Þjóðviljinn - 21.07.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.07.1988, Blaðsíða 10
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Páll Axelsson strætisvagnsstjóri Lönguhlíð 19 er lést 15. júlí verður jarðsunginn frá Fíladelfíukirkju, Hátúni 2, föstudaginn 22. júlí kJ. 13.30. Sigríður Halldórsdóttir Halldór Pálsson Björg Davíðsdóttir Páll Pálsson Guðrún Margrét Pálsdóttir Hannes Lentz og barnabörn. FRETTIR Laus staða Staða forstöðumanns Reiknistofnunar Háskólans er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykja- vík, fyrir 15. ágúst nk. Menntamálaráðuneytið, 15. júlí 1988. ALÞYDUBANDALAGIÐ Styrktarmannakerfi Alþýðubandalagsins Eyðublöð vegna styrktarmannakerfis Alþýðubandalagsins hafa verið send. út til flokksmanna. Eru aliir hvattir til að taka þátt í styrktarmannakerfinu og koma útfylltum eyðublöðum til aðalskrifstofu. Góð þátttaka er grundvöllur öflugs starfs. Verum minnug hins fornkveðna að margt smátt gerir eitt stórt. Gjaldkeri Sumarferð ABR Ósóttir vinningar í happdrætti sumarferðar ABR 1988 1. Manuel Scoraza: Rancas þorp á heljarþröm, Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi. Frá Iðunni. Miði nr. 262. 2. Dea Trier Mörch, Miðbærinn, skáldaga Iðunn. Miðarnr. 504, nr. 5.3. Samferða um söguna, Bengt Áake Haeger MM. Miði nr. 83. 4. Faulkner, Griðastaður, Miði nr. 895. 5. Barsett, upp- takar, hnetubrjóturo.s.frv. Miðinr. 904.6. GrænmetiskvörnfráKRON. Miði nr. 295. 7. Hljómplata KRON. Miði nr. 18. 8. Hljómplata, Almannarómur MFA. Miðinr. 780.9. Nafnabókin eftir Hermann Pálsson MM. Miðinr. 850. 10. Útigrill frá Dröfn Hafnarfirði. Miðinr. 223.11. Hrakfallabálkurinn, viðtöl við Jakob Plum kaupmann í Ólafsvík. Einar Bragi skráði, Iðunn. Miði nr. 691. 12. Heimsmynd á hverfanda hveli 1. og 2. bindi eftir Þorstein Vil- hjálmsson MM. Miðinr. 554.13. Birgir Engilberts, Andvökuskýrslur Iðunn. Miðinr. 685.14. Maðurinn sem féll til jarðar eftir Walter Travis Iðunn. Miði nr. 684.15. Börn eru líka fólk eftir Valdísi Óskarsdóttur MM. Miðinr. 500.16. Sængurfatasett fyrir tvo frá KRON. Miði nr. 947.17. Hljómplata frá KRON. Miðinr. 7 7 7.18. Hljómplatafrá MFA, Maíkórinn. Miðinr. 303.19. Leikvöll- urinn okkar, bók fyrir börn. Miðinr. 108.20. Tvær náttuglur eða öllu heldur þrjár, MM. Miðinr. 519. 21. Skáldiö á Þröm, MM. Miði nr. 896. Vinninga er hægt að vitja á skrifstofu ABR til 1. ágúst 1988. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 8.-12. Alþýðubandalagið Vesturlandi Sumarferð um A-Skaftafellssýslu Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður farin um verslunarm- annahelgina, 30. júlí-1. ágúst. Farið verður til Hornafjarðar á laugardaginn. Ferðast um nærsveitir á sunnudag. Gist verður 2 nætur í Nesjaskóla og er val um svefnpokapláss eða 2ja manna herbergi. Frekari upplýsingar gefa: Dalir - Sigurjóna s: 41175. Stykkishólmur - Þórunn s: 81421 Grundarfjörður - Matthildur s: 86715 Ólafsvík - Herbert s: 61331 Hellissandur - Skúli s: 66619 Borgarnes - Sigurður s: 71122 Akranes - Guðbjörg s: 12251 Munið eftir sundfötum, klæðnaði fyrir smágöngur og að hafa með nesti. Þetta er fjölskylduferð eins og áður. Gerum hana fjölmenna. Kjördæmisráð ÆSKULÝDSFYLKINGIN Framkvæmdaráðsfundur Fundur í framkvæmdarári ÆFAB verður haldinn sunnudaginn 24. júlí: kl. 17.00 að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Nauðsynlegt að allir mæti. Kaffi og kökur. Nefndin Tölvur Nýtt forrit fyrir tannlækna Komið er á markaðinn nýtt töJvuforrit fyrir tannlækna, sem nefnist Tannlæknaþjónninn. Tannlæknaþjónninn heldur utan um öll helstu verk á tannlækna- stofunni t.d. færslur í sjúkraskrá, reikningshald og tímagjöf. Forritið er skrifað fyrir Arc- himedes, 32 bita tölvu frá breska fyrirtækinu ACORN Computer LTD. Við hönnum forritsins var áhersla lögð á að gera það að- gengilegt, sérstaklega fyrir þá, sem ekki hafa kynnst tölvum áður. Aðgerðum er stjórnað með mús, þar sem ferðast er milli glugga á skj'ánum, og birtast allar upplýsingar jafnóðum, svo að fátt eitt þarf að muna. Tannlæknaþjóninn skrifuðu: Kristinn Johnsen og Örnólfur Rögnvaldsson ásamt Hængi Þor- steinssyni, tannlækni. Kristín Davíðsdóttir Rauði krossinn Til líknarstarfs til Thailands Á dögunum lagði Kristín Da- víðsdóttir hjúkrunarfræðingur af stað til Thailands þar sem hún mun dvelja næstu sex mánuði við störf á sjúkrahúsi Alþjóðaráðs Rauða krossins í Flóttamanna- búðum í Khao-I-Dang við landa- mæri Kamputseu og Thailands. Kristín hefur áður starfað í Eþí- ópíu á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Sjúkrahús Alþjóðarauða- krossins í Khao-I-Dang er skurðsjúkrahús og tekur um 100 sjúklinga. Auk erlendra sendi- fulltrúa sem eru læknar og hjúkr- unarfræðingar er starfsfólkið flest úr hópi flóttamanna og hefur hlotið þjálfun hjá sendifulltrúum sem eru frá hinum ýmsu landsfé- lögum Rauða krossins. Kristín Davíðsdóttir er tuttugasti og fyrs- ti sendifulltrúinn sem Rauði kross íslands sendir til starfa á vegum Alþjóðarauðakrossins í Thailandi. Af þeim 660 þúsund flótta- manna sem hafa flúið til Thai- lands frá 1975 hefur mikill meiri- hluti nú fengið hæli og sest að í þriðja landinu, um 9 þúsund hafa fengið aðsetur í Thailandi og allmargir snúið aftur til síns heimalands. En enn eru yfir 200 þúsund manns í flóttamannabúð- um við landamæri Kamputseu og Thailands og á annað hundrað þúsund flóttamenn annars staðar í Thailandi, þar af um 85 þúsund frá Laos, 27 þúsund frá Kamputs- eu og 7 þúsund frá Viet-Nam. Þessi fjöldi flóttamanna sem Thailand hefur veitt bráða- birgðahæli eru um 80% allra indo-kínverska flóttamanna í Suð-Austur-Asíu. Hestir þeirra sem dvelja í flóttamannabúðunum við landa- mærin hafa verið þar um árabil, og margir eygja ekki nokkurn möguleika á því að komast burt. Thailand er fátækt land og á í erf- iðleikum með að ráða fram úr málefnum flóttamannanna og hafa stjórnvöld að undanförnu hótað því að loka landamærum sínum fyrir frekari flóttamanna- straumi. Að auki samkvæmt bréfi frá Hildi Magnúsdóttur hjúkrun- arfræðingi sem verið hefur í Thai- landi síðustu 6 mánuði á vegum Rauða krossins, hyggjast stjórnvöld færa búðirnar nær hættusvæðinu. Það er því ljóst að erfíðleikar þessa fólks munu enn aukast á næstunni. (Fréttatilkynning) 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 21. júlí 1988 Heilsuval Gegn hrukkum og vöðvabólgu Nýtt fyrirtæki, Heilsuval, hef- ur verið opnað að Laugavegi 92, við Stjörnubíóplanið. í Heilsu- vali er orkupunktameðferð, raf- magnsnuddi og leisergeislatækni beitt gegn hárlosi, blettaskalla og líflausu hári. Meðferðartíminn tekur 45-55 mín. og kostar 980 kr. Hliðstæðri tækni er beitt hjá Heilsuvali við að eyða hrukkum og vöðvabólgu. Heilsuval er einnig umboðsaðili fyrir hinar viðurkenndu Aloe Vera snyrti- vörur frá G.N.C. Þær eru einung- is unnar úr lífrænum efnum og fást aðeins í Heilsuvali. Aðal- eigandi Heilsuvals er Sigurlaug Williams sem áður veitti Hár- ræktinni og Heilsulínunni fors- töðu. Tímapantanir eru í síma 11275 á hefðbundnum verslun- artíma. Útlendingar Fimmhundruð færri í júní Tæplega fimmhundruð vantar á til þess að fjöldi útlendinga til landsins í júní sé jafnmikill og í fyrra. Nú komu 18.431 en í fyrra 18.921, og er fækkunin 2,6%. í yfírliti Útlendingaeftirlitsins kemur fram að á árinu hingað til hefur komum útlendinga þó fjölgað frá í fyrra, í 50.459. Flestir júní útlendingar hér nú eru Bandaríkjamenn (3001), þá Danir (2868), Vestur-Þjóðverjar (2288), Svíar (2501) og Norð- menn (2152), en í hópnum eru nánast allra þjóða kvikindi: Suður-Afríkumenn, Úganda- maður, Kýpurbúi, Gwani, Alsír- búi, Fflabeinsströndungur og svo framvegis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.