilega hörkuskoti í bláhornið og Guðmundur Hreiðarsson kom engum vörnum við, 0-1. Leiftur Skagamönnum engin hindmn Akranes sigraði Ólafsfjarðar- liðið Leiftur í leiðinlegum bar- áttuleik á Skipaskaga á laugar- dag. Leikið var í ofsaveðri og knattspyrnan eftir því. Akurne- singar voru þó betri aðilinn í leiknum og sigruðu 3-1 eftir að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik. Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en á 40. mínútu er Sigur- steinn Gíslason skoraði fyrir heimamenn. Á sama tíma meiddist Aðalsteinn Víglundsson og þurfti að yfirgefa völlinn. Ahorfendur voru fegnir þegar fyrri hálfleik lauk en sá síðari var þó skömminni skárri. Leiftur náði að jafna gegn gangi leiksins á 60. mínútu og var Óskar Ingimundarson þar að verki. Heimir Guðjónsson gaf þá misheppnaða sendingu á Ólaf markvörð og fór ekki betur en svo að Óskar náði boltanum og skoraði í tómt markið. Aðeins um tíu mínútum síðar kom Karl Þórðarson Skaganum yfir á ný er hann skoraði fallegt mark með skalla! Það var síðan rétt fyrir leikslok að Skagamenn gulltryggðu sigur- inn með marki Haraldar Ingólfs- sonar sem skoraði eftir fallegt spil. Sanngjarn sigur var því í höfn og Akranesliðið er á nýjan leik í öðru sæti deildarinnar. Leiftur situr hins vegar í fallsæti og verður róðurinn vafalaust þungur hjá liðinu því næstu tveir leikir eru einnig heimaleikir. Strax á annarri mínútu síðari hálfleiks barst boltinn til Péturs Péturssonar úr hornspyrnu og hann renndi sér á boltann en bolt- inn fór í varnarmann og útaf. Úr næstu hornspyrnu rataði boltinn beint á koll Snæbjörns sem var einn og óvaldaður inní markteig og hann skallaði að markinu en Hallsteinn hinn ungi Arnarson varði á línu. KR-ingar sóttu mun meira og skutu rétt yfir markið úr aukaspyrnu á 60. mínútu en Vík- ingar fengu líka færi á 75. mínútu þegar Trausti Ómarsson skallaði rétt yfir KR-markið eftir auka- spyrnu. Tveimur mínútum síðar var Rúnari Kristinssyni brugðið utan vítateigs. Björn Rafnsson tók spyrnuna en þrumuskot hans fór í stöngina og útaf. Björn Bjartmars, sem kom inná fyrir slappan Jón Oddsson, fékk glæsi- lega stungusendingu frá Trausta á 77. mínútu og komst í gott færi á að jafna en Stefán Jóhannsson varði vel í markinu. Undir lokin fóru leikmenn að taka sig á og sköpuðust nokkrum sinnum hættur við mörkin, Björn Rafns- son skaut hörkuskoti en Guð- mundur Hreiðarsson varði, Hallsteinn skaut hörku skoti og Trausti Ómarsson skallaði beint á Stefán Jóhannsson af stuttu færi eftir netta fyrirgjöf Atla Einars- sonar. Slakt samspil Það var oft á tíðum átakanlegt að sjá hversu sendingar Víkinga voru slakar. Þó að sæmilegur hraði væri í leiknum og menn tækju á voru sendingar mjög óná- kvæmar svo að samspil var fyrir neðan allar hellur. Enginn leik- maður bar af öðrum en Guð- mundur markmaður, Hallsteinn og Trausti voru sæmilegir en Gunnar Gunnarsson var þó lang- skástur með sífelldri baráttu. Jóni Oddssyni virtist dauðleiðast inni á vellinum og eftir sóknir Víkinga gekk hann í rólegheitun- um til baka og var fyrir vikið rangstæður í næstu sókn. Hann var síðan loks tekinn útaf og Birni skipt inná. Lárus Guðmundsson lék ekki með vegna meiðsla. KR-ingar voru betri aðilinn á vellinum en þeim gekk þó erfið- lega að komast í gegnum Víkings- vörnina. Þorsteinn Halldórsson var þeirra besti maður en Gunnar Oddsson stóð sig einnig nokkuð vel. Liðið spilaði oft á tíðum skemmtilega á milli sín en það vantaði einhvern til að reka enda- hnútinn á sóknirnar. Fossvogur 17. júlí Vfkingur-KR.....................0-1 0-1 Þorsteinn Halldórsson....47.mín. Llð Víklngs: Guömundur Hreiöarsson, Stefán Halldórsson, Hallsteinn Arnarson, Gunnar Gunnarsson, Unnsteinn Kárason, Jón Oddsson (Björn Bjartmarz 75. min), Atli Helgason, Trausti Ómarsson, Andri Marleinsson, Hlynur Stefánsson (Jóhann Þorvaröarsson 47. mín), Atli Einarsson. Llð KR: Stefán Jóhannsson, Gylfi Dahl- mann Aöalsteinsson, Jósteinn Einarsson, Þorsteinn Halldórsson, Ágúst Már Jóns- son, Gunnar Oddsson, Willum Þórsson, Jón G. Bjarnason (Rúnar Kristinsson 72. mín), Pótur Pétursson, Björn Rafnsson, Sæbjörn Guðmundsson. Spjöld: Andri Marleinsson Vfking og Jó- steinn Einarsson KR gul spjöld. Dómari: Eysteinn Guömundsson/ Maður leikslns: Þorsteinn Halldórsson KR. I kvöld Fótbolti Mjólkurbikar kl. 20.00 Leiftur- Tindastóll Þessi leikur er háður degi á undan öðrum leikjum í 8-liða úrslitum. Verð- ur eflaust hart barist á mölinni því enginn skyldi afskrifa Tindastól. -ste Þriðjudagur 19. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.