Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 14
* * * *••«»•«***#l » »-f # J AMAMAMA Gúrkutíð Stundum er fjölmiðlafólk að tala um það, sem á máli þess heitir „gúrkutíð“. Ég skildi nú lengi vei ekki hvað þetta orð ætti að merkja. Gúrku-agúrku- kannaðist ég nú við úr garðyrkj- unni. En ég minntist þess ekki að sú ágæta matj urt hefði nokk- urntíma verið tengd neinu sér- stöku veðurfari. Tónninn í mönnum, þegar þeir töluðu um gúrkutíð, var hinsvegar þannig, að það hlaut að vera fremur slæm tíð. En þegar menn kvörtuðu svo yfir gúrkutíð í því besta og blíð- asta veðri, sem hægt var að hugsa sér, þá fór mig að gruna, að sennilega ætti þetta orð við eitthvað annað en veðurlagið. Ég kunni nú ekki við að opinbera fáfræði mína með því að spyrja hreint út við hvað væri átt með orðinu. En smám saman varð mér merking þess ljós. Það þýddi, að lítið fréttnæmt væri að gerast, menn lifðu hálf- gerða „hungurvöku". Fjölmiðl- arnir, sem alltaf þurfa að hafa frá því að segja, sem þeim sjálfum þykir merkilegt, þótt öðrum finn- ist það kannski nauða ómerki- legt, eru undir þessum kringum- stæðum staddir í einskonar tóma- rúmi. Ogþessa tómarúms, þess- arar gúrkutíðar, verður einkum vart aðsumrinu. Þáereinsog fólk hafi í öliu öðru frekar að snú- ast en búa til, með ýmiss konar atferli sínu, fréttir handa fjöl- miðlum. Þetta er ekki nærgætnis- legt því auðvitað eru fjölmiðlarn- ir til fyrir fólkið, (þótt manni finnist nú kannski stundum að þeir séu frekar til fyrir sjálfa sig). En stundum berst óvænt hjálp. Ogþannigvarþaðnúna. Þökksé Birgi ísleifi, sem margireru nú farnir að álíta að ætli ekkert að gefa Sverri eftir. Það voru eigin- lega allir búnir að gleyma því að Birgir væri ráðherra. Allt í einu er svo þessi maður, sem venju- lega er ekki hægt að átta sig á hvort heldur er vakandi eða so- fandi, orðinn á allra vörum, bara með því að segja: Hannes minn skal í Háskólann, hvað sem tautar og raular. Og nú fengu fjölmiðlarnirsvosannarlega eitthvað til að moða úr í gúrkutíð- inni. Seinustu dagana hafa þeir líkaallir, blöð, útvörp, sjónvörp, naumast fjallað um annað en þessaembættisveitingu. Og auðvitað skiptir í tvö horn um af- stöðu manna til hennar. Jafnvel þrjú, því sumir slá úr og í, af því að þeir eru svo víðsýnir. Nýlega heyrði ég á tal tveggja manna í strætisvagni. Þeir voru að tala um Hannesar-Birgis mál- ið. Annarhélt með Háskólanum, hinn meðráðherranum. Kannski segi ég eitthvað frá þessu samtali í næstapistli. -mhg ídag er 19. júlí, þriðjudagur í þrettándu viku sumars, þrítugasti dagur sólmánaðar, 201. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.53 en sest kl. 23.12. Tungl vax- andiáfyrsta kvartili. Viðburðir Þverárbardagi 1255. Þórsnes- fundur1849. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Hverju svararstjórnin kröfu hinna atvinnulausu? Stjórn Dagsbrúnar og atvinnuleysingj- arnirfásvarídag. Síldaraflinn í ár er 3-4 sinnum minni en á sama tíma í fyrra. Síld- veiðiskýrsla fiskifélagsins. Flugsýningin á Sandskeiðinu tókst ágætlega. Mörg þúsund manns úr Reykjavík og nærsveit um horfðu á. UM ÚTVARP & SJÓNVARP^f Þungarokk Útvarp Rót kl. 22.30 Þátturinn Þungarokk á þriðju- degi er á dagskrá alla þriðjudaga kl. 22.30 til miðnættis. Umsjón- armennirnir, Hilmar Þór Guð- mundsson og Bjarki Þórðarson, gera sitt besta til að gleðja þunga- rokkarann, thrasharann eða bara hinn hefðbundna hlustenda. - í þáttunum eru ýmsar uppákomur, heimsóknir íslenskra þungar- okksveita, getraunir, leikið verð- ur íslenskt þungarokk og að sjálf- sögðu hið nýjasta í þungarokki. Þættirnir eru tvískiptir. Annars vegar flytja þeir þungarokk og hins vegar hratt þungarokk, eða speedmetal. - Umsjónarmenn taka á móti óskalögum og kveðj- um í opnum símatíma. -mhg Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri, ásamt Þóru Friðriksdóttur og Tinnu Gunnlaugsdóttur. Maðkur í mysunni Rás 1, kl. 22,30 Það er þröngt í högum um helg- ar. Því reyndist ekki unnt að minna á hið nýja leikrit Andrésar Indriðasonar, „Maðkur í mys- unni“, sem flutt var á Rás 1 s.l. laugardag. Úr því skal nú bætt eftir föngum þar sem leikritið verður endurflutt í kvöld kl. 22.30. í leikritinu segir frá fráskilinni konu á fimmtugsaldri. Ekki er henni aldurinn að meini, sem m.a. sést á því, að hún heldur við kvæntan mann. Konan á 16 ára gamla dóttur, sem er mjög óhress yfir þessu framtaki móður slnnar. Óvænt atvik færa svo dótturinni vopn í hendur, sem binda enda á, - ætli sé ekki rétt að segja - ásta- sambandið. - Leikstjóri er Þór- hallur Sigurðsson en leikarar Þóra Friðriksdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir og Baldvin Halldórsson. -mhg Norræn tónlist Rás 1 kl. 17.03 Það eru Norðurlandatónskáld, sem ráða ríkjum í síðdegistónlist- inni í dag. Fyrst kemur Fiðlusón- ata í A-dúr op. 9, eftir Carl Niels- en. Kim Sjögren leikur á fiðlu og Anna Öland á píanó. - Þá er það „Luonnotar", eftir Jean Sibelius. Elísabet Söderström syngur með hljómsveitinni Fílharmoníu. Vla- dimir Ashkenazy stjórnar. - Loks kemur „Novellette" nr. 1 í F-dúr op. 53, eftir Niels Wilhelm Gade. Kammersveit Árósa leikur. -mhg Ný úrræði? Sjónvarp kl. 22.20 í kvöld sýnir Sjónvarpið sænska mynd - frá sænska sjón- varpinu - sem fjallar um einstakl- inginn og samfélagið. Eru hinar hefðbundnu, baráttuaðferðir svo sem mótmælagöngur og verkföll, orðin úrelt fyrirbæri? Það hefur maður svo sem heyrt. Verkföll eru auðvitað aldrei æskileg. En þau eru neyðarréttur, sem ekki er gripið til fyrr en önnur sund hafa lokast. Árangur þeirra veltur hinsvegar á samstöðunni. Hrynji steinn úr hleðslunni er öllum veggnum hætt. - En eru fyrir hendi önnur ráð? Svo telja Svíar. Þar í landi eru haldin námskeið, þar sem fólki éfu kynntar og kennt að beita öðrum baráttuað- ferðum en þeim, sem löngum hafa tíðkast. Eflaust er þetta fróðleg mynd þótt til muni þeir „meðal vor“ sem fordæma hana íyrirfram fyrir það eitt að hún er sænsk. -mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI 7Ei/E»Æ! l WWmm ■ wmmm ■ WWmm m í Ég meiddi mig á hnénu! Ég er Æ!Æ!Æ! FOLDA 14 S(ÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.