Þjóðviljinn - 21.07.1988, Blaðsíða 11
IÞROTTIR
/ kvöld
Mjólkurbikarkeppnin:
kl. 20.00 FH-Víkingur
2.d.kv. kl. 20.00 UBK-Atturelding
Siglingar
Optimist
og Topp-
er
íslandsmót í siglingum var
haldið í Fossvogi um heigina.
Keppt var á Topper og Optim-
istbátum og fór keppnin mjög vel
fram. Úrslit urðu þessi:
Optimistflokkur B:
1. Ragnar M. Steinsen, Ými
2. Guðni D. Kristjánsson, Ými
3. Hólmfríöur Kristjánsdóttir, Ými
Optimistflokkur C:
1. Ólafur Benediktsson, Vogi
2. Helgi Pétursson, Siglunesi
3. Ágúst Kristinsson, Nökkva
Topperflokkur:
1. Guðmundur I. Skúlason, Ými
2. Bjarki Arnórsson, Ými
3. Guöjón Jóhannesson, Siglunesi
-þóm
Ogþettalíka...
Aldur
segir ekki alltaf til um hversu frískur
maður er, það fengu tveir íslenskir
blaðamenn að reyna í A-Þýskalandi í
liðinni viku. Blaðamennirnir, sem
kenna sig við málgagn sósíalisma,
þjóðfrelsis og verkalýðshreifingar
annars vegar og blað allra lands-
manna hins vegar, skoruðu á Jón
Hjaltalín Magnússon og Stefán
Carlsson, lækni, í körfubolta og þótt-
ust snáparnir nokkuð vissir um sigur.
Gömlu mennirnir voru nú ekki á þeim
buxunum að gefast upp og fóru leikar
þannig að „gömlu mennirnir" sigruðu
í leiknum. Ungu mennimir voru síður
en svo ánægðir með úrslitin en vildu
engu að síður helst ekki taka annan
leik...
Áróðurs-
fræðingar
islenska landsliðsins létu til sín taka
gegn Sovótmönnum. Þeir létu ís-
lensku leikmennina dreifa myndum
af liðinu meðal áhorfenda rétt fyrir
leikinn og vakti það mikla athygli
meðal þeirra. Færri fengu en vildu og
var ísóknin mikil og furðulegt var að
sjá fullorðið fólk rífast um myndimar
eins og um fræga leikara væri að
ræða.
Magni Blöndal brýtur hér á besta manni leiksins, Arnljóti Daviðssyni, í dauðafæri en ekkert var dæmt, A litlu myndinni sést Guðmundur
Baldursson reyna að verja skalía Ómars Torfasonar.
Mjólkurbikarkeppnin
Tvöfaldi draumurinn búinn
Dómaratríóið í aðalhlutverki á Hlíðar-
enda í gœr. Valur vann 3-1 eftir
framlengdan baráttuleik
Það munu eflaust margir Framarar kenna einhverjum öðrum en
sjálfum sér hvernig fór gegn Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í
gær. Eftir jafntefli, 1-1, að loknum venjulegum leiktíma var leikurinn
framlengdur og áfram hélt sama baráttan og einkennt hafði leikinn
fram að þvi. En þegar framlengingin var rétt tæplega hálfnuð var
Valsmönnum færð vítaspyrna á silfurfati. Sigurjón Kristjánsson átti þá
skot að marki og boltinn skall í læri eins hinna mörgu Framara í
teignum. Eftir nokkurn umhugsunarfrest dæmdi slakur dómari
leiksins, Friðgeir Hallgrímsson, vítaspyrnu og allt ætlaði um koll að
keyra. Ur vítaspyrnunni skoraði Atli Eðvaldsson af miklu öryggi og
Valsmenn höfðu pálmann í hðndunum.
Valsmenn fengu sannkallaða
óskabyrjun í leiknum og náðu
forystu strax á 5. mínútu leiksins.
Markið kom eftir slæm varnar-
mistök Framara, Ómar Torfason
átti misheppnaða sendingu beint
í fætur Tryggva Gunnarssonar
sem var í upplögðu færi. Tryggva
brást ekki bogalistin heldur
þakkaði pent fyrir sig með ör-
uggu niarki.
Eftir markið kom mikið fát á
leikmenn Fram og voru þeir mjög
óöruggir í lcik sínum. Ekki bætti
úr skák að Valsmenn voru sér-
lega fastir fyrir og komu greini-
lega til leiks með aðeins eitt í
huga. Sigur, hvað sem það kost-
ar. Framar áttu erfitt með að
leika sitt vanalega spil en komust
smám saman meira inn í leikinn.
Á 23. mínútu fékk Ómar upp-
reisn æru þegar hann náði að
jafna leikinn. Framarar fengu þá
aukaspyrnu á miðjum vellinum
og lyfti Pétur Ormslev knettinum
inn á vítateig Vals. Þar kom
Ómar aðvífandi, skallaði hátt í
loft upp í átt að markinu, og inn
fór boltinn þó að flestir reiknuðu
með að Guðmundur markvörður
Baldursson hefði þetta í höndum
sér. Litlu munaði að Ómar
næði að bæta öðru marki við að-
eins þremur mínútum síðar þegar
hann komst inn fyrir vörn'Vals
eftir glæsilega sendingu Péturs
Ormslevs, en yfir fór boltinn. Þá
átti Pétur gott skot utan vítateigs
eftir góðan undirbúning Arn-
ljóts, en Guðmundur varði vel í
horn. Á markamínútunni frægu,
43. mínútu munaði síðan litlu að
Atla Eðvaldssyni tækist að skora
en hann fékk sendingu ínn í víta-
teiginn þar sem hann var skyndi-
lega einn og óvaldaður. Atli tók
vel á móti boltanum en Birkir
varði gott skot hans í slá og yfir
markið.
t síðari hálfleik héldu liðin
áfram að sækja á víxl en fram-
Suðumes
Mjólkurbikarinn
Skagann
lengingin varð líklegri með hverri
mínútu. Á 13. mínútu komst Jón
Grétar skemmtilega í gegnum
vörn Fram og náði að renna bolt-
anum framhjá Birki, en Ómar
kom á fleygi ferð og bjargaði
naumlega. Aðeins mínútu síðar
gerðist umdeilt atvik. Besti mað-
ur leiksins, Arnljótur Davíðsson,
plataði Valsvörnina upp úr
skónum og var kominn í ágætt
færi þegar hann féll við (sjá
mynd). Framarar heimtuðu vít-
aspyrnu en Friðgeir sá ekki ást-
æðu til að dæma enda þótt áhorf-
endur virtust á sama máli og
Framarar. Fátt markvert gerðist
næsta hálftímann og framlenging
því staðreynd. Að vísu tók Eyj-
ólfur línuvörður syrpu með flagg-
ið og lét sem það væri 17. júní og
voru leikmenn gjarnan dæmdir
rangstæðir á ólíklegustu augna-
blikum.
í framlengingunni skoraði Atli
sem áður segir úr vítaspyrnu og
reyndu Framarar árangurslaust
að jafna metin. Rétt fyrir leikslok
gulltryggði Jón Grétar síðan
Valssigur með fallegu marki eftir
aukaspyrnu á vallarhelmingi
Vals. Framarar voru heillum
horfnir og játuðu sig sigraða.
Valsmenn komast því í fjögurra
liða úrslitin eftir tæpan en verðs-
kuldaðan sigur á verðandi ís-
landsmeisturum Framara (?).
Var þetta ekki öfugt í fyrra?
-þóm
Þorsteinn Bjarnason með stórleik í 0-1 sigri Keflvíkinga
Urslitin voru frekar ósann-
gjörn þegar Keflvfkingar unnu
Akurnesinga í Mjólkurbikar-
keppninni í gær. Þorsteinn
Bjarnason bjargaði liði sínu frá
tapi með sérdeilis góðri mar-
kvörslu.
Fyrri hálfleikur var frekar jafn
Mjólkurbikarinn
Akranes 19. júlí
ÍA-ÍBK 0-1 (O-O)
0-1 GuðmundurSighvatsson.........72.m(n
Domari: Guömundur Haraldsson
Maöur loiksins: Þorsteinn Bjamason IBK
-»te
og lítið var um hættuleg tækifæri.
Það voru helst heimamenn sem
sóttu en Iítið kom út úr sóknar-
leik þeirra.
Síðari hálfleikur var skemmti-
legri á að horfa. Skagamenn sóttu
af 1 'ullum krafti og áttu tvö alger
dauðafæri þegar Ólafur Þórðar-
son lét Þorstein verja frá sér af
stuttu færi og Haraldur Ingólfs-
son fór nákvæmlega eins að enda
átti Þorsteinn alla bolta sem
komu inn í teiginn. Keflvíkingar
áttu samt nokkrar sóknir og þeg-
ar 18 mínútur voru til leiksloka
fengu þeir hornspyrnu sem end-
aði hjá Guðmundi Sighvatssyni
er sendi hann í markið, 0-1.
Skagamenn börðust allt hvað af
tók og ætluðu greinilega að jafna.
Þegar 8 mínútur voru til leiksloka
kom há sending inní vítateig
Keflvfkinga þar sem boltinn virt-
ist fara allgreinilega í hönd Sig-
urðar Björgvinssonar. Dómarinn
Guðmundur Haraldsson var ekki
fjarri staðnum og lét leikinn
halda áfram sem var vafasamt.
Eftir það var barist af fullum
krafti og heimamenn sóttu oft
meira af kappi en forsjá. Undir
lokin minntu sóknarmenn Suður-
nesjamanna á sig og Grétar átti
hörkuskot að marki sem rataði
þó ekki í markið.
Hjá Skagaliðinu bar mest á
Sigurði B. Jónssyni sem var bar-
áttuglaður en Karl Þórðarson og
örn Gunnarsson voru einnig
nokkuð góðir. Sá eini sem
eitthvað kvað að í Keflavíkurlið-
inu var Þorsteinn markvörður
Bjarnason en var tvímælalaust
besti maður vallarins og bjargaði
liði sínu algerlega frá tapi.
Fimmtudagur 21. júlí 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11
Mjólkurbikar, Hlíðarenda
20. júlí 1988
Valur-Fram............3-1 (1-1)
1-0TryggviGunnarsson.............S.mín.
1-1 Omar Torfason....................23. mín.
2-1 Alll Eðvaldsson.................101. mín.
3-1 JónGrótar Jónsson..........118. mfn.
LIB Vals: Guðmundur, Þorgrlmur, Sigur-
jón, Magni Atli, Sævar, Guðni, Guðmund-
ur, Valur, Ingvar (Steinar 94.), Tryggvi (Jón
Grótar 46.).
Llð Fram: Birkir, Þorsteinn, Jón (Steinn
59.), Pétur O., Viðar, Kristinn, Pétur A.
(Kris^án 82.), Guðmundur, Ómar, Amljót-
ur, Ormarr.
Gul spjöld: Atli og Þorgrimur I Val og Guö-
mundur I Fram.
Dómari: Friðgeir Hallgrimsson, slakur.
Maður loiksins: Arnljótur Davíðsson, Fram.