Þjóðviljinn - 21.07.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.07.1988, Blaðsíða 7
Kvennaþing Konur hafa orðið í Osló Málin reifuð á Blindern á daginn. Á kvöldin listrœnaruppákomur víðs vegar íborginni. Rúmlega 800 íslenskar konur mœta í Osló með margvíslegt innlegg í umrœðuna og framlag til lista í farteskinu Dagana 30. júlí til 7. ágúst mun kynjahlutfallið í Osló raskast stórum, er konur frá öllum Norðurlöndunum streyma þang- að á kvennaþing. Búist er við að þátttakendur á Nordisk Foruin nálgist 10. þúsundið. Þar af verða um 800 frá íslandi, sem er mjög góð þátttaka á mælikvarða hinn- ar sívinsælu höfðatöluviðmiðun- ar. í upphafi setti undirbúnings- hópurinn hér á landi sér það markmið að 200 konur frá íslandi færu á þingið, en áhuginn reyndist langt umfram það. - Við gætum örugglega fyllt þriðju flugvélina, ef við auglýstum núna. Það eru konur á biðlista og mikið hringt til okkar, sagði Guð- rún Ágústsdóttir, en hún var í vetur ráðin sem starfsmaður vegna Norræna kvennaþingsins. Hún sagði að hópurinn sem færi héðan væri þverskurður af þjóðfélaginu. Sérstaklega hefði verið reynt að höfða til kvenna, sem fara almennt ekki á ráðstefn- ur og hefði það borið góðan ár- angur. - Við höfðum áhyggjur af því að ná ekki til húsmæðra, en þær svöruðu auglýsingum okkar vel og sama gerðu bændakonur. Konur innan Bandalags starfs- manna ríkis og bæja og Alþýðu- láglaunahópur og margar hefðu ekki komist nema af því að þær fengu fararstyrk, sagði Guðrún. Flest sveitar- og stéttarfélög hafa opnað sjóði sína og félagar í BSRB fá greidd laun í þá 4 virku daga sem þingið stendur. Auk þess stofnaði félagsmálaráðherra sjóð fyrir þær, sem ekki höfðu í nein hús að venda með styrki og hafa nokkur fyrirtæki bætt við hann síðan. Undirbúið á fullu í eitt og hálft ár Áður en skoðað verður hvað allar þessar konur ætla að gera í Osló þá 9 daga sem þingið stend- ur, er ekki úr vegi að rifja aðeins upp aðdragandann að norræna kvennaþinginu og hver er til- gangurinn með því. Fyrirmyndin er sótt til þeirra stóru hliðarráðstefna sem haldn- ar voru samhliða kvennaráð- stefnum Sameinuðu þjóðanna í Mexíkó, Kaupmannahöfn ogNa- irobi, á kvennaáratugnum. Eftir ráðstefnuna í Nairobi 1985, kom upp sú hugmynd að konur á Norðurlöndum hittust og bæru Um tilganginn með þvf að stefna saman mörg þúsund kon- um vítt og breitt af Norður- löndum, hefur Grete Knudsen, stjórnandi undirbúningshópsins, orðað svo: - Á Norræna kvenna- þinginu sýnum við raunveru- íeikann að baki goðsögnum um jafnrétti kynjanna. Við sýnum daglegt líf kvenna, og sem er meira um vert, orðum drauma okkar og framtíðarsýn um samfé- lag með manneskjulegu svipmóti þar sem konur fá einnig notið sín. Á kvennaþinginu gefum við okk- ur tíma til að rækta vináttu og vera með öðrum konum, og það veitir okkur sjálfsvitund og styrk til að takast á við hversdagslífið. Opnun á Ákershus Festning Þegar litið er á dagskrá kvenn- aþingsins í Osló kemur fljótt í ljós, að þar er ekki á ferðinni ráð- stefna í hefðbundnum stfl, sem einskorðast við fyrirlestra og störf ívinnuhópum. Þarnaverður gripið til hinna fjölbreytilegustu leiða til að koma efninu á fram- færi og ægir saman dagskrárlið- Mörg hundruð konur hafa síðasta eitt og hálft árið unnið af krafti við undirbúning þingsins. í mörgu hefur verið að snúast hiá Guðrúnu Áqústsdóttur, við að tengja alla þræði saman hér á (slandi, frá því hún var ráðinn starfsmaður norræna kvennaþingsins um áramótin. sambands íslands eru mjög fjöl- mennar. Þær hafa fengið á- kveðna uppörvun frá sínum sam- tökum. Elsti þingfarinn er á níræðis- aldri og dvelur nú á elliheimili, en sá yngsti fæddist í apríl. Það er lítill strákur sem fylgir móður sinni og er hann að sjálfsögðu velkominn, enda karlmenn ekki útilokaðir frá þingsvæðinu. Guð- rún sagði að konur á miðjum aldri væru nokkuð áberandi. Konur sem margar hverjar hafa tekið þátt í kvennabaráttunni í gegnum árin. Yngri konurnar hefðu verið aðeins seinni að taka við sér, en margar slegist í hópinn er á leið skráninguna. - Það er fráleitt að þakka einu frekar en öðru þessa góðu þátt- töku. Þeir sem ákváðu að styrkja konur til fararinnar hafa lagt mikið af mörkum. Konur eru saman bækur sínar og varð úr að Ráðherranefnd Norðurlanda í samvinnu við forsætisnefnd Norðurlandaráðs stæði fyrir slíku þingi. Norrænum kvennasamtökum var f alinn undirbúningur þingsins og síðastliðið eitt og hálft ár hafa mörg hundruð konur verið á fullu við að skipuleggja þinghaldið og setja saman dagskrárliðina. Öllum sem áhuga höfðu var heimilt að leggja til atriði á þing- ið. Gangast þar fyrir einhverju starfi og uppákomum. Að sögn Guðrúnar Ágústs- dóttur, sem ásamt Arndísi Steinþórsdóttur var fulltrúi ís- lands í undirbúningsnefndinni, var reglan sú að neita engu efni nema ef hægt væri að flokka það sem kvenfjandsamlegt. Ekkert efni af því tagingu hefði borist og allir komið sínu að. um, sem margir eiga það eitt sam- eiginlegt að konur standa að þeim. Enginn ætti að vera í vand- ræðum með finna eitthvað áhug- avert, vandamálið er frekar að geta ekki verið nema á einum stað í einu. Allstór hluti af þinginu er kynning á framlagi kvenna á Norðurlöndum til listagyðjunnar og er þar af nógu að taka. í sýn- ingarsölum Oslóborgar verða myndlistarsýningar. Atvinnu- ljósmyndarar sýna verk sín og á kvikmyndahátíð verður hægt að sjá myndir framleiddar á síðustu tveim áratugum. Flestar tegundir tónlistar verða í boði, s.s. vísna- söngur, rokk, jass og klassík. Flutt verða leikrit, sýndur dans og framlag kvenna í bók- menntum kynnt. Á laugardaginn 30. júlí hefst þingið með heilmikilli opnunar- Búist er við að hátt í 10.000 konur af Norðurlöndum leggi leið sína til Oslóar á kvennaþingið, sem standa mun í 9 daga. hátíð á }ershus Festning, í mið- borg Osló. Þar er vonast til að sem flestir þátttakendur á kvenn- aþinginu mæti og náist að hrista hópinn saman. Útbúin verða 4 stór svið, sem standa fyrir jörð, loft, vatn og eld og leggja ölí löndin sem taka þátt í þinginu fram atriði á opnuninni. Frá íslandi kemur ballett, sem Auður Bjarnadóttir hefur samið af þessu tilefni. Efni balletsins er sótt í Völuspá og eru það skapa- nornirar þrjár, Urður, Verðandi og Skuld, sem dansa munu um sviðið á }ershus. Tónlistina með ballettnum flytja 3 konur frá ís- landi. Opnunardagskráin hefst klukkan 3 um daginn og sama kvöld verður henni sjónvarpað í Noregi, Danmörk og Svíþjóð. Þess hefur verið farið á leit að íslenska sjónvarpið sýni einnig frá opnuninni, en ekki hefur enn komið svar frá þeim vígstöðvum að sögn Guðrúnar Ágústsdóttur. Önnur stór skemmtun verður haldin laugardagskvöldið 6. ág- úst og er það lokahátíð þingsins. Ekki er búið að negla niður stífa dagskrá þá, heldur ráðgert að þar verði ýmsar uppákomur með frjálsu formi og jafnvel endur- tekin þau atriði sem mesta athygli vekja í vikunni á undan. Fátt látið órætt á Blindern Á háskólasvæðinu á Blindern í útjaðri Osló, fer megindagskrá þingsins fram og stendur frá 9-17 alla daga, nema síðasta daginn 7. ágúst verður hætt á hádegi. Fyrir þær morgunhressu verður boðið upp á morgunleikfimi á lóðinni fyrir framan íþróttahúsið á hverj- um morgni kl. 7:45. Samstarfsnefnd íþróttasamb- andanna á Norðurlöndur hefur undirbúið þá dagskrá er snýr að íþróttaiðkunum og mun Lovísa Éinarsdóttir annast stjórn á morgunleikfiminni og annarri hópleikfimi. í kringum hádegið verður einnig boðið upp á leikfimi og slökunaræfingar á Blindern, en seinnipart dagsins verður hægt að stunda ýmsar íþróttir í íþróttaháskólanum við Sognsvann. Það eins gott að vera búinn að kynna sér dagskrána á Blindern vel og velja úr, því á sama tíma verða hin ýmsu málefni tekin fyrir í 35 ráðstefnusölum. Auk þess verður fjöldinn allur af bás- um í íþróttasalnum, þar sem ó- formlegar kynningar verða í gangi allan daginn. Á lóðinni verða tjöld fyrir sýningar, uppá- komur, fyrirlestra, vinnuhópa og hvað eina sem konur vilja gera. í einu slíku tjaldi verður ein- göngu friðardagskrá, sem friðar- hreyfingar á Norðurlöndum sjá um. Eitt af atriðunum þar verður flutningur 14 manna hóps frá Bjarkarási, á verki sem byggir á kvæðinu um síðasta blómið. Einnig má nefna að á Hirosíma- daginn sjá konur um að flytja m'essu í dómkirkjunni í Osló, en kvenprestar og -guðfræðingar verða einn af þeim hópum, sem koma saman á kvennaþinginu til að ræða sín mál. Það verður vissulega margt annað gert en ræða um það hvernig það er fyrir konur að vera konur, eins og Flosi Ólafsson tal- aði um í pistli sínum um síðustu helgi. Konur eru starfandi innan flest allra atvinnugreina og á öllum sviðum lista og eru með- limir í hinum ýmsu stjórnmála- og félagasamtökum og eru þau efni sem tekin verða fyrir á dagskránni fjölbreytt að sama skapi. Guðrún Ágústsdóttir sagði að undirbúningsnefndin hefði á sín- um tíma sest niður og skrifað upp lista með yfir 200 málefnum, sem þeim kom í hug að konur vildu ræða á kvennaþinginu og vildi svo skemmtilega til að þau væru öll dekkuð og gott betur. Fortíð, nútíð og ekki síst fram- tíðin verða til umræðu. Umræður tengdar jafnréttismálunum skipa að vonum stóran sess og koma inn á marga þætti. Misréttið á vinnumarkaðnum er konurh of- arlega í huga og einnig hvernig þær geti náð meiri áhrifum í stjórnun á sínu umhverfi. Fjöl- skyldan og framtíð hennar, líf kvenna á ákveðnum svæðum og í vissum atvinnugreinum, málefni einstarkra hópa s.s. lesbía, innf- lytjendakvenna og fatlaðra, verður allt meðal þess sem tekið verður fyrir. Fimmtudagur 21. júlí 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.