Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 8
minnt mig á barnalegar hug- myndir maóismans sáluga um „grundvallarandstæður" og „höf- uðandstæður“. Maóisminn hafði margt til síns mála, en hann var afar einfalt kenningakerfi og ger- samlega ónæmt fyrir gagnrýni, enda urðu lífdagar hans ekki langir. Femínisminn er að mínu viti margfalt merkilegra fyrir- brigði en maóisminn og á að sama skapi skilið lengri lífdaga, og þvf er sárt að sjá femínista falla ofan í svipaðargryfjur: þ.e. allterskilið út frá höfuð- og grundvallarand- stæðum karla og kvenna, og öll gagnrýni er af hinu illa, tali mað- ur ekki um komi hún frá körlum. Menn muna það kannski að kreddufyllsta útgáfa maóismans var ættuð frá Noregi, og á sama hátt er femínisminn hvergi á Norðurlöndum eins kreddufullur og í Noregi (þar sem Sigþrúður er við nám). Kannski er þar um að ræða sameiginlegan arf frá því trúarofstæki sem hefur mengað norskt þjóðlíf um langan aldur? Öðrum þræði felst megingagn- rýni Sigþrúðar á skrif mín í ás- ökunum um karlrembulegan stíl, og aðferðin er sú að hengja sig í einstök orð, slitin úr samhengi og án tillits til heildarmerkingar tex- tans. Ég hef nú skrifað nokkrar greinar um Kvennalistann. í þeim fyrri beindi ég orðum mín- um einkum til gömlu A- flokkanna og lagði á það áherslu að þeir yrðu að læra af Kvenna- listanum og taka undir margt í málflutningi hans og þó einkum vinnubrögðum. Ég held að það þurfi eitthvert norskt heimatrú- boðs/maóista hugarfar til að túlka þessi skrif sem verið sé að hlutgera konur og horfa fram hjá frumkvæði þeirra (sbr. upphafs- orð Sigþrúðar). í síðustu tveim greinunum hef ég hins vegar gerst svo djarfur að fitja upp á gagnrýni á Kvennalistann og það virðist vera enn stærri glæpur út frá hugarfari hins femíníska heimatrúboðs. Hins vegar viður- kenni ég fúslega að greinarnar hafa verið settar fram á mjög af- dráttarlausan hátt sem auðvelt er að kalla hrokafullan; ef maður vill láta taka eftir sjónarmiðum í stuttum blaðagreinum, fylgir maður þeim ekki úr hlaði með ótal fyrirvörum. Af einhverjum einkennilegum ástæðum hefur orðið afar lítil málefnaleg umræða um Kvenna- listann og hugmyndir hans, og ég tel mig að nokkru leyti hafa brot- ið ísinn og eiga skilið sanngjarn- ari viðbrögð frá Kvennalistakon- um en geðvonskuskrif Sigþrúðar. Ég geri mér líka vonir um að hún sé búin að hella úr skálum reiði sinnar og sjái kannski tilefni til að gera nánari grein fyrir þeim mál- efnalegu atriðum sem hún tæpir á í grein sinni til dæmis hvernig má beita hugtakinu karlveldi til skilnings á nútíma samfélagi og hverjar eru meginskilgreining- arnar á hugtakinu kvennamenn- ing. FLÓAMARKAÐURINN 3 kettlingar fást gefins. Einn kolsvartur. Uppl. i síma 40266 á kvöldin. Gerist áskrifendur að Tanzaníukaffinu frá Ideele Im- port. Áskriftarsími 621309. Gott mál í alla staði. Kaffið sem berst gegn Apartheid. Ford Escort GL 1300 Fallegur, vel útlítandi Ford Escort GL 1300 árg. '83 til sölu. Innfluttur frá Þýskalandi fyrir ári. Ekinn 52.000 km. Ný sumardekk og ágæt ársgömul vetrardekk fylgja. Utvarp. Bíll í toppstandi. Verðtilboð. Upp- lýsingar í síma 681310 eða 681331 á daginn. íbúð óskast Eldri kona óskar eftir 2-3 herb. ibúð sem fyrst. Góð umgengni og skil- vísar greiðslur. Upplýsingar í síma 31380 (á daginn) og 15603 milli kl. 19 og 20. Þórdís Filippusdóttir. Kiðafell í Kjós Hestaleiga Skemmtilegur reiðtúr á góðum hestum í fallegu umhverfi. Opið alla daga. Barnagæsla. íbúð til leigu til styttri dvalar á staðnum. Góð fyrir ferðafólk. Sími 666096. Ibúð óskast Einstaklings- eða tveggja her- bergja íbúð óskast fyrir ungt, reglu- samt, reyklaust par. Hann í há- skóla, hún í menntaskóla. Greiðs- lugeta 20.000 á mánuði og 6 mán- uðirfyrirfram. Æskilegur leigutími 1 ár, að öðrum kosti út skólaárið. Upplýsingar í síma 76932. Óskum eftir húsnæði frá 1. ágúst. Góð umgengni og skil- vísar greiðslur. Halldóra og Helga, símar 94-7772 og 94-7709. Bækur, bækur! Þeim sem eru að taka til í bóka- skápnum eða á háaloftinu er bent á að bækur bráðvantar til nota við gerð nýrrar, stuttrar kvikmyndar. Alls kyns bækur koma til greina, ókeypis eða gegn mjög vægu gjaldi. Bækurnar verða að sjálf- sögðu sóttar. Þeir sem hafa undir höndum aflóga bækur eru beðnir um að hringja í sima 190506 eftir klukkan sjö á kvöldin. BOBO bílstóll til sölu. Stóllinn er innan við ársga mall og vel með farinn. Kostar ný 9.800 kr., selst á 6.500 kr. Upplýs ingar í síma 681274. íbúð óskast Eldri maður, snyrtimenni sem reykir ekki óskar eftir lítilli íbúð á Reykja- víkursvæðinu. Skilvísar mánaðar- greiðslur. Upplýsingar í síma 651686 eftir kl. 20.00. Ráðskonustaða Óska eftir ráðskonustöðu eða hús- hjálp gegn húsnæði. Er með 2 stálpaðar stúlkur, snyrtilegar og reglusamar. Upplýsingar í síma 29713. Sumarhótel - barnagæsla 14-16 ára stúlka óskast til að gæta 7 mánaða tvíbura fyrir hótelstýru á sumarhóteli úti á landi, frá og með 26. júli til 25. ágúst. Gott kaup og frítt fæði og húsnæði. Upplýsingar í sama 19288. Páfagaukar Gullfallegir páfagaukar til sölu. Upplýsingar í síma 42116. Ræstingar Tvítug stúlka óskar eftir vinnu við ræstingar eftir kl. 16.00 á daginn. Upplýsingar í síma 72856. Á sama stað fæst gefins páfagaukur. Til sölu tölva Til sölu er Victor Vpc II tölva, tveggja drifa. Mjög lítið notuð. Forrit fylgja. Upplýsingar í sama 21604. Til sölu sófaborð og hljómflutningstækja- skápur með skúffum. Upplýsingar í síma 16328. Rafha bakarofn með grilli, ca. 15 ára gamall en í ágætu standi. Verð ca. 5.000. Upp- lýsingar í síma 36864. Oltin Skodi 120 L árg. '82, ekinn 40.000 km til sölu. Vélin í góðu standi. Fæst fyrir lítið. Upplýsingar í sama 43452. Gott hústjald til sölu á 15.000 kr. Upplýsingar í síma 671181. Húsnæði óskast fyrir tónlistarkennslu Upplýsingar í síma 29105. Gott burðarrúm til sölu 11 mánaða gamalt. Mjög vel með farið. Verð kr. 2.000. Upplýsingar í síma 685687. Lítill, llpur og léttur Til sölu splunkunýr og ónotaðui barnavagn sem um leið er burðarr- úm. Verðhugmynd: Tilboð. Upplýs- ingar í síma 43742 eftir kl. 19.00. Sjónvarp Þarft þú að losna við gamla sjón- varpið þitt? Ef svo er máttu gjarnar gefa okkur þaö eða selja ódýrt Upplýsingar í síma 24432 oc 43742. Finnskur listamaður óskar eftir herbergi eða íbúð frá 2.- 16. ágúst. Gjarnan hjá kollega sín um hér. Upplýsingar í síma 680327 Minning Benedikt Jónsson Benediktsson Fæddur 10. janúar 1904 - Dáinn 11. júlí 1988 Viö íslendingar getum ekki oft glaðst yfir sólbjörtum sumar- dögum, og jafnvel þá getur ský dregið fyrir sólu í sálum okkar, t.d. þegar við fréttum um andlát skyldmenna eða góðs vinar. En einmitt einn slíkan dag frétti ég um andlát elskulegs frænda míns Nonna, eins og hann var oftast- nær kallaður. Mér þótti það táknrænt fyrir þá sólarbirtu sem auðkenndi hug þessa góða manns, að hann skyldi kveðja okkur í sólskini. Benedikt J. Benediktsson var fæddur í Reykjavík þann 10. 01. 1904 og var sonur hjónanna Guð- laugar Jónsdóttur og Benedikts H. Benediktssonar. Þegar Nonni var ungur dreng- ur þá drukknaði faðir hans. "A þeim tíma þarf vart að spyrja, hve erfitt það hefur verið fyrir unga ekkju að standa ein uppi með tvö börn, Nonna 8 ára og systur hans 2 ára, Laufeyju Ósk, en hún var fædd þann 26. ágúst 1910 og lést þann 10. nóvember 1983. Avallt ríkti mikill kærleikur á milli þeirra systkina. Nonni var svo lánsamur að eignast vandaða og elskulega eiginkonu Magdalenu Guð- mundsdóttur, Lenu, eins og hún er ávallt kölluð, sem stóð ætíð við hlið hans í blíðu og stríðu. Þau hjónin gerðu mikið af því að ganga um götur Reykjavíkur, og yndislegt var að horfa á þau leiðast hönd í hönd í þeim ferð- um. Ævistarf Nonna var lengst af sem kokkur til sjós, og hefur hann sjálfsagt oft komist í hann krappan, eins og flestir okkar sjó- menn. Þau hjónin Nonni og Lena voru höfðingjar heim að sækja, enda bæði mjög félagslynd og höfðu frá mörgu skemmtilegu að segja, enda vel greind og víðles- in, og það er ekki vafamál ef þau hefðu átt þann kostinn að fá að mennta sig þá hefðu þau náð langt á þeirri braut. En eins og flestir vita er skóli lífsins erfiðasti skólinn og ég efast ekki um að þar hafa þau bæði náð ágætis einkun- um. Þegar Nonni hætti störfum fyrir aldurssakir, hóf hann að sinna áhugamálum sínum sem voru listsköpun. Nonni málaði fallegar myndir og einnig hafði hann yndi af að búa til skipslíkön sem hann setti í glerkassa. Á þessum fögru listmunum sést best hvað Nonni hafði gott auga og næma tilfinningu fyrir sköpun, og liggja margir góðir munir eftir hann. Lena ég votta þér mína innileg- ustu samúð, og dætrunum, Þóru, Gerðu og Diddu. í þessu sambandi koma mér í hug hin fögru orð í sálminum eftir skáldið Sigurð Kristófer Péturs- son: Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hrœðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nœtur yfir þér. Erla frænka Sumarbœkur Ganga, veiði og saga Frá vinstri eru: Einar Þ. Guðjohnsen, Katrín H. Árnadóttir, SigurðurG. Valgeirsson, Jón R. Hjálmarsson og Eiríkur Hreinn Finnbogason. Almenna bókafélagið hefur sent frá sér þrjár bækur sem tengjast sumrinu. Eru það Gönguleiðir á íslandi 1. Suðvest- urhornið eftir Einar Þ. Guðjohn- sen. Silunga- og laxaflugur eftir John Buckland í þýðingu Björns Jónssonar og A Short History of Iceland eftir Jón R. Hjálmars- son. Gönguleiðir á Islandi 1. Suð- vesturhornið tekur að sér þjón- ustuhlutverk fylgdarmannsins um svæðið umhverfis Reykjavík frá Þyrli í Hvalfirði austur fyrir Ingólfsfjall. f bókinni er lýst helstu gönguleiðum á þessu svæði, glöggt kort fylgir hverri gönguleið, og auk þess litmynd af merkisstöðum. Bókin er fyrsta hefti af mörgum sem fyrirhugað er að gefa út um gönguleiðir landsins. Verkið í heild verður sannkölluð íslandslýsing göngu- mannsins. Silunga- og iaxaflugur eftir John Buckland er greinargott yfirlit yfir vinsælustu flugugerðir sem notaðar eru við sportveiðar um víða veröld, útlit þeirra, upp- runa og fiskana sem þær eiga að tæla. Þetta er handhægur leiðar- vísir fluguveiðimanna hvert sem þeir fara til að stunda íþrótt sína. Meira en 1200 flugugerðum er lýst í máli og myndum. Er þeim skipt í blautflugur og þurrflugur og skipað saman eftir lit. A Short History of Iceland eftir Jón R. Hjálmarsson er, eins og Hin árlega sumarhátíð Styrkt- arfélags Sogns verður haldin að Sogni dagana 22.-24. júlí nk. Hefst hátíðin á föstudagskvöld. Hljómsveitin Karma leikur fyrir dansi bæði föstudagskvöld og laugardagskvöld. Margvísleg skemmtiatriði verða að vanda. nafnið gefur til kynna, á ensku. Bókin fjallar um sögu íslands allt frá því landsnámsmenn settust hér að fyrir meira en ellefu öldum og fram til nútímans. Bókin svar- ar öllum helstu spurningum sem leita á erlenda ferðamenn sem koma til landsins og getur einnig reynst íslenskum gestgjöfum hag- nýt sem þurfa að rifja upp sögu lands síns og koma vitneskjunni frá sér á ensku. Styrktarfélag Sogns hefur það að markmiði að styrkja starfið að Sogni sem best.Meðal fastra liðaí starfi félagsins er að halda um- rædda fjölskylduhátíð en hún er orðin fastur liður í lífi hundruða fjölskyldna. Öllum er heimil þátttaka. Sogn Sumartiátíö 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrl&judagur 19. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.