Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 13
HEIMURINN Vopnahléshorfum fagnaö íranskir stríðsmenn meðan betur byrjaði. Hrikalegt mannfall af írönum hefur átt þátt í meanri stríðsþreytu á síðustu misserum. Vopnahlésbréfi íranska forset- ans til aðalritara Sameinuðu þjóðanna í gær hefur allstaðar verið fagnað enda virðist þarmeð stutt í lok hinnar langdregnu mannskæðu og grimmilegu styrj- aldar Irana og Iraka. í bréfi Alis Khameini forseta írans til Javiers Perez de Cuellar um miðnætti á sunnudag féllust stjórnvöld í Teheran á vopna- hlésályktun Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna frá 20. júlí í fyrra, - ályktun númer 598 og láta þarmeð af þeim skilyrðum sínum fyrir friði að írakar verði opin- berlega lýstir upphafsmenn stríðsins og Hussein leiðtogi þeirra víki. Viðbrögð íraka virðast ögn ruglingsleg. A sunnudag hafði Hussein boðið vopnahlé fyrir sitt leyti einsog oft áður, en eftir bréf írana sagði talsmaður utanríkis- ráðuneytisins í Bagdad að íranar yrðu að yfirgefa það litla sem þeir enn héldu af írösku landi áður en rætt væri saman, síðar sagði upp- lýsingamálaráðherrann að írakar mundu athuga málið gaumgæfi- lega, og það með að enn væri tónninn í írönum heldur herskár, væri meðal annars til þess hvatt í yfirlýsingum heimafyrir að vopn- ahlé yrði notað til að þrautmanna á víglínunni. Strax og fréttist af hinni óvæntu stefnubreytingu Teheran-stjórnarinnar upplukust munnar fréttaskýrenda um að hér hlyti að vera riðið fjölmennar en við fyrstu sýn sæist. Ósenni- legt þykir að íranar snúi svo alg- erlega við blaði, þrátt fyrir sífellt veikari stöðu síðustu mánuði, og leiða menn að því getum að fyrir bréfasendingu hafi verið gerðir einhverskonar leynilegir samn- ingar milli stríðsaðila, sennilega með þátttöku Bandaríkjanna og jafnvel Sovétríkjanna einnig. Það styður heldur þessar raddir að talsmenn hersins í Washington skutu ekki fyrir það loku í gær að bandaríski flotinn hyrfi mestallur af Flóanum, en slíkan atburð gæti Teheran-stjórn nýtt sér sem sigur heimafyrir. Og meira kynni að liggja óséð, - til dæmis bíður beggja ríkja gríðarlegt uppbygg- ingarstarf eftir styrjöldina sem vandséð er að þau rísi undir. Helstu ástæður þess að írans- stjórn fellst nú á vopnahlé eru þá einfaldlega þær að henni er illfært að halda áfram blóðbaðinu, sem hófst með landamæraátökum og síðan íraskri innrás 22. septemb- er 1980. íranar hafa farið halloka í hernaðarátökum í vor og tapað fjórum stórorustum, þar á meðal um Faw-skagann við borgina Basra sem þeim mistókst að ná í miklu áhlaupi í fyrra, og í þessum orustum þykir hafa komið í ljós að hinn fjölmenni her írana er illa fallinn til varnarstríðs, - mestu sigra sína unnu herklerkarnir raunar með aðferðum sem minna meira á fyrri heimstyrjöldina eða borgarastríðið í Bandaríkjunum en annan nútímahernað: þeim að senda tugþúsundir misþjálfaðra manna í árás trausti þess að ein- hver hluti komist í gegn. Þessar aðferðir hafa meðal annars valdið því að mannfall ír- ansmegin er hrikalegt, og þegar „borgastríðið“ olli mikilli eyðil- eggingu og mannfalli almennra borgara í Teheran og öðrum borgum í fran fór stríðsþreyta hjá almenningi að verða stjórnvöld- um verulegur vandi. Árásir fraka á olíuiðnað írana hafa smám saman gert írönum erfiðara fyrir með framleiðslu og útflutning sem nauðsynlegur er til vopnak- aupa. Þessar árásir íraka urðu til þess að íranar svöruðu með árásum á olíuiðnað íraka og helstu bandamanna þeirra, þar á meðal Kúvæt, - og þær árásir urðu síðan Bandaríkjamönnum ástæða til afskipta með því að senda flota sinn í Flóann sem mjög hefur veikt írana. Það er síðan útaffyrir sig kald- hæðnislegt að síðustu afrek Bandaríkjamanna í Flóanum, 290 mannslífa mistökin í flugvél- arárásinni fyrir tæpum þremur vikum, kunna að hafa auðveldað írönum að gerast friðlegri en um langt skeið áður. Árásin skapaði írönum langþráðan samúðarvott um heiminn og almenningsálit skyldar Bandaríkjastjórn til hóf- samlegri afskipta af deilunni eftir árás en fyrir. Það kann síðan einnig að skipta máli að „raunsæ" öfl virð- ast hafa unnið á í klerkaveldinu í Teheran, og er ekki ólíklegt að Rafsanjani þingforseti og yfir- hershöfðingi sé maðurinn að baki stefnubreytingunni, þótt hún sé í fran sögð undan rifjum sjálfs Khomeinis erkiklerks. Rafsanj- ani hefur undanfarin misseri ver- ið að vinna á í valdaspilinu í Te- heran á kostnað stjórnmála- manna sem virðast óvægnari og gjarnari á glæfra. Perez de Cuellar framkvæmda- stjóri var að því spurður í gær hvort til greina kæmi að Samein- uðu þjóðirnar sendu herlið á landamæri írans og íraks og neitaði hann því ekki en taldi að lið eftirlitsmanna ætti að nægja. Til slíks þarf ákvörðun Öryggis- ráðsins en það kom saman í gær til umræðna um ástandið fyrir luktum dyrum. Verði af vopnah- léinu má telja víst að SÞ komi þar mjög við sögu og virðast stríðs- lokin munu verða alþjóðasam- tökunum mjög til framdráttar. -m/reuter Suður-Afríka Afmæli á bak við rimla Nelson Mandela varð sjötugur í fangelsi í Suður-Afríku í gær. Yfírvöld í landinu þögðu þunnu hljóði en Mandela var hinsvegar hylltur víða um heim. Allar á- skoranir um að Mandela verði leystur úr haldi hafa fallið í grýttan jarveg hjá apart- hcitstjórninni. Einu viðbrögð yfirvalda voru að láta óeirðalögreglu halda vörð um kirkju í Höfðaborg, þar sem 800 manns söfnuðust saman, þrátt fyrir bann yfirvalda og voru viðstödd guðsþjónustu til heiðurs Mandela. Winnie Mandela þáði ekki boð yfirvalda um að heimsækja eigin- manninn í fangelsið. Boðinu var hafnað í samráði við Nelson, þar sem þau vilja ekki að hann hafi forréttindi fram yfir aðra fanga. í stað þess hélt Winnie blaða- mannafund, þar sem hún sagði að yfirvöld hefðu ætlað sér að nota heimsókn hennar í fangelsið í áróðursskyni. Reuter/-Sáf _ Atlanta Dukakis og Jackson sáttir að kalla Michael Dukakis, sem talinn er öruggur um að verða útncfndur forsetaefni demókrata á flokks- þinginu sem hefst í Atlanta í dag, og helsti keppinautur hans, Jesse Jackson, héldu í gær þriggja klukkustunda fund til að jafna ágreiningsefni sín, og tilkynntu að honum loknum, að þeir myndu nú starfa saman i sátt og samlyndi. Á sameiginlegum blaða- mannafundi, sem frambjóðenda- efnin héldu, hrósaði Dukakis blökkumannaleiðtoganum Jack- son mjög mikið og sagði, að hann myndi leika lykilhlutverk í kosn- ingabaráttunni gegn George Bush, sem verður frambjóðandi repúblikana. „Hann mun taka fullan þátt í baráttunni, á þann hátt að við sameinumst og mynd- um sterkustu grasrótarsamtök sem nokkru sinni hafa verið mynduð í forsetakosningum,“ sagði Dukakis. Jackson, sem stóð við hliðina á Dukakis og Lloyd Bentsen öld- ungadeildarmanni fráTexas, sem Dukakis hefur útnefnt sem vara- forsetaefni sitt, staðfesti það sem sagt var, og bætti því við að rætt hefði verið um að mynda banda- lag. „Við töluðum um að skil- greina hlutverk okkar, og er það mikilvægt skref.“ Bætti hann því við, að rætt hefði verið um mikil- væg málefni, sem gætu stuðlað að því að minnihlutahópar þeir sem Jackson er leiðtogi fyrir tækju virkari þátt íkosningabaráttunni. Virtust báður mennirnir vera léttir í lund. Jackson varð foxvondur í síð- ustu viku þegar Dukakis gekk ekki aðeins fram hjá honum í vali varaforsetaefnis síns, heldur van- rækti líka að segja honum frá þvi áður en fréttin var komin til fjöl- miðla. En þótt Dukakis sé þegar öruggur um að verða útnefndur forsetaefni demókrata þarf hann nauðsynlega að fá stuðning Jac- ksons. m m r f* Sri Lanka Þjooarsorq vegna fils Heilagur ffll, sem Sri Lanka- menn höfðu mikla elsku á og andaðist úr elli á laugardaginn, verður stoppaður upp og varð- veittur sem þjóðarfjársjóður, að sögn presta í Tannarhofínu. Ffllinn Raja, sem var 81 árs að aldri, hafði í hálfa öld haft þann starfa að bera í árlegum prósessí- um gullskrín með helgasta dómi Tannarhofsins í Kandy í Sri Lanka, en það var tönn Búddha. Hundruð manna, sem flestir voru nokkuð við aldur, grétu, er þeir gengu fram hjá jarðneskum leifum fflsins á laugardaginn. „Enginn gat haldið sorginni í skefjum. Raja var einn af fjöl- skyldunni," var haft eftir manni á staðnum. Sögðu dagblöð að um leið og fréttir hefðu borist um andlát fílsins hefði sorgin lagst yfir Kandy, sem einu sinni var höfuðborg Sri Lanka. Alls staðar voru hvít sorgarflögg dregin að hún. Það var Junius Jayewardene forseti, sem gaf skipun um að varðveita iík hins heilaga fíls, en hann er dýravinur mikill og gerði hóp af dýralæknum út af örkinni í hvert skipti sem Raja varð misdægurt. Haft var eftir staðarbúum, að menn hefðu haldið áfram að streyma hópum saman að íbúð tannarhofsvarðarins, jafnvel eftir að farið hafði verið með skráp Raja og höfuðskel til Colombo og aðrar jarðneskar leifar fflsins greftraðar. Talsmaður safnsins í Colombo sagði að ffllinn yrði nú stoppaður upp og hafður til sýnis í hofinu. „Við höfum stoppað upp önnur dýr, en aldrei ffl,,“ sagþi talsmaðurinn.„Þetta verður eng- inn barnaleikur.“ reuter/e.m.j. Þriðjudagur 19. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.