Þjóðviljinn - 21.07.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.07.1988, Blaðsíða 8
Auk þess efnis sem samtök, hópar og einstaklingar frá Norð- urlöndum, leggja fram, hefur undirbúningsnefndin boðið kon- um annars staðar frá sem gesta- fyrirlesurum. Þar má rneðal ann- arra telja Helen Caldicott frá Ástralíu, sem mikið hefur starfað á vettvangi friðarmála. Hún fjall- ar um framlag kvenna til friðar- og öryggismála. Gertrude Gold- berg frá Bandaríkjunum flytur erindi um, að fátæktin sé að verða hlutskipti kvenna í heimin- um og kemur þar m.a. inn lélega stöðu margra kvenna í lífeyrism- álum. Á föstudaginn 5. ágúst verður yfirheyrsla yfir þeim ráðherrum á Norðurlöndum, sem fara með jafnréttismál. Pá verður nýlokið hinni opinberu ráðstefnu, sem um 150 stjórnmála- og embættis- menn sækja og verður þar unnið að norrænni framkvæmdaáætlun á sviði jafnréttismála. Sigrún Stefánsdóttir mun stjórna yfír- heyrslunni, en spyrjandi verður Drude Dahlerup frá Danmörku. Margvíslegt framlag frá íslandi Margar íslenskar konur hafa síðustu mánuði unnið af krafti við að undirbúa framlag til dagskrár norræna kvennaþingsins. Mörg félög og samtök hafa haft sam- vinnu við svipuð samtök á hinum Norðurlöndum, um dagskrár- gerðina og svo eru líka einstak- lingar og hópar sem flytja sitt efni sérstaklega. Lauslega talið eru yfir 30 dagskrárliðir sem íslend- ingar sjá um eða taka þátt í og þá ekki meðtalið framlag þeirra til listrænna uppákoma. Friðarmálin fá mikið rými á kvennaþinginu og verður dagskrá (sérstöku friðartjaldi alla daga. Áuk þess verða flutt eríndi um þau mál og er vikið að konunum í Greenham Common í nokkrum þeirra. Rúmlega 50 konur í BSRB hafa síðustu mánuðina æft revíuútfærslu á vinnutíma íslenskra kvenna í 4 kynslóoir. Hór hamast fyrsta kynslóð skrifstofustúlkna á ritvélunum allan daginn ... og þegar komið er heim úr vinnunni bíða öll húsverkin. Félög innan norræna verka- lýðssambandsins eru með sína dagskrá í sama húsi og meðal þess sem ASÍ-konur verða með, er efni tengt vinnu kvenna í fisk- iðnaði. Einnig verður sýnd mynd um konur á vinnumarkaðnum og sérstakt umræðuhorn verður, þar sem líf og störf kvenna verða rædd. Konur í BSRB hafa tekið fyrir vinnutíma íslenskra kvenna og gera því efni skemmtileg skil í nokkurs konar revíuuppfærslu, sem 'sagt verður nánar frá hér á öðrum stað. Verkakvennafélagið Framsókn hyggst ræða um hvern- ig stórt kvennafélag starfar innan verkalýðshreyfingarinnar. Samtök kvenna á vinnumark- aði leita svara við því, hvers vegna konur fá alltaf lægstu launin og þær verða einnig með bás, þar sem misréttið á vinnu- markaðinum verður skýrt í máli og myndum. Konur í BHM taka á svipuðu efni, jafnrétti milli há- skólamenntaðra manna og kvenna, með tilliti til launa og framamöguleika í atvinnulífinu. Allir stjórnmálaflokkar utan Borgaraflokksins, verða með dagskrá á þinginu í samvinnu við systraflokka. Kvennalistinn verður sér á báti og kynnir sjálfan sig og á örugglega eftir að vekja athygli á þinginu sem eini kvennastjórnmálaflokkurinn á þinginu. Framsóknarkonur fjalla um konur og störf á landsbyggð- inni og Kvenfélagasamband ís- land verður með sama sjónar- horn í sinni dagskrá. Hægriflokk- arnir taka fyrir konur og fjöl- skylduna og munu Sjálfstæði- skonur fræða þinggesti um fjöl- skyldupólitík íslenskra stjórnvalda og velta upp þeirri spurningu hvort þátttaka kvenna í stjórnmálum breyti uppeldiskil- yrðum barna. Alþýðubandalag- skonur ræða ásamt öðrum sósíal- ískum flokkum á Norðurlöndum um konur og vald, út frá því samfélagi sem við lifum í og í samræmi við stefnu þessara hrey- finga. Stefanía Traustadóttir segir aðeins meir frá því á öðrum stað í þessari umfjöllun. Konur í félagi vinstri manna í háskólan- um tala um konur og stúdenta- pólitík og konur í námi. Alþýð- uflokkurinn er í slagtogi með sós- íaldemókratískum flokkum og ís- lensku konurnar munu m.a. ræða vinnutíma kvenna. Kvenréttindafélagið í sam- vinnu við önnur félög á Norður- löndum tekur einnig fyrir konur og vald. Reyndar eru nokkur málefni tekin fyrir af fleiri en ein- um aðila og getur orðið fróðlegt að bera saman hvernig hver og einn tekur á sama efni. Kvenrétt- indafélagið verður einnig með myndasýningu af lífi og starfi kvenna hér á landi. Friðarhreyfing íslenskra kvenna ræðir um stöðu fslands milli stórveldanna og Ömmur fyrir friði kynna sín sjónarmið. Kennarasambandið er með dag- skrá um jafnrétti í íslenska skóla- kerfinu og hópar sem vinna að kvennaráðgjöf og stuðningi við konur kynna starf sitt. Auk þessa segja nokkrar konur frá rann- sóknum sínum, er tengjast stöðu íslenskra kvenna. Sigrún Stefáns- dóttir spyr: Hvar eru konurnar í fjölmiðlunum? Þórunn Magnús- dóttir segir frá sjókonum skráðum á landinu 1891-1981. Hansína B. Einarsdóttir ætlar að kynna niðurstöður könnunar á viðhorfi kvenna á vinnumark- aðnum, sem gerð var meðal borg- arstarfsmanna og Kristín Ástgeirsdóttir ræðir kvennabar- áttuna á íslandi í fortíð, nútíð og framtíð. Hér er ekki um að ræða tæm- andi úttekt á framlagi íslendinga á kvennaþinginu, en gefur nokkra innsýn í, hvaða mál verða efst á baugi á Blindern. Islenskur starfsmaður á svæðinu Til að vera íslensku konunum innan handar meðan á þinginu stendur hefur verið ráðinn starfs- maður hálfan daginn. Hún heitir Sigþrúður Helga Sigurbjarnar- dóttir og stundar nám í Osló og þekkir þar vel til. Aðsetur hennar 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 21. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.