Þjóðviljinn - 21.07.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.07.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Salmonella Eftirlitið er í ólestri Sýking getur átt sér stað á öllum stigum. Ekkert leyfiþarftil alifuglarœktar. Setjaþarfný lög. Salmonellanefnd: Stofnað verði embætti dýralœknis í alifuglasjúkdómum Salmonellamengun kjúklinga og annarra kjötvara hér á landi getur átt sér stað á ölhun stigum framleiðslunnar allt frá notkun fóðurs til neyslu. Engar reglur eru til um hverjir mega stunda alifuglarækt og eftirlit með eldi, slátrun, hreinlæti og fóðri er nánast ekkert. Heilbrigð- isráðuneytið leggur til víðtækar úrbætur í þessum efnum sem meðal annars miða að þvi að auka alla fræðslu tíl framleiðenda og neytenda Eftir heiftarlegan salmonellu- faraldur í Búðardal skipaði heilbrigðisráðherra nefnd í júní 1987, sem átti að kanna út- breiðslu salmonellasýkilsins og hvernig mætti koma í veg fyrir útbreiðslu hans. Nefndin hefur nýlega skilað ýtarlegri skýrslu um málið þar sem heldur dökk mynd er dregin upp af ástandinu og bent er á leiðir til úrbóta. Salmonella getur komið fram í allri kjötvöru en kjúklingar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir henni. Nefndin telur nauðsynlegt að sett verði ný lög um matvæla- framleiðslu og eftirlit. Nefndin segir eftirlit með innfluttu fóðri og fóðri framleiddu innanlands vera mikið ábótavant. Aðstaða til fuglaeldis sé mjög misjöfn og í mörgum tilfellum slæm. Enda geti nánast hver sem er hafið fugl- arækt og leggur nefndin til að þeir Lagadeild HÍ Fimm ára nám að engu gert Prófreglur lagadeildar harkalegar og ekki Ijóst hvortþær standist lög. Jónatan Þórmundsson: Viljum ekki slaka á gœðakröfum Par er auðvitað hart að þurfa að horfa á eftir 5 ára námi í Háskólanum verða að engu og auðvitað er ég mjög svekkt yfir afgreiðslu deildarfundar á mál- inu en ég get ekki sagt að hún hafi komið mér á óvart, sagði nem- andi í Lagadeildinni sem hefur verið felld út úr deildinni eftir að hafa fallið f annað sinn á svonefn- du hlutaprófi. Samkvæmt reglum lagadeildar Háskólans mega nemendur sem falla á hlutaprófum á 4. ári þreyta þau einu sinni á ný en ef þeir standast ekki í annað sinn eru þeir fallnir út úr deildinni og öll þeirra fyrri próf utan eitt af fyrsta ári eru fallin úr gildi. í vor féllu tveir nemendur út úr deildinni með þessum hætti. Annar þeirra ákvað að sækja um undanþágu til deildarráðs þar sem umsókn þessari var hafnað. - Ég er að athuga hvort máls- skot til háskólaráðs sé mögulegt í þessu máli og held að það sé ekki útilokað, sagði nemandinn sem synjað var um undanþáguna. Jónatan Þórmundsson, forseti lagadeildar sagði að ekki væri ástæða til veita einstökum nem- endum undanþágu frá þessum reglum þar sem með því væri ekki gætt jafnræðis gagnvart þeim ne- mendum sem hefðu fengið synj- un áður. Hann sagði að strangar reglur í deildinni væru hluti af þeirri stefnu deildarinnar að halda uppi háum gæðakröfum í laganámi. sem vinna við framleiðslu við- kvæmra matvara verði háðir starfsleyfi. Bent er á að skipulegt heilbrigðis- og framleiðslueftirlit sé nánast ekkert og heil- brigðisskoðun í sláturhúsum sé ábótavant. Þá sé þekkingarleysi starfsfólks, matreiðslufólks og almennings mikið í örveruf- ræðum og hvað varðar hollustu og hreinlæti. Nefndin leggur til að daglegu eftirliti verði komið á í kjúkling- asláturhúsum á meðan á slátrun stendur. Embætti yfirdýralæknis verði styrkt. Stofnað verði sérs- takt embætti dýralæknis alifugl- asjúkdóma sem veiti héraðsdýra- læknum sérfræðiaðstoð og annist ráðgjöf til framleiðenda. Þá þurfi að setja reglur sem kveði á um á hvaða stigi eldisins skuli afdrátt- arlaust tekin sýni til sýklarann- sókna og um eyðingu sýktra fugla. Reglurnar kveði einnig á um húsakynni, tæki, búnað, frá- rennsli, umhverfi og meðferð úrgangs. -hmp Pottur er víða brotinn í alifuglarækt hér á landi. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra kynnti í gær niðurstöður sérstakrar rannsóknarnefndar á útbreiðslu salmonellusýkilsins. Mynd: Ari. Alverið Krókaleið til mengunarvama Reynir ekki á hvortísalþarfað sœkja um starfsleyfi. Hollustuvernd: Spuming um mörk sem ísal er gert aðfara eftir. Hefðum kosið að reyndi á starfsleyfisskyldu Heilbrigðisráðherra og iðnað- arráðherra hafa gert sam- komulag um að láta ágreining um starfsleyfisskyldu álversins falla niður. Heilbrígðisráðherra skrif- aði Hollustuvernd bréf í í vor þar sem hann sagði Álverið starfs- leyfisskylt. Forstöðumaður Holl- ustuverndar segist hafa kosið að það reyndi á starfsleyfisskyldu Alversins. Ekki sé fyllilega Ijóst hvort heilbrigðisráðherra hafi dregið bréf sitt til baka. Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra og Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra hafa komið sér saman um að heilbrigðisráðu- neytið geri tillögur um fram- kvæmd og fyrirkomulag mengun- arvarna í Álverinu til iðnaðarráð- uneytisins, í samráði við Hollust- uvernd. Þá eru ráðuneytin sam- mála um nauðsyn þess að ísal geri eðlilegar ráðstafanir til að hafa hemil á og draga úr skaðlegum áhrifum af rekstri álversins, þannig að hann verði í samræmi við „góðar venjur í iðnaði í öðr- um löndum við svipuð skilyrði", eins og segir í tilkynningu frá ráð- herrunum. Ólafur Pétursson forstöðu- maður Hollustuverndar sagði erfitt að svara því hvort heilbrigð- isráðherra hefði dregið bréf sitt frá í vor til baka. Hollustuvernd myndi í viðræðum sínum við ísal, heilbrigðisráðuneyti og iðnaðarr- áðuneyti auðvitað ekki leggja fram aðrar tillögur en starfs- leyfistillögur, eins og gert væri með önnur fyrirtæki. Það væri því ísals að uppfylla þær. „Við hefðum kosið að það reyndi á það hvort Alusuisse bæri ekki að sækja um starfsleyfi eins og önnur fyrirtæki. Það er í sam- ræmi við góðar venjur að þeir geri það," sagði Ólafur. Það væri alltaf haft samráð við viðkom- andi aðila þegar starfsleyfi væru gefin út, það sem væri hins vegar nýtt í þessu máli væri að iðnaðarr- áðuneytið kemur inn sem þriðji aðili. Að sögn Ólafs hafa mælingar Hollustuverndar sýnt að mengun frá álverinu væri meiri en Holl- ustuvernd gæti sætt sig við. Hreinsibúnaður verksmiðjunnar virtist aftur vera í lagi. „Þetta er spurning um mörk sem þeim verði gert skylt að fara eftir og þar af leiðandi spurning um eftir- lit," sagði Ólafur. Ólafur telur það í raun ekki koma í ljós fyrr en að viðræðum loknum í haust hvort ísal er starfsleyfisskylt. Að loknum þeim viðræðum komi í ljós hvort starfsleyfi verði gefið eða hvort tillögur Hollustuverndar verði einungis teknar sem ábendingar. -hmp Gaukur Jörundsson umboðs- maður Alþingis. Mynd Sig. Umboðsmaður Eftirlit með stjórnsýslunni Tekur málfyrir vegna kvartana einstaklinga eða að eiginfrum- kvæði Gaukur Jörundsson sem er fyrsti maðurinn sem gegnir embætti umboðsmanns Alþingis hefur nú tekið formlega til starfa. Nú þegar hafa um 20 mál borist inn á borð til hans og fjalla þau m.a. um forræði barna, skatta- mál og ýmislegt sem varðar at- vinnulöggjöfina td. varðandi veitingu og synjun um atvinnu- leyfi. Gaukur sagði þó að þessi mál gæfu enga heildarmynd af þeim málaflokkum sem umboðs- manni er ætlað að sinna því innan stjórnsýslunnar eru hin ólíkustu mál til meðferðar sem hugsanlega er hægt að vísa til umboðsmanns. Hlutverk umboðsmanns Al- þingis er að hafa eftirlit með op- inberri stjórnsýslu, einkum þeirri sem fram fer á vegum ríkisins. Til hans geta einstaklingar kvartað sem telja að á rétti sínum hafi verið brotið eða mál þeirra á ein- hvern hátt ekki hafa fengið rétta meðferð. Kvartanir fólks verða þó að uppfylla ákveðin skilyrði og það getur ekki hver sem er kvartað heldur einungis sá sem á beinna hagsmuna að gæta. Umboðsmanni Alþingis er einnig heimilt að taka mál til at- hugunar að eigin frumkvæði telji hann ástæðu til og ennfremur get- ur hann gert athugasemdir við lög og reglugerðir sem hann telur einhverja meinbugi á. Þrátt fyrir að umboðsmaður Alþingis geti látið til sín taka á öllum sviðum stjórnsýslunnar er eiginlegt vald hans lítið. Hann getur ekki breytt ákvörðun stjórnvalds eða fyrirskipað að mál verði tekið til endurskoðun- ar. Áhrif hans eru undir því kom- in að aðilar taki til greina gagnrýni sem frá honum kemur og bregðist við í samræmi við það. Á öðrum Norðurlöndum hefur embætti umboðsmanns lengi ver- ið við lýði og reynst vel í þeim tilgangi að bæta vinnubrögð stjórnsýsluhafa. -iþ Sovéskirlbandarískir Mála geimferðamyndir á Islandi Samvinna listamanna stórveldanna. Andinnfrá Reykjavík. Verkin sýnd í Washington og Moskvu I næstu viku cr von á hópi banda- rískra og sovéskra myndlistar- manna, sem hafa lagt stund á geimferðafantasíur, til íslands. Þeir ætla ma. að mála hér saman vegna þess að þeir tclja að íslenskt landslag minni á ýmsan hátt á „landslag" geimsins og ætla þeir að herja innblástur út úr þeirri líkingu. í frétt um málið frá APN er það og haft eftir Jelenu Militakjan, sem verður í sovéska hópnum, að listamennirnir eigi samvinnu sín á milli að einhverju leyti að þakka „andanum frá Reykjavík" - m.ö.o. fundi þeirra Reagans og Gorbatsjovs hér um árið. Fyrsti fundur sovéskra og bandarískra listamanna sem sýsla við ofangreint þema átti sér stað í Moskvu í fyrra o'g fylgdi samsýn- ing verka þeirra. Sýningin gekk vel og því var ákveðið að halda samstarfinu áfram. Verk þau sem til verða á íslandi verða svo sýnd í Moskvu og Washington á næsta ári. Fimmtudagur 21. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIDA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.